Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001__________________________________________ DV Landið Góðum áfanga í vegamálum á Snæfellsnesi fagnað: 80 þúsund bílhlöss í nýja vegi I síðastliðinni viku bauð bæjar- stjórn Snæfellsbæjar til kaffisam- sætis á veitingastaðnum Arnar- bæ á Arnarstapa. Tilefnið var ærið, að fagna góðum áföngum í vegagerð sem náðst hafa á þessu ári í hinu víölenda bæjarfélagi. Þeir eru aðkeyrslan að Fróðár- heiði að sunnanverðu og upp að Egilsskarði og vegurinn út í Breiðuvík en það var fyrirtækið Klæðning hf. sem sá um það verk. Einnig vegurinn á milli Arnar- stapa og Hellna og að suðurmörk- um Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og ennfremur vegurinn niður að Hellnum en það var fyrirtækið Stafnafell í Staðarsveit sem það verk vann. m DVWYND PSJ Áfanganum fagnaö á Arnarstapa Gunnar Birgisson þingmaður, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Bjarni Vigfússon, einn eigenda Stafnafeiis, og Sturla Böðvarsson þiggja kaffiveit- ingar í Arnarbæ. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfells- bæ, bauð gesti vel- komna en meðal þeirra var Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra og þingmaður kjördæm- isins, þingmenn, vegamálastjóri, bæj- arfulltrúar, forsvars- menn verktakanna og fleiri góðir gestir. Kristinn lýsti mikilli ánægju ibúa Snæfells- bæjar með þau verk sem unnin hafa verið í vegagerð og sagði frá óskum um fram- gang þeirra mála sem næst væru. Sturla óskaði íbúum Snæfellsbæj- ar til hamingju með þá góðu áfanga sem náðst hafa og sagði að bæjarfélagið hefði eflt mjög stöðu sína. Fleiri ferðamenn myndu leggja leið sína á Snæfellsnesið og það myndi styrkja svæðið. Helgi Hallgrimsson vegamála- stjóri þakkaði verktökunum báð- um fyrir vönduð og góð vinnu- brögð við vegagerðina sem alls eru um 20 km. Gunnar Birgisson, forstjóri Klæðningar., hf óskaði heimamönnum til hamingju með þessa áfanga og það kom fram hjá honum að alls hefði þurft 80 þús- und bílhlöss í þessa nýju vegi. -PSJ. Landsliðseinvaldurinn spaugsamur í hesthúsinu: Járnað á Hólum Það var líflegt í hesthúsinu á Hól- um þegar tíðindamaður DV leit þar inn á námskeið í jámingum. Hóla- nemar voru í óðaönn að laga til skeifur og máta undir, enda dugir ekki annað en reiðskjótinn sé á góð- um járnum fyrir langan og strangan vetur í því tamningaferli sem nú er fram undan hjá þeim. Leiðbeinandinn var enginn annar en landsliðseinvaldurinn í hesta- íþróttum, Sigurður Sæmundsson frá Holtsmúla í Landsveit, hress að vanda og rakti m.a. helstu ættir nemendanna og kosti fyrir tíðinda- manni og var það greinilega glað- værðin sem réð ríkjum þarna í hest- húsinu. Áhugi nemanna er greini- lega mikill og góð samvinna þeirra áberandi. Aðspurður sagðist Sigurð- ur koma þrisvar sinnum á vetri í Hóla til að leiðbeina við járningarn- ar, enda búið að þrískipta náminu í hestamennskunni við skólann. -ÞÁ Ný brú yfir Hólmsá: Beina þarf ánni í farveginn Verið er að undirbúa byggingu nýrr- ar brúar á Hólmsá á Mýrum. Brúin verður 65 metra löng og kemur rétt ofan við gömlu brúna. Það er bygging- arfyrirtækið Mikael á Höfn sem sér um verkið og á því að verða lokið í febrúar á næsta ári. Miklar breytingar hafa orðið á Hólmsá í sumar og haust og stór hluti árinnar hefur breytt um farveg og flutt sig yfir í Hleypilæk og Djúpá. Hleypi- lækur hefur verið vatnsmikill að und- anfórnu og hefur þurft að halda honum í skefjum svo ekki flæddi yfir þjóðveg- inn. Hólmsá kemur undan Fláajökli sem í sumar og haust hefur lækkað mikið og hopað og við það hefur opnast ný leið fyrir vatnið meðfram sandöld- unum yfir i næstu ár. Reynir Gunnarsson hjá Vegagerð- inni segir aö byggja þurfi stóran vam- argarð til að halda Hólmsá í sínum far- vegi og verður það verk boðið út á næstu dögum. Ef ekkert yrði að gert myndi að likindum ailt vatn fara yfir í Hleypilæk og Djúpá og valda miklum landsspjöllum hjá bændum á Mýrum og eftir stæði Hólmsárbrú yfir þurrum farvegi. Fyrir allmörgum árum meðan gamíi þjóðvegurinn var i notkun í Suðursveit færðu tvö vatnsfóll nokkru vestan Hólmsár sig um set, þ.e. Stemma fór yfir í Jökulsárlón og Heinabergsvötn i Kolgrímu, og eftir standa gömlu brým- ar eins og minnismerki um vatnsfóllin sem þar vom. -JI Ormurinn sloppínn úr þurrkví Viðgerðin á farþegaferjunni Lagarfljótsorminum tók iengri tíma en áætlað var en tíminn var einnig nýttur til endurbóta á hafnarsvæði og innsiglingu. Það voru rekstraraðilar ferjunnar sem stóðu að þeim endurbótum en ekkert bólar á hafnarframkvæmdum á vegum Hafnarsamlags Egilsstaða. Ferjan hefur ver- iö tekin út af Siglingamálastofnun og er Ormurinn því sloppinn úr þurrkvínni og tilþúinn í frekari siglingar. Sóknarprestur í rúma hálfa öld og enn að: Leysir af á Hofsósi DV-MYNDIR ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON íslensk-norsk samvinna Það var góð samvinna hjá Hinriki Sigurðssyni frá Hafnarfirði og norsku stúlkunni Bertu Kristjansen. Á innfelldu myndinni leiðbeinir Sigurður Sæ- mundsson þeim Ragnheiði Þorvaldsdóttur frá Hvítárholti og Mie Hedebo Knudsen frá Óðinsvéum í Danmörku. Séra Gísli Kolbeins er kominn til starfa i Hofsós- og Hólaprestakalli. Hann kom í byrjun mánaðarins og mun leysa séra Ragnheiði Jónsdótt- ur af hólmi til 1. ágúst á næsta ári. Ragnheiður ætlar að nýta tímann til náms í sálgæslu í Minneapolis í Bandaríkjunum. Að loknu þessu námi hefur Ragnheiður mjög breið- an grunn hvað áfallahjálp og sál- gæslu varðar en auk guðfræði- menntunar er hún einnig sjúkra- þjálfari að mennt. Séra Gísli Kolbeins er orðinn hálfáttræður en í fullu fjöri enn þá og segist ganga til starfa á Hofsósi með ánægju og fullbúinn að leggja sitt af mörkum til samfélagsins fyrst honum sé treyst til starfans. Séra Gísli leysti af á Sauðárkróki haustið 1993 þannig að Skagfirðing- um er hann ekki ókunnugur. Hann hefur stundað prestskap víða í rúma hálfa öld, var lengi á Melstað i Miðfirði, um nokkurn tíma í Stykkishólmi en fyrsta brauðið sem Gísli vigðist til var á vestasta odda landsins, Bjargtöngum, Sauðlauks- dalsprestakall. -ÞÁ Patreksfjörður: Fjórði maðurinn - í lögregluna Búið er að ráða fjórða manninn í lið Lögreglunnar í Barðastrandarsýslu, sem var til skamms tima skipað aðeins þremur mönnum og vantaði þar með einn. Af því þóttu nokkrar viðsjár skapast, ekki sist þegar flokkar óeirða- manna fóru að gera usla á Patreksfirði svo bæjarbúum þótti nóg um. „Þeir sem ófriðlegast létu eru allir famir héðan, sumir í skóla,“ sagði Ing- þór Guðjónsson, sem er hinn nýbakaði lögregluþjónn Barðstrendinga; fjórði maðurinn. Hann segir friðsælt yfir mannlífmu vestra þessa dagana, allt hafi til að mynda verið með hinni mestu spekt á dansleik á Bíldudal og réttarballi í Örlygshöfn sem haldin vom um helgina. -sbs Efhún er ekki Veðurklúbburinn á Dalbæ: Fyrsta vetrartunglið kviknaði þriðjudaginn 16. október í vestri, annað kviknar 15. nóvember í austri, klúbbfélagar Veðurklúbbs- ins á Dalbæ á Dalvík telja að fyrstu 3 vetrartunglin verði keimlík, þó verði nóvembertunglið kannski síst. Til gamans má geta þess, án þess að það hafi einhverja sérstaka þýð- ingu, að það er fullt tungl fyrsta og síðasta dag nóvembermánaðar og hafði einn klúbbfélaginn það á orði að þetta væri eitthvað dularfullt. Veðrið í nóvember verður í hefidina sæmUegt, það verður snúningasamt, rysjótt fram undir miðjan mánuðinn, á köflum leið- inda skakstur og spörfuglasperr- ingur en engin vonska og klúbbfé- lagar búast ekki við miklum snjó i mánuðinum eða yfirleitt fram yfir áramót en meira um það síðar. Fjúk og dimmviðri á Marteins- messu 11. nóvember veit á ihlaupa- saman og kaldan snjóavetur en aft- ur á mót heiðríkt loft boðar stað- viðri, samanber vísuna: Á Marteinsmessu ef mundi loft meöur regni, eg segi veóradimmur verður oft vetur frá þeim degi. Til gamans birtum við hér brot úr gamalli veðurdagbók sem haldin var í Svarfaðardal: „Árið er 1943, sumarið afleitt, nætur- frost í júlí og ágúst, 24. september gerði blindstórhríð og allt fór á kaf í snjó, mikið af fé fennti, snjó- inn tók svo upp að mestu 9. októ- ber.“ -hiá skaleg heita!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.