Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Page 27
43 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 I>V Tilvera Afmælisbarnið Lyle Lovett 44 ára Söngvarinn og gít- arleikarinn Lyle Lovett, sem eitt sinn var giftur Juliu Ro- berts, er afmælisbarn dagsins. Lovett hafði verið lengi við tónlist- ariðkun áður en fyrsta plata hans kom út 1986. Lovett fæddist í Texas og var skírður Lyle Pierce Lovett. Áður en hann hóf tónlistarfer- ilinn hafði hann útskrifast frá háskóla í Texas með gráður í þýsku og blaða- mennsku. Lovett hefur fjölbreyttan tónlistarsmekk og í lögum hans má greina áhrif frá þjóðlögum, kántrí og djassi, auk rokksins. Gildir fyrir föstudaginn 2. nóvember Vatnsberinn (?o. ian.-is. fehr.i: , Gerðu ráð fyrir að þú verðir fyrir truflunum síðari hluta dags. Þér finnst lifsbaráttan hörð en hagur þinn fer batnandi. RskarnÍK19. febr.-20. marsl: Eitthvað verður til að Iminna þig á löngu liðna tíð og þér finnst eins og allt hafi veriö betra þá. Mundu að þú lifir í nú- tíðinni en ekM fortíðinni. Hrúturinn 121. mars-19. apríh: Það borgar sig að gera öðrum hlutdeild í \hugsunum sínum. Þeir geta áreiðanlega gefið góð ráð varðandi erfitt mál sem er að angra þig. Nautið (20. apríl-20. maí): / Undarleg staða kemur upp í vinahópnum og sýnist sem mál geti orðið ansi flókin þó að tilefhið virðist ekki mikið. Happatölur þínar eru 3, 16 og 20. Tvíburarnir <2.1. maí-21.. iúnii: Þú gerðir réttast í því að blanda þér —V / ekki i deilur annarra heldur sinna eigin málum. Enginn vill þiggja ráð frá þér í dag. Krabbinn (22. iúní-22. iúin: Þú ert ekki einn á báti | í vandamáli sem þú stendur frammi fyrir. Vinir þinir eru fullir velvilja og þú þarft aðeins að leyfa þeim að komast að. Liónið (23. iúií- 22. áeúst): Gerðu þér grein fyrir þvi að ekki snýst allt um þig eða það sem þú ert aö fást við. Það er þreytandi að hlusta á fólk sem talar eingöngu um sjálft sig. Mevian (23. ágúst-22. seoU: Þú tekur til hendinni á heimilinu og sýnist ekki vanþörf á þvi. Svo virð- ^ r ist sem eitthvað mikið standi til í fjölskyldunni. Happatölur þinar eru 7,18 og 25. Vogin (23. sept-23. oktl: S Þú stendur í stórræð- Oy um á viðskiptasviðinu. Svo virðist sem fast- r f eignakaup eða eitthvað slikt sé á döfinni. Þú ert í essinu þínu. Sporðdreki (24, okt.-2i. nóv.): Láttu sinámuni ekki draga úr þér kjarkinn I varðandi ákvörðun sem þú þarft að taka varðandi framtíð þína. Þú getur það sem þú vilt. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): ^^Þú stendur á krossgöt- \^^um í vissum skilningi. W Það er upplagt að \ reyna eitthvað nýtt i stað þess að hjakka sífellt í sama farinu. Stelngeitin (22. des.-19. ian.l: ^ Gerðu þér grein fyrir því að allir eiga við VJr\ sín vandamál að stríða, ekki bara þú. Þér hættir til að loka þig af í eigin heimi. Ingólfur Sigurðsson fyrrv. framkvæmdastjóri Vöku ehf. Ingólfur Sigurðsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri Vöku ehf., Skúlagötu 40, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ingólfur fæddist í Vestmannaeyj- um en ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og á Seltjarnamesinu. Ingólfur hefur verið bílstjóri alla tíð. Hann ók fyrst hjá KRON, hóf sjálfstæðan vörubílaakstur 1953 og stundaði vöruflutninga í nokkur ár til Þórshafnar, Vopnaijarðar og fleiri staða. Síðar stundaði hann akstur hjá Jóni Loftssyni auk þess sem hann ók mikið í sumarferðum fyrir Úlfar Jacobsen. Þá var hann vagnstjóri hjá SVR á árunum 1969-93. Ingólfur, kona hans og Steinar Már, festu kaup á fyrirtækinu Vöku ehf. 1974. Ingólfur var framkvæmda- stjóri þess þar til hann seldi Bjarna, syni sínum, hlut í fyrirtækinu. Hann er þó enn bílstjóri á vegum fyrirtækisins. Ingólfur hefur alla tíð haft mik- inn áhuga á bílum og ferðalögum. Hann og félagi hans, Björn Sigurðs- son, fóru fyrstir manna hringinn í kringum landið á jeppa 17.1. 1963, ellefu árum áður en Skeiðarársand- ur var brúaður. Eftir að brýrnar komu yfir sandinn hefur hann farið fjölmargar hringferðir á hverju ári. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 20.10. 1973 El- ínu Adolfsdóttur, f. 29.1. 1929, hús- móður. Hún er dóttir Adolfs Krist- ins Ársæls Jóhannssonar skipstjóra og Elínar Jónsdóttur húsmóður. Ingólfur kvæntist 6.1. 1949, Svein- björgu Guðmundsdóttur, f. 19.10. 1929. Síðar kvæntist hann Sonju B. Helgason, f. 16.11. 1918. Þau skildu. Börn Ingólfs og Sveinbjargar eru Bjarni, f. 29.6. 1950, framkvæmda- stjóri, kvæntur Þórunni Kristjóns- dóttur, f. 15.11. 1951, læknaritara og eiga þau saman þrjú böm; Guð- mundur, f. 4.7. 1953, steypustöðvar- stjóri, kvæntur Auði Marinósdótt- ur, f. 17.1. 1953, sjúkraliða og eiga þau saman tvö börn; Gunnhildur, f. 18.2. 1955, meinatæknir en eigin- maður hennar er Aziz Hanat, f. 29.8. 1965 og á Gunnhildur þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Dóttir Ingólfs og Elínar er Anna María Ingólfsdóttir, f. 20.10. 1972, skrifstofumaður en sambýlismaður hennar er Bjarni Stefánsson, f. 2.7. 1961, lögfræðingur og eiga þau sam- an eitt barn. Fósturbörn Ingólfs eru Guð- rún Hanna Gall- op, f. 26.5. 1952, skrifstofumaður í Englandi, gift Richard Gallop, f. 22.5. 1948, skrif- stofumanni og eiga þau saman tvö börn; Adolf Ársæll Gunn- steinsson, f. 23.4. 1954, bílstjóri, kvæntur Elínu Birnu Harðar- dóttur, f. 17.5. 1955 og eiga þau saman tvö börn; Steinar Már Gunnsteinsson, f. 31.7. 1957, verk- stjóri, sen sam- býliskona hans er Sigrún Sæmunds- dóttir, f. 9.4. 1959, bókavörður og á Steinar tvö börn frá fyrra sam- bandi; Ingvar Jóel Ingvarsson, f. 2.4. 1963, verslunarmaður og á hann tvö böm; Berglind Nína Ingvarsdóttir, f. 23.10. 1964, skrifstofumaður og á hún eitt barn. Bróðir Ingólfs er Ragnar Sigurðs- son, f. 16.7. 1929, kvæntur Júlíu Hrefnu Viggósdóttur, f. 28.9. 1947 og eiga þau saman sex börn auk þess sem Ragnar á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Uppeldissystir Ingólfs er Selma S. Gunnarsdóttir, f. 5.6. 1936. Foreldrar Ingólfs: Sigurður Guð- mundsson, f. 16.7. 1900, d. 21.8. 1989, ritstjóri, og Rannveig Runólfsdóttir, f. 28.11. 1897, d. 1.10. 1968, húsmóðir. Smáhjálp skaðar ekki Myndin er á sýningunni í MR-búöinni. Hestal j ósmyndir Ljósmyndararnir Eiríkur Jónsson og Valdimar Kristinsson munu í dag opna sýningu á hestaljósmyndum í MR-búðinni, Lynghálsi 3 í Reykjavik. Á sýningunni verða sýndar litmyndir af hestum og hestamönnum sem voru teknar á árinu 2001. Einnig verður í kafííhorni búðarinnar sérstakt þema frá heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Stadl Paura síðastliðið sumar. Þar getur að lita myndir af gæðingum og knöpum í fremstu röð auk unn- enda íslenska hestsins frá öllum heimshornum. í tilefni sýningarinnar verður MR- búðin með ýmis freistandi tilboð á hestavörum og fatnaði. Sýningin verð- ur opin á afgreiðslutíma verslunar- innar frá kl. 8-18 virka daga og 10-14 á laugardögum. Sýningin stendur til 17. nóvember. Gene Hackman í handalögmálum Holywoodstórleikarinn Gene Hackman var trúr harðnaglaímynd- inni um daginn þegar hann lenti í útistöðum við sér miklu yngri mann eftir að bílar þeirra lentu saman á fjölfarinni götu í Hollywood. Hackman hjólaði í manninn og kýldi hann fjórum eða fimm sinnum. Hinn maðurinn, og annar sem var með honum í bílnum, svaraði fyrir sig. Saman tókst þeim að fella leikar- ann í götuna. Skipti þá engum togum að kona nokkur vippaði sér út úr bil ungu mannanna og sparkaði í Hack- man þar sem hann lá í götunni. Lögreglan var kölluð til og skakk- aði hún leikinn. Hackman var svo illa útleikinn eftir slagsmálin að binda þurfti um höfuð hans. Talsmaður Hackmans segir að leikarinn hafi einungis verið að svara fyrir sig. Hinn hafi byrjað. Það var Hackman sem ók aftan á hinn. Radcliffe er „kúl“ Daniel Radcliffe, sem leikur aðal- hlutverkið í myndinni „Harry Potter og töfrasteinninn", sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum þann 18. nóvember nk„ segist ekki hafa verið mjög hrifinn af sögum J.K. Rowlins um Harry Potter þegar hann las þær fyrst. „Ég las tvær fyrstu sögurnar þegar hann var átta eða níu ára og þær höfðuðu einhvern veginn ekki til mín, frekar en aðrar sögur á þessum árum,“ sagði Radcliffe, sem nú er orð- inn tólf ára gamall. Talið er að mynd- in eigi eftir að slá í gegn, eins og bæk- urnar hafa gert og er Radcliffe að eig- in sögn óhræddur við að takast á við hugsanlega athygli sem því fylgir. „Það verður bara „kúl“,“ sagði hann. Jacko í samvinnu við siálfan guð Michael Jackson er engum líkur. Nú heldur hann því fram að hann eigi náið samstarf við guð almáttugan þeg- ar hann gerir plöturnar sínar. Reynd- ar er þáttur guðs svo mikill að popp- arinn er hálffeiminn við að eigna sér heiðurinn að þeim. Jacko upplýsti þetta á dögunum þegar hann tók þátt í vefspjalli við að- dáendur sína. „Það er erfitt að skýra hvernig lög- in verða til því þetta er svo andlegt ferli. Maður er i guðs höndum og stundum er sem þegar sé búið að semja lögin,“ sagði erkipopparinn meðal annars við aðdáendur sína. Nýja plata kappans hefur fengið fremur dræmar viðtökur víða um heim en hann lætur þaö hreint ekki slá sig út af laginu, enda er það guð sem semur allt fyrir hann. c 1 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.