Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Side 17
17 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 I>V skírskotun. Setning eins og „It is time to accentuate the positive" kemst ekki til skila sem „Það er kominn tími til að leggja áherslu á það jákvæða" jafnvel Ýþótt yfirborðsmerkingin sé sú sama. Það sama gildir um „All that is solid melts into fucking air“; þýðingin „Allt sem er fast bráðnar og verður að tómu lofti“ skilar ekki prakkaralegri tilvísun til frægrar bókar Marshalls Berman. Saga Rushdies er keyrð áfram á frösum, tískuorðum og hugtökum úr jafnt fræð- aumræðu sem popprýni, og stundum á íslenskan ekkert svar; textinn verður stirður og tilvísunin glatast. Sums stað- ar er enski frumtextinn látinn halda sér, einkum þegar vitnað er í texta Ormusar sjálfs, og spurningin er hvort ekki hefði mátt ganga lengra í þessu, láta íleiri frasa standa á ensku í stað þess að reyna að láta þá skína í gegn í þýðingunni. Bókmenntir Ég verð að viðurkenna að það var stundum nokkur þraut að lesa Jörðina undir fótum hennar, þótt bókin sé líka þrælmögnuö og mikið ævintýri að fylgja Rushdie um völundarhús heimsmenn- ingarinnar, oft eftir ótrúlegustu leiðum. Það sem hins vegar stendur eftir er það að þegar ég laumaðist í ensku útgáfuna til að bera saman, þá fyrst varð verulega skemmtilegt. Þetta er öðrum þræði skáldsaga um enska tungu í öllum sínum margbreytileik og veldi. Og það hefði þurft meiriháttar krafta- verk til að koma því til skila. Jón Yngvi Jóhannsson Ó-möguleg þýðing? Skáldsaga Salmans Rushdie, Jörðin undir fótum hennar, gerist nær öll í tungumál- inu. Hún er saga um goðsagnir, sögur og ljóð, hvernig þau stýra lífi okkar og móta það. Hún er margradda hljóm- kviða sett saman úr öllum þeim orð- ræðum sem hafa skapað 20. öldina og guði hennar poppstjörnurnar, sögð frá sjónarhóli eins af postulunum, blaða- og tískuljósmyndaranum Rai. Rai er hluti af ástarþríhyrningi ásamt tveimur poppgoðum, Vínu Aps- ara og Ormusi Cama, sem kynnast i Bombay á sjötta áratugnum og verða alþjóölegar stórstjömur á þeim átt- unda fram á þann níunda. Sagan gerist í heimi sem er hliðstæður okkar, en þróast aðeins öðruvísi, stundum með kómískum áhrifum. Við fáum t.d. að vita eins og sjálfsagðan hlut að John F. Kennedy hafi lifað af tilræði í Dallas og að Bobby bróðir hans hafi orðið for- seti. Það hefur ekki verið neitt áhlaupa- verk að þýða Jörðina undir fótum hennar. Eiginlega er það fyrirfram vonlaust verk og maður setur spum- ingarmerki við það hvort ástæða hafi verið til að reyna það. Ein ástæðan er sú að þetta er geysilega menntuö og vel lesin saga, eitthvert mesta tilvís- anafyllirí sem ég hef komist í lengi. Tilvísanim- ar eru í margar áttir, allt frá indó-evrópskum, grískum, indverskum og norrænum goðsögum til popptónlistar og kvikmynda nánasta sam- Salman Rushdie Hefur samiö guöspjall okkar tíma. tíma okkar. Samtímamenningin, popplist og fjöldamenning, skipar þama hvað stærstan sess, og hún er á ensku, við þekkjum hana á ensku. Þótt stundum takist að miðla þessu til lesandans í þýðingu tekst það ekki nærri alltaf. Það sem tapast og erfitt getur reynst að bæta upp á ann- an hátt er það hvemig við þekkjum aftur setn- ingar og orðatiltæki sem þannig fá víðari Salman Rushdie: Jöröin undir fótum hennar. Þýöandi: Árni Óskarsson. Mál og menning 2001. Bókmenntir . a ■ ■ Svín til að bjarga Vefurinn hennar Karlottu segir frá grísnum Völundi sem er bjargað af lítilli stúlku, Furu, þegar á að lóga honum vegna þess að hann er minni en hinir grísirnir. Fura telur foður sínum hughvarf og tekur grísinn í fóstur, allt þar til hann er seldur herra Zuckerman. Þar lifir hann þægilegu lífi án þess að vita að ætlunin er að slátra honum þegar hann er orðinn nægilega feitur. En áður en til þess kemur grípur Karlotta kónguló í taumana; hún spinnur vefinn sinn í fjósi herra Zuckermans þar sem Fura situr líka og fylgist með dýrunum og lærir að skilja mál þeirra. I bókinni er sagt frá örlögum manna og dýra. Mennskar persónur falla þó í skugga af dýran- um. Völundur er sú persóna sem kemur mest við sögu. Hann er hálfgert smábarn; grenjar þeg- ar honum fmnst enginn sýna sér athygli og þeg- ar hann reynir að stinga af frá herra Zucker- man er auðvelt að lokka hann til baka með mat- arfótu. En Völundur er greindari en margur hyggur svín vera þó að rök- semdafærsla hans einkennist stundum af nokkrum naivisma. Þegar lamb segir Völundi að því finnist svín vera minna en ekki neitt bendir Völundur á galla í orð- ræðu lambsins: „Hvernig getur eitt- hvað verið minna en ekki neitt? Ef eitthvað væri minna en ekkert þá væri ekkert ekkineitt, það væri eitthvað - jafhvel þótt það væri mjög lítið af því. En ef ekkineitt er ekki neitt, þá er ekkert minna en það er.“ (31-32) Aðalpersónueinkenni Völundar er þó hvað hann virðist vera full- komlega ósjálfbjarga. Fyrst bjargar Fura honum og síðar Karlotta. Vefurinn hennar Karlottu er því saga af snjöllum kvenpersónum sem hrífast af litlum grís, kannski sökum varnarleysis hans. Það er skemmtilegt að hetja sög- unnar skuli vera kónguló, dýr sem margir óttast. Karlotta er greind og falleg þó að hún geri lít- ið úr fegurð sinni: „Næstum allar kóngulær eru frekar laglegar." (39) Hún bjargar Völundi án þess að vilja neitt I staðinn. Klókindum hennar er við brugðið og hin dýr- in eru peð í tafli hennar, án þess að átta sig á því, einkum rottan Teitur, sem Karlotta lætur snúast i kringum sig. Þýðing Helgu Soffiu Einarsdótt- ur er hnökralítil og læsileg og sag- an sjálf er skemmtileg lesning. Enginn kemst hjá því að hrífast af Karlottu; duglegri, góðri og klókri kónguló. Katrín Jakobsdóttir E. B. White: Vefurinn hennar Karlottu. Helga Soffía Ein- arsdóttir þýddi. Mál og menning 2001. Tóulist Rauður hringur í Dómkirkjunni Hinir árlegu tónlistardagar Dómkirkjunnar voru settir á sunnudaginn var með frum- flutningi fimmtán mínútna langs verks fyrir tölvu, kór og einsöngvara eftir Þuríði Jóns- dóttur. Verkið ber nafnið Rauð- ur hringur og er textinn feng- inn úr Biblíunni, Spámannin- um eftir Kahlil Gibran, Útlegð eftir Saint-John Perse og La Ballata di Rudi eftir Elio Pagli- arani. Meginuppistaða textans er síðastnefnda Ijóðið, sem er nokkurs konar hugstreymi þar sem rauður litur kemur fyrir aftur og aftur en hin textabrot- in em hugleiðingar um lifið og hrynjandi þess. Manni dettur í hug tíðahringurinn, sem er vissulega rauður og undirstaða lífsins. Tónlistin var einstaklega hrífandi, kórsöngurinn var undirstrikaður með söng og hvísli úr hátölurun- unum sem voru Þuríöur Jónsdóttir tónskáld Sterkur heildarsvipur á verki hennar, framvindan eölileg og engu ofaukiö. legt. Hægferðugur söngurinn byggðist að mestu á einfold- um stefbrotum og rann hann ótrúlega vel saman við raf- hljóðin. Rafknúinn gnýrinn, sem braust fram á tímabili, var sannfærandi, hann minnti mann á drunur úr náttúrunni, brimhljóð eða jafnvel eldgos, án þess að virka eins og effektar í bíó- mynd. Voru rafhljóðin í réttu samhengi við annað í tónlist- inni, enda var sterkur heild- arsvipur á verkinu, fram- vindan eölileg og engu ofauk- ið. Er Rauður hringur seið- andi tónsmíð og er tónskáld- inu hér með óskað til ham- ingju með hana. Dómkórinn söng prýði- lega, afar skýrt og af mikilli innlifun og var hið sama upp á teningnum hjá einsöngvur- þau Magnea Gunnarsdóttir um, sem var á tímabili óhugnanlega raunveru- sópran, Anna Sigríður Helgadóttir alt og Guð- laugur Viktorsson tenór. Tölvan stóð sig líka vel, ef hægt er að segja það, og hefur hún örugg- lega komið mörgum á óvart, enda ekki mjög áberandi í trúarlegri tónlist hingað til. Hugsan- lega er það að breytast, sem er vel, því raf- og tölvutónlist býður upp á óendanlega möguleika. Verk Þuríðar var meginuppistaða efnisskrár- innar og var það flutt tvisvar, í upphafi tónleik- anna og í lokin. Þar fyrir utan söng kórinn tvo sálma, annan eftir Gabriel Fauré, Eitt er orð Guðs og hinn eftir Mendelssohn, Veit, ó, Guð ég hjá þér eigi. í hinum síðarnefnda söng Alina Dubik með kómum við undirleik Hrefnu Egg- ertsdóttur píanóleikara og fluttu þær tvær einnig þrjú hugljúf lög eftir Glinka og Rimsky- Korsakoff. Hljómburðurinn í Dómkirkjunni er ekki heppilegur fyrir einsöngvara en hér kom það ekki að sök því söngur Alinu var sérlega fal- legur. Gaman var að heyra sungið á rússnesku, sem er sjaldheyrð í ljóðasöng hér á landi, og er það synd því Rússar eiga óteljandi söngperlur. í stuttu máli voru þetta góðir tónleikar og var verk Þuríðar áhrifamikil byrjun á tónlistardög- um Dómkirkjunnar. Jónas Sen ___________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttír „Bootleg“ Spessa í E-541 A morgun kl. 17 opnar myndlistar- maðurinn Spessi sýninguna „Bootleg" í E-541 Listhúsi. Þar getur að líta brot af þeim aragrúa polaroid-mynda sem listamaðurinn hefur tekið í tengslum við starf sitt sem atvinnuljósmyndari og myndlistarmaður. Slíkar myndir eru gjarnan teknar til að sannreyna lýsingu og byggingu ljósmyndarinnar áður en sjálf myndatakan fer fram og þvi má segja að þær sýni andartakið fyrir hið „formlega" augnablik. Yfir- leitt hafna þessar prufumyndir í rusla- körfunni en stundum fanga þær eitt- hvað sérstakt sem ekki er að finna á „alvörumyndinni" og þegar það gerist hefur Spessi tilhneigingu til að stinga þeim frekar ofan í skúffu. Nú hafa nokkrar þeirra fengið uppreisn æru með því að þær eru orðnar að mynd- listarverki og sem slíkar standa þær með sinn fótinn í hvorum meginþætti Spessa, atvinnuljósmyndaranum og myndlistarmanninum. Á opnuninni milli klukkan 17 og 19 verður Listhúsið á stöðumæli fyrir utan Mokkakaffi á Skólavörðustíg. Sjálfur verður listamaðurinn á kaffi- húsinu. Listaháskólinn til umræðu Aðalfundur Félags um Listaháskóla íslands verður haldinn annað kvöld kl. 20 í sal Listaháskóla íslands í Skipholti 1. Félagið skipar þrjá menn í stjórn Listaháskólans og fer þannig með meirihluta í stjórn hans. Húsnæðismál Listaháskólans eru enn í óvissu. Listaháskólanum var upp- haflega hugað að vera í byggingu Slát- urfélags Suðurlands í Laugarnesi. Að mati erlendrar arkitektastofu var hún talin óheppOegt skólahúsnæði miðaö við þau markmið sem Listaháskólinn hafði sett sér. Hafnarfjarðarbær gerði skólanum þá boð um nýbyggingu við norðurbakka hafnarinnar en ekki náð- ist samstaða um það í stjórn skólans að Listaháskóli íslands yrði færður í Hafnarfjörð. í kjölfarið var viðruð hug- mynd um byggingu Listaháskóla á Miklatúni við hlið Kjarvalsstaða en sú hugmynd hefur ekki fengið frekari framgang. Nú fer kennsla í LHÍ fram á þremur stöðum í borginni. Á aðalfundi félagsins verður framtíð Listaháskólans rædd auk þess sem nýir menn verða skipaðir í stjórn fé- lagsins og einn fulltrúi kjörinn í stjórn skólans. Kafteinn Ofurbrók kemur aftur Variö ykkur! Kafteinn Ofurbrók er mættur aftur til leiks í splunkunýrri bók frá JPV-útgáfu: Kafteinn Ofurbrók og árás kok- hraustu klósettanna eftir verðlaunahöf- undinn Dav Pilkey. Georg og Haraldur eru yfirleitt mjög ábyrgir drengir en þegar eitthvað svakalegt gerist eru þeir yfirleitt ábyrgir fyrir því. Fyrst eyði- leggja þeir hugvitskeppnina í skólan- um og síðan búa þeir óvart til heila herdeild af kolgrimmum, kokhraustum klósettum. Getur einhver stöðvað þessi óseðjandi klósett?! Þetta er einmitt verkefni fyrir Kaftein Ofurbrók! Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Ef þið viljið kynnast kafteininum nánar er heimasíöa hans: http://www.captainunderpants.com. Leikið á þverflautu Á háskólatónleikunum í Norræna húsinu á morgun kl. 12.30 spila þver- flautuleikaramir Berglind María Tóm- asdóttir og Kristjana Helgadóttir verk eftir Hindemith, Petrassi, Maderna og Ta'ira. Tónleikamir taka um það bil hálfa klukkustund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.