Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Blaðsíða 8
30
*•- Innkaup
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001
DV
BúSaráp
Auqlýsinqakrúsir
Þaö er gott aö
eiga góðar krúsir
fyrir kakóið
eða jafnvel
tesopann.
Úrvalið í
verslunum er
geysimikið og litir
og munstur enn fleiri. Mörgum
þykir sjarmi yfir krúsum sem
minna á gamla tíma. Slíkar
krúsir fundum við í Decor en
þær eru skreyttar með gömlum
auglýsingum, mörgum afar lit-
skrúðugum. Slík krús kostar 90
krónur.
Hiti og form
Hitakanna getur
i verið meira en
hitakanna. Hún
getur líka verið
skúlptúr og
staðið ein og sér
sem slík. Slík
kanna kemur frá
Evu, framleiðanda
potta, panna og
áhalda, og heitir
Eva Solo. Þessi
formfagra kanna
er í Byko og kostar
7.627 krónur. Er því lof-
að að hún haldi kaffinu heitu í
að minnsta kosti 10 klukku-
stundir.
Babyborn
10 ára
Babyborn-
dúkkurnar
hafa átt mikl-
um vinsæld-
um að fagna
meðal ungra telpna síðastliðin
ár, enda eru þær mjög raunveru-
legar í útliti, borða mat, gráta
og gera í bleiuna. Babyborn
fagnar 10 ára afmæli um þessar
mundir og i tilefni þess fæst sér-
stök Babyborn-afmælisdúkka.
Slikur kostagripur fer á 5.199
krónur í Dótabúðinni.
Rúskinnystígvél
Rúskinnsklæðnaður er afar
vinsæU þessa dagana og eru
skór þar engin undantekning.
Þessi laglegu stíg-
vél fást hjá Ástu G
og kosta 9.995
krónur. Þau fást
einnig í dökk-
Vínsæl áhöld
Áhaldarekkinn í WiUe-
roy&Boch er afar vinsæll enda
má þar finna fjölbreytt
úrval af vönd-
OB&g*
uðum og fallega
hönnuðum eldhúsáhöld-
um úr stáli, aUt frá fiskispaða til
barkarklóru. Áhöldin eru bæði
með glansandi áferð og
burstaðri. Fiskispaðinn kostar
1.990 krónur en úrvaUð í
áhaldarekkanum er mikið og
gaman að dunda sér við að
skoða.
> Flauelsjakkaföt
Tískan á það til að fara í
hringi og nú er aftur komið að
flauelsfotum. Þessi laglegu föt
frá Cruse eru þýsk gæðavara og
bíða kaupanda síns í Herragarð-
inum. TilvaUn föt þegar kólna
tekur. Verðið er 29.980 krónur.
Er öðrum þræði félagsheimili
Lárus Jóhannesson, Jóhannes Ágústsson og Einar Þór Kristjánsson sjá um aö viðskiptavinum 12 tóna líöi vel og þeirgefa sér gjarnan tíma
til aö spjalla yfir espresso-kaffi.
12 tónar á Skólavörðustíg laða til sín áugafólk um tónlist:
Tönlist, espresso og tími til
að spjalla saman
Tónlist
„Við höfum báöir haft mikinn áhuga á tónlist í
gegnum tíðina. Jói var verslunarstjóri í Japis í
Brautarholti þegar þar voru seldar plötur og ég
eyddi þar miklu af kaupinu mínu. Okkur fannst
hins vegar að mikið af góðri tónlist rataði ekki til
íslands og eins fannst okkur vanta töluvert upp á
þjónustustig plötuverslunar i landinu. Þegar Jói
hætti í Japis komum viö okkur í samband við
ýmsa erlenda útgefendur og dreiflngaraðila og
stofnuðum 12 tóna,“ segir Lárus Jóhannesson,
sem rekur 12 tóna, sérstæða og skemmtilega
plötuverslun á Skólavörðustíg, ásamt Jóhannesi
Ágústssyni og Einari Þór Kristjánssyni, einnig
þekktum sem Einar Sonic.
12 tónar hafa sannarlega fest rætur meðal
áhugafólks um tónlist á þeim þremur árum sem
liðin eru síðan Lárus og Jóhannes stofnuðu 12
tóna á homi Grettisgötu og Barónsstígs. Þar fæst
nánast öll tónlist en verslunin sérhæfir sig í
klassískri tónlist, raftónlist og djassi og býður
einnig mikið úrval af heimstónlist og reggae,
bæði á geislaplötum og vínil. Má fullyrða að þar
fáist tónlist sem alla jafna hefur verið illfáanleg
hér á landi eða þá fengist í afar takmörkuðu úr-
vali. Hefðbundið listapopp er þó ekki að finna í
rekkunum
„Það eru aðrir sem sjá mun betur um þá deild.
Þar höfum við litlu við að bæta. Hins vegar bjóð-
um við dægurtónlist fyrir jólin en þá koma við-
skiptavinir oft með tossamiða yfir jólagjafir og
vilja gjarnan kaupa allt á sama stað.“
Verslunin er til húsa í bárujámshúsi á tveim-
ur hæðum. Þegar inn er komiö finna gestir að
starfsemin snýst um annað og meira en að selja.
Sófahorn eru á báðum hæðum, bækur og blöð um
tónlist liggja frammi til lestrar og espresso-vélin
nær ekki að safna ryki.
„Við lögðum á það áherslu strax í upphafi aö
hafa búðina vinalega, bjóöa upp á kaffi og að-
stöðu fyrir áhugafólk um tónlist til að hittast og
spjalla. Þetta er öðrum þræði félagsheimili fyrir
þennan hóp. Það myndast mjög náin tengsl við
kúnnann þannig aö þegar tiltekin plata kemur
inn á borð til okkar hugsum við sjálfkrafa að við
verðum að láta þennan eða hinn vita. Þessi nánu
tengsl eða tengslanet er okkar besta auglýsing."
- En er rekstrargrundvöllur fyrir svona versl-
un?
„Já, svo sannarlega. Ég sit nú ekki sveittur við
að reikna út tímakaupið mitt en við höfum allir í
okkur og á. Svo flytjum við mikiö inn af tónlist
sjálfir og dreifum í verslanir um allt land. Þá
erum viö i viðskiptum við ýmsar stofnanir og fyr-
irtæki. Þetta er lítill markaður en við hugsum
stórt. En þetta er umfram allt skemmtilegt og það
eru auðvitað forréttindi að starfa við sitt helsta
áhugamál."
12 tónar efna til tónleika í versluninni af og til,
gjarnan seinnipart fostudags, og bjóða jafnvel
upp á veitingar. „Það er alveg nauðsynlegt að
hitta kúnnana sína undir öðrum formerkjum en
þeim að vera að selja. Þetta er stór og fjölbreytt-
ur hópur sem gaman er að kynnast."
Þeir Lárus og Jóhannes eru æskufélagar og
gamlar skákkempur. Þeir eru báðir FIDE-meist-
arar og státa sameiginlega af um 4200 ELO-stig-
um. En tefla þeir enn grimmt?
„Við höfum ekki teflt hvor við annan frá því
við stofnuðum búðina. Enda þýddi það litið þar
sem búðin væri þá alltaf lokuð.“ -hlh
Gjafavara handa hálfu mannkyni
Athygli fólks hefur að undanfómu beinst nokk-
uð að stórum verslunarmusterum i þéttbýlinu en
víða úti í hinum dreifðu byggðum landsins er líka
að finna fallegar og forvitnilegar búðir sem einkar
gaman er að gramsa i. í þessum pistli langar mig
að riíja upp kynni mín af nokkrum þeirra því oft
hef ég hitt þar á eitthvað sniðugt sem ég hef ekki
fundið í stóru verslunarhöllunum. Að sjálfsögðu
hefur það ekki allt endað í innkaupakörfunni enda
ferðast ég ekki um landið á flutningabíl. Sumt
hefði þó betur ratað þangað og foröað þannig und-
irritaðri frá því að naga sig í handarbökin á eftir,
næstum upp að olnboga. Aldrei gleymist til dæmis
brauðboxið bláa í Dalakjöri sem skilið var eftir og
var svo að sjálfsögðu selt þegar átti að panta það
síðar. Sannaðist þar að að hika er sama og tapa.
Kaupfélag Bitrufjarðar á Óspakseyri er líka
minnisstætt. Þar var reyndar hálfrokkið þegar
komið var inn þvi í rauninni var lokað þennan
dag. Kaupfélagsstjórinn var að taka á móti mjólk-
urvörum af bíl og því var hurðin ólæst. Ekkert
var sjálfsagðara en að leyfa forvitnum ferðalöng-
um að skoða varninginn í versluninni sem virki-
lega gladdi augað. Aldrei gleymast fallegu boll-
amir sem fengust þar - og ábyggilega hvergi ann-
ars staðar. Þá var nú gaman að koma i Mirru á
Hvammstanga. Hún er ein af þessum pínulitlu
búðum sem rúma svo ótrúlega mikið. Maður þor-
ir ekki að hreyfa sig af ótta við að hneppa sig í en
horfir á dýrðina með lotningu. Þarna eru fót á
alla fjölskylduna og gjafavara handa hálfu mann-
kyninu og ég stóðst ekki mátið heldur keypti
dráttarvélarstyttu handa bóndanum, honum
bróður mínum. Fannst hún eiga vel viö. Kaupfé-
lagið á staðnum reyndist líka geyma bestu banda-
skó norðan Alpafjalla og þótt víðar væri leitað.
Útsala var í Vefnaðarvörudeild Kaupfélagsins
á Húsavik þegar þangað kom og mikið var ein
búin að tvístíga hjá garnrekkanum og sjá sjálfa
sig fyrir sér í handprjónaöri peysu með klukku-
prjóni, mosagrænni og vænni. Á Borgarfirði
eystra var margt að skoða en búið að breyta
versluninni og hætt að afgreiða yfir borð. Það
held ég hafi verið mistök. Varla verður svo skilist
við þessa hringferð að ekki sé komið við í stór-
magasíninu á Fagurhólsmýri. Þar fannst það sem
búið var að leita að um gervallt landið og miðin
- sólgler til að smella á gleraugun. Algert þarfa-
þing því eftir það gat sú sem þetta pikkar bæði
horft á landið og lesið á kort án þess að standa i
stöðugmn gleraugnaskiptum. Af þessu má sjá að
það er víða hægt að versla.