Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001
Fréttir I>V
Ágúst Einarsson gagnrýnir R-listann, hrósar Davíð og vill Bolla í 17 sem leiðtoga:
Auðvelt að villast af leið
- segir flokkssystir Ágústs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, um gagnrýni á
Línu.net
„Mér finnst þetta svolítið lang-
sótt hjá Ágústi. Hann dettur eigin-
lega í þann pytt að láta frasana
hugsa fyrir sig með þessari samlík-
ingu,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri vegna gagnrýni
flokksbróður hennar á R-listann.
Lína.net getur orðið Reykjavík-
urlistanum dýr þar sem málefni
þess fyrirtækis vekja sífellt meiri
furðu, að mati Ágústs Einarssonar,
fyrrum þingmanns Samfylkingar-
innar og prófessors í hagfræði. Mál-
efni Línu.nets „minna mjög á
stjórnarhætti í bæjarútgerðum
fyrri tíma þegar borgarfulltrúar
voru að vasast í atvinnumálum en
Lina.net er núna t.d. komið í fisk-
eldi,“ segir Ágúst. Hann segir að í
Reykjavík hafi oft verið gengið í
borgarsjóð til að greiða laun í Bæj-
arútgerð Reykjavíkur en sam-
keppnisstaða í sjávarútvegi hafi
stórlega verið skert með slíkum
rekstri. „Davíð Oddsson, þá nýorð-
inn borgarstjóri, hreinsaði út þetta
kerfi spillingar og óeðlilegra við-
skiptahátta og seldi fyrirtækið og
úr því varð eitt
öflugasta sjávar-
útvegsfyrirtæki
landsins. Þessa
frumkvæðis Dav-
íðs verður lengi
minnst og sýndi
forustuhæfileika
hans sem síðar
skiluðum honum
í stöðu flokksfor-
manns og forsæt-
isráðherra,“ segir
síðu sinni.
Auðvelt að villast af leið
Prófessorinn hefur fram til þessa
verið álitinn eindrægur stuðnings-
maður R-listans en Ingibjörg Sólrún
neitar því að gagnrýnin hafl komið
henni neitt sérstaklega mikið á
óvart. Auðvelt sé að villast af leið í
umræðunni um mál Línu.nets. en
bæjarútgerðin og Lina.net eigi ekk-
ert sameiginlegt nema að borgin
hafi komið að báðum þessum fyrir-
tækjum. Bæjarútgerðir hafi verið
stofnaðar til að halda uppi at-
Ágúst
Einarsson.
Ágúst á heima-
vinnustigi en með
stofnun Linu.nets
sé Reykjavíkur-
borg að fylgja
ákveöinni þróun.
„Góð fjarskipti og
góðar upplýsinga-
veitur eru jafn
mikilvægar fyrir
upplýsingaþjóðfé-
lagið og samgöng-
ur voru fyrir iðn-
aðarþjóðfélagið. Við erum að
tryggja að Reykjavíkursvæðið sé í
stakk búið til að takast á við þetta
nýja samfélag og þá samkeppni sem
verður að vera til en hefði ekki orði
nema með Línu.neti," segir borgar-
stjóri og afneitar með öllu að R-list-
inn hafl gert nokkur mistök varð-
andi fyrirtækið.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir.
Bolli skeinuhættur
andstæðingur
Ágúst segir einnig að sífelld um-
ræða hjá Reykjavikurlistanum um
uppstillingu og úthlutun embætta
fyrir fram geti vakið óbeit hjá kjós-
endum og verkfall tónlistarskóla-
kennara geti einnig reynst Reykja-
víkurlistanum hættulegt því þar
skorti átakanlega frumkvæði
stærsta sveitarfélagsins í þvi máli.
Ágúst spáir æsispennandi borg-
arstjórnarkosningum í Reykjavík
og segir R-listann njóta mjög for-
ystu Ingibjargar Sólrúnar. Sjálf-
stæðismenn sleppa ekki heldur við
gagnrýni og eru þeir sagðir tala
tungum tveim ef ekki fleiri, auk
þess sem þá skorti leiðtoga.
Prófessorinn kemur reyndar með
tillögu að nýju leiðtogaefni sjálf-
stæðismanna: „Það er einkennilegt
að enginn hefur lagt til að Ásgeir
Bolli Kristinsson, oft kallaður Bolli
í Sautján, leiði lista sjálfstæðis-
manna í Reykjavík," segir Ágúst.
„Hann gæti reynst Ingibjörgu Sól-
rúnu skeinuhættur andstæöingur.
Um þetta segir Ingibjörg Sólrún
að hún hafi sjálf viðrað þessa hug-
mynd í afmælisveislu sem haldin
var til heiðurs Bolla í ár. „Bolli er
til alls maklegur og mjög ráðagóð-
ur,“ segir borgarstjóri. -BÞ
Sátt möguleg
um sjávarútveg
Bæði Halldór Ás-
grímsson og Einar K.
Guðflnnsson, formað-
ur sjávarútvegsneíhd-
ar Álþingis, telja að
sátt ætti að geta náðst
um flskveiðistjómun
milli stjórnarflokk-
anna í ljósi sam-
þykkta sem flokkam-
ir hafa gert upp á
síðkastið. Á lands-
fundi Sjálfstæðisflokks var samþykkt
að taka hóflegt veiðigjald af útgerðinni
og nú hafa framsóknarmenn tekið af
skarið og mæla með auðlindagjaldi á
sjávarútveg. í samþykkt þeirra segir að
rétt sé að „innheimt verði magntengt
veiðigjald af þeim sem hafa fengið út-
hlutað eða greitt fyrir aflaheimildir."
Sú túlkun hefur komið fram að með
þessari samþykkt hafi fymingarleið-
inni verið sópað út af borðinu og að
sjónarmið sem Kristinn H. Gunnarsson
og fleiri hafa staðið fyrir hafl orðið und-
ir. Því hafnar bæði Kristinn og stuðn-
ingsmenn hans og benda á að í þessari
málamiðlun hafi þeir t.d. náð því fram
að ákvæði um sameign þjóðarinnar á
auðlindum sjávar beri að setja í stjórn-
arskrá. -BG
Segir sölumeö-
ferðina klúður
Framkvæmda-
nefnd um einkavæð-
ingu hefúr ákveðið að
framlengja skilafrest
í siðasta áfanga sölu
Landssímans til 7.
desember. Sjö óbund-
in tilboð bárust i lok
síðasta mánaðar og
hafði nefndin áður
ákveðið að bjóða
þremur aðstandend-
um þeirra að halda áfram og skila inn
bindandi lokatilboði i lok nóvember.
Síðar kom fram ósk frá áhugasömum
flárfestum um frekari frest og varð
nefndin við þvi.
„Þetta er einn eitt dæmið um klúður
í tengslum við þessa sölu. Ég get þó
varla sagt að þetta komi á óvart i þess-
um vitleysisgangi öllum," segir Stein-
grímur J. Sigfússon, formaöur Vg.
Steingrímur hefur ásamt fleirum
gagnrýnt á Síminn sé settur í sölu á
sama tíma markaðir hafa hrunið. Hann
segir liklegt að fresturinn nú sé tilkom-
inn vegna áhugaleysis flárfesta og velt-
ir upp spurningu um hverju verði núna
kennt um. „Hver skyldi verða sökudólg-
urinn núna hjá einkavæðingamefnd-
inni?“
Ekki náðist í Hrein Loftsson, for-
mann einkavæðingamefndar. -BÞ
Steingrímur J.
Sigfússon.
Halldór
Ásgrímsson.
Vetraraflinn á land Dv MYND Gw
Þeir létu ekki kuldann og bylinn á sig fá, sjóararnir i Hafnarfiröi í gærdag sem voru aö landa úr Hafsvölunni um það
bil hálfu tonni af þorski. Þeir Gabríel og Haraldur fönguöu þennan fiskinn í net á Faxaflóa.
íslensk kona vísindamannsins Dons C. Wileys sem hvarf í Memphis:
Hef ekki hugmynd
um hvað hefur gerst
„Þetta stendur allt í sama stað
núna. En það fyrsta sem kom upp í
hugann var sjokk. Ég hef ekki hug-
mynd um hvað hefur gerst,“ sagði
Katrín Valgeirsdóttir, eiginkona
prófessors Dons C. Wileys sem lög-
reglan í Memphis í Tennessee leitar
að eftir að hans var saknað á ferð
hans þar um miðjan nóvember.
Heimili Katrínar og Dons er í
Cambridge í Massachussetts á aust-
urströndinni en hann er sérfræðing-
ur i veirurannsóknum við Harward-
háskóla.
Lögreglan í Memphis sagði við
DV að rannsókn málsins væri ekki
lengur í höndum deildar sem fer
með mannshvörf. „Morðdeildin
fékk málið til rannsóknar fyrir
nokkrum dögum," sagði talsmaður
lögreglunnar í Memphis.
4 klukkustundir liðu
Don C. Wiley er sérfræðingur i
veirurannsóknum. Samkvæmt The
Boston Globe var síöast vitað um
ferðir hans á bílaleigubíl sem fannst
á DeSoto-brúnni í Memphis,
Kunnur vísindamaður
Don C. Wiley, sagöur bæöi
athafnasamur og hamingjusamur.
skammt frá mörkum Tennessee og
Arkansas. Hann hafði verið í kvöld-
verði með vinum og öðrum vísinda-
mönnum eftir ráðstefnu á Peabody-
hótelinu sem er um 5 mínútna akst-
ur frá brúnni. Hins vegar liðu flór-
ar klukkustundir frá því að vinir
hans kvöddu hann á hótelinu þang-
að til bílaleigubíllinn, Mitsubishi
Galant, fannst á brúnni. Lykillinn
var í kveikjulásnum, bensíntankur-
inn fullur og eftir rannsókn benti
ekkert til að átök hefðu átt sér stað
eða að greiðslukort hans hefðu ver-
ið notuð eftir að bíllinn fannst.
Wiley hafði fengið að gista hjá föður
sínum á meðan hann tók þátt i ráð-
stefnunni. Bíllinn sneri á brúnni
eins og hann hefði verið að aka í átt
frá þeim hverfum þar sem hús föð-
ur hans er.
57 ára hamingjusamur maður
Walter Norris, talsmaður löregl-
unnar í Memphis, sagði við The
Bolton Globe að það hefði ekki ver-
ið útilokað að Wiley hefði fallið
fram af brúnni, hvort sem það hefði
verið með eða án vilja hans sjálfs.
Vinir og ættingjar segja hvarfið
koma mjög á óvart, ekki síst í ljósi
þess að Wiley lét ávallt vita um ferð-
ir sínar, meira að segja þegar hann
fór út að skokka, hann væri bæði at-
hafnasamur og hamingjusamur. Ný-
lega hefði hann haldið upp á 57. af-
mælisdag sinn, hann hefði alið upp
böm með seinni konu sinni,
Katrínu, en fyrir á hann uppkomin
börn frá fyrra hjónanbandi. -Ótt
Læknastöður lagðar niður
Hugmyndir eru
uppi um það inn-
an heilbrigðis- og
tryggingamála-
ráðuneytis að
leggja niður stöð-
ur héraðslækna
en þær eru átta í
landinu. í flestum
tilvikum sitja heilsugæslulæknar
í þessum stöðum í hlutastarfi
nema í Reykjavík og á Akureyri
þar sem þær hafa verið heilar
stöður. - Mbl greindi frá.
Hvítt duft á Keflavíkurvelli
Hvítt duft, sem fannst í farang-
ursrými Flugleiðavélar á Kefla-
víkurflugvelli síðdegis í gær, var
bindiefni í ávaxtasafa Ölgerðar
Egils Skallagrímssonar. Viðbún-
aðarástandi var lýst yfir á flug-
vellinum í nokkrar klukkustund-
ir og prófaði eiturdeild varnar-
liðsins efnið sem reyndist skað-
laust. - RÚV greindi frá.
Ekki laun í meðferð
Ríkisstarfsmenn eiga ekki rétt
á launuðu veikindafríi þurfi þeir
í áfengismeðferð. Þeir sem sjá
fram á launaleysi meðan þeir eru
I meðferð hætta stundum við, seg-
ir læknir SÁÁ. - RÚV greindi frá.
Áhugi á Perlunni
Fasteignasalar, sem falið var
að hafa milligöngu um sölu
Perlunnar, eru á einu máli um að
áhugi fyrir mannvirkinu sé tals-
verður. Hins vegar sé erfitt að
segja til um hve mikil alvara búi
að baki og auk þess liggi ekki enn
fyrir nauðsynlegar upplýsingar
um skiptingu eignarinnar og
lóðaleigusamning. - RÚV greindi
frá.
Sameining prentsmiðja
Prentsmiðjurnar Steindórs-
prent-Gutenberg og Grafík verða
sameinaðar undir nafni Guten-
berg um næstu áramót. Þær eru í
eigu prentsmiðjunnar Odda. Graf-
ík varð áður til við sameiningu
prentsmiðjunnar Eddu og Prent-
smiðju G. Ben. Um 15-20 manns
munu missa vinnuna við samein-
inguna. - Mbl. greindi frá.
íbúðaverð hækkar
íbúðaverð í fjölbýlishúsum á
Akureyri hefur hækkað um 10%
á þessu ári. Þá hefur verð einbýl-
ishúsa hækkað um 7%. íbúðaverð
síðustu tvö ár hefur hækkað um
allt að 20%. Gert er ráð fyrir
hækkandi íbúðaverði á Akureyri.
60% vilja hnefaleika
60% þjóðarinnar eru hlynnt því
að leyfa ólympíska hnefaleika hér
á landi en fjörutíu prósent eru
því andvíg. Þetta er niðurstaða
skoðanakönnunnar sem Price
WaterHouse Coopers gerði um
nýliðin mánaðamót.
Heitt vatn í Eyjum
Fyrstu niðurstöður úr borun-
um i gömlu borholuna við Skip-
hella í Eyjum eru mjög jákvæðar
að sögn Friðriks Friðrikssonar,
veitustjóra Bæjarveitna Vest-
mannaeyja. Friðrik sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
vonast væri til að holan gæfi af
sér 5-10 sekúndulítra af um 60°C
heitu saltvatni. - Mbl. greindi frá.
-HKr.