Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Page 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
Tilvera DV
Kenneth Brannagh
Harry Potter og Shakespeare á
næstu mánuöum.
Brannaghí
Harry Potter 2
Harry Potter and the Sorserers
Stone verður frumsýnd 16. nóvember.
Þegar er farið að undirbúa næstu
mynd, Harry Potter and the Cham-
ber of Secret, og verður fljótlega far-
ið að fílma hana því krakkamir sem
leika aðalhlutverkin eru á þeim aldri
þegar útlitið breytist mest. Þaö er
spurning hvað þau geta leikið í þriðju
myndinni, sem þegar er komin á
teikniborðið. Þegar er búið að ráða
Kenneth Brannagh í hlutverk Gilder-
oy Lockhart, varnaraðila Hogwarts
gegn svartagaldri. Áður hafði nafn
Hugh Grants verið nefnt í þetta hlut-
verk, en nú er Brannagh kominn með
það upp í hendurnar. Allir sem voru í
Mutverkum í fyrri myndinni og koma
við sögu í mynd númer tvö munu
halda sínum hlutverkum og við
stjórnvölinn verður sem fyrr Chris
Columbus. Ekki verður um samfellda
vinnu hjá Brannagh að ræða við gerð
myndarinnar þvi hann mun leikstýra
og leika Ríkharð III. á sviði í sam-
nefndu leikriti eftir William
Shakespeare frá og með 11. febrúar.
Mun hann koma aftur til starfa við
Harry Potter um miðjan apríl.
Morgan Freeman
Fær bitastætt hlutverk í The
Dreamcatcher.
Draumafangarinn
Nýverið var frumsýnd vestanhafs
Hearts in Atlantis, sem gerð er eftir
skáldsögu Stephens Kings og fékk hún
góðar viðtökur gagnrýnenda og ágæta
aðsókn þó ekkert met væri slegið.
Handritið að þeirri mynd skrifaði
einn þekktasti handritshöfundur í
Hollywood, William Goldman. Áður
hafði hann skrifað handritið að Mis-
ery. Goldman er nú sestur aftur við
skrifborðið með aðra bók eftir Steph-
en King og skrifar handritið að The
Dreamcatcher, sem fljótlega verður
farið að kvikmynda. Leikstjóri þeirr-
ar myndar verður Lawrence Kasdan,
sem gert hefur garðinn frægan með
myndum á borð við Raiders of the
Lost Ark, Body Heat, The Big Chill
og Grand Canyon, svo einhverjar séu
nefndar. Ekki hefur verið ráðið í öll
Mutverkin en ljóst þykir að Morgan
Freeman mun leika eitt aðalMutverk-
ið. Myndin fjallar um tjóra æskuvini
sem búa yfir yfirskilvitlegum krafti.
Á miðjum aldri koma þeir saman til
að sameiria krafta sína til bjargar
» jörðinni frá tortímingu. Freeman leik-
ur Colonel Kurtz (sama nafn og
Brando hafði í Apocalypse Now) sem
stjómar aðgerðum á vegum Banda-
ríkjanna. Freeman er enginn nýliði í
Stephen King. Hann lék annað aðal-
hlutverkið í The Shawshank
Redemption, sem margir telja að sé
besta kvikmyndin eftir skáldsögu
» Kings.
Listin að læra Smiðir framtíðarinnar
Ungur myndlistarnemi af myndlistarbraut leggur natni í verk sitt. Þessir iönnemar voru viö störf i verknámshúsi Fjölbrautaskólans.
Tuttugu ára afmæli Fjölbrautaskóla Suðurlands:
Hefur breyst úr hlaupabraut
í tæknivæddan framhaldsskóla
Haldið var upp á 20 ára afmæli Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi á
laugardag, fyrsta vetrardag. Á þeim
tuttugu árum sem skólinn hefur starf-
að hafa orðið gríðarlegar breytingar á
starfsemi hans. í upphafi hafði skól-
inn ekki yfir eigin húsnæði að ráða og
var kennt á hinum ýmsu stöðum á
Selfossi, alls 10 stöðum, vítt og breitt
um bæinn. Meðal nemenda var skól-
inn á þeim tíma kallaður hlaupa-
brautin. í þá tíð þurftu nemar að fara
á milli stofa, sem þá var á milli húsa,
eftir hvern kennslutíma.
Árið 1983 var fyrsta skóflustungan
tekin að byggingu skólans og hafist
Regnboginn - ítalska fyrir byrjendur: ★★★'i
Ast fyrir byrjendur
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Gullaldarlið FSU
Liöiö sem vann spurningakeppni
framhaldsskólanna áriö 1986 keppti
viö úrvalsliö seinni ára. Frá vinstri:
Siguröur Eyþórsson, Sveinn Helga-
son og Lýöur Páisson.
Kennarar halda tryggð við skólann
Árni S. Erlingsson er einn af níu
kennurum sem hafa kennt viö Fjöl-
brautaskóla Suöurlands frá upphafi.
Hér er hann ásamt iönnema í verk-
námsstofu FSU.
DV-MYNDIR NJÖRÐUR
Sungið af hjartans lyst
Kór FSU æföi opiö undir stjórn Róberts Darlings á afmælinu.
handa við fyrsta áfanga byggingarinn-
ar sem tekinn var í notkun 1987.1994
var seinni áfangi byggingarinnar tek-
inn í notkun og framkvæmdum við
bókasafn, sem áður var miðrými skól-
ans, lauk 1996. Alls eru nú 780 nem-
endur í skólanum á 25 brautum. Nú er
á döfinni bygging íþróttahúss við
skólann, Á fjárlögum fyrir 2002 er
fyrsta fjárveiting til byggingar íþrótta-
hússins. FSU er einn af þróunarskól-
um 1 upplýsingatækni ásamt fimm
skólum á landinu. Þar eru nemendur
vel tölvuvæddir, stór hluti þeirra er
fartölvuvæddur til nota við sitt nám.
Á afmæli skólans stofnuðu eldri nem-
endur hans, sem hafa sýnt skólanum
mikla tryggð og margir hverjir verið í
sambandi við skólann eftir að námi
við hann lauk, hollvinasamtök FSU.
Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur
haft mikil áhrif á sunnlenskt manMíf
og atvinmúíf á þeim árum sem hann
hefur verið starfandi. Fjöldi fólks
vinnur við skólann auk þess sem það
hefur sýnt sig að þess lengur sem fólk
er við nám í heimabyggð þess meiri
líkur eru á að það setjist þar að þegar
námi lýkur.
-NH
Síst hefði maður átt von á þvi að
frá dogma-reglunni dönsku kæmi
rómantísk gamanmynd. Sem áhorf-
andi er maður vanari alvarlegum
myndum af ýmsu tagi úr þeirri átt
en ítalska fyrir byrjendur er laus
við þjóðfélagsádeilu og ólögleg fjöl-
skylduleyndarmál. Þetta er hlýlega
rómantísk og innilega fyndin mynd.
Persónurnar eru þó býsna ólíkar
persónum amerískra kvikmynda af
sömu tegund. Þær eru ekki eins
sætar, klárar og skemmtilegar, ekki
í eins vellaunaðri vinnu og ekki
með jafnhnyttin tilsvör á reiöum
höndum - í hvaða aðstæðum sem
er. Þær eru ómögulegar, klaufalegar
og einmana - sem sagt fullkomlega
eðlilegar.
ítalska fyrir byrjendur gerist í
dönskum bæ og hefst á því að prest-
urinn Andreas (Anders W. Berthel-
sen) flytur þangað vegna þess að
sóknarpresturinn þar er farinn yfir-
um á geði eftir að kona hans dó og
efast um trúna. Andreas býr á hót-
eli þar sem hinn afar kurteisi og
hjálpsami Jorgen (Peter Gantzler)
vinnur. Jorgen er skotinn í Guilu
(Sara Indrio Jensen), ítalskri stúlku
sem vinnur á sama veitingahúsi og
besti vinur hans, Hal-Finn (Lars
Kaalund). Hal-Finn, sem er hvorki
kurteis né hjálpsamur heldur svo
dónalegur að það nálgast að vera
listgrein, finnur hjartað taka auka-
slög þegar hann sest I stólinn hjá
feimnu hárgreiðsludömunni
Karen (Ann Eleonora Jorgensen).
Hún er einstæðingur eftir að móðir
hennar deyr en kemst að því við
jarðarförina að hún á systur,
Olympiu (Anette Stovelbæk).
Olympia er óttalegur klaufi sem
vinnur í bakaríi þar sem hún miss-
ir fleiri snúða í gólfið en hún selur
kúnnum. Hún flnnur innra með sér
áður óþekktar kenndir þegar hún
hittir prestinn Andreas í fyrsta
skipti. öll sex eru þau að læra
ítölsku og þar - í gegnum nýtt
tungumál - fá tilfinningarnar tján-
ingarleið.
Öll sex eru þau að slást við
drauga úr fortíðinni. Öll eru ein-
stæðingar og ekkert þeirra er sér-
staklega hæft til þess sem þau gera,
en Scherfig sýnir okkur þau af svo
mikilli einlægni að það er ómögu-
legt annað en að samsama sig þeim
og verða jafnástfanginn af þeim og
þau verða hvert af öðru. Við hlæj-
um með þeim en aldrei að þeim.
Sjónvarpsáhorfendur þekkja
Scherfig því hún leikstýrði slatta af
Taxa-þáttunum frábæru sem sýndir
voru hér ekki alls fyrir löngu, enda
eru þrír aðalleikarar kvikmyndar-
innar þaðan, Jorgensen, Berthelsen
og Gantzler, öll í aUt öðruvísi hlut-
verkum en í sjónvarpsþáttunum.
Töffaragrímurnar horfnar og ekkert
hylur ástþyrst hjörtun. Leikur
hinna þriggja er líka góður, ekki
sfst Kaalunds sem er aðeins að end-
urnýta hlutverk sitt úr Den eneste
ene en bætir samt heilmiklu við
þann þverhaus.
Italiensk for begyndere er ein af
þessum myndum sem maður vill
ekki hætta að horfa á og þegar hún
er augljóslega búin situr maður eft-
ir í sætinu og vonar heitt og inni-
lega að lffið fari að ganga betur hjá
þessu fólki og að ástin fái fasta bú-
setu í hjörtum þeirra. Eru tU betri
meðmæli?
Leikstjórn og handrit: Lone Scherfig.
Leikarar: Anders W. Berthelsen, Ann Ele-
onora Jorgensen, Anette Stovelbaek, Pet-
er Gantzler, Lars Kaalund, Sara Indrio
Jensen o.fl.
PS. í upptalningu á leikurum í Mávahlátri
fyrir réttri viku var Jónína Ólafsdóttir sem
leikur læknisfrúna, móöur Björns Theó-
dórs, ranglega sögö Leósdóttir. Viö biöj-
umst velvirðingar á þessum mistökum.