Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Side 28
*
44
FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001
Tilvera
I>V
.4
lí f i ö
E F T I R V I N N U
Roni Horn í i8
Bandaríska myndlistakonan
Roni Horn opnar sýningu á
verkiun sínum í i8 í dag.
Sýningin kallast „Still Water
(The River Thames, for
example)" og samanstendur af
Ijósmyndum af ánni Thames í
Bretlandi, ásamt stuttum
textabrotum. Nýjasta bókverk
hennar, „Becoming a
Landscape“ úr íslandsseriunni
„To Place“, verður einnig til
sýnis meðan á sýningunni
stendur.
Leikhús
■ KRISTNIHALD Leikritið Kristnl-
hald undir Jökli eftir Halldór Lax-
ness veröur sýnt i kvöld, kl. 20, á
stóra sviöi Borgarleikhússins. Arni
Tryggvason fer á kostum í hlutverki
Jóns prímusar en tónlist við verkið
er eftir Quarashi.
H PÍKUSÖGUR Leikritið Píkusögur
verður sýnt í kvöld á 3. hæö Borgar-
leikhússins. Sýningin hefst kl. 20
en leikritið er eftir Evu Ensler.
■ SYNGJANDI Leik- og söngverkið
Syngjandi í rigningunni verður sýnt í
kvöld í Þjóðlelkhúsinu, á stóra sviöi
þess, kl. 20. Meöal þeirra sem taka
þátt í sýningunni eru Selma Björns-
dóttir og Stefán Kari Stefánsson.
■ VASAKLÚTUR Leikritió Veröldln
er vasaklútur verður sýnt í
Kaffileikhúsinu í kvöld, kl. 21. Þar
fara leikkonurnar Vala Þórsdóttir og
Agústa Skúladóttir með hlutverk.
■ BAR PAR Leikfélae Keflavíkur
frumsýnir „Bar Par“ eftir Jim
Cartwright í kvöld í Frumleikhúsinu,
Vesturbraut 17, Keflavík kl. 20.
Leikstjóri er Steinn Ármann
Magnússon.
Kabarett
■ ÞUSUND ÞJALA KVOLD I SALN-
UM I KOPAVOGI I kvöld veröur svo-
kallað Þúsundþjalakvöld í Salnum í
Kópavogi þar sem þekktir og óþekkt-
ir grínistar gantast með nútíöina.
Meöal. þeirra sem fram koma eru
Rosi Ólafsson, Jóhannes Kristjáns-
son, Sveinn Waage og Reynistaöa-
bræöur. Skemmtunin hefst kl. 21.
Bíó
■ MYND UM MEGAS A nýja sviði
Borgarleikhússins verður frumsýnd
glæný heimildamynd um Megas,
1/2 ár meö Megasi I kvöld kl. 20. Á
eftir mun goöiö halda tónleika á
sama sviði.
Sýningar
■ BJARNI BJÖRGVINSSON I
ISLENSKRI GRAFIK Blarni
Björgvinsson sýnir málverk, unnin
meö olíu á pappír I íslenskri grafík í
Tryggvagötu. Sýningin er opin
fimmudaga til sunnudags kl.
14.-18.
■ KRISTÍN REYNISPÓTTIR í
ÞJOÐARBOKHLOÐUNNI Krlstín
Reynisdóttir sýnir verk í
Þjóöarbókhlööunni. Þetta er fjórða
sýningin í sýningaröðinni Fellingar.
Tónleikar
■ AST OG AUSTRÆN VERK Verk
Rnns Torfa Stefánssonar Ad amore,
verður á efnisskrá Sinfóníunnar í
kvöld í Háskólabíói. Þar verður líka
flutt verk óskarsverðlaunahafans
Tan Dun, dauöi og eldur - samræða
við Paul Klee og verk eins fremsta
tónskálds Japans á síðustu öld,
Toru Takemistu, Gitimalya, fýrir
marimbu og hljómsveit.
Ráðstefna og málþing á Hótel Loftleiðum:
Að fá starf sjálfboða-
liðans viðurkennt
„Þriðjungur landsmanna, eða
35% íslendinga, yfir 18 ára aldri hef-
ur unnið mannúðar- og sjálfboða-
störf einhvern tíma á ævinni, sam-
kvæmt könnun sem gerð var árið
1999,“ segir Konráð Kristjánsson,
deildarstjóri ungmenna- og sjálf-
boðastarfs hjá Rauða krossi íslands.
Hann segir engan mun á körlum og
konum þegar komi að sjálfboða-
störfunum. Bæði kynin leggi
jafnmikið af mörkum og útkoman
sé svipuð á landsbyggðinni og
höfuðborgarsvæðinu.
Fórnfúst starf í félögum
Þegar Konráð er sþurður hvort
sjálfboðastörfin hafi verið skil-
greind frekar svarar hann því til að
þar sé af ýmsu að taka. „ínnan stóru
félaganna eins og Rauða krossins,
Landsbjargar, Lionsklúbbanna og
Kiwanis, ungmennafélaganna,
skátahreyfíngarinnar óg kVenfélag-
anna eru unnin margvísleg sjálf-
boðastörf, fyrir utan að smærri fé-
lög, hópar og einstakliiigar leggja
sitt af mörkum."
En því er þessi umræða í gangi
nú. Jú, vegha þess að á morgun
verður ráðstefna á Hótel Loftleiðum
undir yfirskriftinni Sjálfboðaliða-
störf - fjölbreytt afl í þágu þjóöfé-
lagsins og á laugardaginn verður
málþing um sama efni. Konráð veit
allt um þessar samkomur:
Fjárhaglegur ávinnlngur
samfélagsins
„Ráðstefnan er fyrst og fremst
ætluð opinberum aðilum og þar
veröur bent á mörg mikilvæg at-
riði,“ byrj{u: hann og heldur áfram:
„Þar mun Helgi Grímsson, skóla-
stjóri Laúgarnesskóla, til dæmis
tala um þá miklu menntun sem felst
í sjálfboðastarfi. Ánnað erindi flytur
dr. Sigrún Júlíusdóttir um þróun
sjálfboðastarfs á íslandi og Karl
Björnsson, bæjarstjóri Árborgar,
talar um sjálfboðastarf og samfélag-
ið. Síðan erum við með einn erlend-
an fyrirlesara bæði á ráðstefnunni
og málþinginu. Það er Dr. Kathar-
ine Gaskin sem kynnir merkilegar
rannsóknir um fjárhagslegan ávinn-
ing samfélagsins af sjálfboðastarfí.
Slík rannókn hefur ekki farið fram
hér heima en hún hefur verið gerð í
Danmörku og Hollandi. Hún sýnir
að hver króna sem látin er í sjálf-
boðastarf skilar sér margfalt og ekki
er síður ástæða til að vekja athygli
á þeirri þjónustu sem sjálfboðaliðar
veita i mannúðarskyni."
Hvað skyldi svo vera á döfinni á
málþingi laugardagsins?
„Þar verða tekin fyrir málefni
sem brenna á sjáifboðaliðasamtök-
unum sjálfum," svarar Konráð.
„Þar eru fulltrúar frá nokkrum
félagasamtökum og fyrirtækjum,
eins og Rauða krossinum, Kvenfé-
lagasambandinu, skátunum, Al-
mannavörnum, Blóðbankanum og
fleirum og þar verða rædd ýmis
málefni, svo sem öflun sjálfboðaliða,
réttarstaða, kröfur til þeirra og
fleira. Þetta verða bæði framsögur
og pallborðsumræður. Þarna kemur
fram fólk á öllum aldri og af báðum
kynjum og þingið verður opið öll-
um.“ Konráð segir að samhliða mál-
þinginu og ráðstefnunni séu félögin
með kynningu á starfsemi sinni og
eftir morgunkaffí muni lögreglukór-
inn skemmta gestum með söng.
Sameinuðu þjóðirnar gáfu
tóninn
báðar haldnar í samvinnu við Slysa-
varnafélagið Landsbjörgu og Banda-
lag íslenskra skáta með styrk frá ut-
anríkisráðuneytinu. Þær séu haldn-
ar í tilefni af ári sjálfboðaliðans 2001
sem Sameinuðu þjóðirnar hafi
skipulagt. Markmiðið sé að vekja at-
hygli á mikilvægi sjálfboðaliða,
hvetja stjómvöld og frjáls félaga-
samtök til að bæta vinnuumhverfi
þeirra og fá störf þeirra viðurkennd
í auknum mæli.
Gun.
Konráð segir þessar samkomur
Maöur Irfandi
Frelsi til orða
Koibrún
Bergþórsdóttir
skrifar.
í Djúpu lauginni, kjánalegum
stefnumótaþætti á Skjá einum, var
ung stúlka spurð hvaða persónu i
mannkynssögunni hún vildi helst fara
með út að borða. Hún svaraði: „Ég veit
það ekki, ég hef ekki lesið söguna.“
Þetta svar er brilljant i fáfræði
sinni og má flokka sem ljóskubrand-
ara, en þeir þykja mér ljómandi
skemmtilegir, kannski af því ég er
dökkhærð. Einhverjir líta þessa
brandara hornauga af því þeir draga
upp neikvæða mynd af ákveðnum
hópi kvenna, en mér er bara alveg
sama. Það sem er fyndið er fyndið og
það skiptir sjaldnast máli gegn hveij-
um fyndnin beinist. Vel heppnaður
brandari byggist venjulega á einhvers
konar móðgunum.
En ef horfið er frá bröndurum og að
alvörunni þá lætur fólk út úr sér alls
kyns hluti og á að hafa leyfi til þess.
Stundum vísa niðrandi ummæli á
ákveðna hópa, eins og sætar ljóskur
sem eru sagðar heilalausar. Sumar
virðast reyndar vera það og má þar
nefna fyrrum yfirskvísu Pamelu And-
erson sem aðeins er farið að slá í. Hún
getur ekki mætt í stuttan spjallþátt án
þess að verða sér tO háborinnar
skammar vegna greindarskorts. Svo
heyrir maður alls kyns fullyrðingar
um ágimd og sérhlífni gyðinga. Um
Þjóðverja er oft talað sem nískustu
túristana sem moki morgunverðar-
hlaðborði á hótelum ofan í nestisbox.
Og þegar konur koma saman er
íjarska algengt að heyra þær segja
setningar eins og: „Karlmenn eru nátt-
úrlega tilfínningalega vanþroska". Ég
nenni ekki að geta upp á því hvað
karlmenn segja um konur þegar þeir
eru saman í hóp en þar fara örugglega
fram einhverjar alhæfmgar. Og hvað
með það?
Fólk á að fá að tjá sig. Reyndar er
fátt leiðinlegra en fólk sem getur
aldrei látið út úr sér setningar án þess
að hafa íhugað fyrirfram hvort þær
standist öll möguleg rök. Ég hef verið
svo lánsöm að kynnast mörgu bráð-
skemmtilegu fólki sem laumar hvað
eftir annað út úr sér óhemju fyndnum
setningum. Þær setningar einkennast
aldrei af pólitiskri rétthugsun. Þær
eru snjallar, satt aö segja óvenju
greindarlegar og hugmyndaríkar, en
um leið fullyrðingasamar. Þar er iðu-
lega vegið að einstaklingum og hópum
á ósvífmn hátt. Bráðskemmtilegt, ef ég
má leyfa mér að segja mina skoðun.
Já, þetta er víst minn pistill og ég má
segja það sem mér sýnist. Og segi það
„En ef horfið er frá
bröndurum og að alvör-
unni þá lœtur fólk út úr
sér alls kyns hluti og á að
hafa leyfi til þess. Stund-
um vísa niðrandi um-
mœli á ákveðna hópa,
eins og sœtar Ijóskur sem
eru sagðar heilalausar.
Sumar virðast reyndar
vera það og má þar nefna
fyrrum yfirskvísu
Pamelu Anderson sem að-
eins er farið að slá í. “
bara. Ef einhverjum líkar það ekki þá
hef ég ekki tíma til að hugsa um það.
Þegar búið er að skrifa einn pistil
kemur að því að hugsa um annan.
Þannig er nú það.