Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Page 19
 18 Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Útgáfustjórí: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerö: Isafoldarprensmíðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Að efna loforð Að óbreyttu mun ríkisstjórn Sjálfstæðisílokks og Fram- sóknarflokks í engu sinna mikilvægu verkefni - verkefni sem krefst pólitísks kjarks og framsýni. Og vegna þess mun íslenskt heilbrigðiskerfi sigla i strand innan nokk- urra ára. Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir hefur sótt um að opna heilsugæslustöð þar sem starfi heimilis- læknar og sérfræðingar sem sinni bráðamóttöku fyrir þá sem eru án heimilislæknis. Fram til þessa hefur Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra staðið i veginum enda hefur hann tekið sér stöðu varðmanns stöðnunar og ríkj- andi kerfis, eins og bent var á í leiðara DV i október síð- astliðnum: „Fátt er verra fyrir stjórnmálamann en að taka að sér sérstakt gæsluhlutverk kerfis sem ekki þjónar al- menningi með þeim hætti sem lofað hefur verið né stend- ur við þau fyrirheit sem starfsfólki hafa verið gefin.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra gaf ákveðin fyrir- heit í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í byrjun október þegar hann sagði orðrétt: „Öflug almenn heilsu- gæsla er grundvöllur að góðu heilsufari þjóðar. Þörf er á að efla heilsugæsluna enn frekar og munu tillögur þess efnis vonandi liggja fyrir á nýju ári.“ Hvernig barátta gegn því að einkaaðilar veiti þeim þús- undum einstaklinga sem eru án heimilislæknis ákveðna þjónustu samræmist þessu góða loforði verður ekki skilið. Þeir sem berjast gegn einkarekstri í heilbrigðiskerfinu beita fyrir sig úreltum slagorðum jafnaðar og réttlætis. Jöfnuðurinn skal fólginn í því að tugir þúsunda höfuð- borgarbúa skuli vera án heimilislæknis og réttlætið er fólgið í sósíalisma andskotans þar sem allir skulu jafn illa settir - allir jafn fátækir nema hinir útvöldu. Mikill meirihluti íslendinga telur nauðsynlegt að rikis- sjóður standi undir stærstum hluta kostnaðar við heil- brigðiskerfið og tryggja þannig að allir eigi kost á öflugri heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Um það er ekki deilt heldur hitt hvernig best sé að ná þessu göfuga markmiði, sem íslendingar fjarlægjast smátt og smátt við ríkjandi kerfi. Lausnin er ekki fólgin i því að verja stöðugt stærri hluta þjóðartekna í heilbrigðiskerfið heldur að nýta þá fjármuni betur sem fara inn i kerfið. Vandinn er ekki fjársvelti heldur samkeppnisleysi og skipulagt ofbeldi gagnvart einkarekstri með tilheyrandi sóun. Lögmál sam- keppninnar gilda á sviði heilbrigðisþjónustunnar eins og alls staðar. Að leyfa einstaklingum og samtökum þeirra að keppa við ríkið á grunni jafnræðis hefur ekkert með það að gera hver greiðir reikninginn á endanum eins og itrek- að hefur verið bent á. Við höfum á að skipa mikilhæfu starfsfólki á öllum sviðum heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu. En starfsfólk- inu er skipulega haldið niðri af rotnu kerfi. Hætta er sú að þetta góða starfsfólk leiti annað, eins og raun hefur orð- ið, bæði innanlands og utan. Afkoma þess er betur tryggð annars staðar en innan íslenska heilbrigðiskerfisins og þar eru hæfileikar þess betur nýttir og viðurkenndir. Aðalatriðið er að einokun og hömlur á samkeppni hafa skaðleg áhrif í þessari grein likt og í öðrum greinum at- vinnulífsins. Afleiðingin er hærri kostnaður, minni fram- leiðni og litlar sem engar framfarir enda mikilhæfir starfsmenn hraktir í burtu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ætti að hafa þetta í huga þegar hann efnir nokkurra vikna gamalt loforð. Óli Björn Kárason ................... — ~ ™ MIDVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001_MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 23 J3V Skoðun Heimsvæðing óttans Svonefndu heimsveldin hrynja, hvert með sínum hætti. Það rómverska söng sitt síðasta yfir eiturbikur- um, það spænska með ósigri Flotans ósigrandi, það breska með sigri í heimsstyrjöldinni siðari, en ósigri gegn nýlendum sínum. Sovétveldið féll vegna hernaðarstuðnings við jábræður sína í Afganistan. Nú er það am- eríska að falla með Turn- unum tveimur, sigurtákni hins alþjóðlega auðvalds. Snerist við á einum degi Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að heimsvæðing auðvalds- ins og hjálpræðið sem því átti að fylgja um veröld alla, stæði ekki traustari fótum? Því efnahagur mann- kyns átti að hafa verið tryggður um eilífð af hagfræðingum sem höfðu rek- ið óbrigðula varnagla í hverja hugsan- lega sprungu. í fyrsta sinn í sögu hagsbóta handa öllum var til eitthvað gert af mannahöndum sem gat ekki fallið, lofsungið og útbreitt af Neti og fjölmiðlum. Þúsundáraríki peninga og gleðinnar var að fæðast úr móðurlífi Nýja heimsins. - Allt snerist við á einum degi. í staðinn fyrir heimsvæðingu og endalausa velmegun kom heimsvæðing óttans og vamagla gegn honum. Ameríka neitar að viöur- kenna sannleikann: Veldi hennar er að hrynja! Það er ekki vegna þess að turnarnir hrundu sökum hryðjuverka, heldur eru allir, leynt eða ljóst, orðnir leiðir á flestu am- erísku. Ameríka hefur úrkynj- ast með þvi að verða lítið ann- að en innantómt sjálfsálit byggt á lé- legum forsendum, útbreitt af Qölmiðl- um. í raun og veru hefur í áratugi allt verið i skralli i Ameríku sem sveik sínar upprunalegu hugsjónir, trúna á einfalda lífshætti með ævintýraþrá sem lýsir sér í dirfsku og líkamlegri hreysti einstaklingsins, ekki enda- lausum megrunarkúrum. Heimsvæ&ing hryðjuverka og ótta Evrópa með glópsku sinni leiddi Bandaríkjamenn, sökum uppruna þeirra og góðmennsku, út úr einangr- un sinni í tveimur styrjöldum inn í blindgötu með þvi að kveina og kalla á hjálp hernaðar- máttar, dirfsku og fjármagns sem lenti i evrópsku spilling- arhítinni. Svo það er eðlilegt að bandarísk stjórn- völd krefjist þess núna að stjórnir evrópskra landa fylgi þeim við út- breiðslu á heims- væðingu hræðsl- unnar við hryðju- verkamenn. En þeir sem bera kostnaðinn eru auð- vitað amerískir skattborgarar, áður evrópskir fátæk- lingar sem komu sér áfram með dugnaði í Nýja heiminum. Þeir hafa þurft að bera kostnað af glópsku svipaðra valds- manna og þeirra sem hröktu þá á „En þeir sem bera kostnaðinn eru auðvitað ameriskir skattborgarar, áður evrópskir fátæklingar sem komu sér áfram með dugnaði í Nýja heiminum. Þeir hafa þprft að bera kostnað af glópsku svipaðra valdsmanna og þeirra sem hröktu þá á sínum tíma frá ættlöndunum. “ sínum tíma frá ættlönd- unum. Þess vegna sýð- ur meiri beiskja í und- irvitund bandarísks al- mennings en fólks í öðr- um heimshlutum: Hon- um finnst að hann eigi hvorki skilið hryðju- verk, né það að þurfa alltaf að borga brúsann. Síðasta öld hófst á hryðjuverkum. Ýmsar hreyfingar þóttust þá ætla að koma á réttlæti með því að myrða þjóð- höfðingja. Nú er endur- tekið eitthvað svipað. Það eina sem amerísk- um ráðamönnum tekst er að koma á heimsvæð- ingu hryðjuverka og óttans með því að látast ekki skilja rök sögunn- ar: Heimsveldi hrynja þegar síst varir og þau telja sig vera sigurveg- ara, en óttast að deyja fyrir eitri svipað og valdamenn forðum í Róm. Guðbergur Bergsson Hef jum þotuflug innanlands Flugið er ferðamáti nútímans, á þvi er enginn efi. Allt frá því þeim bræðrum, Wilbur og Orville Wright, í Bandaríkjunum tókst að smíða fyrstu flugvélina, er gat flogið fyrir eigin vélarafli fyir tæpumlOO árum, hefur framþróun í smíði þessara far- artækja verið svo hröð, að undrum sætir. Þotur víðast hvar Eitt stærsta stökkið varð eftir lok heimsstyrjaldar hinnar síðari, er far- ið var að smíða flugvélar með svokölluðum þrýstiloftshreyflum, er nefnast nú þotur á íslensku. Þotur eru nú orðnar einráðar i millilanda- flugi um heim allan og sækja stöðugt á, líka á innanlandsleiðum víðast hvar, enda eru þær mun hraðfleyg- ari og geta flogið bæði hærra og ör- uggara en gömlu skrúfuvélarnar. Norðmenn hófu þotuflug á milli Ósló og Bergen fyrir um 30 árum, en þá var ég þar á ferð. Fleiri dæmi mætti nefna af því tagi, ekki síst frá Bandaríkjunum. Við íslendingar höldum okkur hins vegar enn þá við skrúfuvélarnar, sem hristast og skakast ef einhver ókyrrð er í loftinu þannig að maður býst stundum við því að síðasta stundin sé að renna upp. Munurinn á því að fljúga með þotu og skrúfu- vél er eins og á svörtu og hvítu, frómt frá sagt. íslendingar eignuðust sína fyrstu farþegaþotu árið 1967, en nú um lang- an tima hafa þeir næstum eingöngu notast við þotur í millilandaflugi. Þotuflug innanlands lætur hins vegar standa á sér. Öllum landsbygggðarmönmim ætti þvi að vera það mik- ið kappsmál, að komið yrði á þotuflugi á innanlandsleiðum til þess að gera það bæði öruggara, fljótara og þægilegra. Farþegaþotur fljúga að jafnaði helmingi hraðar en skrúfuvélar. Akureyri og Egiisstaðir En nú er lag. - Farþegaþotur ís- lendinga eru nánast á útsölu en eng- inn vill þó kaupa þær eftir hryðju- verkin í BNA og hrun farþegaflugs í heiminum. Væri nú ekki ráð að Flugleiðir lánuðu Flugfélagi íslands (þetta er nánast sama fyrirtækið) eina af minnstu millilandaþotum sínum til innanlandsflugs á vegum félagsins? Ekki væri um aðra staði að ræða en Akureyri og Egilsstaði, er hafa nógu langar brautir fyrir slíkar vélar fullhlaðnar. Flug með þotu til Egilsstaða tæki hálftíma, til Akureyrar 20-25 mínútur. Farin yrði ein ferð á dag, e.t.v. tvær til Akur- eyrar, yfir háannatímann. Enginn myndi setja það fyrir sig þótt ferðum á þessa staði fækkaði nokkuð ef menn fengju betri og þægilegri flugferð. Skrúfuvélarnar myndu hins vegar verða áfram í notkun til þeirra staða sem styttra er að fljúga frá Reykjavík, og eins til þeirra staða þar sem aðflug er erfitt eins og t.d. á ísafjörð. í framtíðinni mætti gera ráð fyrir því að keyptar yrðu eitthvað minni þotur svo að hægt yrði að fjölga ferðum til Akureyrar og Eg- ilsstaða, og e.t.v. bæta fleiri lendingarstöðum við áætlun- ina. Hvað um Álftanesið? Þá er bara einni spumingu ósvarað og hún er: Hvar á að lenda? Ég geri ráð fyrir því að hin- um svokölluðu „betri borgar“-mönn- um muni þykja nærri sér höggvið ef hefja ætti aðflug og lendingar há- værra farþegaþotna á Reykjavíkur- flugvelli. Hann væri því úr leik sem slíkur. Ég hefi áður lýst því yfir á þessum vettvangi, að ég tel að fram- tíðarflugvöll Stór-Reykjavíkursvæð- isins eigi að byggja á Álftanesinu. Vel má hugsa sér að hægt sé að byggja þar eina góða flugbraut fyrir þotulendingar á einu ári. Þangað til og til vara mætti og ætti að notast við Keflavikurflugvöll. Siðar meir mætti fjölga flugbraut- um á Álftanesinu og gera þær að að- alflugvelli fyrir utanlands- og innan- landsflug. Þeir sem þá kæmu utan af landi með flugi og ætluðu til útlanda fljúgandi sömuleiðis þyrftu þá ekki að leita langt yfir skammt til þess að komast á fyrirhugaðan brottfarar- stað til útlanda. Þetta myndi spara mönnum bæði fé og fyrirhöfn. - Allt mælir því með því að það sé hag- kvæmt að hefja þotuflug innanlands sem fyrst og að byggður verði al- þjóðaflugvöllur á Álftanesi fyrir það. Agnar Hallgrímsson :-*m „Vœri nú ekki ráð að Flugleiðir lánuðu Flugfélagi ís- lands (þetta er nánast sama fyrirtœkið), eina af minnstu millilandaþotum sínum til innanlandsflugs á vegum félagsins? Ekki vœri um aðra staði að rœða en Akureyri og Egilsstaði, er hafa nógu langar brautir fyr- ir slíkar vélar fullhlaðnar. “ - Á Egilsstaðaflugvelli. Lýðræði, bakland og Styrmir „Ég veit svosem ekki hvort þátttaka Samfylk- ingarinnar i landstjórn- inni myndi breyta miklu, um það hef ég ákveðnar efasemdir. En það hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir lýðræðið í landinu að til sé einhver sómasamlegur val- kostur við Sjálfstæðisflokkinn. Eða varla álítur neinn að það sé heppilegt að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni hér til eilífðamóns? Landsfundur Sam- fylkingarinnar fór ágætlega fram og styrkti flokkinn væntanlega nokkuð. Hann stenst náttúrlega ekki saman- burð við hina stórkostlegu landsfundi Sjálfstæðisflokksins, en hins vegar var fundurinn miklu, já margfalt stærri en landsþing Vinstri grænna. Það var ekki út í bláinn að Styrmir Gunnarsson sem sat upphaf beggja fundanna skrifaði að augljóst væri að bakland Samfylkingarinnar væri öfl- ugra en hjá Vinstri grænum.“ Egill Helgason í pistli á Strik.is Fjölbreytni veðurs „Fjölbreytni veðurfarsins minnir mig stundum á fjölbreytni mannlifs- ins. Það er í raun stórkostlegt að þótt við séum öll svo lík erum við samt svo ólík. Væri ekki tilveran fátæklegri ef allir væru eins? Með sömu áhuga- mál, sömu skoðanir og sama smekk. Það er hægt að sjá hin ýmsu veður- brigði í mannfólkinu. Sumir em eins og sólskinsdagur, alltaf glaðir, aðrir þungir sem haustrigning, enn aðrir skipta skjótar um skap en veðrið breytist og þannig mætti áfram telja. Kannski ekki skrítið að það sem við tölum mest um er annars vegar veðrið og hins vegar mannfólkið." Gunnar Sigurösson á vef Bústaöakirkju Spurt og svarað Hvenœr er tímabœrt að skreyta fyrirjólin? Þóra Amórsdóttir, útvarpskona á Rás 2: Lýsir upp dimma daga „Ef fólk langar að setja upp jóla- skraut löngu fyrir jól, þá má það gera þaö í friði fyrir mér. Mér er nokk sama hvenær verslunareigendur skreyta sín verslunar- rými. Nema matvöru- og bókabúðir og þar er yfirleitt lít- ið um jólaskraut. Mér flnnst gott að kaupmenn í mið- bænum hendi upp skreytingum á götum úti snemma. Ef þú spyrð um heimilið, þá hafa nú liðið heilu jólahátíð- irnar án þess að svo mikið sem einn músastigi rataði upp á vegg. Á þessu verður gerð bragarbót í ár, nýr sam- leigjandi minn heimtar skreytingar í hólf og gólf. En ekki fyrr en 21. desember. Annarra manna jólaskraut truflar mig ekki neitt þótt ég geti varla ímyndað mér að skreytingar í október auki sölu fyrir jólin mikið.“ Erla Þórólfsdóttir, kórstjóri á Akureyri: Njótum skemmti- legheitanna „Mér finiist allt í lagi að setja upp aðventukransa eða jólalegri dúk á eldhúsborðið í fyrra fall- inu, en sjálf set ég jólaskrautið ekki upp fyrr en á Þorláksmessu. Sjálfsagt er það vegna áhrifa úr æskunni. Jólaskreytingar eru vissulega til þess fallnar að lífga upp á skammdegið - og það trufl- ar mig ekkert þótt aðrir byrji að skreyta hús sín jafnvel í nóvember. Persónulega finnst mér jóla- haldið í mörgum tilvikum vera ein stór eyðslu- veisla og fólk leggi of mikið kapp á dýrar og stórar jólagjafir. En situr ekki meira eftir ef við njótum góðrar samveru - og þeirra skemmtileg- heita sem jólin geta boðið upp á?“ Kristín Ólafsdóttir, blómasali á Akureyri: Skreytingar og sjö sortir „Um miðjan nóvember, Það er um að gera að byrja snemma til þess að lýsa upp skammdegið, á þessum tíma er myrkrið mikið og um að gera að stytta þaö með fallegum skreytingum og ljósum. Þegar komið er fram í desember er líka í mörg önnur horn að líta og þá ágætt að vera búinn að ljúka þessu af. Strax um mán- aðamótin október og nóvember vorum við hér í Blóma- búð Akureyrar búin aö setja fram allt vinnsluefni til skreytinga sem við seljum og nú eru margir byrjaðir að fóndra. Einnig verð ég vör viö að margir eru byrjaðir að kaupa jólagjafir. Sjálf er ég svo búin að setja upp jólagardínurnar heima og gera stórhreingerninguna, baka laufabrauðið og sjö sortir af smákökum.“ Sr. íris Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Hjallakirkju: Bara einu sinni á ári „Jólaljósin eiga að lýsa upp skammdegið og að mínum dómi er tímabært að setja þau upp strax fyrsta sunnudag í að- ventu, sem að þessu sinni ber upp á 2. desember. Sjálf er ég alin upp við að jólaskreytingarnar séu settar upp á síðustu stundu, en hins vegar finnst mér timabært að setja þær upp í annarri viku desember. Sjálf sá ég fyrstu ljósaseríuna vera komna upp þann 18. nóvember og í raun truflar það mig ekki þótt falleg jólaljós sjáist á einum og einum stað svona í fyrra fallinu. Jólin koma bara einu sinni á ári og við eigum að njóta þeirra svo sem kostur er.“ Jólaskreytingar sjást nú víöa í gluggum þótt enn séu um fimm vikur til jóla. Bókhaldsbaráttan mikla í Reykjavík greina gegnum. Höfuðmál aðal- skipulagsins Að reiknikúnstum frátöldum er hætt við að margir verði eins og spurningarmerki í framan þegar minnst er á Linu.net. Eftir því sem næst verður komist er þetta eitt af fjölmörgum dreifmg- arfyrirtækjum upp- lýsinga. Éinu sinni fór sendinefnd til Tokyo til að kynna sér margmiðlun gegn- um klóök. Þeirri framtíðarsýn var sturtað niður og næst átti að miðla upplýs- ingum gegnum raflín- „En hvers vegna það þarf heilt aðalskipulag til að bœgja súludansi suður í Kópavog, eins og versluninni, er enn hulin ráðgáta. En það er ekki venja pólitíkusa að leita einfaldra lausna, fremur en að leggja fram skiljanlegt bókhald. “ Túlkanir Ingibjargar Sólrúnar og Ingu Jónu á bókhaldi Reykjavikur- borgar er helsta framlag stríðandi fylkinga til að vinna traust og hylli borgarbúa í komandi sveitarstjórn- arkosningum. En þar sem flestir eiga fullt í fangi með að henda reið- ur á eigin krítarkortapappírsflóði er hætta á að höfuðmál kosningabarátt- unnar fari fyrir ofan garð og neðan hjá þorra kjósenda. Minni spámenn í setuliði valkyrjanna leggja sitt af mörkum í þrætubók bókhaldsvísind- anna þar sem stautað er í debet og kredit á svipaðan hátt og skrattinn les Biblíuna, að sögn kunnugra. Hafi maður ekki þegar staðfasta skoðun á hvort borginni er vel eða illa stjórnað eykur allt bókhalds- hjalið í engu þar um og hlýtur þá að skipta fávíst atkvæði litlu hvor fjandaflokkurinn fær að hagræða hvernig reikningar verða færðir næsta kjörtímabil. Nú er borgarfyrirtækið Lina.net komið í miðpunkt kosningabarátt- unnar og fara menn mikinn í fjöl- miðlum um stöðu fyrirbærisins. Sem fyrr er fjallað eingöngu um flármál og reikningsskil og hefur ruglað at- kvæði vestur í bæ ekki hugmynd um hvort fyrirtækið, sem það á hlut í, er á hvínandi hausnum og öllum til skammar og ama eða hvort fjárhags- grundvöllurinn er traustur og fram- tiðarhorfur glæsileg- ar. En útskýringar stj órnmálagarpanna á fyrirtæki þessu eru huldar gjömingaþoku sem erfitt er að ur og einnig bárust fréttir um að hafnar væru miklar lagnir ljósleiðara um borgina og standa þær kannski yfir enn. í öllu upplýsingaflæðinu um Linu.net liggur ekki öll- um í augum uppi hvort ein- hver margmiðlun er i gangi á vegum fyrirtækisins og þá hvar og með hvaða hætti, eða hvort einhverjar tengingar eru væntanlegar. Kannski er þessu svipað farið og breið- bandi Símans hf., sem mis- munar viðskiptavinum sínum eins hressilega og verst gerist á milli byggðarlaga og gefur engar skýring- ar á. Á síðustu dögum er Eyjólfur að- eins að hressast. Loks er komið skilj- anlegt baráttumál fram á sjónarsvið- ið. Heildarskipulag fyrir næstu 25 ár hefur verið lagt fram. Ötull sjón- varps- og útvarpsneytandi fylgdist með helstu nýmælum í skipulaginu og viti menn, á næstu kvartöld skal stefnt að því að konum verði bannað að styðja sig við súlur þegar þær stíga dansinn körlum til ánægju- auka. Á annað var varla minnst varðandi framtíðarskipulag höfuð- borgarinnar. Dulúöin En hvers vegna það þarf heilt að- alskipulag til að bægja súludansi suður i Kópa- vog, eins og versluninni, er enn hulin ráðgáta. En það er ekki venja póli- tíkusa að leita einfaldra lausna, fremur en aö leggja fram skiljanlegt bókhald. Einmitt þess vegna eru þeir sveipaðir þeirri dulúð sem hefur þá yfir auðtrúa og skilnings- vana atkvæði sín. Að öðru leyti sýnast fá nýmæli í aðalskipulaginu nýja. Stefna á að því að þétta byggð- ina, eins og hver borgarstjórnin af annarri hefur lofað, en sérvitringarn- ir í skipulaginu plata alla borgarfull- trúa upp úr skónum og dreifa sér- hönnuðum og steindauðum svefnbæj- um um heiðalönd þar sem jafnvel Bjarti og Rósu væri ekki líft. Eina frumlega tillagan sem komið hefur fram í þéttu mistri kosninga- baráttunnar er að selja Perluna ofan af hitaveitugeymunum og er R-list- inn þar með farinn að skáka íhald- inu í einkavæðingunni. Svarið hlýt- ur að vera að selja hitaveituna alla og helst Ráðhúsið líka. Þær tilfær- ingar geta líka vakið kærkomnar deilur um hvernig dálkarnir verða færðir í bókhaldi borgarinnar. Ef öll- um er þá ekki skítsama. Oddur Ólafsson skrífar: T-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.