Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2001, Qupperneq 36
 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 > \m % Samvinnuferðir-Landsýn Hópuppsagnir - sölu í áætlunarferðir hætt Forráðamenn Samvinnuferða- Landsýnar munu segja upp hópi starfsmanna nú um mánaðamótin. Lögð verður niður sala á áætlunar- farmiðum til ein- staklinga og fyr- irtækja. Þessi ákvörðun er tek- in í kjölfar þeirr- ar ákvörðunar Flugleiða að lækka þóknun til söluaðila úr níu prósentum niður í sjö og síðan nið- ur í fimm pró- sent. Þá vegur þungt að Flugleiðir auglýsa nú beina bókun á Netinu, þar sem veittir eru afslættir, en ekki tekin nein þjónustugjöld. Stjórnarfundur var boðaður í Sam- vinnuferðum-Landsýn klukkan ell- efu í morgun. Þar var fyrirhugað að leggja lokalínur í þessum breyting- um á rekstri ferðaskrifstofunnar, þar með hversu mörgum þurfi að segja upp. „Að okkar mati er enginn rekstr- argrundvöllur fyrir þeirri þjónustu sem sala þriðja aðila á áætlanafar- seðlum inn í leiðakerfi Flugleiða er,“ sagði Guðjón Auðunsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða-Land- sýnar, við DV í morgun. „Áður var hægt að hafa uppi efasemdir um rekstrarforsendur þessarar þjón- ustu en þær eru klárlega ekki þarna núna.“ Guðjón sagði að dregið yrðu úr sölu á áætlunarfarmiðum smátt og smátt þannig að henni yrði alveg hætt um áramót. Ferðaskrifstofan vildi gefa viðskiptavinum sínum tækifæri og tíma til að fá aðstoð við þessa þjónustu annars staðar. „Síðan erum við með þennan góða mannskap, sem ég ef stundum kallað landsliðið í ferðamennsku, sem við þurfum því miður að láta frá okkur í einhverjum mæli núna,“ sagði Guðjón. Hann sagði ferða- skrifstofuna myndu einbeita sér að leiguflugi, sólarlandaferðum og borgaferðum, auk þess sem öflug innanlandsdeild væri í fullum rekstri. Hjá Samvinnuferðum-Landsýn starfa nú um áttatiu manns í um rúmlega sjötíu stöðugildum. -JSS íslendingar á orkuþingi í Argentínu: Guöjón Auöunsson. DV-MYND: GVA Tölvur á lofti Lítiö lát er á viðskiptaferöum landsmanna þrátt fyrir blikur á lofti í flugmálum þjóöa. Þessi mynd var tekin um borð í Flugleiöavél yfir Atlantshafi í gærdag þar sem sjá mátti fjórar kjöltutölvur íjafnmörgum sætarööum. Tíminn er dýrmætur og því mikilvægt aö nota hverja stund í þágu fyrirtækja sinna. Stjórnarliðar telja ólíklegt að vald Seðlabankans verði afnumið: Rétt að lækka 36 til Buenos Aires Fulltrúar islenska orkugeirans voru áberandi á 18. þingi Alþjóða orkuráðsins sem lauk í Buenos Aires fyrir helgina en þingið stóð mestalla siðustu viku. Alls voru á þinginu 22 fuOtrúar orkufyrirtækja á íslandi ásamt 14 mökum þeirra, eða samtals 38 íslendingar sem tengdust þessu þingi. Að sögn Sveinbjörns Bjömsson- ar hjá Orkustofnun, sem er þar í for- svari, en Þorkell Helgason orkumála- stjóri er ókominn frá Argentínu, eru þetta þing sem haldin eru á þriggja ára fresti og var síðasta þing haldið í Houston í Bandarikjunum. Fulltrúarnir 23 sem þingið sóttu fyrir íslands hönd fóru á vegum hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana sem tengjast orkuframleiðslu á einn eða annan hátt. Þrír fulltrúar fóru frá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkustofnun, en færri frá öðrum fyrirtækjum. Hjá Orkustofnun og Landsvirkjun fengust þær upplýsing- ar að þar væri ekki greitt fyrir maka en það væri ákvörðun hvers fyrirtæk- is um sig hvernig þessum ferðakostn- aði er skipt niður. Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkjun- ar, segir þessa ráðstefnu vera einn helsta vettvang orkumála í heiminum og telji Landsvirkjun sig hafa mikið gagn af þessum þingum. Á þinginu núna voru nokkrir íslendinganna með erindi en þema þingsins var end- urnýjanleg orka. -BG Byggðastofnun gagnrýnd Húsavík, Egilsstaðir og ísafjarð- arbær eru þeir þrír landsbyggðar- kjarnar sem eiga helst undir högg að sækja. Þetta segir dr. Bjarki Jó- hannesson, forstöðumaður þróunar- sviðs Byggðastofnunar. „Ef menn hyggjast flytja opinber störf út á land ættu þeir að hugsa um að styrkja þessa þrjá staði. Síð- an þarf að efla nýsköpun. Upplýs- ingatækni gefur þessum stöðum VEXTINA UT Á LANP! mikla möguleika," segir Bjarki. I DV í dag má lesa ítarlega úttekt um stöðu landsbyggðarinnar og horfurnar fram undan. Þáttur Byggðastofnunar er sérstaklega greindur i þróuninni og kemur víða fram gagnrýni á stofnunina. Bæjar- stjórinn á Akureyri gefur t.d. Byggðastofnun falleinkunn. Sjá itarlegt fréttaljós bls. 8 og 9 -BÞ vexti um 4-5% - að mati Péturs Blöndal - Ólafur Örn ósammála Páli Engir þingmenn sem DV hefur rætt við lýsa sig sam- mála þeirri skoðun Páls Pét- urssonar félagsmálaráðherra að það hafi verið mistök að færa Seðlabankanum sjálfsá- kvörðunarvald. Páll bættist um helgina i hóp þeirra fjöl- mörgu stjórnmálamanna sem lýsa sig andvíga vaxtastefnu bankans en þótt þingmenn vilji vaxtalækkun líkt og tais- menn peningastofnana og at- vinnurekenda eru menn sammála um að ekki komi til greina að færa völdin aftur heim til ríkis- stjórnarinnar. „Ég hef aldrei 'reynt Seðlabank- ann að öðru en faglegum vinnu- brögðum og bankinn verður að fá tlma til aö fóta sig í þessu nýja hlutverki. Það er búið að ganga frá þessu fyrirkomulagi og við verðum að gefa okkur tíma til að vinna úr því,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, flokksbróðir Páls í Framsóknarflokknum og formað- Pétur Blöndal. Olafur Orn Haraldsson. Páll Pétursson. ur fjárlaganefndar Alþingis. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að laga- breytingin hafi verið í anda þess að gera Seðlabankann sjálfstæðan og óháðan rikisvaldinu. Engin ástæða sé til að hlaupa til og þrengja aftur að sjálfstæði bank- ans en Pétur er hins vegar ósátt- ur við hávaxtastefnuna sem hann telur hafa klofið lánamarkaðinn í tvennt. „Þau fyrirtæki og einstak- lingar sem höfðu burði til tóku lán erlendis en eftir sitja annars vegar fyrirtæki sem eiga ekki annan kost en að taka lán innanlands og hins vegar einstaklingar sem er nokkuð sama um vextina. Þá er ég að tala um fólk sem áttar sig ekki á áhrifum vaxta,“ segir Pétur. Vegna þessa bíti vext- irnir ekki sem skyldi og þvi mætti lækka þá um- talsvert eða um 4-5%, að mati Péturs. „Ég stýri hins vegar ekki Seðlabankanum og þótt þeir hafi aðra sýn á efnahagslífið verð- um við að hlíta því.“ Pétur segir ennfremur að það megi setja spurningarmerki við að ekki séu gerðar neinar mennt- unarkröfur til seðlabankastjóra. Hvorki hvað varði atvinnulífið, viðskiptafræði né hagfræði. „Maður verður þó að gera ráð fyr- ir að þeir hafi verið valdir vegna þekkingar þeirra á atvinnulíf- inu.“ -BÞ Framkvæmdir hafnar á vegum SR-mjöls á Seyðisfirði: Byggl á snjóflóðasvæði Utiljós Miklar framkvæmdir eru nú hafn- ar á Seyðisflrði á vegum SR-mjöls, sem er að byggja nýtt ketilhús vegna verksmiðju sinnar á staðnum. Til stendur að fara að keyra verksmiðj- una með rafmagni í stað svartolíu eins og verið hefur til þessa. Vegna þessa er RARIK einnig að byggja spennistöð skammt frá verksmiðj- unni, en öll þessi mannvirki eru á merktu snjóílóðahættusvæði. „Þessi mannvirki eiga að geta tek- ið við einhverjum lifandis ósköpum af snjó,“ sagði Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í samtali Hættusvæði Byggja á aftur á svæöi þar sem flóö- iö féll 1995 og skemmdi verksmiöju- hús sem sjást aö ofan. við DV í morgun. Hann segir ketil- húsið og spennistöðina vera á svo- nefndu snjóflóðahættusvæði C, en á þeim má skv. úrskurði Skipulags- stjóra byggja mannvirki þar sem ekki er búseta. Hann segir nokkuð hafa verið byggt á þessum slóðum síðustu ár, svo sem olíutanka sem séu sérhannaðir í samræmi við að- stæður. Hann segir enn fremur að framkvæmdir bæði nú og fyrr séu innan þeirra marka sem skipulagsyf- irvöld heimila, en þær hafa engu að síður vakið furðu ýmissa Seyðfirð- inga. -sbs Rafkaup Armúla 24 • S. 585 2800 Rafp merfeiuélin fyrirfagmenn ogfgrirtækl, tieimiliog skóia, fyrir rtíð og reglu, mig og þig. ngogiauegi 14 • sfmi 554 4443 • if.ls/rafport / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.