Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001
Fréttir
„Óþörf“ lokun tæknifrjóvgunardeildar á Landspítalanum:
Spitalinn fær 112
milljóna uppbót
- Landspítalinn vissi ekki aö verðlagsbóta vegna s-lyfja var að vænta
Þórður Óskarsson, yfir-
læknir á tæknifrjóvgunar-
deild Landspítala, sagðist sið-
degis í gær ekki geta sagt til
um það nákvæmlega hvenær
unnt yrði að veita úrlausn
þeim einstaklingum sem bíða
eftir þjónustu deildarinnar.
Sem kunnugt er var tilkynnt
um það í síðustu viku að ekki
yrðu tekin til meðferðar ný
pör á deildinni vegna fjár-
skorts en fjárveiting vegna s-
merktra lyfja (sem eru sjúkrahúslyf
sem eingöngu eru notuð á stofnun-
um og eru yflrleitt mjög dýr) var
uppurin. Það sem á vantaði voru um
5-10 milljónir króna til þess að hægt
væri að halda áfram að taka fólk í
meðferð út árið. Jón Kristjánsson
tilkynnti á Alþingi í fyrradag að fyr-
irhuguð lokun á deildinni hefði ver-
ið óþörf og Magnús Pétursson, for-
stjóri Landspítalans, segir að
búið sé að gefa stjómendum
tæknifrjóvgundardeildar fyr-
irmæli um að óhætt sé að
opna aftur fyrir inntöku
nýrra aðila hjá deildinni,
enda hafi sjúkrahúsið fengið
112 milljónir í verðlagsupp-
bætur vegna s-merktra lyfja.
Jón Kristjánsson segir að
ástæðan fyrir orðalagi sínu
um að lokunin hafi reynst
„óþörf ‘ sé sú að þegar menn hafi far-
ið að skoða verðlagsuppbætur til s-
merktra lyfja, en þeir útreikningar
lágu fyrir í síðustu viku, hafi komið
í ljós að þær dugi nokkum veginn
fyrir því sem á vantaði. „Þess vegna
var þetta af fjárhagsástæðum óþarft,
þ.e.a.s. vegna lyfjakostnaðarins,"
segir Jón Kristjánsson. Aðspurður
um hvers vegna þessar verðlags-
breytingar sem skyndilega dúkkuðu
upp í síðustu viku hafi ekki
verið uppi á borðum allan
tímann, t.d. í tengslum við
gerð fjáraukalaga nú í haust,
segir Jón að þetta fari ekki
inn á fjáaukalögin því heim-
ildarákvæði sé í fjárlögum yf-
irstandandi árs þar sem mæta
á verðlagsbreytingum lyfja og
breytingum í launakostnaði
og þetta sé innan þess ramma.
Magnús Pétursson segir
það hafa legið fyrir frá því um mitt
ár að Landspítalinn færi fram úr
áætlunum vegna s-merktu lyfjanna
en áætlanir gera ráð fyrir um 800
milljónum króna og það stefnir í að
þessi kostnaður geti orðið um 920
milljónir vegna gengisþróunarinnar
og verðhækkana. Magnús segir að
engar upplýsingar hafi legiö fyrir
um að viðbótarfjárveiting væri á
leiðinni þrátt fyrir að ráðuneytinu
hafi verið kynnt staða mála
og það upplýst að spítalinn
myndi sjá sig knúinn til að
takmarka notkun lyfjanna.
„Þetta hafði legið fyrir í
margar vikur og þar kom að
þvi að við litum á forgangs-
lista heilbrigðisráðuneytisins
til að sjá hvað væri neðst á
þeim lista og stoppa það sem
þar var. Þetta tel ég ábyrga
afstöðu og tilkynnti ráðuneyti
og ráðherra að þetta myndi verða
gert,“ segir Magnús. Eftir að þetta
var komið til framkvæmda komu
þau viðbrögö úr ráðuneytinu - á
fimmtudaginn var - að til spítalans
mundu koma 112 milljónir vegna s-
merktra lyfja, „á þeirri forsendu
sem við höfðum áður bent á, að
verðlagsforsendur og gengisþróun
er önnur en í fjárlögum," segir
Magnús Pétursson. -BG
Jón
Kristjánsson.
Magnús
Pétursson.
Farsími í bílum:
Handfrjáls skylda
en sektir eftir ár
Rannsóknarstofur víða í Evrópu rannsaka meint fölsuð málverk:
Hátt í 180 málverk eru
í lögreglurannsókn
- bráðum ljóst hverjir verða yfirheyrðir
Ökumönnum er skylt að nota
handfrjálsan símabúnað við akstur
frá og með deginum í dag. Lögregl-
an hafði gert athugasemdir við far-
síma hjá nokkrum ökumönnum
þegar DV fór í prentun í morgun.
Þeir sem tala í farsíma án hand-
rjálsa búnaðarins verða þó ekki
sektaðir fyrr en eftir 1. nóvember
2002 þar sem breytingin á umferðar-
lögunum kveður á um árs aðlögun-
artíma hvaö það varðar.
Samkvæmt upplýsingum frá Um-
ferðarráði er talið er að mörg slys,
þar á meðal alvarleg slys og óhöpp
sem orðið hafa í umferðinni hér á
landi, megi rekja til þess að athygli
ökumanns var skert, m.a. vegna
þess að hann var að tala i farsíma í
akstri. Við bætist að margir öku-
menn hafa framið umferðarlaga-
brot, af því að þeir hafa verið upp-
teknir við eitthvað allt annað en
aksturinn. Lög um handfrjálsan
símabúnað gilda í flestum Evrópu-
ríkjum. -Ótt
Hannes tapaði
fyrir Timman
Ivan Sokolof sit-
ur nú einn 1 efsta
sæti á minningar-
skákmótinu sem
fram fer í Ráöhúsi
Reykjavíkur þegar
tvær umferðir eru
eftir. Hannes Hlífar
Stefánsson, sem var
í efsta sæti ásamt
Sokolof, tapaði fyrir
Jan Timman í gær
og er í fjórða til sjöunda sæti ásamt
Ehlvest, Schandorff og Helga Ólafs-
syni sem vann sína skák i gær gegn
Leif Johannessen. í öðru til þriðja
sæti eru Jan Timman og Peter
Heine Nielsen. Níunda umferð verð-
ur tefld í dag og þá tefla þeir saman
Hannes Hlifar og Helgi, Jan Timm-
an og Peter Heine Nielsen og Arnar
Gunnarsson fær það verk að tefla á
móti Sokolof. -HK
Hannes Hlífar
Stefánsson.
Rikislögreglustjóri er með hátt í
180 málverk í rannsókn sem fer
meðal annars fram hjá sérfræðing-
um á rannsóknarstofum á Norður-
löndunum og víðar í Evrópu. Jón H.
Snorrason saksóknari segir að brátt
komist málin á það stig að hægt
verði að taka afstöðu til frekari
rannsóknar lögreglu - t.a.m. hvort
og hvenær skýrslur verða teknar af
þeim sem hafa réttarstöðu grunaðra
í málunum og öðru fólki tengdu
verkunum. Hins vegar er nokkuð
langt I land með að hugsanlegar
ákærur verði gefnar út.
„Kærendurnir skipta tugum,“
sagði Jón í samtali við DV. „í upp-
hafi var kært vegna tuttugu mál-
verka. Eftir það var ákært fyrir þrjú
þeirra og málið tekið fyrir hjá dóm-
stólum. í kjölfar þess kom holskefla
af kærum, það er á tímabilinu frá
1999 og fram í byrjun árs 2000. Síð-
an hafa fáar kærur komið fram.
Hins vegar vitum viö að margir eig-
endur málverka eru efms um upp-
runa þeirra af ýmsum ástæðum,"
sagði Jón.
Pétur Þór Gunnarsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri og eigandi
Gallerís Borgar, var í Hæstarétti
dæmdur í 6 mánaða óskilorðsbund-
ið fangelsi vegna þriggja framan-
greindra málverka sem fyrst var
kært út af.
Jón sagði að sem stendur sé verið
að rannsaka framangreind 180 mál-
verk með hliðsjón af pappír, litum
og ýmiss konar efnum. „Þetta er
mjög víðfeðmt," sagði Jón. Aðspurð-
ur um kostnað sagði hann rann-
sóknina gríðarlega kostnaðarsama
en kvaðst ekki geta gefiö upp tölur í
því sambandi.
Bændasamtökin áminna Goða/Kjötumboðið:
Milljónir í bakið á bændum
- ef fyrirtækið stendur ekki við útflutningsskyldu sína
Kjötið skal út
Bændasamtökin þrýsta á um að kjöt sem slátraö
hefur veriö á vegum Goöa veröi notaö til aö uppfylla
útflutningsskyldu fyrirtækisins.
Sauðfjárbændur hafa nú
áhyggjur af því hvernig
Goði/Kjötumboðið muni
ljúka útflutningsskyldu
sinni á dilkakjöti. Sam-
kvæmt upplýsingum DV á
fyrirtækið enn ólokið út-
flutningi á 200-220 tonnum
af kjöti. Hafa komið fram
áhyggjur af því að þetta kjöt
sé á innanlandsmarkaði og
að ekki standi til að flytja
það úr landi.
Bændasamtök íslands
hafa eftirlit með því að slát-
urleyfishafar uppfylli út-
flutningsskyldu sína. Að-
spurður um stöðu þessa
máls sagði Sigurgeir Þor-
geirsson, framkvæmdastjóri
Bændasamtakanna, að þau
hafi ítrekað haft samband
við Goða/Kjötumboðið á
þessu hausti og áminnt fyr-
irtækið um útflutnings-
skylduna.
„Fari svo að fyrirtækið ljúki
ekki þessum útflutningi muni
samtökin innheimta útflutnings-
gjald, sem er lögum samkvæmt og
krefjast þess að það verði viður-
kennt sem forgangskrafa,“ sagði
Sigurgeir enn fremur. Hann vildi
ekki upplýsa um upphæð kröf-
unnar, ef til kemur, en útflutn-
ingsgjald mun nema um 200 krón-
um á hvert kíló. Það myndi gera
samtals um eða yfir 40 milljónir
króna.
„Við lítum á þetta sem
fjárkröfu sem lúti sömu
reglum og aðrar fjárkröfur á
hendur Goða,“ sagði
Brynjólfur Kjartansson, lög-
maður og tilsjónarmaður
Goða/Kjötumboðs. „Ef sam-
þykktur verður nauðasamn-
ingur þá komi þetta til nið-
urskurðar eins og annað.“
„Ef þessari kröfu verður
hafnað sem forgangskröfu
þá kemur þessi upphæð i
bakið á sauðfjárbændum í
landinu," sagði Sigurgeir,
„þvi þetta mun trúlega leiða
til þess að ákveðin verður
hærri útflutningsprósenta
síðar fyrir vikið.“
Talið er að bændur eigi á
bilinu 110-120 milljónir
króna inni hjá Goða/Kjöt-
umboði. Þá getur hópur
sunnlenskra bænda átt á
hættu að þurfa að tvíborga
milljónir króna fyrir áburð,
vegna aðferðar Goða við uppgjör
áburöarkaupanna. Bændasamtök-
in fara með mál fyrir nær 700
bænda gagnvart fyrirtækinu sem
er I greiðslustöðvun til 20 nóvem-
ber nk. -JSS
Enn fréttabann
Þórir Einarsson
ríkissáttasemjari
heldur enn fast í
fréttabann á samn-
inganefndir í deilu
tónlistarkennara.
Hann segir tilgang
bannsins að spilla
ekki viðræðum sem
eru á mjög viðkvæmu stigi. Fundur í
deilunni hefur verið boðaður í dag og
er gert ráð fyrir að iaunanefnd sveit-
arfélaga svari tillögum kennaranna
frá í gær. Mbl.is greindi frá.
Mjólkin verðlaunuð
íslenskar mjólkurvörur fengu 64
verðlaun á vörusýningu í Herning í
Danmörku. Sveppaostur frá Osta- og
smjörsölunni og Melónujógúrt frá MB
hlutu heiðursverðlaun. Alls voru
sýndar 200 íslenskar vörutegundir.
Nálgunarbann
Dómstólar hafa sex sinnum kveðið
upp úrskurð um nálgunarbann og
einu sinni hafnað slíkri kröfu síðan
nýtt lagaákvæði tók gildi fyrir hálfu
öðru ári. Úrræðið hefur að markmiði
að veita fórnarlömbum ofbeldis
aukna vernd.
Nató vill flugumferðarstjóra
Nató hefur sent íslenskum stjóm-
völdum ósk þess efnis að átta flugum-
ferðarstjórar verði sendir til að
stjórna flugumferð í Kosovo. Yrði
þetta hluti af framlagi þjóðarinnar til
friðargæslu á svæðinu. Ákvörðun um
að verða við óskinni hefur ekki verið
tekin.
Evruvæðing
Búast má við sjálfsprottinni evra-
væðingu hérlendis eftir að notkun
gjaldmiðilsins hefst í verslun og við-
skiptum í tólf af löndum Evrópusam-
bandsins um áramót. Þetta er skoðun
Þorsteins Þorgeirssonar, hagfræðings
Samtaka iðnaðarins. Ríkisstjórnin
hyggst heimila íslenskum fyrirtækj-
um, að uppfylltum skilyrðum, að
færa bókhald og ársreikning sinn í
erlendri mynt. Að mati Þorsteins
kann þetta að leiða til tvímyntarkerf-
is hér á landi.
LSD á fyrirmyndargangi
Ofskynjunarlyfið LSD fannst á fyr-
irmyndargangi Litla-Hrauns og hefur
ganginum verið lokað í kjölfarið.
Laxveiðin betri
Á nýliðinni vertíð veiddust 29.600
laxar á stöng í íslenskum ám. Veiðin
þetta ár er 8% meiri en í fyrra og má
einkum rekja til stóraukinnar veiði í
Eystri- og Ytri-Rangá.
Víst geta karlar
Ámi Mathiesen
sjávarútvegsráð-
herra flutti erindi á
jafnréttisráðstefn-
unni „Víst geta karl-
ar“ í Kaupmanna-
höfn í gær. Þar sagði
ráðherra að ekki
væri tímabært að
breyta lögum um fæðingarorlof
þannig að foreldrar gætu framselt
sjálfstæðan orlofsrétt sinn sín á milli.
Það mál mætti hins vegar skoða síð-
ar. Mbl.is greindi frá.
Clinton fær ekki leyfi
Nektarstaðurinn Club Clinton fær
ekki vínveitingaleyfi. Úrskurðar-
nefnd um áfengismál staðfesti í gær
þá ákvörðun borgarráðs frá því í
sumar að synja staðnum um leyfi til
áfengissölu. -aþ