Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Síða 1
Bóksala komin vel á skrið og jólabækur boðnar á tilboðsverði: Til í slaginn Guöjón Smári Agnarsson, bóksali í Bókaverslun Lárusar Blöndals, ætlar ekki að gefa neitt eftir í verðstríðinu fyrir jól en verslunin flutti nýlega í Listhúsið á Engjateigi. Kennir fólki að hella uppá 31 Nennti ekki á elliheimili 18 Hörkuverðstríð á bókum Leitað að skyrtu og bindi 19 „Meðan ég fæ bækur frá útgefendum þá stend- ur mitt verð fram yfir jól. Ég er með fjölda bókatitla á tilboðsverði og fer óhræddur í stríð viö samkeppnisaðilana. Þetta- hefst allt með spamaði í mannahaldi og ódýrara húsnæði," seg- ir Guðjón Smári Agnarsson, bóksali í Bókaversl- un Lárusar Blöndal, við DV-Innkaup. Bóksala er hafin af fullum krafti fyrir jólin og meðfylgjandi verðstríð með auglýsingum um til- boð á jólabókum. Guðjón Smári býður 200 bókatitla á tilboðsverði og aðrir bóksalar bjóða reglulega 30 prósenta afslátt af völdum titlum. Hagkaup og Bónus hafa þegar auglýst tilboðsverð á bókum, allt að 35 prósenta afslátt. „Við auglýstum 30 prósenta afslátt af völdum bókatitlum um síðustu helgi og viðbrögð við- skiptavina okkar voru mjög góð. Við erum komn- ir á fullt í bóksöluna og munum halda áfram með fjölda tilboða fyrir okkar viðskiptavini," sagði Finnur Árnason, forstjóri Hagkaups. Guðmundur Marteinsson, forstjóri Bónuss, segist munu leggja allt í sölumar til að Bónus bjóði ódýrustu bækurnar fyrir þessi jól. „Það verður hart barist eins og i fyrra og reyndar und- anfarin ár. Við gáfum 35 prósenta afslátt af völd- um titlum um síðustu helgi. Jólabækurnar eru að detta inn og þetta leggst vel í okkur enda höfum við fjölgað útsölustöðum." Bryndís Loftsdóttir hjá Pennanum/Eymunds- son fagnar þvi hve vel bóksala hefur farið af stað og eins því að bækur hafi ekki hækkað i verði. Hún ráðleggur fólki þó að lesa auglýsingar um bókatilboð vel og vandlega. „Fólk er farið að sjá í gegnum þetta tilboðsstríð. Tilboð stórmarkað- anna gilda oft ekki nema stuttan tíma og fólk verður svekkt að koma þangað síðar og sjá bæk- urnar þá á fullu verði. Bóksalar eru með 30% af- slátt af völdum titlum árið um kring og við höld- um því auðvitað áfram.“ „Við munum auðvitað bjóða 30 prósenta afslátt af völdum titlum og einnig kaupauka þar sem ein eldri bók fylgir nýrri en það verður auglýst sér- staklega. Við munum einnig verða með ýmsar uppákomur. Þannig mim fjöldi rithöfunda verða við afgreiðslustörf í Laugavegsbúðinni 1. desem- ber,“ sagði Kjartan Valgarðsson, rekstrarstjóri bókaverslana Máls og menningar. -hlh Lausar eldhús- innréttingar 32 Matarkarfan í Bónus er allt að 45% ódýrari en hjó keppinautunum (DV könnun 20. nóv.) lEKKEBJ i lUUIDlf fyrir budduna Ekki gleyma útsölulagernum í Kjörgarði Laugavegi, inngangur er hœgra megin við inngang Bónuss Sífellt bœtast við vörur, tilvaldar í gjafasjóð BONUS Kíklu á Bónufopnuna o? komdu í Bónut! - og kynntu þér verðið hjá okkur - A£)UR en þú kaupir þér jólabókina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.