Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Page 5
FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER
19
Imíkaup
Herrahúsið
6.600 krónur.
Hátíðarfatnaður
Galakvöld í Debenham's á fimmtu-
dagskvöld.
Galakvöld
Debenham’s í Smáralind efnir
til galakvölds i húsnæði verslun-
arinnar, 2. hæð, á fimmtudag,
kl. 20-22. Þar mun djasshljóm-
sveit spila, freyðivin verður í
glösum og konfekt frá Nóa-Sír-
íusi í skálum.
Þar verður tískusýning á gaia-
fatnaði fyrir árshátíðir og nýárs-
kvöld en fyrirsætur frá Model 79
munu sýna. Aveda mun sjá um
hárgreiðslu og No Name um
förðun. Snyrtivöruumboðin
munu kynna nýjustu línuna í
förðun. Þá verður Anna Toher
með kynningu á Stílista-þjón-
ustu Debenham’s sem vakið hef-
ur mikla athygli og margir hafa
notfært sér.
Allar konur fá smágjöf þegar
þær fara af galakvöldinu.
Galafatnaður er ekki skilyrði.
Jólaskap í Sand
Jólavörurnar fylla nú hillur verslunar-
innar Sand í Kringlunni en þar fæst
glæsilegur fatnaður á konur sem
karla. Vignir Jóhannsson mun opna
málverkasýningu í versluninni í
kvöld, fimmtudag, en sýning hans
mun standa til 14. desember. Á
opnuninni verða lifandi tónlist og
léttar veitingar í boði. Gestir geta
notið þessa og auðvitað skoðað
nýju vörurnar.
Vín og bjór
í matvöruverslanir
SVÞ - Samtök versl-
| unar og þjónustu taka
kk undir þau viðhorf
n sem koma fram í
neytendakönnxm
; Pricewaterhouse-
Coopers um sölu
' léttvíns og bjórs í
' matvöruverslunum
og öðrum smásöluverslunum,
þar sem það á við. Samtökin
telja að gera ætti þessa breyt-
ingu hið fyrsta. Könnun
PricewaterhouseCoopers er
þriðja neytendakönnunin á
stuttum tíma sem leiðir í ljós að
sterkur vilji neytenda er til að
hægt verði að kaupa léttvín og
bjór í matvöruverslunum.
„Léttvín og bjór eru vörur sem
neytendur líta í dag á sem hverj-
ar aðrar matvörur og vilja fá að
kaupa sem slíkar. Krafa neyt-
enda er að geta sett þessar vörur
í sömu körfu og kjöt og fisk,“
segir i tilkynningu SVÞ.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp
um að einokun ríkisins á sölu
áfengis verði afnumin. -hlh
Skyrta
og
bindi
Tíska
Hvað er í boði ef ungur karlmað-
ur fer á stúfana til að kaupa sér
skyrtu og bindi? Til að fá svör við
þeirri spumingu leituðu DV-Inn-
kaup til fimm verslana sem selja
karlmannafatnaö. Þær eru íslenskir
karlmenn, Laugavegi 74, Herrahús-
ið, Laugavegi 47, Herragarðurinn,
Kringlunni, Herrafataverslun Birg-
is, Fákafeni 11, og Debenham’s í
Smáralind.
Teitur Atlason, starfsmaður DV,
var með í för og gegndi hlutverki
fyrirsætu. Hann var í eigin jakkaföt-
um, dökkgráum, og var það hlut-
verk starfsmanna fyrmefndra versl-
ana að klaeða hann í skyrtu og bindi
við hæfi. Árangurinn af þessu búða-
rápi með Teiti er hér á siðunni. Til-
gangur ferðarinnar var eingöngu að
sýna hvað verslanirnar hefðu upp á
að bjóða í þessu sérstaka tilfelli,
óháð verði. -hlh
OV-MYNDIR E.ÓL
Debenhams
Skyrta:
Thomas Nash, 60% bómull
og 40% polyester.
3.690 krónur.
Bindi:
Jeff Banks silkibindi.
3.390 krónur.
Skyrta:
Casa Moda úr bómull. Straufrí. 4.900 krónur.
Bindi: Laurant Benon silkibindi. 3.900 krónur.
HerragarÖurinn Skyrta: Dahlin, úr bómull. 8.490 krónur.
Bindi: Strellson-silkibindi. 3.980 krónur.