Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001
Fréttir I>V
Svört skýrsla um stöðu Ríkisútvarpsins í ríkisstjórn í gær: ^
Róttæk hagræöing RUV
- og niðurskurður boðaður - afnotagjöldin hækkuð
Ríklsútvarpiö
Þaö stefnir í niöurskurö og erfiöleika hjá Ríkisútvarpinu þrátt fyrir afnota-
gjaldshækkun.
„Fjárhagsstaða Ríkisútvarpsins
er núna orðin þannig að stofnunin
mun augsýnilega ekki geta rétt
reksturinn af nema með róttækum
hagræðingaraðgerðum og breyt-
ingum á dagskrárframboði, t.d.
með styttingu útsendingartíma,
minna hlutfalli innlends efnis og
meiri endursýningum í sjónvarpi
og verulegri fækkun viðamestu
dagskrárgerðarverkefna í útvarpi,
svo sem leikrita og tónlistarþátta.
Það er afar mikilvægt að forðast að
láta breytingar á dagskrá hafa
áhrif á auglýsingatekjur því ef það
gerist getur stofnunin lent í víta-
hring.“
Þetta er ein af niðurstöðum
nefndar sem menntamálaráðherra
skipaði til að fara yfir málefni Rik-
isútvarpsins en nefndin hefur skil-
að skýrslu sem kynnt var á ríkis-
stjómarfundi í gær. Var á fundin-
um ákveðið að menntamálaráð-
herra heimilaði Ríkisútvarpinu
7% hækkun á afnotagjöldum frá 1.
janúar 2002. Fjárhagsstaðan sem
nefndin er að vísa til er 300 millj-
óna króna fyrirsjáanlegur halla-
rekstur á RÚV í ár en það nemur
um 10% af rekstragjöldum. Bent er
á í skýrslunni að nokkrir þættir
sérstaklega skýri bága rekstrar-
stöðu.
Lífeyrisskuldbindingar, kjara-
samningar og minnkandi auglýs-
ingatekjur eru þættir sem koma
þar við sögu. Fram kemur í skýrsl-
unni aö allt frá árinu 1993 hafa líf-
eyrisskuldbindingar verið rekstr-
inum þungar og þó aldrei sem síð-
ustu þrjú árin þegar þessar skuld-
bindingar hafa tekið til sín um 300
milljón krónur á ári. „Þessi kostn-
aöarliður hefur þvi verið þekktur í
mörg ár án þess að gerðar hafi ver-
ið nægilegar ráðstafanir til þess að
mæta honum með því að ákveða
stofnuninni meiri tekjur eða að út-
gjöld væru lækkuð sem þessu nem-
ur,“ segir í skýrslunni. Á það er þó
bent að ýmsar hagræðingaraðgerð-
ir hafi komið til sem geri það að
verkum að útgjöldin eru þetta
100-200 milljónum króna lægri á
ári en þau ella hefðu verið. Þá seg-
ir nefnd ráðherra að óeðlilegt sé að
fjármagna Sinfóníuna alfarið út frá
RÚV en Sinfónían er vaxandi byrði
fyrir stofnunina, ekki síst í ljósi
nýrra kjarasamninga hljóðfæra-
leikara. Þá telur nefndin vert að
skoða nýjar leiðir i tekjuöfluninni
en innheimta afnotagjaldsins sé
bæði óskilvirk og dýr.
Eftir kynningu Bjöms Bjarna-
sonar menntamálaráðherra á
skýrslunni í ríkisstjórn í gær hef-
ur verið rætt um að stjómarflokk-
arnir setji saman hóp undir for-
ystu menntamálaráðherra til að
vinna að skipulagsbreytingum á
Ríkisútvarpinu og breytingu á op-
inberri tekjuöflun til að standa
undir rekstri þess. Menntamála-
ráðherra hyggst beita sér sérstak-
lega fyrir athugun á fjárhagslegum
tengslum Ríkisútvarpsins og Sin-
fóníuhljómsveitar íslands.
Vinnuhópurinn sem samdi
skýrsluna samanstóð af Auði
Björgu Árnadóttur, menntamála-
ráðuneyti, Jóni Lofti Björnssyni,
Ríkisendurskoðun, og Leifi Ey-
steinssyni, fjármálaráðuneyti.
-BG
Guðni Ágústsson við upphaf þingfundar í gær:
Ritaði Davíð sendibréf
- biöur um skýringar við upplýsingalög vegna jarðamála
Við upphaf þingfundar í gær
kvaddi Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra sér hljóðs um starfsemi
þingsins og las upp brot úr bréfi
sem hann hafði sent Davíð Odds-
syni forsætisráöherra. í bréfinu fer
Guðni fram á að forsætisráðherra
túlki upplýsingalögin þannig að það
skýrist hvort landbúnaðarráðherra
er heimilt að veita upplýsingar um
sölu ríkisjarða eða ekki. Forsaga
málsins var sú að í fyrirspurnar-
tíma á þingi fyrir skömmu taldi
Guðni sig ekki hafa heimild til að
veita Ástu Ragnheiði Jóhannesdótt-
ur upplýsingar um kaupverð jarða
sem ríkið hefur selt einstaklingum
þar sem fyrir lægju tveir úrskurðir
frá úrskurðarnefnd upplýsingalaga
um að ekki væri heimilt að gefa
upplýsingar um einkamál, eins og
hvaða verð einstaklingar greiddu
fyrir jarðir - jafnvel þótt þær væru
keyptar af rík-
inu. í ljós kom
síðan að þessar
upplýsingar eru
birtar í ríkis-
reikningi þannig
að þetta stangast
á - starfsreglur
ríkisbókhalds og
þær reglur sem
sérfræðingar
landbúnaðar-
ráðuneytis telja sig verða að fara
eftir. Upplýsingalögin heyra undir
forsætisráðuneytið og því sagði ráð-
herra eðlilegt að fá umsögn hans.
Vinnubrögð gagnrýnd
Ýmsir stjórnarandstöðuþing-
menn gagnrýndu þessi vinnubrögð
ráðherra harkalega og sögðu litla
ástæðu til að fara með álitamál af
þessu tagi til for-
sætisráðherra
þegar þingið
sjálft hefði á að
skipa fullhæfu
starfsliði. Einnig
var ráðherra
gagnrýndur fyrir
að vilja snið-
ganga þmgið. Á
það var einnig
bent að þing-
menn væru undanþegnir upplýs-
ingalögum og nytu ríkrar sérstöðu í
svona málum, enda yrðu þeir að
sinna eftirlitshlutverki sínu. „Al-
þingi hefur ótvíræðan rétt til að afla
allra upplýsinga sem geta skipt máli
varðandi opinbera stjómsýslu, með-
ferð fjármuna og aðra slíka hluti.
Þurfi einhverjar slíkar upplýsingar
að fara leynt vegna þess að það
varði þjóðaröryggi eða persónu-
vernd þá er það mál sem Alþingi
bregst við með þeim hætti að við-
komandi þingnefndir fara með þær
upplýsingar í trúnaði,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon um þetta mál.
Upplýsingar alla öldina
Guðni Ágústsson þakkaði „góð
viðbrögð stjórnarandstöðu sem
komu mér að vísu ekki á óvart því
stjórnarandstaðan er í pólitík og
reynir að halla réttu máli.“ Við
þessi orð Guðna varð nokkur kurr í
salnum og ítrekaði Guðni að hann
hefði ekkert að fela. „Ég vildi auð-
vitaö sjálfur gjarnan leggja allar
upplýsingar um alla síðustu öld hér
á borðið og þá kæmi líka fram að
háttvirtur þingmaður Steingrímur
J. Sigfússon keypti ekki og seldi
jarðir eftir sömu ströngu reglunum
og sá sem hér stendur," sagði Guðni
Ágústsson. -BG
Davíð
Oddsson.
Guöni
Ágústsson.
Hassið límt
Danir í Leifsstöð:
Teknir meö
fíkniefni
Fíkniefnadeild tollgæslunnar á
Keflavikurflugvelli hefúr á undanfóm-
um dögum handtekið tvo danska ríkis-
borgara með flkniefhi í fórum sínum.
Sá fyrri var tekinn sl. fimmtudags-
kvöld og reyndist hann við skoðun
vera með rúmlega 2 kíló af hassi inn-
anklæða. Hinn maðurinn náðist á
sunnudag og var hann með 1 kíló af
hassi, límt á likama sinn.
Að sögn Kára Gunnlaugssonar voru
mennimir báðir að koma frá Kaup-
mannahöfn og voru stöðvaðir við
venjubundið eftirlit. Hvomgur hefur
komið við sögu lögreglu hérlendis en
mál beggja er til rannsóknar hjá fíkni-
efnadeild lögreglunnar í Reykjavík.
Götuverð efhanna er talið geta numið
um sjö milljónum króna.
Það sem af er árinu hefur fikniefna-
deild tollgæslunnar á Keflavíkurflug-
velli lagt hald á tæp 23 kfló af hassi og
75 þúsund e-töflur og er talið að götu-
verð efnanna gæti verið um 300 millj-
ónir. -aþ
slökktur
- sættir milli manna
Fullar sættir hafa náðst í deilumáli
sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra í
Hrísey, sem spratt af því að sá fyrr-
nefndi lamdi slökkviliðsstjórann á
brunastað þegar gömul verbúð í eynni
brann fyrir tæpum mánuði. í yfirlýs-
ingu sem þeir kumpánar hafa sent frá
sér kemur fram að hér með sé þessu
máli lokið og það muni ekki hafa frek-
ari eftirmál.
Jafnframt segir í yfirlýsingunni að
enginn ágreiningur sé um að það sé
slökkviliðsstjóri sem skuli stjórna á
brunastað. Þegar verbúðin brann
vildi sveitarstjórinn hins vegar að
hún brynni til ösku og barði slökkvi-
liðsstjórann, sem kappkostaði að
slökkva eldinn - sem nú hefur raunar
verið gert í tvíeinni merkingu. -sbs
Hrísey:
Eldurinn
Veðrið í kvöld
Hlýnar í veðri
Minnkandi norðvestanátt og él norðanlands,
8-13 m/s norðaustanlands síðdegis en
annars 3-8. Víöa léttskýjað suðaustanlands.
Frost 0 til 8 stig. Snýst í sunnan 8-13 og
þykknar upp vestan til í nótt. Hlýnar aftur í
veðri.
Solargangur og sjavarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöid 16.11 15.38
Sólarupprás á morgun 10.19 10.19
Síödegisflóö 22.52 14.58
Árdegisflóö á morgun 11.23 03.25
Skýringar á veduriákniun
15)
«.VINDÁTT
10°<-
. HITI
VINDSTVRKUR
! nietriim 5 sakúndu
-10!
Nf!
■£& ^3
LÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ
SKÝJAO
HEIÐSKÍRT
O
ALSKÝJAÐ
w Q
RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA
w =
ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞGKA
F.erð
□ SNJÓR
■ÞUNGFÆRT
s ÓFÆRT
Hálka, hálka og hálka
Hálka og hálkublettir eru á vegum á
Suöur- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum er
þæfingsfærð og skafrenningur á
Dynjandisheiði. Snjóþekja er á veginum
um ísafjarðardjúp og
Steingrímsfjaröarheiöi. Á Noröurlandi er
hálka á vegum. Norðaustanlands er
skafrenningur og hálka á vegum.
t>
Suölæg átt aftur
Vaxandi sunnanátt á morgun, 13-18 m/s og rigning eða súld sunnan og
vestan til á landinu en skýjaö norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig vestan til
síðdegis en viö frostmark norðaustanlands.
Vindur:
13-18 m/
Hiti 1» til
Suövestan 13-18 og
skúrlr sunnan og vestan tll
á landlnu en annars
hægarl og skýjaö með
köflum. Hltl 1 tll 5 stlg en
5 til 10 stlg austanlands.
L.Hi£iir
8—13 m/ir'
Hiii 0° til 2°
SunimiilJi
m
Vitidar: C
8-13 m/v'—
Hiti 0° til -C"
Suðvestan og vestan
8-13. Él sunnan og vestan
tll á landlnu en léttskýjaö
austanlands. Kólnandl
veöur.
Vestan og norövestan
8-13. Snjókoma eöa él
noröanlands en stöku él
suðvestan til. Áfram
kólnandl veður.
mm*
AKUREYRI skýjaö 0
BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK snjókoma -3
EGILSSTAÐIR hálfskýjaö O
KIRKJUBÆJARKL. heiöskírt -2
KEFLAVÍK hálfskýjaö 0
RAUFARHÖFN skafrenningur 0
REYKJAVÍK haglél á síð. klst. 1
STÓRHÖFÐI snjóél 2
BERGEN rigning 7
HELSINKI snjókoma 0
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 7
ÓSLÓ skýjaö 4
STOKKHÓLMUR rigning 4
ÞÓRSHÖFN rigning 5
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 5
ALGARVE heiöskírt 11
AMSTERDAM skýjaö 10
BARCELONA þokumóöa 6
BERLÍN skýjaö 6
CHICAGO hálfskýjaö 3
DUBLIN súld 11
HALIFAX skúr 2
FRANKFURT alskýjað 6
HAMBORG rigning 8
JAN MAYEN snjóél -8
LONDON skýjaö 9
LÚXEMBORG skýjaö 4
MALLORCA léttskýjað 12
MONTREAL heiöskírt -3
NARSSARSSUAQ alskýjaö -4
NEWYORK heiöskírt 4
ORLANDO heiöskírt 16
PARÍS alskýjaö 5
VÍN léttskýjaö 4
WASHINGTON heiöskírt -1
WINNIPEG léttskýjaö -1
lIHfl VHHIRSTOm ISLANPS