Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 22
38
FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001
Tilvera I>V
Forskot á kvikmyndahátíð:
Cult-
myndir
Filmundur stendur fyrir cult-
myndahátíö frá og með deginum í
dag og fram yfir helgi. Má segja að
hér sé hitað upp fyrir Kvikmynda-
hátíð i Reykjavík. Sýndar verða
sjö erlendar myndir sem allar geta
talist til tíðinda í cult-heimi kvik-
myndanna.
Cecil B. Dem-
ented er nýjasta
mynd John Wa-
ters, en hann er
þekktur fyrir
myndir á borð
við Pink Flam-
ingos og Hair-
spray. Brúðu-
hryllingurinn
Meet the
Feebles eftir
nýsjálenska leik-
stjórann Peter
Jackson er á
dagskránni, fjöl-
mörgum aðdá-
endum hans til
mikillar gleði.
Jackson er nú að
vinna að kvikmyndaaðlögunum á
Hringdróttinssögu Tolkiens. Ein
frægasta cult-
mynd allra tíma,
The Rocky Hor-
ror Picture
Show, verður á
sínum stað og
það sama má
segja um Plan 9
from Outer
Space sem hefur
ítrekað verið
kosin versta
mynd sem gerð
hefur verið, og
það ekki að
ástæðulausu.
Leikstjóri henn-
ar er Ed Wood,
sem Tim Burton
gerði ódauðleg-
an i samnefndri
mynd. Aðrar
myndir eru
Dark Star eftir
John Carpenter,
Swamp Thing
eftir Wes Cra-
ven og The Tox-
ic Avengereftir
Michael Herz og
John Kaufmann.
Einnig verða
sýndar fimm ís-
lenskar stutt-
myndir sem hafa
farið leynt í is-
lenska kvik-
myndalandslag-
inu. Þaö eru
myndimar
Heddarin VI eft-
verða
ir Matthías
Kristjánsson,
Limir á lausu I
og II og Efnis-
leg ást eftir
Grím Hákonar-
son og Grátandi
Api og Ballett í
leynum eftir
Jón Grétar Giss-
urarson. Stuttmyndirnar
sýndar allar saman.
Til að fagna þessum tímamótum
í islenskri kvikmyndamenningu
mun lágmenning.is standa fyrir
cult-kvöldi á Vegamótum annað
kvöld. Þar munu hljómsveitirnar
Suð, Lirmill, PhutureFX, 3gis og
Corall halda uppi stuðinu. Glensið
hefst um leið og sýningu mynd-
anna er lokið á föstudagskvöldinu
og eru allir Filmundarvinir og
vinir þeirra velkomnir.
Að cult-hátíðinni lokinni mun
Filmundur taka sér frí í tvær vik-
ur, á meðan Kvikmyndahátíð í
Reykjavík stendur yfir.
Bíógagnrýni
Sambíóín - Princess Diaries: i
Joy Ride:
Smávægilegt grín
verður að alvöru
Sykursætir stelpudraumar “|
Allir leggjast á eitt
Það leggjast allir á eitt til aö bjarga
sumrinu því enginn vill hafa eintóm-
an vetur.
Recess School’s Out:
Til bjargar
sumrinu
Krakkarnir í teiknimyndinni
Recess School’s Out sem frumsýnd
verður á morgun í Sambíóunum
lenda í ýmsum ævintýrum í sumar-
fríinu sínu. Myndin sem á íslensku
kallast Skólalíf skólaslit segir frá
T.J. sem er búinn að bíða lengi eftir
sumrinu. Honum fer hins vegar
fljótt að leiðast þegar allir vinirnir
eru farnir í sumarbúðir. Þegar hann
kemst síðan að því að hinn brjálaði
Dr. Benedict sem er fyrrum skóla-
stjóri hefur í hyggju að breyta veðr-
inu þannig að það verði alltaf vetur,
gengur hann til liðs við „Recess"
klíkuna. Ásamt Miss Finster og
Principal Prickly reyna þau að gera
allt til að bjarga sumrinu.
Myndin er full af fjöri, skemmti-
legum lögum og skrautlegum per-
sónunum sem uppgötva fljótlega að
inni í þeim leynast hetjur sem láta
ekkert stoppa sig. Meðal þeirra leik-
ara sem ljá þeim rödd sína í ensku
útgáfuna eru James Woods, Robert
Goulet og Dabney Coleman auk
fjölda annarra. Myndin verður
einnig sýnd með íslensku tali og
meðal þeirra sem tala inn á þá út-
gáfu eru Öm Árnason, Hanna Mar-
ía Karlsdóttir, Guðmundur Ólafs-
son, Jakob Þór Einarsson, Ólafur
Hrafn Steinarsson, Ámi Egill Örn-
ólfsson og Kolbrún Erna Pétursdótt-
ir.
-MA
Venna
Þaö er leikkonan Leelee Sobieski sem leikur Vennu.
Smávægilegt grín getur orðið
að grafalvarlegu máli og það fá
aöalpersónur spennumyndarinn-
ar Joy Ride að upplifa af eigin
raun. Hún verður frumsýnd á
morgun í Smárabíói og Regnbog-
anum.
Joy Ride segir frá háskóla-
nemanum Lewis Thomas sem
ákveður að fara í ferðalagt þvert
yfir Bandaríkin með ástinni
sinni Vennu í sumarfríinu. Fyrst
þarf hann hins vegar að sækja
hana og verða nokkrar breyting-
ar á því plani þegar hann neyð-
ist til að koma eldri bróður sín-
um til bjargar. Þeir halda síðan
áfram til Vennu og á leiðinni
ákveða þeir að gera grín að vöru-
bílstjóra í gegnum talstöð. Grín-
ið snýst hins vegar upp í alvöru
þegar bílstjórinn drepur saklaus-
an mann og ákveður að hefna sín
á bræðrunum fyrir grikkinn
Venna blandast síðan inn í
málið og leggja þau á flótta
undan morðingjanum.
Þríeykið er leikið af
þeim Paul Walker, Leel-
ee Sobieski og Steve
Zahn sem öll hafa ver-
ið að reyna fyrir sér á
kvikmyndasviðinu
síðustu árin með mis-
góðum árangri.
Fyrsta mynd Zahn
var kvikmyndinni
Reality Bites og
meðal annarra
mynda hans
má nefna
That
Thing
Bræður
Paul Walker og Steve Zahn leika bræöurna
sem lenda í miklum hremmingum.
You Do, You’ve Got Mail, Out of Sight og The Object of
My Affection. Síðast mátti sjá Walker í myndinni The
Fast and the Furious sem nýlega var sýnd hér á
landi og Sobieski vakti mikla athygli fyrir hlutverk
sitt í hinni umdeildu mynd Stanley Kubrick, Eyes
Wide Shut.
-MA
Prinsessudagbókin er ekki nú-
tímaævintýri. Leikstjórinn, Garry
Marshall, er frekar að endurgera
sinn stærsta smell til þessa, Pretty
Woman, fyrir yngri áhorfendur
(sem svo aftur er útúrdúr á
Pygmalion). Prinsessudagbókin
fjallar ekki um unga stúlku sem
tekst á við ákveðið verkefni og vinn-
ur sigra, hún slæst hvorki við dreka
né tröllkarla og þarf hvorki að nota
gáfur né styrk til að komast lífs af
og ná ástum prinsins. Nei,
Prinsessudagbókin fjallar um al-
gengan stelpudraum: að vakna upp
einn morgun í blúndum og tjulli
með kórónu á höfði og þjóna á
hverjum fingri sem segja yðar há-
tign af minnsta tilefni.
Anne Hathaway er rúmlega tví-
tug stúlka, afskaplega svipfríð og
elskuleg, sem hér leikur hina 15 ára
ótótlegu Miu Thermopolis. Mia er
með óstýrilátt krullað hár og gler-
augu með svartri MJÖG áberandi
umgjörð og þegar hún á að halda
ræðu í skólanum þá verður hún svo
taugaóstyrk að hún ælir. Mia býr
hjá móður sinni, listmálaranum, í
gamalli slökkvistöð í San Francisco
og á sér þann draum æðstan aö
komast lifandi í gegnum unglingsár-
in og verða kysst af sætum strák.
Einn daginn kemst hún svo að því
að nýdáinn pabbi hennar, sem hún
hafði aldrei hitt, hafði verið erfingi
krúnunnar í Genóvíu (sem er
Hollywood-land milli Spánar og
Frakklands), og þar sem hann er
ekki meðal á vor lengur þá er hún
sjálf orðin ríkiserfingi. Sú sem ber
henni fréttirnar er drottningin,
Clarisse Renaldi (Julie Andrews),
afskaplega siðsöm kona sem kann
að koma rétt fram við allar aðstæð-
ur. En getur ljóti andarunginn orð-
ið svanur - tekst spænska hár-
greiðslumeistaranum að greiða úr
stríðum lokkunum, fer hún að nota
linsur, hættir hún að æla og tekur
hún gamla vininn sinn fram yfir
súpertöffarann sem tók aldrei eftir
henni fyrr en hún varð prinsessa?
Það væri svindl að ljóstra upp svör-
unum við þessum spurningum!
Hathaway er glæsileg stúlka með
fallegt bros og það er ágæt skemmt-
un að fylgjast með henni berjast við
prinsessuæfingarnar, detta af stól-
um, brjóta glös o.s.frv., en textinn
hennar er ansi heimskulegur, eins
og allra annarra, og á endanum
verður sykurhúðuð elskusemin
þreytandi. Julie Andrews klikkar
ekki þrátt fyrir einfeldningslegt
handrit og reynir virkilega að flytja
myndina á hærra plan ásamt Hect-
or Elizondo sem leikur tryggan þjón
hennar hátignar drottningarinnar.
Persónulega sagði myndin mér
ekki margt nýtt og spennandi um
lífið en það var greinilegt að hálf-
fullur salur af stelpum frá 7-77 hafði
gaman af og lifði sig inn í prinsessu-
draumana. Ég er ekki frá því að
sumar hafi gengið með höfuðið sér-
staklega reist á leiðinni út til að
kórónurnar högguðust ekki. Þannig
að ef þið haldið að þið gætuð aldrei
sofið rótt á baun skulið þið endilega
drífa ykkur - en farið ekki með mik-
ið nammi með ykkur inn - það sem
gerist á tjaldinu er nógu sætt.
Leikstjóri: Garry Marshall. Handrit: Gina
Wendkos. Kvikmyndataka: Karl Walter
Lindenlaub. Tónlist: John Debney. Aðal-
leikarar: Julie Andrews, Anne Hathaway,
Hector Elizondo, Heather Matarazzo, Ro-
bert Schwartzman, Terry Wayne.