Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 33
37
4.
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
I>V
Tilvera
Bíófréttir
HHBSS
Vinsælustu myndirnar í Bandaríkjunum:
Sálfræðingur
og geimvera
Tvær nýjar myndir
báru uppi hita og
þunga aðsóknar í
kvikmyndahús vestan
hafs um helgina, K-
Pax og Ghost. Báðar
koma inn á svið yfir-
skilvitlegra hluta, þó
með ólíkum hætti. K-
Pax, sem státar af
Kevin Spacey og Jeff
Bridges í aðalhlut-
verkum, er mynd sem
fjallar um sálfræðing
(Bridges) sem starfar á geðveikra-
hæli. Einn sjúklingur hans (Spacey)
segist vera frá annarri plánetu. í
fyrstu telur sálfræðingurinn að um
venjulegt rugl geðsjúklings sé að
...... I ■ I H I I I l'—___
K-Pax
Kevin Spacey og Jeff
Bridges í hlutverkum sínum
ræða. Hann fer þó um
síðir að efast sjálfur
um uppruna manns-
ins, sérstaklega þegar
hann fer að hafa áhrif
á heilsu annarra
sjúklinga til hins
betra. The Ghost er
aftur á móti farsa-
kennd draugasaga.
Feðgin erfa hús sem í
eru þrettán draugar
sem aðeins sjást þeg-
ar notuð eru sérstök
gleraugu. Með aðalhlutverkin fara
Tony Shaloub, Shannon Elizabeth,
F. Murray Abraham og Embeth
Davitz.
-HK
ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSUNDUM BANDARIKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O K-PAX • 17.215 17.215 2541
o 13 Ghosts 15.165 15.165 2781
© í From Hell 6.019 20.695 2335
o 2 Riding in Cars With Boys 6.011 19.102 2770
© 3 Training Day 5.137 65.029 2328
© 4 Bandits 5.048 32.131 3015
o 6 Serendipity 3.811 40.035 2203
© 5 The Last Castle 3.626 12.951 2270
© 7 Corky Romero 2.997 20.246 2001
0 Bones ' 2.823 3.566 847
© On the Line 2.307 2.307 900
© 8 Don’t Say a Word 2.302 51.382 1700
© 9 Iron Monkey 1.681 13.281 1194
0 10 Zoolander 1.618 42.321 1511
© 11 Max Keeble’s Big Move 1.427 16.020 1601
© 12 Joy Ride 1.016 20.606 1167
© © 13 Hardball 947 37.011 975
15 Mulholland Drive 685 2.926 239
© 16 The Others 434 95.242 673
© 14 Hearts in Atlantis 429 23.604 705
Vinsælustu myndböndin:
Seagal í há-
spennutrylli
The Mexican, með Juliu Ro-
berts, Brad Pitt og James
Gandolfini, var aðeins eina
viku á toppnum. Steven Seagal
reyndist sterkur og nýjasta
mynd hans, Exit Wounds, er á
toppnum þessa vikuna.
Exit Wounds gerist í
Detroit. Fimmtiu kiló af
heróíni, sem var í vörslu lög-
reglunnar, eru horfin og eng-
inn á lögreglustöðinni þykist
vita neitt um hvarfið. Sá sem
hefur þetta undir höndum
verður fimm milljónum doll-
ara ríkari svo freisting-
in er mikil. Orin E ~<j
Boyd (Segal) er feng-
inn til að rannsaka
málið og leita að
sökudólgunum. Lög-
reglumennirnir á
stöðinni, þar sem
dópið hvarf, líta Boyd
illu auga enda hafa
þeir ástæðu til aö ótt-
ast hann og hann
kemst fljótlega að því
að innan lögreglunn-
ar er að finna hluta af
eiturlyfjahring sem
teygir sig um alla
borg. Það er þó ekki
allt sem sýnist og það
sem Boyd fannst í
fyrstu augljóst verður
torkennilegra þegar
líður á rannsóknina
og ljóst er aö hann
getur ekki einn staöið
gegn glæpamönnun-
um.
-HK
Exit Wounds
Steven Seagal og rapparinn DMX sem er
helsti mótleikari hans.
FYRRI VIKUR
SÆTI VIKA TITILL (DREIFINGARAÐIU) ÁUSTA
2 Exit Wounds <sam myndböndi 2 1
1 The MexicanisAM myndböndi 2 1
3 Miss Congeniality isam myndböndi 5
_ Valentine (sam myndbönd) 1
4 The Grinch (sam myndböndi 3
5 Spy Kids (skIfan) 3
6 Men of Honor (skífanj 6
9 Balt (sam myndbönd) 4
_ All the Pretty Horses iskífan) 1
7 Enemy at the Gates <sam myndböndi 7
_ Blinkende lygter (myndformi 1
14 About Adam (skífan) 2
13 The Boondock Saints ibergvík) 11
10 Proof of Life (sam myndböndi 10
8 Save the Last Dance isam myndböndi 6
16 What Women Want (skífani 10
11 Chocolat (Skífan) 7
12 The Gift (HÁSKÓLABÍÓ) 10
17 Tomcats (MYNDFORM) 9
j 15 Almost Famous iskífani 8
Verölaununum fagnaö
Siguröur Helgason tekur á móti hamingjuóskum frá Þorgeiri Baldurssyni, forstjóra Odda, Kjartani Gunnarssyni
framkvæmdastjóra og Heröi Sigurgestssyni, stjórnarformanni Flugleiöa.
Markaðsverðlaun Norðurlanda 2001:
Sigurði Helgasyni
afhent verðlaunin
I gær var þing Norðurlandaráðs
sett í Danmörku. Við það tækifæri var
Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða,
afhent verðlaunaskjal og verðlauna-
peningur í tilefni þess að hann var
valinn Markaðsmaður Norðurlanda
fyrir árið 2001. Það var Marianne Jel-
ved, efnahagsmálaráðherra Danmerk-
ur og samstarfsráðherra Norður-
landa, sem afhenti Sigurði verðlaunin
við athöfn í Börsen-kauphöllinni í
Kaupmannahöfn. Mikill fjöldi fólks
sótti athöfn þessa og voru íslendingar
áberandi þar sem þingfulltrúar og
menn úr viðskiptalífinu voru fjöl-
mennir. Sigurður þakkaði fyrir sig og
sagði að verið væri að verðlauna þann
árangur sem Flugleiðir hefðu náð í
markaðsmálum í Skandinavíu og ann-
ars staðar. -HK
Verölaunaskjaliö
Marianne Jelved afhendir
Siguröi Helgasyni viöurkenn-
ingu sem Markaösmaöur
Noröurlanda.
Ráöherra, þingmaöur og sendiherra
Helgi Ágústsson sendiherra, Sigríöur Anna Þóröardótt-
ir, þingflokksformaöur sjálfstæöismanna, og Marianne
Jelved, efnahagsmálaráöherra Danmerkur, ræöast viö.
DV-MYNDIR GVA
Viöskipti og stjórnmál
Sören Langved, aöaleigandi ístaks, ræöir hér viö *
Davíö Oddsson forsætisráöherra.
Islendingar í Börsen
Páll Pétursson félagsmálaráöherra, Siv Friöleifsdóttir
umhverfisráöherra og Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull-
trúi og eiginkona Páls, samfögnuöu Siguröi.
Ráöuneytisstjóri og fyrrum ráöherra
Berglind Ásgeirsdóttir ráöuneytisstjóri og Ingibjörg
Pálmadóttir, fyrrum heilbrigöisráöherra, voru meöal
fjölda Islendinga í Börsen-höllinni.