Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Blaðsíða 9
31
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER
DV
Innkaup
-------- r
Kaldur biór oq lenqur opið
Af-
greiðslutími
Vínbúðar-
innar á Dal-
vegi hefur
verið lengd-
ur á laugar-
dögum, eða
til kl. 18.00.
Er það
lengri af-
greiðslutími
á laugardög-
um en geng-
ur og gerist
á höfuðborg-
arsvæðinu.
Þá hefur verið settur upp kæl-
ir í búðinni þar sem bjór er
kældur. Er þetta eina vínbúðin
sem býður slíka þjónustu sem
flestum þykir sjálfsögð. Jólabjór-
inn má því fá kaldan á Dalvegi
en þar eru 6 tegundir jólabjórs á
boðstólum.
Talsmenn vínbúðarinnar segj-
ast hafa orðið fyrir smávegis
samdrætti í verslun með tilkomu
Smáraiindar en trúa því að góð
aðkoma og bílastæöi, auk lengri
afgreiðslutíma, muni falla við-
skiptavinum vel í geð og rétta
hlut þeirra á ný.
timabil 8. desember
Ákveðið hefur verið að
greiðslukortatímabilið í næsta
mánuði hefjist laugardaginn 8.
desember. Þetta gildir um þær
verslanir sem hafa gert samn-
inga við Visa og Eurocard um
svokallað breytilegt kortatíma-
bil. Með þessu móti nást þrjár
verslunarhelgar fyrir jól í stað
tveggja þar sem hægt verður að
greiða með greiðslukortum sem
nær yfir sama tfmabilið. SVÞ -
Samtök verslunar og þjónustu,
Þróunarfélag miðborgarinnar,
Kringlan og Smáralind óskuðu
sameiginlega eftir því við korta-
fyrirtækin að kortatímabilið
yrði lengt með þessum hætti.-hlh
Jón Gestur Sörtveit hjá Lavazza-kafTiskólanum:
Espresso er hollasta
uppáhellingin
Kaffi
kaSifram-
leiðslu,
Arabica og
Robusta. Hvort af-
brigði um sig er rækt-
að víða um heim und-
ir ýmsum nöfnum.
Hvort um sig gefur
ákveðin bragðein-
kenni. -hlh
„Flestir kunna að hella upp á
kaffi en fólk vill gjarnan bæta við
þekkingu sína á kaffi og vill einnig
vita hvort það er að drekka gott
kafíi eða ekki. Því kafFi er ekki bara
kafíi,“ segir Jón Gestur Sörtveit,
kaffimeistari hjá Lavazza á íslandi.
Jón Gestur hefur séð um kafFi-
námskeið um nokkurt skeið þar
sem hann fer yfir sögu kaffisins og
gerð espresso. í fyrstu voru þessi
námskeið eingöngu haldin fyrir fag-
menn, þjóna o.fl., en nú eru þau
opin almenningi. Og áhuginn er
mikill enda margir með espressovél-
ar heima í eldhúsinu. I framhaldi af
grunnnámskeiöi um espresso er
hægt að skrá sig á námskeið í gerð
espesso-kafFidrykkja, bæði óáfengra
og áfengra. Skráning á kaffinám-
skeiðin hjá Lavazza-kaffiskólanum
fer fram á www.matarlist.is eða í
síma 540 9000.
„Grunnnámskeiðið fjallar fyrst og
fremst um espresso-kaffi en það er
nauðsynlegur grunnur í flestum
kafFidrykkjum. Ég fer yfir sögu kaff-
isins, hvernig
espresso-kaffi á að
vera og ýmsar aö-
ferðir við uppá-
hellingar."
En
hvemig er
espressokafFi?
Er það ekki
bara lútsterkt
kafFi?
„Nei, það er
útbreiddur mis-
skilningur.
Espresso á að
vera frekar
þykkt og ilmandi
með þykkum og
fallegum broddi
(crema). Það á að
taka um 25 sekúndur fyr-
ir vatnið að fara í gegnum kaffið,
6,8-7 grömm (u.þ.b. kúfuð mat-
skeiö), svo úr verði 35 ml bolli. Út-
koman á að vera bragðmikill kafFi-
bolli með góðu eftirbragði sem er
laus við alla remmu."
Kaffi er ekki bara kaffi
/ kaffiskóla Lavazza læra margir að meta kaffi upp
á nýtt. Jón Gestur Sörtveit kaffimeistari sér um
kennsluna en eftirspurn eftir námskeiöum hans er
sífellt aö aukast.
vatnið að fara um kafFið því hollari
er drykkurinn. Við gerð espresso er
vatnið einungis 25 sekúndur að fara
í gegnum kafFið og þá losnar minna
af koffíni, sýrum og óæskilegum
efnum úr læðingi. Með þessa reglu
að vopni má fullyrða að
pressukönnuuppáhelling sé óholl en
þá er vatnið í stöðugu sambandi við
kafFið. Mokkakönnurnar, þessar
sem settar eru á eldavél, eru
hins vegar finar og þægileg
aðferð til þess að búa til
espresso. En þegar um sjálf-
virka vél er að ræða er
alltaf betra ef hún sýður
vatnið áður.“
Jón Gestur segir mölun
kaffisins skipta máli eins
og upprunaleg gæði. Kaffið í
espressovélarnar þarf að
vera finmalað. Ef það er of
gróft vantar broddinn en ef
það er of fint vill það brenna
og broddurinn verður dökk-
ur og brunninn.
Lavazza-kaffiskól-
inn
er kominn frá Ítalíu, frá kaffifram-
leiðandanum Lavazza. Skólinn hér
á landi er sá níundi í röðinni og sá
fyrsti á Norðurlöndum.
Þrif mikilvæg
En espressolögun verður ekki
framkvæmd nema með espressovél.
„Espressovélin var fundin upp á
ítallu um aldamótin 1900 og er not-
uð í öllum löndum heims í dag. Það
hefur enginn einn hlutur haft jafn
afgerandi áhif á kafFimenninguna
og þessi vél. Á námskeiðinu förum
við yfir það hvernig þessar vélar
virka, handbragö og umgengni um
vélina, en það eru ekki síður mikil-
vægir þættir en gott hráefni.
Og Jón Gestur fer líka í flóun á
mjólk. „Það vefst fyrir mörgum að
flóa mjólk í kafFi en best er að nota
G-mjólk. Ég fer alveg í gegnum það
ferli.“
En hvað sem kaffið heitir er gott
hráefni nauðsynlegt. Til eru um 60
afbrigði af kaffibaunum en tvær eru
aðallega not-
aðar
viö
HoJI aðferð
Jon Gestur segir að í einum
espressobolla séu um 800 bragðteg-
undir - sannkölluð veisla fyrir
bragðlaukana. Espresso er sjálf að-
ferðin, óháð kaffitegund. Þannig má
gera espresso úr ýmsum tegundum
kafFis en grunnskilyrði
er þó að um
gæðakaffi
sé að
ræða.
Og svo
má
ekki
gleyma
að
espresso er
hollasta að-
ferðin við að
laga kafFi.
„Því skemmri
tíma sem það
tekur
Herbert Guðmundsson kaupir inn: t
■t
V
Soðinn Eyvi í kvöldmatinn
Innkaup
Herbert Guðmundsson er upp-
tekinn maður þessa dagana.
Hann hefur nýlega gefið út
plötu sem á er að finna frum-
samið efni og hefur stundað
spilamennskuna stíft. Um
þessar mundir er hann að und-
irbúa stóra útgáfutónleika sem
fram eiga að fara í Óperunni
miðvikudaginn 28. nóvember. Þar
ætlar hann, í fyrsta skipti, að
koma fram meö 13 manna hljóm-
sveit og kynna nýja diskinn sinn
sem kallast Ný spor - á íslenskri
tungu.
Þó I mörgu sé að snúast hjá Her-
berti reynir hann yfirleitt að elda
kvöldmatinn á heimilinu en
fimm manns eru í heimili.
Innkaup fengu að fylgjast
með þegar Herbert
skrapp í Nóatún og;
keypti I kvöldmatinn.
„Ég var að hugsa um
að hafa soðinn Eyva,“
segir Herbert þegar
hann er spurður um
hvað verði fyrir valinu
sem kvöldmatur þetta skipt-1
ið. „Þegar ég var kokkur á sjó
þá var súpu-
kjöt kallað
Fjalla-Ey-
vindur þvi
eins og
allir vita
lifði hann á lambakjöti. Eyvi
sparifötunum var svo steikt
súpukjöt með brúnni. Soðinn
Eyvi er hins vegar bestur með
uppbakaðri karrírjómasósu,
þar sem notað er gæðakarrí,
Herbert Guðmundsson songvarl
er liðtækur í eldhúslnu
„Þaö þýðir ekkert annaö en aö nota alvöru
hrísgrjón meö karríkjötinu, “ segir hann.
og hns-
grjón-
um
i og
m þau
verða að vera frá Tilda,
svona alvöruhrisgijón."
Herbert segir hið
sama eiga við um
matseldina og tónlist-
ina, hann sé sjálflærð-
ur í hvoru tveggja.
„Ég var kokkur á
sjó í mörg ár og þar
lærði ég að elda. Ég
héld að sjómennirnir á
skipunum hafi bara
verið nokkuö sáttir við
mína eldamennsku."
Aðspurður um
skemmtilegar sjóara-
sögur sem tengjast elda-
mennskunni rifjar hann
upp eftirminnilegan jólatúr
sem hann fór í afleysingum á
einu skipa Eimskips. „Þegar
að því kom að elda jólamatinn
biðu mín 10 hangilæri með beini.
Ég hafði aldrei úrbeinað neitt en
var svo heppinn að á skipinu var
strákur sem hafði unnið sem þjónn
á Sögu og hann hafði einhvern tím-
ann séð kokkana þar úrbeina læri.
Hann aðstoðaði mig við þetta verk
en ég var um hálftíma að úrbeina
hvert læri. Þeir sem kunna það eru
svona 8-10 mínútur að því.“
Önnur eftirminnileg elda-
mennska átti sér stað þegar Her-
bert var að byrja sem kokkur á sjó,
þá á báti frá Vestmannaeyjum.
„Þar varð ég meistari í
skúffukássu. Hún varð þannig tO
að ég stóð í eldhúsinu í öllu vagg-
inu og veltunum og þegar færi ^
gafst henti ég hakki í ofnskúffuna
og lokaði. Svo skar ég laukinn og
paprikuna og allt hitt úti um allt
eldhús og henti því jafnóðum inn í
ofninn. Eftir smátíma var þetta allt
vel blandaö saman og út kom fín-
asta skúffukássa."
Herbert segist yfirleitt elda
venjulegan heimilismat. „Um há-
tíðirnar verður hins vegar nær
eingöngu fugl á boðstólum á mínu
heimili. Ég ætla að elda gæs á að-
fangadag og kalkún með öllu til-
heyrandi um áramótin. Svo reyni
ég, þegar ég er á ferð minni um
landið, að fá gott hangilæri hjá ein- *
hverjum bóndanum, helst á Norð-
urlandi, eitthvað sem er kofareykt
og fint. Takist það ekki þá kaupi ég
norðlenskt hangikjöt, það er
ómissandi um jólin.“ -ÓSB