Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Side 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
Tilvera 3>V
1 1 f 1 A
Veröldin er
vasaklútur
í kvöld sýnir Kaffileikhúsið, í
samvinnu við The Icelandic
Take Away Theatre, leikritið
Veröldin er vasaklútur. Verkið
fjallar um tvo bakara sem lenda
í ýmu öðru en bakstri. Leikarar
eru þær Vala Þórsdóttir og
Ágústa Skúladóttir. Leikstjóri er
Niel Heigh en um búninga og
leikmyndahönnun sér Katrín
Þorvaldsdóttir. Sýningin hefst
kl. 21.
Krár
n STEFNUMÓT l kvöld veröur ^
Stefnumót á Gauki á Stöng en þar
koma fram hljómsveitirnar Kuai og
Molvo. Kuai hefur nýveriö sent frá
sér sína fyrstu breiðskífu en Molvo
hefur verið að geta sér orð fyrir
spilamennsku sína upp á síðkastið.
Molvo hefur nú tekið upp þetta nafn
en gekk áður undir öðrum nöfnum.
Fjörið hefst upp úr kl 22.
Tónieikar
n FLAÚfULEIKUÍR í NÓRRÆNA
HUSINU A háskólatónleikum í
Norræna húsinu á morgun,
miðvikudaginn 21. október, spila
þverflautuleikararnir Berglind María
Tómasdóttir og Kristjana
Helgadóttir verk eftir Hindemith,
Petrassi, Maderna og Taira.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og
taka um þaö bil hálftíma.
Aðgangseyrir er 500 en ókeypis er
fyrir handhafa stúdentaskírteina.
Fundir og fyrirlestrar
n FJÖLSKYLDUKVÖLD í
SUFISTANUM
I Súfistanum, bókakaffi í verslun
Máls og menningar við Laugaveg,
verður fjölskyldukvöld í kvöld. Lesið
verður upp úr nýútkomnum og
væntanlegum bókum fyrir alla
fjölskylduna. Þar lesa Anna G.
Olafsdóttir úr Niko, Yrsa
Siguröardóttir úr BIO, Kristín Helga
Gunnarsdóttir úr í mánaljósi -
ævintýri silfurbergþríburanna, Helgi
Guðmundsson úr Marsibil og
Ragnheiöur Gestdóttir úr 40 vikur.
Dagskráin hefst kl. 20.00 og ekkert
kostar inn.
n NÝTT FÉLAG STOFNAÐ
Stofnfundur félagsins CP (Cerebral
Palsy) á íslandi, verðurí kvöld kl.
20.30 í sal Styrktarfélags lamaðra
og fatlaöra, Háaleitisbraut 11-13.
Felaginu er ætlað aö vera vettvangur
aðstandenda einstaklinga með CP,
Cerebral Palsy fötlun, fagaðila og
annars áhugafólks.
n ÁRVEKNI OG EFTIRTEKT Árni
Kristjánsson, nemandi í
skynjunarsálfræði og hugfræði við
Harvard, flytur erindi í málstofu
málfræðiskorar á morgun,
miövikudag, kl. 12.05-12.55.
Erindið nefnist Hvenær eru árvekni
og eftirtekt til trafala? Vísbendingar
frá rannsóknum á augnhreyfingum.
Fyrirlesturinn er í Odda, stofu 201.
n 60 ÁRA AFMÆLISRÁÐSTEFNA
Ráðstefna viðskipta- og
hagfræöideildar í tilefni af 60 ára
afmæli deildarinnar verður á Grand
Hóteli við Gullteig á morgun milli kl.
13 og 16. Hún er öllum opin.
n HAGNÝT UMHVERFIS-
FAGURFRÆÐI Finnski
heimspekingurinn Yrjö Sepanmaa
frá háskólanum í Joensuu talar um
hagnýta umhverfisfagurfræði í boöi
Siðfræðistofnunar og
hugvísindastofnunar á morgun.
Fyrirlesturinn veröur haldinn í
Lögbergl, stofu 101, og hefst kl.
12. Hann veröur fluttur á ensku.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísl.is
Fyrst stúlkna
Alltaf
til að sigra á efra stigi stærðfræðikeppni framhaldsskólanna:
þótt gaman aö reikna
Maður Irfandi
- segir Ragnheiður Helga Haraldsdóttir
„Ég hef haft alltaf haft gaman af
að reikna og mér hefur gengið það
vel. Það helst oft i hendur," segir
Ragnheiður Helga Haraldsdóttir,
nemandi í Menntaskólanum í
Reykjavík. Hún vann sér það til
frægðar að sigra á efra stigi stærð-
fræðikeppni framhaldsskólanema
sem fram fór nýlega og er fyrsta
stúlkan sem nær þeim árangri. Hún
mun halda til Hamborgar á fóstu-
daginn til að keppa í svokallaðri
Eystrasaltskeppni. Með henni í liði
verða fjórir strákar, þrír þeirra
voru i 2.-4. sæti á efra stigi fram-
haldsskólakeppninnar, þeir Þor-
björn Guðmundsson, MR, Sigurður
Örn Stefánsson, MA, og Eyvindur
Ari Pálsson, MR, og sá fjórði, Hösk-
uldur Pétur Halldórsson, MR, sigr-
aði á neðra stigi. Til skýringar skal
nefna að á efra stigi eru nemendur
úr tveimur efri bekkjum framhalds-
skólanna og á neðra stigi nemendur
úr tveimur yngri bekkjunum.
Þetta eru svo góðir strákar
Þótt stærðfræðin hafi verið eftir-
lætisfag Ragnheiðar Helgu gegnum
tíðina kveðst hún ekki hafa búist
við að sigra í keppninni. „Ég varð
reyndar fjórða í úrslitunum siðast
og var í ólympíuliöinu í stærðfræði
i sumar þannig að ég gat átt von á
að verða ofarlega. En ég reiknaði
alls ekki með að vinna,“ segir hún
brosandi. Skyldu strákarnir hafa
verið óhressir með að hún varð fyr-
ir ofan þá. „Nei, nei, þetta eru svo
góðir strákar," segir hún hlýlega.
En veit hún af hverju strákum geng-
ur yfirleitt betur i svona keppni en
stelpum? „Nei, en það eina sem mér
dettur í hug er að strákarnir hafi
meira sjálfstraust. Samt er það
þannig i skólum, til dæmis í MR, að
stelpum gengur alveg jafn vel í
stærðfræðinni og þeim,“ svarar
hún.
Stærðfræðin í genunum
Ragnheiður Helga er dóttir Helgu
Bachmann, sem kennt hefur stærð-
fræði i grunnskóla og Haralds
Hjartarsonar rútubílstjóra. Hún
býst við að stærðfræðin liggi að ein-
hverju leyti í genunum. Að minnsta
kosti hafi hálfsystir hennar, Sigríð-
ur Sóley Kristjánsdóttir, alltaf verið
dugleg í stærðfræði og nú sé hún
orðin doktor í efnafræði úti í Banda-
ríkjunum. Sjálf fór hún til Banda-
ríkjanna í sumar til að keppa á
ólympíuleikunum i stærðfræði.
„Það var skemmtileg ferð,“ segir
DV-MYND HILMAR ÞÖR
Stærðfræðingurinn
Ragnheiöur Helga kveöst nota hverja stund til aö kljást viö erfið dæmi enda sé erfiö keppni fram undan.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar.
hún og heldur áfram: „Við vorum
rétt fyrir utan Washington og skoð-
uðum ýmislegt merkilegt í leið-
inni.“ En þegar hún er spurð um
gengi sitt í keppninni telur hún það
ekki mikið til að ræða um svo við
vindum okkur í aðra sálma. Þar
sem hún kemur til með að útskrif-
ast úr MR í vor, af eðlisfræðibraut
1, liggur beinast við að inna hana
eftir framtíðaráformunum. „Það er
stóra spurningin," segir hún. „Núna
líst mér best á stærðfræðina." Bæt-
ir svo við: „Ég er samt ein þeirra
sem eiga erfitt með að gera áætlan-
ir langt fram i tímann. En ég ætla í
Háskóla íslands og það er pottþétt
að raunvísindagrein verður fyrir
valinu."
Kljást við erfið dæmi
Nú er varla vert að tefja stúlkuna
lengur. Auk þess að stunda sitt stifa
nám í MR er hún i óðaönn að búa
sig undir Eystrasaltskeppnina. Hún
segir liðið nota hverja stund til að
kljást við erfið dæmi enda sé keppn-
in úti talsvert strangari en sú sem
háð hafi verið hér. Hún hlakkar
samt til fararinnar á föstudaginn og
vonar að einhver tími gefist til að
líta í kringum sig í heimsborginni
Hamborg. „Við komum aftur á
þriðjudaginn. Maður hefur víst ekki
gott af því að missa meira úr skóla,“
segir hún að lokum og þar með
hringir bjallan. Löngu frímínútun-
um er lokið. Gun.
Sagan af Dave
Fyrir nokkrum árum las ég ein-
staklega áhrifamikla bók, A Child
Called It. Nú er bókin komin út í ís-
lenskri þýðingu og ég ákvað að end-
umýja gömul kynni og lesa aftur
þessa mögnuðu frásögn Daves Pelz-
ers af þeim skelfilegu misþyrming-
um sem móðir hans beitti hann sem
bam. Eftir að hafa lesið einn þriðja
bókarinnar tók ég mér smáhlé.
Þetta er nefnilega lestur sem tekur
á. Ég skipti á milli sjónvarpsstöðva
og lenti á Dateline á Skjá einum og
þar var verið að segja frá móður
sem var dæmd fyrir að berja þriggja
ára son sinn til bana. Hann hét
Dave eins og drengurinn í bókinni.
Sýnt var viðtal við móðurina sem
heldur stíft fram sakleysi sínu og
segir son sinn hafa veitt sér áverk-
ana sjálfur. Ómögulegt er að trúa
henni og óþægilegt að hlusta á rétt-
lætingar hennar.
Eftir að hafa hlustað á frásögn
hennar af því hversu mikið skrímsli
þriggja ára barnið hafi verið sneri
ég aftur til hinnar móðurinnar sem
hataði son sinn svo heitt að hún gat
ekki einu sinni nefnt nafn hans og
DAVE PELZER
Hann var kallaður
MKTTðLUaÓX UM ALL-VN HtlM
kallaði hann „þetta“. „Hann var
kallaður þetta" er átakanlega saga
af dreng sem elst upp hjá drykk-
felldri móður sem misþyrmir hon-
um og sveltir hann, lætur hann ekki
fá fót til skiptanna og skipar honum
að sofa úti í bílskúr. í verstu köst-
unum lætur hún hann drekka salm-
íakspíritus og uppþvottalög og
borða ælu. Enginn kemur honum til
hjálpar. Veikgeðja faðirinn mót-
mælir framferði móðurinnar mátt-
leysislega en hættir síðan algjörlega
aö skipta sér af málum og fer að
heiman. Bræður Daves eru of ungir
og of hræddir til að taka afstöðu
með honum en venjast smám saman
ástandinu og fara að fyrirlíta bróð-
ur sinn. Skólasystkini hæða hann,
enda rænir hann mat úr nestisbox-
um þeirra, gengur í lörfum og lykt-
ar illa. Loks grípa skólayfirvöld í
taumana.
Misþyrmingin á Dave Pelzer mun
vera þriðja versta dæmið um mis-
þyrmingu á bami sem skráð er í
Kaliforníuríki. Eftir lesturinn spyr
maður sig hvernig þau séu þá þessi
tvö dæmi sem munu vera enn verri?
Á einum stað segist Dave Pelzer
hafa tekið jákvæða ábyrgð á lífi
sínu. Hann hefur komist frá ólýsan-
lega skelfilegri bamæsku, merki-
lega óskemmdur á sálinni. Nógu
marga þekkir maður sem eru enn
með fortíðina í farteskinu og geta
„Á einum stað segist
Dave Pelzer hafa tekið já-
kvœða ábyrgð á lífi sínu.
Hann hefur komist frá
ólýsanlega skelfilegri
barnœsku merkilega
óskemmdur á sálinni.
Nógu marga þekkir mað-
ur sem eru enn með for-
tíðina í farteskinu og
geta því ekki verið þátt-
takendur í nútíðinni.
Pelzer er ekki slík mann-
eskja. “
því ekki verið þátttakendur í nútíð-
inni. Pelzer er ekki slík manneskja.
Hann skrifaði bók um reynslu sína.
Mögnuð saga um sigur mannsand-
ans. Ég get ekki mælt nógsamlega
með henni. Metsölubók um allan
heim og á það skilið.