Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 Fréttir DV Forsvarsmenn Jórvíkur íhuga að kæra til samkeppnisyfirvalda vegna TFMS: Glórulaus og stór- felld niðurgreiðsla - segir rekstrarstjóri sem óttast hefnd Flugmálastjórnar „Fréttir DV af niðurgreiddu ráð- herraflugi undanfarna daga vöktu okkur til umhugsunar um þessi mál. Við munum funda í vikunni þar sem tekin verður ákvörðun um það hvort kært verður til sam- keppnisyfirvalda," segir Einar öm Einarsson, rekstrarstjóri flugfélags- ins Jórvlkur, um þá samkeppni sem Flugmálastjórn veitir einkaaðilum með því að leigja vél sína ráðherr- um og ríkisstofnunum. Vél Flug- málastjómar, TF-FMS, er leigð á 85 þúsund krónur á hvern flugtíma. Ekkert kostar að láta vélina bíða. Einar Örn segir að ef hann ætlaði að láta rekstur sambærilegrar vélar bera sig þá kostaði flugtíminn um Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi Innlent fréttalj 110 þúsund krónur og hver klukku- stund í bið ekki undir 15 þúsund krónum. Árið 2000 leigöi ríkið TF- FMS í samtals 113,5 flugstundir. Miðað við verðskrá Flugmálastjórn- ar fyrir árið í ár kostar slík leiga tæpar 10 milljónir króna af al- mannafé. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórn- ar, lýsti því yfir við DV að flugferð- ir ráðherranna væm gjarnan notað- ar til að sinna öðrum verkefnum í leiðinni. Fyrirkomulagið væri því bæði stofnuninni og ríkissjóði hag- stætt. Methafi í einkaflugi á TF- FMS er Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra sem gjaman hefur notað vélina til að skjótast um land- ið til að taka skóflustungur, fara á frumsýningar eða fagna verklokum af ýmsu tagi. Alls hefur samgöngu- ráðherra notað vélina í 58,4 klukku- stundir eða fyrir sem nemur 5 millj- ónir króna i leigu samkvæmt núver- ^ andi verðskrá Flugmálastjórnar. Hefði ráðherrann tekið vél á frjáls- um markaði myndi reikningur- inn fyrir flugtím- ana eina hafa numið 6,5 milljónum króna. Engin leið er að átta sig á því hve lengi TF-FMS beið ráðherrans við hin ýmsu til- efni og því ekki DV-MYND HARI Reiöur rekstrarstjóri Einar Örn Einarsson, rekstrarstjóri flugféiagsins Jórvíkur, vill að samkeppnisyfirvötd skoði rekstur TF-FMS. Hann segir að frjáisu flugfélögunum myndi muna mikið um að fá þaö flug sem ráðuneyti og ríkisstofnanir leigja af Flugmálastjórn. Vinsæll Diskóflói Ráðherrarnir Árni Mathiesen, Sólveig Pétursdóttir og Valgerður Sverrisdóttir hafa öll leigt TF-FMS til Grænlandsflugs. hægt að reikna út þann kostnað. Vitað er að vélin hefur beðið hans tímunum saman af ýmsu tilefni svo með því að skipta við Flugmálastjórn en ekki einkarekin flug- félög. Ráðherrar á Diskóflóa Sumarið 2000 fór TF-FMS í þrjár ferðir til Uulissat við Diskóflóa á Vestur- Grænlandi með jafn- marga ráðherra. Alls tóku ferðimar 12 daga eða 22,8 tima á lofti. Flugmálastjórn fékk rétt tæpar 2 milljónir króna í leigutekjur eða sem nemur #•### Niðurgreitt fiug Það kostar ráðherra um 25 þúsund krónum minna á klukkustund að leigja TF-FMS heldur en að skipta við einkarekin flugfélög. Þá kost- ar þiðin ekkert. sem þegar leikritið Fróð- árundrin var frumsýnt á Snæfellsnesi. Víst er að samgönguráðherra „sparaði" mikla peninga Diskó-flói Grænland Ráðherraflug Island Reykjavík rumum 600 þúsund krónum af hverjum ráðherra. Hefði verið skipt við einkaaðila kostaði flugið eitt 2,5 milljónir króna og biðtimi í 11 daga hefði kostað offjár því það kostar um 360 þúsund krónur að láta véina bíða í einn sólarhring. Ekkert var tekið fyrir biöina sem, ef marka má orð Heimis Más, var notuð til verk- efna fyrir grænlensk flugmálayfirvöld. Tíðar ferðir til Ilulissat sem er smá- bær á Grænlandi vekja grun um að þær hafi ekki allar nýst til annarra verkefna en flutn- ings ráðherranna. í svari forsætisráðu- neytisins vegna fyr- irspurnar DV er til- greint að í ferð Sól- veigar Pétursdóttur á fund norrænna ráðherra hefði vélin sinnt verkefnum fyr- ir grænlensk flug- málayfirvöld. í til- viki Valgerðar Sverr- isdóttur iðnaðarráð- herra og Áma Mathiesen sjávarút- vegsráðherra er ekki rgrai getið um önnur verkefni en einka- flug. Ríkisbákn í flugrekstri Einar Örn rekstrarstjóri segir það leiguflug sem ráðuneytin nýta sér geta orðið einkareknum flugfé- lögum veruleg búbót. „Okkur myndi svo sannarlega muna um það að fá flug á vegum ráðuneytanna. Þarna á sér stað stór- felld og glórulaus niður- greiðsla. Það getur varla staðist að rikis- báknið megi halda úti flugrekstri til að keppa við einkarekin .n félög,“ segir Einar Örn. fS Einar Örn segir að flugfélögum sem leggja fyrir sig leiguflug hafi stór- fækkað á undanfómum 10 I áram. Nú sé Jór- vík eina félagið af þessari stærð- argráðu í Reykja- | vik. „Nú eru aðeins þrjú félög eftir vegna þess að höggvið er í þau á afla kanta,“ seg- ' ir hann. Hann segir að burtséð frá sam- keppni Flugmálastjórnar við einka- reknu flugfélögin þá sé einkafélög- unum einnig gert erfiðara fyrir en Flugmálastjóm. „Okkur er gert að skila inn flug- rekstrarhandbókum, þjálfunarhand- bókum fyrir flugmenn og viðhalds- handbókum til að halda flugrekstr- arleyfi. Ég er ekki viss um að Flug- málastjórn sjálf hafl skilað sömu gögnum vegna síns farþegaflugs," segir Einar Örn. Hann viðurkennir að uggur sé meðal forsvarsmanna leiguflugfé- laganna vegna Flugmálastjórnar sem hafi líf atvinnurekstrar þeirra í hendi sér. Meðal annars þess vegna hafi menn ekki skorið upp herör gegn hinu ríkisrekna leiguflugi. „Maður er auðvitað hræddur við að gagnrýna þessi mál því Flugmála- stjóm getur svipt okkur leyfinu. Meðal okkar ríkir ákveðinn ótti,“ segir Einar Örn. Heimir Már Pétursson. Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: hkrist@dv.is í einkarekstur Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og æðsti yfirmaður Flug- málastjórnar á undir högg að sækja þessa dagana og þá ekki síst vegna notkunar, ráðuneyta og stofnana á flugvél Flugmálastjórnar TF-FMS. Þykir sætanýtingin með ólíkindum og ekki skaðar að hið dul-1 búna flugfélag I Flugmálastjómar • býr svo vel að rekstrinum að hægt er að láta vélina staldra við dögum saman á Grænlandi og víðar án sérstaks endurgjalds. Velta menn fyrir sér hvort næsta skref verði ekki að há-effa þetta dulbúna ríkis- flugfélag. Þannig geti félagið skammlaust dembt sér út í beina samkeppni um áætlunarflug til Vestmannaeyja og víðar ... Allt fyrir Austurlönd? Á sama tíma og Jón Kristjáns- son, heilbrigðisráðherra og fram- sóknarmaður, þarf að láta loka sjúkradeildum opinberra sjúkra- húsa á íslandi vegna fjárskorts : þá er fjármunum mokað út um aðra glugga ráðu- neytanna. Þannig er samflokksmað- ur hans, Halldór nokkur Ásgríms- son utanríkisráð- herra, ekki á nástrái þessa dagana. Flakkar hann um Austurlönd fjær og spjallar við ráðamenn og opnaði duggunarlítið sendiráð í Japan. Þar er fermetraverðið ein milljón króna, eða um tífalt fermetraverð í Reykjavík og starfsmannaíbúð í Tókýó er leigð fyrir milljónkall á mánuði. f heita pottinum er talið víst að Jón ráðherra hafi gripið andann á lofti þegar Halldór flaug frá Japan til Kína að spjalla við þarlenda ráðamenn. Kína er miklu stærra land og spuming hvað þurfi að loka mörgum deildum til að standa straum af útgerð íslendinga þar í landi... Spá suðlægum vindum í Bæjarins besta á ísafirði er vitnað í spár Veðurklúbbsins á Dalvik sem nýtir sér gömul veður- fræði sem byggja m.a. á atferli fugla og dýra. Ýmislegt megi úr I því lesa svo sem hvernig giktin hegðar sér hverju | sinni. Vitnar blað- ið síðan í gamla | bændur í ísafjarð- ardjúpi (bæði með I og án giktar) sem ' kunna líka sitthvað fyrir sér í veð- urfræðum. Þeir telja að nokkuð megi lesa úr hegðun músarinnar um veðráttu komandi vetrar. Nú snúa þar allar músarholur í norður og megi því búast við að í vetur verði suðlægar áttir ríkjandi... Náralind Enn er ekkert lát á umræðunni um meint reðurtákn verslunarmið- stöðvarinnar Smáralindar. í heita pottinum kom þetta mál að sjálf- sögðu til um- ræðu og þá nýjustu upplýs- ingar frá heimildarmanni eða „Deep Throat,“ eins og slíkir eru líka stundum nefndir. í sambandi við Smáralind hafa menn áður rætt um Limalind og feimni sumra við að fara inn um stóru dyrnar á norðurendanum, eða kóngsmegin samkvæmt kyneðlisfræðilegri skil- greiningu. Það nýjasta er að við hinn endann sé þá auðvitað nár- inn. Því sé augljóst að einhver brenglun hafl orðið þegar nafn miðstöðvarinnar var sett á blað. Hún hafi auðvitað átt að heita Náralind ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.