Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2001, Síða 32
M FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 Óheppilegt innlegg í kjaradeilu: Sjúkraliðar hýrudregnir - þó þeir hafi unniö á undanþágu Þeir sjúkraliðar sem hafa starfað á Landsspítala á undanþágu í verkfoll- um hafa verið hýrudregnir sem nem- ur fjölda verkfallsdaganna. Níu dagar, þ.e. fjöldi verkfallsdaga, hafa verið dregnir af öllum án tillits til hvort þeir hafa unnið í verkföllunum eða ekki og hvort þeir eru í fullu starfi eða hlutastarfi. Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliðafélags ís- lands, sagði við DV í morgun að þetta gæti orðið til þess að sjúkraliðar fengjust ekki til að vinna á undanþág- um i þeim verkfollum sem boðuð hafa verið, komi þau til framkvæmda. Þá sé þetta síst fallið til að liðka um í samningaviðræðum. Lista yfir þá sjúkraliða sem starfað hafa á undanþágu í verkfóllunum hafði verið skilað inn til launanefndar ríkisins til þess að þeir fengju þau laun sem þeim ber. Engu að síður voru þeir hýrudregnir um síðustu mánaðamót. Þeir höfðu vænst leið- <t» ------------------------------------- réttingar um þessi mánaðamót en hún var ekki gerð. Þær upphæðir sem dregnar hafa verið af sjúkraliðum nema allt að 41, 5 prósentum af laun- um þeirra, eða um það bil 56 þúsund af meðaltalslaunum með öllu. „Þessir níu dagar eru dregnir af öll- um sem verkfallið nær til og eru á fyr- irframgreiddum launum," sagði Krist- ín. „Við höfðum vænst þess að spítal- inn myndi sjá til þess að undanþágu- listamir skiluðu sér inn til launa- nefndar en það virðist ekki hafa dug- að til þess að fólk fái leiðréttingu." Kristín sagði þetta ekki einungis koma niður á þeim sem ynnu í verk- fóllum því hinir sem hefðu skilað vinnuhlutfalli sínu þrátt fyrir verk- faUið hefðu einnig fengið níu daga launaskerðingu. Ekkert hefur þokað í viðræðum sjúkraliða og viðsemjenda þeirra. AllsherjarverkfaU sjúkraliða hefur verið boðað 12. nóvember nk. -JSS DVJilYND BRINK Nýjasta hártískan frá París íslendingum gafst í gær kostur á aö sjá þaö nýjasta í hártískunni frá París. Þaö voru samtökin Intercoiffure á íslandi sem sýndu nýjustu strauma og stefnur innan hártískunnar. 156 þúsund í ársreykingar Sá sem reykir einn pakka af sígar- ettum á dag þarf nú að eyða rétt um 13 þúsund krónum á mánuði og 156 þúsund krónum á ári sé miðað við nýjustu hækkun ÁTVR á tóbaki nú um mánaðamótin. Pakki af algengri tegund af sígarettum mun kosta um 435 krónur á útsölustöðum. Þetta er mikiU munur frá því fyrir einu ári, eða í október 2000. Bjarni Þorsteinsson hjá ÁTVR sagði við DV að á þeim tíma hefði gengi á doUar verið á 82,90 krónur. / Núna, það er miðað við þann dag sem hækkunin var miðuð við, var doUar- inn kominn í 104,85 krónur. Bjarni segir að erlendir framleiðendur hafi líka hækkað verð á sígarettum. Heild- söluverð hefur því hækkað mjög og er nú 356 krónur á algengum pakka af sí- garettum. Mismunurinn á þeirri tölu og 435 er útsöluálagning. -Ótt Ódýrasta bensínið Bensínlitrinn er ódýrastur hjá Orkunni eftir 4 króna lækkun elds- neytis hjá olíufélögunum á mið- nætti. Hjá Orkunni kostar lítrinn af 95 oktana bensíni kr. 91,10. Á sjálfs- ’ afgreiðslustöðvum ÓB, sem eru í eigu Olíss, og hjá Esso Express kost- ar lítrinn nú 91,30. -JSS Samgönguráðherra reiður vegna umfjöllunar um vél Flugmálastjórnar: Telur þingmann vera að koma höggi á sig - Ríkisendurskoðun beöin að kanna ferðir TF-FMS Harðar deilur urðu á Alþingi í gær þegar Gísli S. Einarsson, al- þingismaður Samfylkingar, setti fram skriflegar spurningar til sam- gönguráðherra vegna notkunar ráðamanna á flugvél Flugmála- stjórnar. Eins og DV greindi frá í vikunni eru farþegalistar vegna ferðalaga ráðherra ekki lengur til. Flugmálastjórn hefur fleygt gögnun- um og ráðuneytin eiga þau ekki heldur. Fjárlaganefnd hefur vísað því til Ríkisendurskoðunar hvort skoða beri rekstur flugvélarinnar. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra var harðorður og hann taldi þingmanninn vera að reyna að koma á sig höggi með umfjöllun um leiguflug ráðuneyta með TF-FMS, flugvél Flugmálastjórnar. Þá lýsti hann því að umfjöllunin væri verk Gísli S. Sturla Einarsson. Böövarsson. Glsla S. og „samstarfsmanna hans á DV“. Ráðherrann afsakaði mikla notkun sína á vélinni 25. maí, með- al annars með þvi að hann hefði þurft að mæta á frumsýningu á leik- ritinu Fróðárundrin í Ólafsvík. Sama dag hefði hann kynnt íslenska hestinn í Reykjavík, undirritað samning við Slysavarnafélagið á Akureyri og tekið á móti hópi fólks sem ferðamálaráðherra i Stykkis- hólmi. Þvi hefði hann neyðst til að leigja vélina. Hann kveðst hafa ekið heim um nóttina. Upphaf þessa máls má rekja til þess að DV leitaði fyrr á þessu ári ítrekað eftir upplýsingum um ferðir flugmáalastjómarvélarinnar á veg- um ráðuneyta eins og fram hefur komið i blaðinu síðustu daga. Þar hefur komið fram að farþegaskrám hefur verið hent. Sturla sagði á Alþingi í gær að rangt væri að ráðuneyti sitt hefði flogið fyrir 5 milljónir króna síðan 1998 eins og fram kom í DV. í ráðu- neytinu væru gögn um að kostnað: urinn væri 1,9 milljónir króna. Eins og tilgreint var f frétt DV er vísað til upplýsinga frá forsætisráðuneyt- inu þar sem fram kemur að sam- gönguráðherra hafi haft vélina á leigu í rúma 58 flugtíma. Með þvf að margfalda þá tölu með 85 þúsund krónum, sem er hinn opinberi taxti Flugmálastjórnar fyrir TF-FMS, fæst útkoma sem er rétt innan við 5 milljónir króna. Þarna er gengið út frá kostnaði á verðlagi yfirstand- andi árs. Ef upplýsingar ráðherrans um flugkostnað ráðuneytisins eru réttar er ljóst að flugið er enn meira niðurgreitt en Flugmálastjórn lætur í veðri vaka. Sturla Böðvarsson harðneitar því í samtali við DV að hann hafi ofnot- að TF-FMS, en ráðherra verður í DV-yfirheyrslu í blaðinu á morgun. Sturla. Nánar á bls. 5 -rt Flugumferðarstjórar vinna of mikið, að sögn formanns þeirra: Ofurálag veldur óöryggi - vilja losna við yfirvinnu án þess að það rýri kjör þeirra Ein ástæða þess að flugumferðar- stjórar boða vinnustöðvun á næstu dögum er að flugöryggi er ábótavant vegna mikillar yfirvinnu þeirra. Þetta segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Hann viil helst hætta yflrvinnu. Nokkur fjölgun hafi orðið i stéttinni en hún sé ekki í takt við stækkun flugumferðarsvæðis- ins og aukið álag því samfara. „Auðvitað hangir öryggi í fiugi saman við þreytu og þessi krafa okk- ar hefur því mikið öryggisgildi. Við viljum helst að yfirvinnu verði hætt en með þeim fyrir- vara að það hafi ekki áhrif á af- komu flugumferð- arstjóra. Ef yfir- vinnan yrði tekin 1 burtu án þess að það hefði áhrif á af- komuna að meðal- tali þá væri deil- Jóhannsson. unni lokið-“ segir Loftur. Yfirvinna flugumferðarstjóra er gríðarleg að sögn Lofts þótt hún sé heldur minni en þegar ástandið var allra verst. íslenskir flugumferðar- stjórar eru núna 103 en voru 88 ekki alls fyrir löngu. „En það má benda á að flugumferð um svæðið hefur frá 1985-1998 aukist um 100%. Núna er tækifæri til að gera þetta. Ef það dreg- ur úr umferðinni tímabundið i kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum þá er upplagt að draga úr yfirvinnu og fá svo svigrúm til að bregðast við þegar flugumferð fer að vaxa aftur,“ segir Loftur. -BÞ Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 heimili og fyrirfagmenn og fyrirtaeW, skóla, fyrir rflð ogreglu.mig ogþig. ngbytauegi 14 • sfml 554 4443 • if.ls/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.