Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Qupperneq 13
13
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001________________________________________________________________________________________
3>V Útlönd
Bandaríkjamenn leggja nú alla áherslu á að styrkja sókn Norðurbandalagsins:
Mesta sprengjuregnið frá því
árásir hófust á Afganistan
Bandarískar sprengjuflugvélar
gerðu í gær hörðustu sprengjuárás-
ir á Afganistan frá því árásir hófust
á landið þann 7. október sl. og munu
um 50 stórar sprengjuvélar hafa tek-
ið þátt í árásunum. Varpað var
svokölluðum „teppasprengjum" og
segja sjónarvottar að sprengingarn-
ar hafl skipt hundruðum. Áður-
nefndar sprengjur eru mjög öflugar
og sýndu myndir sem sýndar voru
eftir árásimar þegar heilu hæðirn-
ar tættust í sundur á svæðinu ná-
lægt Tutakhan.
Að sögn talsmanna Bandaríkja-
hers var áhersla lögð á tvö hemað-
arlega mikilvæg svæði í nágrenni
borgarinnar Mazar-e Sharif, þar
sem herir Norðurbandalagsins hafa
sótt fram gegn hersveitum talíbana.
Einnig var sprengjum varpað á höf-
uðborgina Kabúl, en Bandaríkja-
menn hafa loks viðurkennt að þeir
vilji að Norðurbandalagið hertaki
hana sem fyrst. Þá var sprengjum
Talíbanar í höfuðvíginu Kandahar
Talibanskir hermenn sitja hSr á skriödreka sínum i miöborg Kandahar sem er
höfuövígi þeirra í Suður-Afganistan. Talibanar leyföu erlendum fréttamönnum aö
skoöa aflelöingar sprengjuárása Bandaríkjamanna á borgina í fyrsta skipti í gær, eftir
að sprengja haföi lent á sjúkraskýli Rauöa hálfmánans..
varpað á borgina Kandahar, helsta
vígi talibana í suðurhluta landsins
og segja talsmenn þeirra að þar hafi
sprengjur lent á sjúkraskýli Rauða
hálfmánans með þeim afleiðingum
að eflefu manns létu lífið. Að sögn
læknis sem særðist í sprengingunni
voru bæði sjúklingar og starfsmenn
meðal hinna látnu, auk þess sem
sex aðrir hafa særst.
Talsmenn Bandaríkjahers, sem
sakaðir hafa verið um ónákvæmni i
sprengjuvarpinu, neituðu að sjúkra-
skýlið hefði verið skotmarkið en
viðurkenndu að bæði sjúkrahús og
áðurnefnt sjúkraskýli hefðu verið i
nágrenni skotmarksins. Talsmenn
talibana segja að alls hafi um 1500
óbreyttir borgarar falliö í árásunum
til þessa, en það vilja Bandarikja-
menn ekki viðurkenna og segja töl-
urnar mjög ýktar. Þeir viðurkenna
þó að í nokkrum tilfeflum hafi
sprengjur villst af leið.
REUTER-MYND
Matur til Afganistans
Hjálparstofnanir eru á fullu aö
skipuleggja matvælaaöstoð.
Áform um að
varpa niður mat
yfir Afganistan
Matvælaaðstoð SÞ hefur í hyggju
að varpa niður neyðaraðstoð úr
flugvélum yfir þann hluta norðan-
verðs Afganistans sem teppist
vegna snjóa, ef ekki tekst að koma
matvælum tfl þurfandi íbúa land-
leiðina áður en vetur gengur i garð.
Talsmaður matvælaaðstoðarinn-
ar sagði á fundi með fréttamönnum
í Pakistan í gær að þrjú svæði teppt-
ust alla jafna vegna snjóalaga í des-
emberbyrjun.
Hjálparstofnanir áætla að 7,5
milljónir manna muni svelta í
Afganistan þar sem ástandið er al-
varlegt vegna langvarandi þurrka
og loftárása Bandaríkjamanna.
Stjórnvöld vestra sögðu í gær að
þau ætluðu að kaupa hveiti erlendis
frá og koma því til Afganistan tfl að
koma í veg fyrir hungursneyð.
Bush ver ákvörð-
un sína um við-
vörun við árás
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti svaraði í gær fullum hálsi þeim
sem höfðu gagnrýnt hann fyrir að
gefa út viðvörun um hugsanlega
nýja árás hryðjuverkamanna á
Bandaríkin í þessari viku.
„Það var ástæða fyrir því að ég
setti landið í viðbragðsstöðu,“ sagði
Bush á fundi með iðnrekendum í
Hvíta húsinu.
„Ég vildi að löggæsluyflrvöld
vissu að við byggjum yfir upplýsing-
um sem gerðu það nauðsynlegt að
vemda þau svæði sem kynnu að
vera viðkvæm."
Bush hafði ekki áður tjáð sig um
viðvörunina sem Ashcroft dóms-
málaráðherra gaf út á mánudag.
REUTER-MYND
Ortega á endasprettinum
Daniel Ortega, leiötogi sandinistahreyfmgarinnar i Níkaragva, heilsar stuöningsmönnum sínum á síöasta fundi sínum
fyrir forsetakosningarnar sem veröa haldnar á sunnudag. Samkvæmt síöustu skoöanakönnunum er útlit fyrir
spennandi baráttu milli Ortega og helsta keppinautar hans, Enriques Bolanos, um forsetaembættið.
Nyrup boðar til kosninga í Danmörku eftir 3 vikur:
Hörð barátta fram undan
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, boðaði í gær
til þingkosninga þann 20. þessa
mánaðar, þrátt fyrir viðvaranir um
að sveitarstjórnar- og amtskosning-
arnar sama dag myndu falla í
skuggann. Útlit er fyrir harða kosn-
ingabaráttu milli vinstri- og hægri-
flokkánna.
Nyrup bar við mikilli óvissu i
heimsmálunum þegar hann skýrði
ákvörðun sína um kosningar fyrir
fréttamönnum i gær. Kosningar
hefðu að öðrum kosti verið haldnar
um miðjan mars á næsta ári í síð-
asta lagi.
„Það hefði ekki verið gott fyrir
Danmörku að hafa fjögurra mánaða
kosningabaráttu á þessum tímum
óvissu eftir árásirnar 11. september
og þegar taka þarf mikilvægar
ákvarðanir um öryggismál," sagði
Poul Nyrup.
Þótt jafnaðarmannaflokkur Nyr-
ups hafi verið að sækja í sig veðrið
REUTER-MYND
Poul Nyrup Rasmussen
Danski forsætisráðherrann batt í
gær enda á langa þögn sína og boö-
aöi til þingkosninga eftir þrjár vikur,
eins og mikiö var búið að ræða.
í fylgiskönnunum upp á siðkastiö
benda nýjustu kannanir þó tfl að
svo gæti farið að mið- og hægri-
flokkarnir myndu velta jafnaðar-
mönnum úr sessi. Kratar hafa setið
við stjómvölinn síðan 1993.
Þá sagði danski forsætisráðherr-
ann að mikilvægt væri að gefa nýrri
stjórn Danmerkur, hver svo sem
hún yrði eftir kosningamar, nægan
tíma til að búa sig undir að fara
með formennsku innan Evrópusam-
bandsins frá 1. júlí á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að í formennsku-
tíð Danmerkur verði gengið endan-
lega frá fyrirhugaðri stækkun ESB
til austurs.
Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi
íhaldsflokksins, sagði í gær að hann
myndi reyna að mynda stjórn mið-
og hægrimanna eftir kosningarnar.
„Þessar kosningar snúast ekki
um stríðið í Afganistan. Þær snúast
um Danmörku og. hversdagsvanda
Dana,“ sagði Fogh Rasmussen.
Miltisbrandsrannsókn
Lögreglan í New York rannsakar
dauða fjóröa miltisbrandsfórnar-
lambsins sem morðmál.
Fjórða fórnar-
lambið látið úr
miltisbrandi
Miltisbrandsplágan heldur áfram að
breiðast út i Bandarikjunum og í gær
lést fjórða fórnarlambið þegar 61 árs
starfsstúlka sjúkramóttöku í New
York lést á sjúkrahúsi i borginni eftir
stutta legu. Ekki er enn vitað hvemig
eða hvar hún smitaðist en hún mun
hafa starfað í birgðarými nálægt póst-
rými stofnunarinnar. Nákvæm rann-
sókn fer nú fram og að sögn Bernards
Keriks, lögregluforingja í New York,
vinna nú tvær lögreglusveitir að rann-
sóknarstörfum vegna málsins, bæði
glæparannsóknadeild og tæknideild
lögreglunnar í New York. „Við lítum á
þetta sem morðmál og rannsóknin
miðast við það,“ sagði Kerik og bætti
því við að ekkert hefði enn fundist
sem benti til þess að konan hefði smit-
ast innan sjúkrastofnunarinnar.
Hvattir til að
hafa konur með
Virt mannréttindasamtök hvöttu
leiðtoga stjórnarandstöðunnar í
Afganistan i gær tfl að hafa konur
og þjóðernisminnihlutahópa með í
áformum sinum um nýja stjórn í
landinu eftir fall talibana.
Samtökin, Mannréttindasamtök
lækna, sögðu aö sagan sýndi að kon-
ur hefðu verið þátttakendur í opin-
beru lífi og stjórnmálum i Afganist-
an og að þær ættu að vera með í
framtíðarstjórn landsins.
Samtökin birtu i maí síðastliðn-
um niðurstöður ítarlegrar könnun-
ar þar sem 90 prósent aðspurðra á
yfirráðasvæðum bæði talibana og
stjórnarandstæðinga lýstu yfir
stuðningi við jafnrétti kynjanna.
REUTER-MYND
John Bolton
Aöstoðarutanrikisráðherra Bandaríkj-
anna hefur áhyggjur af gjöreyðingar-
vopnum i höndum öfgahópa.
Aukinn ótti við
kjarnorkuárásir
í kjölfar hryðjuverkaárásanna í
september er vaxandi ótti við að
öfgahópar myndu gripa til gjöreyð-
ingarvopna, þar á meðal kjarnorku-
vopna, gegn Bandaríkjunum, að því
er John Bolton aðstoðarutanríkis-
ráðherra sagði i gær.
Aðspurður spáði Bolton því á
morgunverðarfundi með frétta-
mönnum sem skrifa um varnarmál
að ef hryðjuverkamenn kæmust yfir
gjöreyðingarvopn, það er kjarn-
orku-, sýkla- og efnavopn, myndu
þeir beita þeim.
Bolton neitaði að segja tfl um
hvort bandarísk stjórnvöld vissu
hvort Osama bin Laden, sem grun-
aður er um árásirnar vestra, og
hryðjuverkasamtök hans réðu yfir
kjarnorkuvopnum.