Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 13
13
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
PV________________________________________________________ Útlönd
Árásum beint að hellum og neðanjarðarbyrgjum al-Qaetra:
Rumsfeld kennir talíbönum
um fall óbreyttra borgara
Bandarískar herþotur geröu í gær i
fyrsta skipti árásir á hersveitir tali-
bana við landamæri Tadsjikistans i
austurhluta Afganistan. Árásirnar
voru gerðar að kröfu Norðurbanda-
lagsins til að auðvelda sókn þeirra í
norður- og norðausturhluta landsins,
en herforingjar þeirra hafa lagt mikla
áherslu á það að undanfórnu að Banda-
ríkjamenn aðstoði þá við að ná borg-
inni Mazar-e Sharif, nálægt landamær-
um Úsbekistans, á sitt vald. Borgin er
að þeirra mati tilvalinn stökkpallur
fyrir áframhaldandi aðgerðir Banda-
ríkjamanna og Breta gegn sveitum tali-
bana og þvi nauðsynlegt að hertaka
hana sem fyrst.
Árásunum var einnig beitt aö hellum
og neðanjarðarbirgjum á svæðinu, þar
sem grunur leikur á að forsprakkar al-
Qaeda samtaka Osama bin Ladens séu
nú í felum en bin Laden er talinn
þekkja þar vel til eftir að hafa sjálfur
staðið að gerð fjölda jarðganga á þeim
tíma sem hann barðist gegn innrásar-
Norðurbandalagið undirbýr stórsókn
Hermenn Norðurbandalagsins æfa fyrir fyrirhugaða stórsókn gegn hersveitum
talíbana í norðurhluta Afganistan þar sem þeir ráðgera hertöku borgarinnar
Mazar-e Sharif sem þeir telja hernaðariega mjög mikilvæga.
liði Sovétmanna á áttunda áratugnum.
Þrátt fyrir stöðugar árásir í þrjár vik-
ur hefur Bandaríkjamönnum ekki enn
tekist að ná einum einasta manni úr
forystusveit talibana en að sögn Don-
alds Rumsfelds varnarmálaráðherra
hefur þó tekist að höggva stór skörð í
foringjasveit þeirra. „Okkur hefur þó
ekki tekist að ná neinum af tíu áhrifa-
mestu foringjunum í samtökunum,
enda erfltt að elta þá uppi,“ sagði Rums-
feld.
Bandaríkjamenn verða sifellt fyrir
aukinni gagnrýni vegna falls óbreyttra
borgara í loftárásunum á Afganistan og
hefur tala þeirra farið sifellt hækkandi
að undanfórnu. Rumsfeld vill kenna
talibönum um mannfallið og segir að
þeir noti þá nú sem skjól. „Þeir bera því
fuila ábyrgð á mannfallinu og geta
sjálfum sér um kennt. Þeir hafa m.a.
smalað óbreyttum borgurum inn í
bænahúsin og nota þá þar sem skjöld
fyrir sjálfa sig,“ segir Rumsfeld.
npec
REUTER-MYND
Saksóknari við kafbátínn
Vladímír Ústínov, ríkissaksóknari í
Rússlandi stendur við flak kjarn-
orkukafbátsins Kúrs í þurrkví.
Kúrsk sökk eftir
aö eigið tundur-
skeyti sprakk
Rússneski kjarnorkukafbáturinn
Kúrsk sökk á Barentshafi í fyrra eft-
ir að eitt tundurskeytanna um borð
sprakk, að sögn embættismannsins
sem stjórnar rannsókn slyssins.
ílja Klebanov aðstoðarforsætis-
ráðherra útilokaði þó ekki í gær að
kafbáturinn hefði lent í árekstri við
óþekktan hlut.
Búið er að finna 45 lík um borð í
kafbátnum eftir að hann var fluttur
í þurrkví á dögunum. Alls fórust 118
manns með Kúrsk í fyrra. Þegar er
búið að bera kennsl á 25 líkanna.
Verkamenn sem starfa við flak
kafbátsins hafa einnig fjarlægt 22
flugskeyti úr honum og ekki verður
annað séð en að þau séu óskemmd
eftir volkið í sjónum.
Petterson ekki
yfirheyrður enn
Sænska lögreglan hafði í gær-
kvöld ekki enn kallað afbrotamann-
inn Christer Petterson inn til yfir-
heyrslu vegna játninga hans í fjöl-
miðlum um helgina að hafa myrt
Olof Palme forsætisráðherra í febrú-
arlok 1986.
Agneta Blidberg saksóknari hefur
engar leiðir til að þvinga Petterson
til að koma í yfirheyrslu og hún tel-
ur að erfítt geti reynst að leggja
fram nýjar haldbærar sannanir í
málinu.
Lögregla og saksóknarar eru því
háð því að Petterson sjálfur gefi sig
sjálfviljugur fram við yfirvöld.
Rýrð hefur verið varpað á játn-
ingu Petterson f blaðagrein þar sem
hann fékk greitt fyrir.
Syrgjendur hrópa á hefnd .
Útför fimmtán kristinna Pakistana sem féllu þegar sex múslímskir þyssumenn réðust inn í kirkju kristinna manna í
bænum Bahawaiþur /' Pakistan á sunnudaginn fór fram í gær. Hér á myndinni sjáum við hiuta syrgjenda en hörð
mótmæii þúsunda kristinna manna fóru fram í bænum eftir útförina, þar sem hróþað var á hefnd.
^ Blóðbað í Tours í Frakklandi:
Oður lestarstarfsmaður skaut
fjóra til bana með haglabyssu
Grímuklæddur maður skaut fjóra
til bana með haglabyssu sinni og
særði sjö til viðbótar í borginni To-
urs í miðhluta Frakklands í gær-
morgun. Lionel Jospin forsætisráð-
herra kallaði atburðinn „morðæði"
vitskerts manns. Fórnarlömbin
voru á aldrinum 33 til 66 ára.
Embættismenn sögðu að maður-
inn hefði hafið skothríð á gangandi
vegfarendur í miðbænum, ekki
langt frá aðalpósthúsinu og léstar-
stöðinni, laust fyrir klukkan tíu í
gærmorgun að staðartfma. Maður-
inn beindi síðan byssu sinni að lög-
reglunni sem skaut hann og særði
og tók í vörslu sfna.
„Brjálæðingurinn steig út úr bil
sínum og setti á sig hettu. Hann var
ekki ósvipaður Rambó. Hann var
með bakpoka og hafði borið svertu á
andlit sitt. Hann byrjaði að skjóta
REUTER-MYND
Víkingasveit á vettvangi
W'kingasveit frönsku lögreglunnar yf-
irgefur neðanjarðarbílastæöi í borg-
inni Tours eftir að búið var að hand-
taka mann sem myrti fjóra í gær.
og gaf sér tíma til að miða á skot-
rnörkin," sagði verslunareigandi
sem varð vitni að skothríðinni í
samtali við fréttamann Reuters.
Yfirvöld í Tours sögðu að skot-
maðurinn væri 44 ára gamall starfs-
maður ríkisjárnbrautanna SNCF.
Hugsanlegt er talið að maðurinn
hafi átt í útistöðum við yfirmenn
sína.
Heimildarmenn innan lögregl-
unnar sögðu að maðurinn hefði ver-
ið yfirheyrður á sjúkrahúsi en að
svör hans hefðu verið óskýr. Full-
trúi stjórnvalda sagði að maðurinn,
kvæntur þriggja bama faðir, þjáðist
af þunglyndi.
Þrjátíu manna vopnuð sérsveit
lögreglunnar lokaði götum í mið-
bænum og umkringdi neðanjarðar-
bflastæði þaðan sem maðurinn var
leiddur á brott.
REUTER-MYND
Enn deilt um Sellafleld
Norðmenn kvörtuðu enn yfir bresku
kjarnorkuendurvinnlustöðinni í gær.
Stöðvið útblástur
frá Sellafield
Börge Brenda, umhverfisráð-
herra Noregs, fór fram á það við
breskan starfsbróður sinn í gær að
stjórnvöld í London stöðvuðu út-
blástur frá kjarnorkuendurvinnslu-
stöðinni í Sellafield. Eiturefna úr út-
blæstrinum hefur orðið vart alla
leið norður í Barentshafi.
Brende fór fram á það á fundi
með tveimur breskum ráðherrum í
Lúxemborg að úrgangsefni frá
Sellafield yrðu unnin á landi en
ekki losuð í írlandshaf.
Norski ráðherrann sagði í sam-
tali við fréttamann Reuters að bresk
stjórnvöld ætluðu að skoða málið
fyrir jól. Norðmenn hafa ásamt ís-
lendingum og fleiri gagnrýnt starf-
semi endurvinnlustöðvarinnar í
Sellafield harðlega í mörg ár.
Þrefað um lofts-
lagið í Marokkó
Tvö þúsund fulltrúar frá 160 lönd-
um eru nú komnir til Marrakesh í
Marokkó til að reyna að ganga frá
svokölluðum Kyoto-samningi um
loftslagsbreytingar. Fulltrúarnir
hafa tvær vikur til að koma orðum
að grundvallarreglum sem voru
samþykktar á fundi i Bonn í júlí í
sumar.
Samningurinn sem kenndur er
við borgina Kyoto i Japan var gerð-
ur árið 1997 og markmið hans er að
draga úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda fyrir árið 2012 um fimm pró-
sent frá því sem losunin var árið
1990. Meirihluti iðnríkja heimsins
verður að staðfesta hann til að hann
öðlist gildi.
REUTER-MYND
Kiaus Wowereit
Borgarstjórinn í Berlín vill ekki
stjórna þýsku höfuðborginni með
flokki fyrrum kommúnista.
Kratar halda fyrr-
um kommum frá
stjórn Berlínar
Jafnaðarmannaflokkur Gerhards
Schröders Þýskalandskanslara
ákvað í gær aö útiloka fyrrum
kommúnista frá borgarstjórninni í
Berlín. Hætt er við að þessi ákvörð-
un muni kosta krata atkvæði í aust-
urhluta Þýskalands í næstu kosn-
ingum.
Klaus Wowereit borgarstjóri
sagði að jafnaðarmenn myndu þess
í stað reyna að mynda meirihluta í
borgarstjórninni með græningjum
og frjálslyndum. Jafnaðarmenn
unnu mikið á í kosningunum fyrir
rúmri viku þótt þeim tækist ekki að
ná hreinum meirihluta.
Wowereit sagðist vilja stjóm sem
gæti komið efnahag Berlínar í lag.