Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001
Fréttir DV
Óskað eftir aðstoð Barnahúss í 360 málum á þremur árum:
Tilkynnt um tvö
misnotkunarmál í
hverri viku
- annað hvert mál sætir rannsókn - 62 ákærur frá ársbyrjun 1999
Barnaverndarnefndir á landinu
hafa óskað eftir aðstoð frá frá
Barnahúsi í máli 360 barna frá þvi
að húsið hóf starfsemi sína í nóvem-
ber 1998. Þetta þýðir að frá þessum
tíma hefur að jafnaði verið tilkynnt
um grun um kynferðislega misnotk-
un meira en tvisvar sinnum í viku
á landinu. Til þessa hefur ákvörðun
verið tekin um að 177 af þessum
málum sæti opinberri rannsókn.
Frá því i ársbyrjun 1999 hefur ríkis-
saksóknari gefið út 62 ákærur í kyn-
ferðisbrotamálum gegn 17 ára ung-
mennum og yngri. Sakfellt var í
langflestum af þeim sakamálum_
sem fóru fyrir dóm. Greinileg fjölg-
un hefur orðið á ákærum í þessum
málaflokki því 24 slíkar hafa verið
gefnar út á árinu 2001. Á síðasta ári
voru þær 20, 18 árið áður en 22 árið
1998.
Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðing-
ur og forstöðumaður Barnahúss,
segir að þó að svo kunni að líta út
sem fá mál „nái alla leiö“ - það er
endi með ákæru og sakfellingu með
dómi - þá sé aðalatriðið að flest
þeirra mála sem tilkynnt eru fái
viðeigandi greiningu og barnið eða
ungmennið fái þá meöferð sem það
Fjórir af hverj-
um tiu játa sak-
argiftir í ákæru
Um 40 prósent sakbominga í kyn-
ferðisbrotamálum gegn bömum og
ungmennum játa að fullu það sem
þeim er geflð að sök í ákæm. Á
hinn bóginn ber að hafa í huga að
oft er ekki ákært nema fyrir hluta
af ætluðu heildarbroti þar sem ekki
sé talið að tekist hafi að sanna
meira en ákært er fyrir þegar upp
er staðið. Þetta kemur m.a. fram í
lokaritgerð Þorbjargar Sveinsdóttur
og Jóhönnu Kristínar Jónsdóttur í
sálfræði í vor. í þeim málum sem
Þorbjörg og Jóhanna rannsökuðu
játaði einn af hverjum fjórum sak-
bomingum brot sitt að hluta í
ákæm en 35 prósent neituðu hins
vegar sök.
Þegar Þorbjörg og Jóhanna könn-
uðu játningar sakbomings saman-
borið við framburð bams kom fram
að 27 prósent játuðu í samræmi við
það sem bamið sagði. Sex af hverj-
um tiu sakbomingum játuðu hins
vegar veigaminna brot en bamið
hafði greint frá. 13 prósent sakbom-
inga á hinn bóginn greindu frá
meira kynferðisofbeldi en bamið
hafði sagt frá.
í rannsókninni kemur fram að
fjórir sakbomingar fengu skilorðs-
bundinn dóm fyrir brot gegn einu
bami hver. Einn sakborningur fékk
skilorðsbundinn dóm fyrir brot
gegn 2 bömum en einn fékk skil-
orðsbundinn dóm fyrir brot
gegn 2 bömum en var sýkn-
aður af ákæru fyrir brot
gegn 2 bömum.
Þegar kom aö því að kanna
mál þar sem fleira en eitt bam
hélt fram kynferðisof-
beldi upp á sama
manninn fór að koma
í ljós að tilhneigingin
í slíkum málum er frek-
ar sú að ákærðu hjóti óskil-
orðsbundinn dóm - með öðr- •««*.
um orðum; rannsóknaraðilar og
dómskerfið eiga hægara með að
sanna sekt manna þegar fleiri en
eitt fómarlamb halda fram misnotk-
un af hálfu ákærða.
þarfnast.
„Það hefur ver-
ið útbreiddur
misskilningur að
þó svo að sýknu-
dómar gangi eða
jafnvel að ekki
hafi verið ákært
þá sé ekki gripið
til úrræða gagn-
vart börnunum.
Sýknudómur
afléttir ekki skyldu barnaverndaryf-
irvalda til að grípa til nauðsynlegra
úrræða," segir Vigdís. „Barna-
verndaryfirvöld geta ákveðið að
Ottar Sveinsson
blaðamaður
Vigdís
Erlendsdóttir.
ESSSS
fjarlægja barn af heimili enda þótt
faðir sé sýknaður og líka ef hann er
ekki einu sinni ákærður. Þetta hef-
ur verið staðfest með nýlegum dómi
Hæstaréttar í svokölluðu Vestur-
landsmáli," segir Vigdís.
Mál sem snúa að föð-
ur/barni í minnihluta
- En hvemig eru þessi kærumál
öll - er hér oftast um að ræða mis-
notkun karlkynsforeldris á bami?
Vigdís segir þau mál séu í meiri-
hluta þar sem gerendur eru ná-
tengdir þolandanum, það er faðir,
stjúpfaðir eða bróðir eða einhver
annar tengdur barninu. í þeim mál-
um sem eru tilkynnt eru stundum
ósakhæfir drengir, jafnvel 10 ára.
Fyrir æsku sakir er því ekki hægt
að sækja þá til saka eða kæra.
Stundum verða nokkur börn fyrir
einum geranda."
Vigdís segir að þróun mála gagn-
vart þolendum á síðustu misserum
sé jákvæð, ekki síst þar sem skýrsla
er oftast tekin af sérfræðingi Barna-
húss og barnið þurfl svo sjaldnast
að mæta aftur til að rifja hina erfiðu
reynslu upp fyrir dómi.
„Dómarar hafa sýnt okkur mjög
mikið traust. í flestum tilfellum
erum við, sérfræðingar hjá Barna-
húsi, eða sálfræðingar þeir sem
taka skýrslur af bömunum. Dómur-
unum er ekki skylt að kveðja til
kunnáttumann þegar taka þarf
skýrslu af bömum vegna kynferðis-
brots en þeir hafa þó flestir kosið að
láta okkur gera það en eru
hins vegar í talsambandi
við okkur og geta óskað
eftir að við komum
ákveðnum spurningum
á framfæri - þeir
stjórna í raun skýrslu-
tökunni. Vissulega
er hægt að eyði-
leggja eða skemma
sakamál mjög með
einni spumingu,
það er ef leiðandi
spurning er lögð f
barnið - „hvar var
það sem faðir þinn
...“ og svo framveg-
is. En ég held að
slíkt hafi aldrei
gerst hjá okkur.
2-7 prósent
ásakana
ekki á rök-
um reistar
Vigdís segir að
það hafi verið
rannsakað að frekar
haldi böm upplýsing-
um leyndum en að koma
fram með rangar ásakanir
„Það hefur verið
talað um að
2-7 prósent
af ásökun-
um um kyn-
ferðislega
misnotkun
séu ekki á rök-
41
um reist.
Þannig hafa
komið upp til-
felli þar sem
misskilning-
ur eða ann-
að er á
ferðinni.
Það
DV-MYND E.OL.
Dómari, verjandi hins grunaóa, réttargæslumaóur og
sækjandi.
Dómarínn er í talsambandi við þann sem tekur
skýrsluna af barninu. Með þessu móti getur barnið
hins vegar verið eitt með sérfræöingi sem spyr þó
það sé dómarinn sem stjórnar skýrsiutökunni.
mjög alvarlegt þegar einhver verður
fyrir ásökun um svo alvarlegt at-
hæfi sem ekki á sér stoð í raunveru-
leikanum en þetta á við í miklum
minnihluta tilfella," segir Vigdís.
„Við höfum líka séð að í forsjár- eða
umgengnisdeilumálum hafa mæður
haldið einhverju misjöfnu fram um
feður, jafnvel þótt barnið hafi ekk-
ert sagt um slíka hluti. En það er
algengara að börn haldi til baka
upplýsingum en að þau gefi
rangar upplýsingar."
Vigdís segir að kynferðisbrot
séu tilkynningaskyld til barna-
verndaryfirvalda. „Forsendur fyrir
starfi nefndanna er að fólk viti af
þessu og ræki skylduna."
er auðvitað
Kynferðisbrotamál gegn 17 ára og yngri frábrugðin öðrum sakamálum:
Meginreglan aðeins ein skýrslutaka af barninu
- aðeins einn viðstaddur - framburðurinn bæði notaður á rannsóknar- og dómstigi
k
Lögreglurannsóknir eða dómsmeð-
ferð í málum sem snúa að kynferðis-
brotum gegn 17 ára og yngri eru frá-
brugðin öðrum sakamálum. Þetta hef-
ur ekki sist átt sér stað eftir að ný lög
um skýrslutökur af börnum á rann-
sóknarstigi sakamála tóku gildi 1. maí
1999.
Þegar skýrsla er tekin af bömum í
kynferðisbrotamálum er reglan sú að
aðeins einn aðili sé viðstaddur í sama
herbergi - skýrslan er síðan notuð á
rannsóknastiginu en einnig ef málið
fer fyrir dóm.
Algengasti mátinn í dag er sá að sér-
fræðingur i Bamahúsi eða sáifræðing-
ur annist skýrslutökuna en á
meðan er hann í beinu sam-
bandi við héraðsdómara sem
staddur er i öðru herbergi
ásamt verjanda sakbomings,
réttargæslumanni bams, lög-
reglumanni eða öðmm máls-
aðila. Dómarinn er hins vegar
sá sem í raun stjómar skýrslu-
tökunni en í gegnum sérfræðinginn
með því að vera í beinu talsambandi
við hann.
Barnið sér aðeins þann sem er með
því í herberginu en er greint frá því að
Sérfræöingur yfirheyrir barniö.
Reynt er að haga því svo aö barnið þurfi ekki að rifja aftur upp
erfiða atburði fyrir dómi.
aðrir fylgist með á sjónvarpsskjá. í
fæstum tiifellum þarf barn nú að mæta
fyrir dóm til að vera yfirheyrt af dóm-
ara á rannsóknarstigi. Slíkt kemur þó
fyrir þar sem einn af fiórum dómurum
við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem eru
sérhæfðir í að annast kynferðisbrota-
mál gagnvart bömum, hefur sagt að
fyrirkomulagið í Bamahúsi sé of mik-
ið frávik frá reglum um milliliðalausa
málsmeðferð. Hann kýs því að taka
skýrslur af bömum í hans málum í
sérútbúnu herbergi við dómstólinn.
Slakað á milliliðalausri
málsmeðferð
í flestum tilfellum þarf bam aðeins að
koma í skýrslutökuna, sem framkvæmd
er á rannsóknarstigi - hvort sem það er
í Barnahúsi eða í héraðsdómi. Ef og þeg-
ar síðan kemur til dómsmáls er mynd-
bandsupptaka af skýrslutökunni notuð
fyrir dómi. Þarf þá barnið sjaldnast að
mæta enda er þetta fyrirkomulag hugs-
að með þeim hætti að brotaþolinn þurfi
ekki að rifia upp hina sáru lifsreynslu
oftar en einu sinni.
Flestir eru sammála um að með hlið-
sjón af þessu sé slakað verulega á kröf-
um um milliliðalausa málsmeðferð, það
er að vitni, bömin í þessum tiifellum
sem vitni, séu yfirheyrð beint af dómara
í heyranda hljóði. í ljósi þessa liggur þó
fyrir heimild þar sem hægt er að óska
eftir að bam mæti fyrir dóm þegar þar
að kemur til að gefa skýrslu. Þetta er þó
aðeins gert í undantekningartilvikum -
ef beinlínis verður ekki undan því kom-
ist að spyrja barnið um meira en gert
var á rannsóknarstigi.