Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Page 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
Menning___________________________________________________________________________________________________________________________DV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Það er bara eitt
sem mér finnst ...
- nöldur um djasshátíðina í Reykjavík
Við sem fylgjumst með Jazzhátíð í Reykjavlk
frá ári til árs getum ekki annað en tekið ofan
fyrir stjóm og framkvæmdastjóra hennar. Þeir
félagar hafa innt af hendi mikið og óeigingjarnt
starf, sem seint verður þakkað nægilega vel fyr-
ir. Hátíðin gegnir veigamiklu hlutverki þar sem
hún gefur íslenskum djassleikurum tækifæri til
að sýna getu sína, bæði með eigin hljómsveitum
og tónsmíðum og með erlendum kollegum.
I upphafi hét hátíðin RúRek í höfuðið á að-
standendum sinum, Ríkisútvarpinu og Reykja-
víkurborg, en samstarfið við RÚV var mjög
erfitt á köflum, svo ekki sé meira sagt. Nú kem-
ur RÚV ekki nærri djasshátiðinni. Ríkisútvarp-
ið sem séð hefur sóma sinn í því að hljóðrita, til
dæmis, tónlistarhátíðir á Kirkjubæjarklaustri
og í Skálholti með myndarbrag, telur sig ekki
geta hljóðritaö djasstónlistarhátíð í Reykjavík,
af einhverjum ástæðum.
Þessi óskiljanlegi upptökutregi RÚV var sér-
lega bagalegur á hátíöinni núna í haust. Þeir
sem ekki komust á minningartónleika um Guð-
mund heitinn Ingólfsson eiga þar af leiðandi
ekki kost á að heyra þá, svo eitt dæmi sé tekið
af mörgum þeim sem útvarpið hefði átt að hljóð-
rita, þó ekki væri nema til varðveislu.
Tónlist
En hvaða máli skiptir ein djasshátíð? Það
kemur önnur á næsta ári, gæti nú einhver sagt.
Gott og vel. En maður hélt að Ríkisútvarpið
hefði lært ýmislegt með árunum, sérstaklega eft-
ir að það kom í ljós að RÚV hafði ekki geymt
verðmætar hljóðritanir með Gunnari Ormslev,
sem nauðsynlegt hefði verið að eiga í sambandi
við útgáfu minningardisks um þennan merka
tenórista. Mér skilst að jafnvel rússneska ríkis-
útvarpið hafi lagt til fleiri upptökur með Gunn-
ari en RÚV þegar til stóð að gefa diskinn út!
Eistarnir tveir, Raivo Tafenau og Meelis Vind
Samleikur þeirra, leikgleöi og húmor voru há-
tindur Jazzhátíöar.
„Fátt þótti mér skemmtilegra á Jazzhátíð
Reykjavíkur en að hlusta á hinn hollenska Hans
Kwakkernaat leika Guðmund Ingólfsson af
fingrum fram í góðum hópi íslenskra djassleik-
ara,“ segir Vernharður Linnet í umsögn um há-
tíðina en Vernharður á heiðurinn af því aö
halda utan um efni með þeim Guðmundi Ingólfs-
syni og Gunnari Ormslev.
Á einum af mörgum útgáfutónleikum hátíðar-
innar gafst okkur kostur á að hlýða á magnaðan
leik hins unga píanóleikara Agnars Más Magn-
ússonar. Agnar hefur fengið mjög góðar um-
sagnir um disk sinn „01“, meðal annars hrósaði
hinn kunni bandaríski píanisti Brad Mehldau
leik Agnars Más í umsögn um diskinn. Vern-
harður Linnet hafði þetta að segja um tónleik-
ana: „Agnar Már lék að venju glæsilega efni sitt
af 01 en kolröng mögnun flygilsins spillti eilítið
gleði hlustenda."
Þessi blettur á hátíðinni minnti óneitanlega á
ævintýri fransks píanósnillings á Listahátíð fyr-
ir allmörgum árum þar sem óstemmdur flygill
varð til þess að listamaðurinn lét þess getið að
hann hefði ekki áhuga á því að koma aftur til ís-
lands.
Já, og af hverju fékk hin ágæta Stórsveit
Reykjavíkur ekki tækifæri til að láta ljós sitt
skína á hátiðinni? Tónleikar sænsku stórsveit-
arinnar á Broadway sýndu að Stórsveitin okkar
er framúrskarandi á góðum degi!
Annað finn ég ekki til að nöldra út af en tek
undir með Friðriki Theodórssyni, framkvæmda-
stjóra hátíðarinnar, sem sagði: „Að öllu öðru
ólöstuðu held ég að Eistarnir tveir hafi komið
mér skemmtUegast á óvart. Þetta voru ekki að-
eins frábærir tónlistarmenn hvor í sínu lagi
heldur var samleikur þeirra, leikgleði og húmor
í algleymi."
Ólafur Stephensen
Hljómplötur
Af meintum nýstár-
leika tónlistarinnar
MYNO ÚR SAFNI DV
John Cage í íslandsheimsókn fyrlr tæpum 20 árum
Verk hans hafa tii aö bera allt aö því þarnslega einlægni i bland
viö ísmeygilegan húmor.
Það er skrýtið hvernig tíðarandinn breyt-
ir því hvemig tónlistin hljómar í eyrunum á
manni. Ég hef verið að hlusta á nokkra diska
frá ECM-útgáfunni sem allir eiga sammerkt
að ganga þvert á væntingar mínar, ekki
endilega vegna nýstárleika tónlistarinnar
heldur miklu frekar vegna þess að sjálft tón-
listarumhverfið og þá einnig skynjun mín,
hafa tekið breytingum. Hér á ég m.a. við nýj-
an disk með gamalli og nýlegri tónlist eftir
John Cage, nýlega tónlist eftir georgíska tón-
skáldið Giya Kancheli og loks upptökur
Hilliard Ensemble á 17. aldar pólýfónískri
tónlist eftir Victoria, Palestrina og fleiri tón-
skáld.
Nú hlusta ég á flest annað en John karlinn
Cage mér tU skemmtunar. Hins vegar hefur
mér ávaUt þótt hann skemmtilegur karakter
og tónlist hans bæði nauðsynlegt áreiti og
mótvægi í hinu hátíðlega samhengi tónlist-
arinnar.
Við hlustun á svítunni hans fyrir leik-
fangapíanó (1948) og konsertinum fyrir sér-
útbúinn flygil og kammersveit (1950-51), sem
ég þekkti einungis af afspurn, var ég því
reiðubúinn að gefa mig á vald ljúfsárri
hneykslan. Það reyndist óþarfi, því þessi tón-
verk eru í rauninni einkennilega aðlaðandi,
hafa tU að bera aUt að því bamslega ein-
lægni í bland við ísmeygilegan húmor. Á
leikfangapíanóinu eru einungis niu brúkleg-
ar nótur sem Cage notar til að skapa tæra,
austurlenska stemningu, án þess að leggja út í
djúprista „tjáningu" af neinu tagi.
Andóf á grunni hefðar
Um stund velti ég fyrir mér af hverju þessi tón-
list var svona kunnugleg og þá laust nafni Eriks
Satie niður í huga mér. Þegar upp er staðið er leik-
fangapíanótónlistin ekki vitund hneykslanlegri en
litlu píanóskissumar hans Saties.
Ekki náði tónlistin fyrir sérútbúna flygUinn
heldur að angra mig, þrátt fyrir meinta tilviljunar-
kennda samsetningu hennar. Það er eitthvað ynd-
islega falslaust við það hvernig Cage fiktar með
hljóð af ýmsu tagi, um leið og ýmislegir tónar sem
hann teflir saman kaUa upp í hugann kröftugar
andstæðurnar sem Stravinsky, eitt af átrúnaðar-
goðum Cages á þessum tíma, kallar fram í verkum
sínum. Sem sagt, þessi meinti skelmir nútimatón-
listarinnar reisir andóf sitt kirfilega á grunni hefð-
arinnar.
I rauninni er mun erfiðara fyrir nútímahlust-
anda að meðtaka trúarlega tónlist frá 17. öld með
réttu hugarfari en brak og bresti Cages, því við
höfum tæplega til þess tilhlýðilegar menningarleg-
ar forsendur. Því getur verið talsvert sjokk
fyrir okkar nútíma tóneyra að heyra guU-
barkana í Hilliard-kvartettinum kyrja gamla
aflátstónlist, sem er aUt í senn nakin, tær og
skerandi. Tónlist Cages er óþægUeg, en við
skiljum hana vegna þess að við þekkjum
uppsprettur hennar. Söngur þeirra HUliard-
inga, sem heUluðu svo marga þegar þeir
sungu með Jan Garbarek hér um árið, er
líka óþægUeg, en í henni er einnig fólgin
undarleg fegurð sem okkur er þó fyrirmun-
að að skilja til fuUs.
Aftur tll lagrænna gilda
Ef við gefum okkur að Cage hafi takmark-
aðan áhuga á andlegri vídd tónlistarinnar,
þá má vissulega segja að hann sé mjög á
skjön við mörg helstu tónskáld samtíðarinn-
ar. Á seinni árum hafa mörg þeirra horfið
aftur til lagrænna og harmónískra gUda;
telja sig þannig betur 1 stakk búin til að
miðla hinum andlega seim tónlistarinnar.
Eitt þessara tónskálda er Giya Kancheli,
sem iðulega hefur notað bæði georgíska al-
þýðu- og kirkjutónlist í lagskiptum, lang-
dregnum (í besta skilningi) og tregablöndn-
um tónsmíðum sínum. Aðalverkiö á áður-
nefndri nýjustu plötu hans hefur meira að
segja undirtitilinn „Gleðisnauðir þankar".
Verkið heitir „Simi“, sem er georgíska
fyrir „þráður", rétt eins og í íslensku. í því
leikur Mstislav Rostropovich „sönglínuna"
af hreinni sniUd. En það ákall til almættisins sem
endurómar í seUóstrengjum hans, á það greiðari
aðgang að sinni okkar en kirkjusöngvar HiUiard-
kvartettsins? Svari nú hver fyrir sig.
Aðalsteinn Ingólfsson
John Cage: The Seasons, ECM 1696.
The Hllliard Ensemble: In Paradisum, Music of Victoria
and Palestrina, ECM 1653.
Giya Kancheli: Magnum Ignotum, einl. Mstislav
Rostropovich, ECM 1669.
Umboð á íslandi: JAPIS
Gamli íslenski
marsinn
Næstu þrjú miðvikudagskvöld kl.
20-22 kynna Norræna húsið og íslenska
dansfræðafélagið gamla íslenska mars-
inn í Norræna húsinu. Hann naut mik-
Ula vinsælda á 19. öld og langt fram á þá
20. og hefur talsverða sérstöðu þar sem
sams konar form þekkist ekki annars
staðar á Norðurlöndum.
Gamli íslenski marsinn er i tveimur
meginhlutum: Annars vegar ganga,
marsering og hins vegar margs konar
leikir og hlutar úr gagndönsum (kontra-
dönsum) sem tengdir eru saman í eina
heild með ívafi gömlu dansanna. Mars-
inn má rekja til danshefðar ólíkra tíma-
bila en hann er sérstaklega tengdur
Polonaise dansinum. í síðari hlutanum
koma fyrir þættir úr því sem við hér á
landi köUum gömlu dansana en eru
dansaðir á hinum Noröurlöndunum sem
þjóðdansar eða „gammel dans“. Leikirn-
ir hafa eflaust borist víða að, m.a. frá
Bretlandi og Þýskalandi.
Kennarar eru Aðalheiður Ragnars-
dóttir og Kolfmna Sigurvinsdóttir. Sig-
ríður Þ. Valgeirsdóttir segir frá marsin-
um og bakgrunni hinna ýmsu þátta
hans. Mikilvægt er að vera með frá byrj-
un og taka virkan þátt í dansinum.
Hlj ómor ðak völd
Bandarísk skáld og
tónlistarmenn af alþjóð-
legu ljóða- og sönghá-
tíðinni LIPS (The
London Intemational
Poetry and Song Festi-
val) sem stóð yfir um
helgina heimsækja
Megas á listþingið
Omdúrman i Nýlista-
safninu annað kvöld kl. 20, í boði vefrits-
ins Kistan.is og Nýlistasafnsins. Meðal
þeirra sem fram koma eru Ron & Dylan
Whitehead, Scaramungo og Anonymous
sem fremja hljómorð ásamt Megasi,
Mike og Danny Pollock og Braga Ólafs-
syni en þrír síðastnefndu voru voru
gestir á LIPS. Einnig verða kynntir
hljómorðadiskar Megasar, Haugbrot, og
Mikes Pollock og Braga Ólafssonar,
Rons Whitehead og fleiri, From Iceland
to Kentucky & Beyond sem Ómi gefur
út.
Greg Hopkins meö
Stórsveitinni
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika
í Kaffileikhúsinu annað kvöld kl. 21 með
bandaríska trompetleikaranum, tón-
skáldinu og hljómsveitarstjóranum Greg
Hopkins. Meginefni kvöldsins eru verk
af efnisskrá Woody Hermans og hans
hljómsveitar, en einnig verða leikin
verk og útsetningar eftir Hopkins sjálf-
an.
Greg Hopkins hefur m.a. gert garðinn
frægan sem trompetleikari og útsetjari
með Buddy Rich stórsveitinni en er nú
búsettur í Boston þar sem hann m.a.
leiðir eigin stórsveit, kennir við Berklee
tónlistarháskólann auk þess að ferðast
víða sem fyrirlesari, kennari, útsetjari
og trompetleikari.
Stórsveit Reykjavíkur hefur staðið í
ströngu undanfarna mánuði. Nú nýver-
ið hélt sveitin tónleika í Þorlákshöfn í
tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. í júlí-
byrjun kom sveitin fram á Sandviken
jazzhátíðinni í Svíþjóð og hlaut firnagóð-
ar viðtökur og mjög jákvæða dóma fyrir
leik sinn. Nokkrum dögum áður en hald-
ið var til Svíþjóðar hélt sveitin tvenna
vel sótta tónleika á Norðurlandi vestra;
á Blönduósi og Hvammstanga.
Fjölskyldukvöld
Fjölskyldukvöld verður á Súfistanum,
Laugavegi 18, í kvöld kl. 20. Þar verður
lesið úr nýútkomnum og væntanlegum
bókum fyrir alla fjölskylduna: Anna G.
Ólafsdóttir: Niko, Yrsa Siguröardóttir:
B10, Kristín Helga Gunnarsdóttir: í
Mánaljósi - ævintýri Silfurbergþríbur-
anna, Helgi Guðmundsson: Marsibil,
Ragnheiður Gestsdóttir: 40 vikur.