Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2001, Side 11
33
FIMMTL’DAGUR 22. NÖVE^BÉR12001________________________________
DV ____________________________________________________________ Innkaup
Búðaráp
Stökkar pitsur
Pitsur úr venju-
legum ofni
geta verið
misjafnar
en algengt
' er að brauð-
bæði botn
og kantur, sé ekki nógu stökkt
og brakandi. í Byko í Kringl-
unni fæst þessi netti pitsuofn
sem er 10 mínútur að baka eina
pitsu og skilar þeim með stökku
brauði. Kostar gripur-
inn 19.558 krónur.
Geyma tónlist
Það getur verið ei-
lífðarvandamál að
finna geislaplötunum
hentugt pláss enda
bætist stundum ört í
safnið. í Jóni Ind-
íafara má finna netta
tréstanda af ýmsum
stærðum. Kostar
standur eins og á
myndinni 15.000
krónur.
Lítið undur
Sú var tiðin að myndband-
stökuvélar voru stórar og köll-
uðu á rúmgóða
, tösku. Sony IP7
1 vélin er alger
andstaða gömlu
vélanna,
minnsta
stafræna
spóluvél
sem fæst
á mark-
aðnum. Hún rúmast hæglega 1
lófa eða brjóstvasa. Svokallað
„blue-topth“ er innbyggt sem
gerir eiganda slíks farsíma kleift
að póstsenda myndir úr vélinni.
Vélin þessi kostar 299.900 krón-
Minnir á gamla daga
Eldhúsvogir úr
plasti hafa
I verið nær
ráðandi á
markaðnum í
| fjölda ára en nú
er aftur farið að
bera á myndar-
legum stál-
vigtum. Þessi
minnir á
gamla tíma
en stenst nú-
tímakröfur um tækni. Hún tekur
5 kíló. Vigtin fæst í Búsáhöldum
og gjafavörum og kostar 5.435
krónur.
Ofnfast fat
Ofnfast fat er traust gjafavara.
Mikið úrval
slíkra nytja-
hluta má finna í Búsáhöldum og
gjafavörum í Kringlunni. Þessi
er í stálgrind og með stálloki og
kostar 4.995 krónur.
Blá hitakanna
Hitakönnur frá
hinu þekkta
merki alfi
fást orðið í
öllum lit-
um og út-
færslum.
Þessi er úr
hálfgegn-
sæju plasti,
bláu, sem gef-
ur henni
skemmtilegan
svip á eldhúsborðinu eða inni í
stofu. Þessi kanna fæst í Willer-
oy&Boch og kostar 3.990 krónu.
-hlh
Evró hefur hafið sölu á Lynx, heimsþekktum finnskum vélsleðum:
Snarpir sportsleðar og
þægilegir ferðasleðar
Vetraríþróttir
„Með Lynx-vélsleðunum erum
við loks komnir hringinn, getum nú
boðið vörur fyrir allar árstíðir og
fullnægt þannig útrásarþörf íslend-
inga á mörgum sviðum. Við vorum
með sýningu á sleðunum í Smára-
lind um síðustu helgi og urðum var-
ir viö mikinn áhuga,“ segja þeir
Óskar Jónsson og Sveinbjörn Árna-
son hjá Evró að Grensásvegi 3
(Skeifumegin).
Verslunin Evró hefur lengi verið
þekkt fyrir fjölbreytt úrval tjald-
vagna og fellihýsa, með tilheyrandi
útbúnaði og aukahlutum, auk kerra
af ýmsum stærðum fyrir sumarbú-
staðaeigendur og verkglaða hús- og
garðeigendur. Þá eru ótaldar
vespumar sem verða æ algengari
sjón á götum borgarinnar. En nú
bætist vetrarlífið við vörulínu Evró
og það af fullum krafti.
Lynx er mjög þekkt merki meðal
áhugamanna um vélsleða. Þessir
vélsleðar eru framleiddir í Finn-
landi af fyrirtækinu Bombardier, en
það er þekkt fyrir framleiðslu
Rotax-mótora, Lear Jet þotna og
jámbrautarlesta, svo eitthvað sé
nefnt. Fyrstu Lynx-sleðamir komu
á markað 1968 og hafa átt mikilli
velgengni að fagna alla tíð síðan.
Þeir eru framleiddir og próf-
aðir mjög norðarlega í Finn-
landi, við hörku-vetrarað-
stæður. Sleðarnir sem hér fást
eru sérstaklega hannaöir fyrir
evrópskan markað.
Frá Lynx koma fimm flokk-
ar vélsleða en hjá Evró er meg-
ináherslan lögð á tvær línur,
Enduro, sem eru léttir og
snarpir sportsleðar, og
Touring sem era þægilegir
ferðasleðar og taka tvær
manneskjur. Lynx-sleðarnir
fást með 500-800 cc vélum og
kosta frá 870.000 krónum. Þeir
eru fáanlegir í nokkrum litum,
rauðum, bláum, svörtum eða
silfúrlit, allt eftir útfærslum.
Dýrasti sleðinn, Lynx Tour-
ing, kostar 1.469.000 krónur, en
þar er á ferðinni massífur en
þægilegur ferðasleði.
- En hvaö gerir Lynx-sleð-
ana svona vinsæla?
„Þeir eru rómaðir fyrir
fjöðrunina. Um er að ræða
lóðrétta dempara sem engir
aðrir eru með, en þeir gera
fjöðrunina lengri og jafnari.
Það eru engir flatir punktar.
Þeir hafa einnig reynst mjög
vel í keppni en Evrópumeist-
arinn í snjókrossi á vélsleðum
ekur sérstökum
snjókrosssleða
frá Lynx,“ segja
Óskar og Svein-
björn. Þeir bjóða
einnig Lynx-
keppnissleða
með 440 og 800 cc
vélum.
Lynx fást nú í
fyrsta skipti
sunnan heiða en
Lynx-þjónustan á
Akureyri mun
áfram selja Lynx-
sleða norðan
heiða. -hlh
DV-MVNO E.ÓL.
Flottir sleðar
Óskar Jónsson hjá Evró við Lynx-vélsleða sem fyr-
irtækið hefur nýhafið sölu á.
DV-MYND 8RINK
A fullri ferð
Lynx-vélsleðarnir hafa reynst vel í vélsleðakeppni víöa um heim. Hér er Lynx Rave
800 keppnissleði fremstur í flokki á vélsleöamóti á Akureyri.
Dualit býr enn að fyrstu gerð:
Klassík í hönnun brauðrista
Hönnun
Brauðrist er með hversdagslegri
fyrirbærum en þær skipa afar mik-
ilvægan sess í heimilislífi margra,
sérstaklega þeirra sem er annt um
að ristaða brauðið sé eins og þeir
vilja nákvæmlega hala það, alla
daga allan ársins hring. Og
brauðristar sem kaupa má ódýru
verði eru yfirleitt hversdagslegar í
útliti. En á því eru undantekningar.
Og þær kosta líka skildinginn.
• Dualit er löngu orðin klassík
meðal brauðrista og gerist það
ósjaldan sem henni er lýst sem Rolls
brauðristanna. Hönnun Dualit hef-
ur lítið breyst þau rúmu 50 ár sem
hún hefur verið á markaðnum. Du-
alit var komið á fót af breskum
verkfræðingi, Max Gort-Barten,
árið 1946 en fyrirtækið framleiddi
einnig vörur fyrir stór eldhús og
mötuneyti. Hverri brauðrist var
raðað saman í höndunum undir
ströngu gæðaeftirliti fjölskyldunn-
ar. Gilti einu þó eftirspumin magn-
aðist með ári hverju. Fiölskyldan
hélt sínu striki. Breska íhaldssemin
réð ferðinni. Leið þó ekki á löngu
áður en Dualit ristaöi brauð J öðru
hverjti" kaffihúsi í Bretlandi. Með
tilkomu uppanna, nýríks ungs fólks
sem taldi sig öðrum fremur hafa
smekk fyrir hönnun, rauk eftir-
spumin hins vegar upp úr þakinu.
Varð úr að framleiddar voru
brauðristar fyrir almennan markað
og er svo enn f dag.
Flaggskip Dualit-brauðristanna er
þessi krómaða en ristarnar hafa hólf
fyrir 2, 4 eöa 6 brauðsneiðar. Til era
ódýrari útgáfur í ýmsum litum.
Kosturinn við Dualit er ekki ein-
göngu hönnunin, sem þykir klass-
ísk, heldur endingin. Dualit er úr
áli til endanna en ryðríu stáli um
miðbikið. Sérkenni Dualit er tíma-
stillirinn og brauðsneiðin skýst
ekki upp þegar ristun er lokið held-
ur biður í ylnum frá elementunum
þar til ýtt er á sérstaka sveif.
Þannig er tímasetning ristunarinn-
ar ekki aðeins nákvæm heldur bið-
ur brauðsneiðin ylvolg eftir smjör-
inu og ostinum.
Eins og áður sagði hefur Dualit-
brauðristin lítið breyst í áranna rás
en nú eru rifumar fyrir brauðsneið-
arnar þó eilítið breiðari en áður og
linurnar ávalari.
A. Karlsson í Brautarholti selur
Dualit-brauðristar hér á landi. Þess
má geta að þær eru ódýari hér en í
Bretlandi og Bandaríkjunum eins
og títt er um klassíska merkjavöru.
Þessar krómuðu kosta um 21.500
krónur en þær lituðu um 20.600
krónur. -hlh