Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 23 Útgáfufélag: Útgáfufélagíö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@>dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. lausasöluverð 200 kr, m. vsk„ Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Spilað með lífeyrinn Lífeyrissjóðir landsmanna hafa ekki staðið sig nógu vel í sviptingum efnahagsmála á þessu ári og hinu siðasta. Verðgildi þeirra rýrnaði í fyrra og mun rýrna enn meira á þessu ári, sumpart vegna erfiðs árferðis á hlutabréfa- markaði og sumpart vegna rangra ákvarðana. Forstjóri Fjármálaeftirlits ríkisins segir nokkuð skorta á, að ráðamenn lífeyrissjóða hafi svipað aðhald og ráða- menn fyrirtækja almennt hafa af eigendum þeirra. Raun- ar er augljóst, að ekki er boðið upp á mikil afskipti fólks af rekstri lífeyrissjóða, sem það á aðild að. Þetta er ekki einhlít skýring, enda má benda á, að enn verr hefur gengið hjá ýmsum lífeyrissjóðum, sem eru ávaxtaðir af fjármálastofnunum. Slíkir sjóðir hafa raunar gengið lengra en aðrir sjóðir i glannalegum kaupum á hlutabréfum, sem síðan hafa fallið í verði. Gróft dæmi um glannalegan sjóð er Lífeyrissjóður Aust- urlands, sem hafði í fyrra 4,3% neikvæða raunávöxtun undir stjóm sérfræðinga í Kaupþingi, sem hafa hagað málum á þann veg, að 30% af öllum eigum sjóðsins eru i pappírum, sem ekki eru skráðir á verðbréfaþingi. Alvarlegt er að haga þannig rekstri lífeyrissjóða. Þeir eiga alls ekki að vera áhættufjárfestar og því síður að stunda fjárhættuspil á hlutabréfum. Hlutverk þeirra er að standa undir eftirlaunum fólks með fjárfestingu í traust- um skuldabréfum með hægfara ávöxtun. Til skjalanna hafa komið svokallaðir verðbréfaguttar, sem hafa ginnt ráðamenn lífeyrissjóða til að víkja frá hefðbundnum sjónarmiðum við ávöxtun sjóðanna í von um skjótfenginn gróða í hlutabréfum kraftaverka. Slíkar vonir hafa yfirleitt brugðist, stundum hrapallega. Þar sem lífeyrir almennings er í húfi, er nauðsynlegt að setja lífeyrissjóðum strangari reglur, jafnt séreignasjóðum sem sameignasjóðum. Nú mega sjóðir til dæmis eiga helm- ing peninga sinna í hlutabréfum, sem er greinilega allt of hátt hlutfall. Fjórðungur væri betra hámark. Stjórnir og verðbréfaguttar lífeyrissjóða liggja undir þrýstingi ýmissa aðila, sem eru með pottþétt gróðaplön á prjónunum og líta á lífeyrissjóði sem rika frændann. Vel borguðum sætum í stjórnum kraftaverkafyrirtækja er veifað framan í þá, sem eiga að opna gullkisturnar. Dæmi eru um, að lífeyrissjóðir festi beinlinis fé í stjórn- arsætum fyrir ráðamenn sína og reikni framlög sin í slík- um sætum. Þetta felur í sér þvílíkan hagsmunaárekstur, að hreinlega þarf að banna ráðamönnum lífeyrissjóða setu í stjórn fyrirtækja með eignaraðild sjóðanna. Setja þarf strangari reglur um fleiri þætti í rekstri sameignarsjóða og séreignarsjóða. Draga þarf úr líkum á, að verðbréfaguttar leiki lausum hala í hlutverki ráðgjafa eða umsjónarmanna. Lögfesta þarf strangari form um aðkomu sjóðfélaga að rekstri lífeyrissjóða sinna. Upplýsingaskylda sjóðanna þarf að vera örari og gegnsærri en nú er, svo að erfiðara sé að draga fjöður yfir vandann. Skipun stjórna sjóðanna þarf að lúta strangari lýðræðisformum en nú er. Hvort tveggja miðar að aukinni tilfinningu sjóðfélaga fyrir eignarhaldi sínu. Lífeyrissjóðir eru einn helzti hornsteinn íslenzka velferðarkerfisins. Þegar ávöxtun þeirra fylgir ekki hægfara hagvexti Vesturlanda og þegar þeir eru jafnvel farnir að tapa fé ár eftir ár, er greinilega brýnt að taka til hendinni á þann hátt, sem lýst er hér að ofan. Reynslan sýnir, að löggjafarvaldið neyðist til að þrengja svigrúm stjórna og ráðgjafa lífeyrissjóða til að víkja af þröngum vegi ráðdeildar með peninga almennings. Jónas Kristjánsson DV Sátt um hvað? Það verður aldrei sátt um kerfi fiskveiðistjórnunar sem byggir á því að fáir út- valdir eigi óveiddan fiskinn í sjónum og geti leigt eða selt veiöiheimildir að geð- þótta. í ofanálag farið út úr atvinnugreininni með fúlgu fé og þess vegna út úr land- inu með gjafakvótapeninga sem þjóðin á lögum sam- kvæmt. Fólkið í landinu mun aldrei sætta sig við þetta fyrirkomulag, sem stjórnmálamenn hafa kom- ið á, inn í framtíðina. Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Hlægilegur milljarður Sagnfræðingar framtíðarinnar munu án efa fjalla alveg sérstaklega um þetta gjafakvótatímabil með sérr- stakri athygli og furða sig á undir- lægjuhætti íslenskra stjórnmála- manna gagnvart LÍÚ klíkunni sem ræður öllu sem hún vill ráða í ís- lensku þjóðfélagi til sjós og lands. Fólk má ekki láta blindast af því að LÍÚ vill byrja að borga veiðileyfa- gjald þegar þeir telja að sjávarútveg- ur getur. Að borga lmilljarð á ári til að búa til sátt er hlægilegt á sama tíma og gjafakvótinn er um 400 milljarða króna virði, sem er ríkisstyrk- ur til LÍÚ frá íslensku þjóðinni, reyndar að henni óforspurðri. Undir sömu kennitölu Forsvarsmenn LÍÚ hafa haldið því fram í ræðu og riti að um 80% kvótans sé keyptur frá útgerðum sem eru hætt- ar. Þetta er rangt. Stað- reyndin er sú að þótt kennitölum hafi fækkað þá ligg- ur það að mestu í sameiningu fyrirtækja, 5-6 fyrirtæki, jafnvel fleiri í sumum tilfellum, eru komin undir sömu kennitölu. íslenska þjóðin þarf sátt um höfuðatvinnugrein þjóðarinnar. Sú sátt verður að byggjast á því að allir standi jafnir eins og alltaf var fyrir daga kvótakerfisins. Réttlátt kerfi Færeyska dagakerfið er réttlátt kerfi. Þar standa allir jafnir, ekkert brottkast, ekkert brask. Ef menn „Fcereyska dagakerfið er réttlátt kerfi. Þar standa allir jafnir, ekkert brottkast, ekkert brask. Ef menn vilja gjald má hugsanlega hafa það eftir á greitt (aflagjald), þannig að þeir sem eiga skip eða báta þurfa ekki að greiða fyrirfram veiðigjald. “ vilja gjald má hugsanlega hafa það eftir á greitt (aflagjald), þannig að þeir sem eiga skip eða báta þurfa ekki að greiða fyrirfram veiðigjald. í markaði, sem staðinn er greitt aflagjald eftir að afl- hverju sinni. inn hefur verið boðinn upp á fisk- gefur hæsta verð Grétar Mar Jónsson Stjórnmál og framtíðin Stjórnmálaflokkar eru ásamt frjálsum félagasamtökum lífakkeri í lýðræðislegu samfélagi. Þeir eiga að endurspegla og greina strauma hvers tíma, vinna úr þeim og móta stefnu um sína sýn til samfélagsins. Bregðist flokkar þeirri skyldu eða klæði allt í svipaðan búning er lýð- ræðinu hætta búin. Almenningur hættir þá að taka mark á stjórnmál- um og gatan verður greið fyrir lýð- skrumara. Ört dvínandi þátt- taka f þingkosningum á Vesturlöndum ber vott um að fulltrúa- lýðræðið eigi undir högg að sækja. Fjöl- miðlunin vinnur líka óneitanlega gegn við- leitni til stefnufestu og alvöru þjóðfélags- rýni. Krafan um patent- lausnir og ný og ný vörumerki ýtir undir lýðskrum og einnota- hugsun. íslenskt sam- félag hefur ekki farið varhluta af þessu, þótt enn sé hér meiri áhugi á þátttöku í kosning- um en víða erlendis. Hér hjálpar smæð samfélagsins og gegn- sæi sem vinnur gegn þeirri firringu, sem hrjáir tugmOljóna samfélög. Róttækrar stefnu- breytingar þörf Ástand alþjóðamála er um margt kvíðvæn- legt og ekki einvörð- ungu vegna síðustu atburða sem tengjast hryðjuverkum. Hag- kerfi samtengdrar heims- byggðar veldur sívaxandi mismunun á efnahag fólks, bæði innan velstæðra þjóð- ríkja og milli ríkra þjóða og fátækra. Þessi öfugþróun gerist ekki af sjálfu sér held- ur sem afleiðing af óheftu markaðskerfi og frjálsum fjármagnsflutningum heimshorna milli sem hafa verið að festa sig í sessi síð- ustu 10-15 ár. Fjölþjóðafyrirtæki sem blómstra í þessu umhverfi sem aldrei fyrr eru smám saman að taka völdin af þjóðríkjunum og kjörnum fulltrúum. Viðfangsefni þeirra er hámörkun gróða af eigin umsvifum en ekki almenn velsæld eða áhyggjur af framtíð mannkyns. Þetta felst í gangverkinu en stafar ekki af illum hvötum stjórnenda ein- stakra auðhringa. Viðfangsefni stjórnmála sem beinast aö velferð og framtiö mannkyns er að koma að lýðræðislegu eftirliti og nauðsyn- legri stýringu á efnahagsstarfsem- ina, að ekki sé talað um hernaðar- umsvif og hryðjuverk. Umhverfismálin hin nýja vídd Dæmi um afleiðingar sívaxandi efnahagsumsvifa er losun gróður- húsalofttegunda á heimsvísu sem farin er að hafa umtalsverð áhrif á loftslag og lífsskilyrði á jörðinni. Risaveldið Bandaríkin sem veldur um fjórðungi þessarar losunar neitar að vera þátttakandi í alþjóðaátaki sem nú hefur verið innsiglað af flest- um öðrum þjóðum með Kýótó-bók- uninni. Það ótrúlega gerðist að ís- lensk stjórnvöld hafa sett sig í sömu stellingar og núverandi for- ysta í Hvíta húsinu. Ríkisstjórnin hefur til þessa neitað að gerast þátt- takandi í þróun loftslags- samningsins nema því að- eins að við fáum á silfurfati heimild til að auka stórlega mengun frá íslandi. Þetta er kjaminn á bak við „ís- lenska ákvæðið" svonefnda sem reynt er að smeygja í gegn í skjóli þess að ísland skipti tölfræðilega litlu máli í heildarsamhengi. Sjálfbærar lausnir Vinstrihreyfingin grænt framboð greinir sig með skýrum hætti frá öðrum stjórnmálaflokkum hérlendis í afstöðu til umhverfismála og á mörgum fleiri sviðum. í stað þess að ganga troðnar slóðir hefur þessi unga stjórnmálahreyfing gert sjálf- bæra þróun að meginburðarási stefnu sinnar. í því felst krafa um að langsæ viðhorf verði mótandi fyrir ákvarðanir á hverjum tíma þannig að við sem nú lifum spillum ekki lífsskilyrðum komandi kynslóða. Þetta á við um sambúðina við landið og nýtingu náttúruauðlinda og að varúðarsjónarmið verði ráðandi þar sem óvissa ríkir um afleiðingar. Þessi mælikvarði mótar meðal ann- ars afstöðu flokksins til stóriðju og virkjana og til loftslagsmála. Vaxandi stuðningur er við græn sjónarmið og almenningur skynjar nauðsyn þess aö reyna nýjar leiðir í stjórnmálum sem leitt geti út úr þeirri blindgötu sem nú ógnar fram- tíð mannkyns. Hjörleifur Guttormsson „Dæmi um afleiðingar sívaxandi efna- hagsumsvifa er losun gróðurhúsaloftteg- unda á heimsvisu sem farin er að hafa umtalsverð áhrif á loftslag og lífsskilyrði á jörðinni.“ Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur Átökin horfin „Blaðamennska er orðin ópólitískari en áður var og deilur milli leiðarahöfunda dagblað- anna eru svo að segja úr sögunni, en á þeim árum, sem ég ritaði leiðarana, var algengt, að blöðin deildu hart sín á milli í for- ystugreinum eða dálkum á borð við Staksteina í Morgunblaðinu. Er eftir- sjá í því, að sú hefð íslenskrar blaða- mennsku hverfi, að átök séu á milli blaða og þau séu öflugir málsvarar ólíkra sjónarmiða. Það dregur úr upp- lýsandi umræðum um álitamál." Björn Bjarnason í pistli á heimasíöu sinni. Vinnan mikilvægur þáttur „Bankarnir hafa reynt í auknum mæli að uppfræða böm og unglinga og kenna þeim að bera ábyrgð á fjármálum sínum. Ég held að það sé jafn mikilvægt að bankarn- ir geri það og að þeir grípi inn 1 strax þegar ungt fólk lendir í vanskilum. Ég held að það sé gott að krakkar stýri sinni tekjumyndun í smáum stíl þannig að þau fái betri tilfinningu fyr- ir fjármálum sfnum. Og vinnan er mikilvægur þáttur í að tengja á milli starfs og fjármagnsmyndunar. Þannig byrja þau snemma að huga að mögu- leikum til tekjumyndunar og læra að meta fjármuni og fjárfestingar. Mér þætti það þess vegna persónulega verra ef sú íslenska þjóðarvenja að unglingar vinni á sumrin hyrfi vegna evrópskra tilskipana.“ Halldór J. Kristjánsson bankastjóri á Femin.is Hefur tíðarfarið áhrif á sálina? Spurt og svarað Margrét Rós Gunnarsdóttir, Skjá einum. Bjartsýn á efna- haginn „Oft virðist staðan vera sú að sömu dagana virðast allir sofa yfir sig, vera þreyttir og svo framvegis. Þetta getur líka verið þannig að suma daga séu allir í góðu skapi. Sjálf er ég nokkuð bjartsýn þegar til framtíð- ar er litið á efnahag þjóðarinnar, en það mun vissulega taka sinn tíma aö koma honum í betra lag. Ég held að peningar eða peningaleysi séu mesta áhyggjuefni fólks í dag, margir hafa steypt sér út í miklar skuldir og eru að reyna að krafsa sig út úr þeim nú. En ég er viss um að góða veðrið gerir fólki líf- ið aðeins léttara.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands. Eflir baráttu- andann „Alveg örugglega. Sjálf er ég í góðum gír og gott ef þetta hefur ekki eflt mig til dáða við að berjast fyrir bættum kjörum sjúkraliða. Veðráttan ætti með sama hætti að hafa sömu áhrif á viðsemjendur okkar en vera kann að þeir séu svo lokaöir inni i filabeinstum- um að þangað nái blessuð sólin ekki að skína. Þrátt fyrir annriki nú i haust hef ég komist í sumarbústað- inn minn sem léttir alltaf andann. Mér fmnst það glöggva sýn mína á lífið og tilveruna að breyta aöeins til og komast út í náttúruna. Ég held að slíkt hið sama ættu viðsemjendur mínir líka að gera, þeirra augu þurfa að opnast fyrir því að byggja þarf upp okkar góða heilbrigðiskerfi en ekki bijóta það niður.“ Sigrún Ámadóttir, framkvstjóri Rauða kross íslands. Litimir bjartir og skuggamir lengri „Svo sannarlega. Eins og tíðarfarið í haust hefur verið fallegt og við laus við þá umhleypinga sem stundum einkenna veðrið á haustin getur varla annað verið en slíkt hafi áhrif á sálartetrið. En veðráttan ein bætir þó ekki öll mannanna mein og víða í heiminum blasa við okkur hrikaleg vandamál. En við getum samt vonað að blíöan dragi eitthvað úr skammdegisþunganum hér á ís- landi. Okkur veitir ekki af, íslendingum, að brosa fram- an í heiminn. Við notuðum til dæmis helgina til að aka um Suðurlandsundirlendið. Það var dásamlegt að sjá hvað litirnir verða allir bjartir og skærir. Á slíkum stundum gerir maður sér grein fyrir því hvað við búum í dásamlegu landi og megum vera þakklát fyrir.“ Einar Sveinbjömsson veðurfrœðingur. Er innstillt á birtustigið „Tíðarfarið hefur auðvitað áhrif á sálina, sem sést auðvitað best á því hve sálarlíf landans sekkur djúpt þegar ekki sést til sólar í vikutíma eða svo yfir sumarið. Þau hlýindi sem verið hafa undanfarið - sem þó eru ekkert einsdæmi - lyfta flestum lands- mönnum upp nú þegar veturinn er í nánd. Ann- ars er merkilegt með tíðarfarið að mannfólkið, rétt eins og dýrin, virðist stilla sig inn á birtu- stigið frekar en veðráttuna. Sólarleysið hefur nefnilega miklu meiri áhrif á sálarlíf fólks en veðrið gerir yfir vetrartímann. Sú er að minnsta kosti mín tilfinning." Q Óvenjugott tíöarfar hefur veriö aö undanförnu sem ætla má aö bæti, hressi og kæti sálarlíf landans. Skoðun Við hellum þessu inn \ í tœkið og þá áreyfist 1 hann inn á öll heimili I x l /Banáaríkjunum Y f irby ggingin í þjóðfélaginu Við íslendingar erum, eins og flestir vita, ein allra fámennasta fullvalda þjóðin á jarðkringlunni, enda þótt við búum í nokkuð stóru landi á heimsmælikvarða. Stundum hvarflar það þó að mér að við teljum okkur ríkustu þjóð heims; miðað við mannfiölda. Á þetta fannst mér áþreifanlega minnt í umræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi á dögunum. Þar lýsti einn málstakandi því yfir að Ríkisútvarpið væri í al- gjöru fiársvelti hjá þjóðinni. Ræðu- maður gleymdi að geta þess að rúm- ar 2 þús. kr. eru innheimtar mánaðarlega af sérhverju sjón- varpstæki í landinu auk allra auglýsingatekna RÚV. Á sama tíma verða aðrar stöðvar, t.d. Stöð 2, að treysta á fiölda mynd- lykla. - Er þetta að vera í fiársvelti? RÚV og sendiráðin Hafa verður í huga að RÚV er á undanhaldi i hlustun. Sjón- varpið skarar í engu fram úr öðrum stöðvum og mætti því vel missa sig, sömuleiðis Rás 2. Eft- ir situr þá aðeins Rás eitt í allt of stórri glæsihöll inni í Efsta- leiti, svo og svæðisútvörpin, sem sifellt færri og færri hlusta á að staðaldri. Enginn efast um að hægt væri að bæta dagskrá RÚV til mikilla muna en spurningin er bara sú hvort aukið fiármagn til þess myndi nægja. Sennilega þyrftu að koma til einhverjar breytingar á starfsliöi stofnunar- innar ef vel ætti að vera og ég þá sérstaklega við sjónvarpið. Ekki mun þó farið frekar út í það hér. Þetta dæmi um RÚV leiðir óneitanlega hugann að öðrum sams konar um hátimbraöa yfir- byggingu í ríkisgeiranum, og ætla ég að nefna nokkur hér. Við íslendingar erum með sendiráð úti um allan heim sem hlýtur að vera mjög kostnaðarsamt fyrir svo fámenna þjóð að halda uppi, miðað við það sem það kostar milljónaþjóðir. Ef til vill væri hægt að sameina einhver þess- ara sendiráða okkar öðrum slík- um, er hinar Norðurlandaþjóð- irnar halda úti þannig að mikill sparnaður yrði af. Prestaköll og Seöla- banki Nú hafa vegir og sam- göngutæki batnað svo stór- lega í landinu að möguleiki ætti að vera á því að fækka eitthvað prestaköllum og sameina þau smæstu í stærri einingar. Núverandi prestakallaskipan gengur út frá því skipulagi sem verið hefur við lýði aUt frá siðaskiptum, ef ekki lengra aftur. Þá var það hesturinn sem var „þarfasti þjónninn" og þá var erfitt um samgöngur á landi. Ekki er þetta sagt af neinni óvild í garð prestastéttarinnar, heldur gæti þetta einfaldlega sparað ríkinu stór- útgjöld. Þá vil ég nefna Seðlabankann, enda þótt hann sé e.t.v. ekkki eigin- leg ríkisstofnun. Hann var lengi til húsa á einni hæð í Landsbankanum í Austurstræti, en er nú fluttur inn í mikið stórhýsi niðri viö höfnina og líkist einna helzt danskri konungs- höll. Þetta stórhýsi hýsir víst aðal- lega þrjá bankastjóra, hvern á sinni skrifstofunni þar sem ekkert er til sparað í íburði. Leikhús og sjónvarp Leiklist er víst meira en tvö þús- und ára gamalt tjáningarform í heiminum, nær allt aftur til Forn- Grikkja og Rómverja. Maður gæti nú haldið að þessi mörg þúsund ára gamla aðferð við að stytta mönnum stundir væri löngu úr sögunni í heiminum en svo virð- ist ekki vera, a.m.k. Borgarleik- húsið var byggt til þess aö Leikfé- lag Reykjavíkur fengi sæmilegan samastað. En hvað gerðist? Enn í dag er verið að leika í gömlu „Iðnó“ og á fiölda annarra staða, og allt meira og minna styrkt af hinu opinbera, Varla þarf að gera þvi skóna að öll þessi leiklistar- starfsemi eigi sér mjög langa framtíð hér á landi við núverandi aðstæður og framboð margs kon- ar annars skemmtiefnis. Það er því hæpið að ríkið styrki skemmtiframboð með miklum fiárframlögum. Ég hóf þennan pistil með um- fiöllun um fiölmiðla og ætla að enda hann á þeim. Ef satt skal segja þá finnst mér það fullmikið í lagt að vera með 4-5 sjónvarps- rásir í landinu, auk fiölda er- lendra stöðva, sem allar má sjá á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fer hjá því að efnið í þeim öllum er nauðalíkt, nánast hið sama t.d. í fréttatímunum. Væri ekki nær að hafa bara eina stöð, t.d. Sjónvarp- ið, og bæta efhi þess, svo sem t, , , frekast væri kostur? Þá þyrftu „Borgarleikhusið var byggt til þess iandSmenn ekki að kaupa áskrift að Leikfélag Reykjavíkur fengi sœmilegan samastað. En hvað gerðist? Enn í dag er verið að leika Víst hvergi eiga sér sinn líka ann- ígömlu „Iðná“ Og á fjölda annarra ars staðar í heiminum og er því staða og allt meira og minna Mtt.. okkar íslendinga: Styrkt af hinu opmbera. “ Agnar Hallgrímsson á öllum stöðvunum. Þessi mikla yfirbygging ljósvakafiölmiðla í jafn fámennu landi og hér mun Agnar Hallgrímsson cand. mag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.