Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2001, Side 28
32 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 Tilvera I>V Wffómplöttfrými___________________________________ Herbert Guðmundsson - Ný spor á íslenskri tungu ★★* Nýtt og endurunnið í bland Hver heföi trúað því, þegar Herbert Guð- mundsson var að stíga sín fyrstu spor sem dæg- urlagasöngvari fyrir rúmum þremur áratug- um, að hann yrði enn I fullu fjöri á þvl sviði í upphafi 21. aldarinnar? Margir voru þá að sýsla í grúppustandi eins og það var kallað en örfáir útvaldir ent- ust lengur en fáein misseri. Ein skýr- ingin á langlífi Herberts á söngsvið- inu er að hann hefur komið og farið; verið að í dálítinn tíma, hvílt sig og svo skotið upp ljósum kollinum á ný og stöðugt bætt við sig nýjum aðdá- endum sem jafnvel voru ekki fæddir þegar hann hóf fyrst upp raust sína. Á nýju plötunni sinni, Ný spor á íslenskri tungu, leggur Herbert höfuðáherslu á lagið Svaraðu. Það er þokka- legt erlent popplag við ís- lenskan texta Friðriks Sturlusonar. Svaraðu er að finna í þremur útgáf- um á plötunni. Þar eru tólf lög til viðbótar. Meirihlutinn er að koma út í fyrsta skipti, en nokkur hafa verið gefin út áður. Ein þrjú eru af fyrstu einherja- plötu Herberts, Á ströndinni, og tvö komu út á plötu með hljómsveitinni Kan. Fljótt á litið mætti ætla að Herbert væri kominn í endurvinnsluna með því að hljóðrita gamalt efni. Hug- myndin að baki plötunni er hins veg- ar sú að hún sé eins konar framhald safnplötunnar Faith sem Herbert sendi frá sér fyrir þremur árum. Sú hafði að geyma lög Herberts með enskum textum og þessi á að sýna á honum „þjóðlegu" hliðina. Sum elstu lögin eru börn síns tíma og hefðu mátt safna ryki í friði, en önnur, til dæmis Megi sá draumur, eiga alveg skilið að fá að heyrast á ný. Nýja efnið er sömuleiðis misjafnt og ég er ekki frá því að Herbert láti betur að rokka en takast á við rólegu tónlistina. Þegar á heildina er litið er Ný spor á íslenskri tungu þokkalegasta plata. Hljóðfæra- leikur er allur fyrsta flokks og ég held að óhætt sé að fullyrða að Herbert sé enn að vaxa sem söngvari. Ásgeir Tómasson Hf|ómplöttírýni Kiðlingarnir - Kiðlingarnir ★★ Lög í poppdúr Kiðlingarnir eru hópur barna sem svngja lög í poppdúr. Óhætt er að sígja dúr því að öll lögin nema eitt '■.ru í dúr. Það bendir til meiri hressi- leika en gengur og gerist. Ekkert vol og vil hér. Alla vega með minnsta móti. Lagið Pabbi minn væri dálítið sorglegt ef textinn segði okkur eitt- hvað meira en hann gerir. Segja má að textarnir séu helsti galli disksins. Þeir eru of einfaldir og innihaldslitlir. Þótt verið sé að höfða til ákveðins ald- urshóps sem líklega er undir ferm- ingu má ekki ræna hann þeirri ánægju að fá að glíma við bitastæðari texta. „Til að koma lagi á landið kæra vort sem um skáldin dýrar drápur hafa ort“ er hið versta mál. Betri eru textarnir Lognið hvíta og Kenndu mér og sýna að með meiri yfir- legu hefði mátt bæta þessa hlið mála. Lögin eru betri en textarnir þótt einfaldleikinn sé líka heldur mikill á stundum. En flutningurinn stendur upp úr. Kiðlingarnir, Hrefna Þórarinsdótt- ir, Ómar Örn Ómarsson, Óskar Steinn Ómarsson og Þóranna Þórarinsdóttir, standa sig bærilega vel. Lagasmiðurinn og útgef- andinn, Ómar, leikur á gítar og önnur strengja- hljóðfæri og er fyrirtaks hljóðfæraleikari. Hinir þaulvönu Ásgeir Óskars- son trommari og Þórir Úlfarsson hljómborðs- leikari liggja ekki á liði sínu og sá síðarnefndi skilar afhragðshljómi í hljóðblöndun- inni. Umbúðirnar eru vandaðar en innihaldið hefði mátt vera rismeira. Ingvi Þór Kormáksson - alltafá fimmtudögum Sex ára starfi lokiö Heimir Pálsson ritstjóri sýnir viöstöddum hvernig diskurinn virkar viö athöfn í Þjóömenningarhúsinu. Alfræði íslenskrar tungu: Gríðarlegt magn upplýsinga Lýðveldissjóður og Námsgagna- stofun gáfu formlega út nýjan marg- miðlunardisk, sem heitir Álfræði ís- lenskrar tungu, á degi íslenskrar tungu 16. nóvember síðastliðinn. Á disknum er meðal annars að finna þrjátíu og sjö greinar um íslenskt mál, 379 myndir og töflur, 296 hljóð- skrár og 129 myndbandsbrot auk safns stuttra fróðleiksgreina um orð og orðasambönd. Ritstjórar marg- miðlunardisksins eru Þórunn Blön- dal og Heimir Pálsson. Jafngildir 1000 blaðsíðum f tilefni af útkomu disksins var haldin athöfn í Þjóðmenningarhús- inu. Meðal þeirra sem tóku til máls var Ingibjörg Ásgeirsdóttir, forstjóri Námsgagnastofnunur, sem rakti í stuttu máli söguna á bak viö diskinn og sagði að þaö hefði verið meira mál að koma honum út en talið var í fyrstu. Hún afhenti síðan Davíð Oddsyni forsætisráðherra fyrsta eintakið af disknum. í ávarpi sínu sagði Davíð að það væri ótrúlegt til þess að hugsa að á disknum væri efni sem jafngildir þúsund þéttskrifuðum blaðsiðum í bók auk annars efnis. Hann sagði að diskurinn sannaði svo ekki væri um villst að margur væri knár þótt hann væri smár. Tímanna tákn Björn Bjamason menntamálaráð- herra sagöi diskinn tímanna tákn og fyrsta skrefið í útgáfu margmiðl- unardiska sem eiga að styrkja ís- lenska tungu fyrir framtíðina. Heimir Pálsson, annar ritstjóri margmiðlunardisksins, sagði 1 stuttu viötali við DV aö í upphafi hafi staðið til aö gefa efnið út á bók. „Við tókum aftur á móti þá ákvörð- un áður en skriftir hófust að hafa efnið á margmiðlunarformi. Allt efnið er skrifað með það í huga og diskurinn nútímaleg birtingarmynd á efni sem við þekkjum frekar í bók- arformi. Áð okkar mati höfðar efnið frekar tO næstu kynslóðar á geisla- disk en sem bók. Með þessu móti tekst okkur einnig að víkka efnið út með mynd- böndum, hljóði og krækjum á milli greina eða í ítarefni.“ -Kip Margur er knár þó hann sé smár Davíö Oddsson for- sætisráöherra tók á móti fyrsta ein- takinu af marg- miöiunardisknum Alfræöi íslenskrar tungu og sagöi aö efniö á disknum sannaöi þaö aö margur er knár þó hann sé smár. Krækjur og ítarefni Þórunn Blöndal ritstjóri lýsti fýrir gestum hvernig hægt er aö hoppa á milli greina og leita frekari upp- lýsinga meö því aö nota krækjurn- ar á disknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.