Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Síða 7
7
ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001
I>V Fréttir
Yfirvöld í Reykjavík segjast vilja þétta byggðina:
Byggðin heldur enn
áfram að dreifast
Landbúnaður:
Yöre
Österbro
Bronstioj-Hosum
/Ydre
[Mnrrej
/ir.dre
Norre-
^hro /
Vaoiose
hayn-
Vesterbro
Vatoy
Vesí*
arnager
Suodbv
Syd'
Kongejia
/Enghave
Panasonic
AV/S
Þarftu bíl í
borginni?
Jólatilboð í Reykjavík
m m
Góður kostur fyrir landsbyggðarfólk
Aðeins kr.
2.999
pr. dag, ótakmarkaður akstur í
7 daga, tryggingar og vsk.
Umboðsmenn:
Akureyri, Vestmannaeyjum, Höfn, Egilsstöðum og ísafirði
Útvegum einnig bíla erlendis
Sími: 591 4000
Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is - Knarrarvogur 2 - www.avis.is
Bætt afkoma
í búskap
Rekstur sérhæfðra kúabúa í land-
inu skilaði viðunandi aíkomu á síð-
asta ári og rekstur sauðfjárbúa er
að nálgast jafnvægi á ný. Þetta eru
helstu niðurstöður ársskýrslu Hag-
þjónustu landbúnaðarins um af-
komu í landbúnaði á árinu 2000.
Þær byggja á niðurstöðutölum
rekstrar rúmlega 200 kúabúa og 100
sauðfjárbúa í landinu.
Hagþjónusta landbúnaðarins seg-
ir aö kúabúin hafi skilað um 1,9
millj. kr. i hagnað á síðasta ári, það
er fyrir laun eigenda. Það er sama
krónutala og i hittifyrra. Meðalkúa-
búið er í dag, samkvæmt búreikn-
ingum, með um 113 þúsund lítra
framleiðslurétt, samanborið við 100
þúsund lítra á árinu 1999.
Um sauðfjárbúin segir að rekstur
þeirra sé nú að vænkast frá því sem
var. Afkoman hafi verið slök á ár-
inu 1999, meðal annars vegna verð-
falls á gærum. Jákvæö tekjuþróun,
auk þess sem búin hafi stækkað,
skili tæplega einni milljón í hagnað
fyrir laun eigenda. Meðalstórt sauð-
fjárbú er nú með tæplega 290 ær-
gilda greiðslumark í kindakjöti og
314 vetrarfóðraðar kindur. -sbs
Láttu okkur
yfirfara
upptökuvélina
tímanlega fyrir jól
Einholti 2 • sími 552 3150
- þéttleikinn nú ríflega helmingur á við Kaupmannahöfn
Skipulag höfuðborgarsvæðisins tíl 2024
Gert er ráö fyrir aö byggöin haldi áfram aö þenjast út. Rauöu ftetimir sýna fyrirhugaöa byggö á
skipulagstímanum en dökkgráu fietirnir sýna atvinnu- og hafnarsvæöi.
Á sama tíma og talað er um í aðal-
skipulagi Reykjavíkur að þétta beri
byggðina er unnið að skipulagningu á
frekari útþenslu byggðar í höfúðborg-
inni. Grafarholts- og Grafarvogshverfi
eru enn í byggingu og íyrirhugað er að
hefja framkvæmdir við nýtt 400 hektara
hverfi undir Úlfarsfelli á næsta ári. Hef-
ur þetta verið nokkuð gagnrýnt, m.a.
með tilliti til kostnaðar við samgöngu-
kerfi borgarinnar. Þéttleiki byggðarinn-
ar í Reykjavík í dag samsvarar ríflega
helmingi af þéttleika byggðar í Kaup-
mannahöfn. Miðað við áætlun aðal-
skipulags um aukið landrými og íbúa-
þróun til 2024 mun þéttleiki byggðarinn-
ar hins vegar minnka, þvert á yfirlýs-
ingar ráðamanna.
Þéttbýlismörk Reykjavíkur eru skil-
greind í nýju aðalskipulagi og af-
markast af svokölluðum grænum trefli
við útmörk borgarinnar i austri og
landamörkum ann-
arra sveitarfélaga.
Heildarstærð
byggjanlegs lands
er talið vera 63 fer-
kílómetrar. Af því
er byggt land í dag
um 34 ferkílómetr-
ar eða um 54%. í
upphafi ársins 2000
voru íbúar í borg-
inni 110 þúsund
sem þýðir að þétt-
leiki á byggðu
svæði eingöngu
var þá 32,74 ibúar
á hektara. -Þéttleik-
inn er hins vegar
17,47 íbúar á hekt-
ara ef miðað er við
63 ferkílómetra.
Samkvæmt aöal-
með landfyllingum. Þéttleikinn á því
svæði öflu yrði samkvæmt spám um
20,5 íbúar á hektara. Nú er byggt land 34
ferkílómetrar en áætlanir gera ráð fyrir
að byggt verði á 45 ferkílómetrum i
borginni árið 2024. Þéttleiki byggðar á
þessu svæði yrði því um 30 íbúar á hekt-
ara samkvæmt áætlunum. Það virðist
því á skjön við yfirlýsingar ráðamanna
borgarinnar um þéttingu byggðar.
Þéttleiki nauösyn?
Gunnar Ingi Ragnarsson bygginga-
verkfræðingur, sérfræðingur á sviði
skipulags- og umferðarmála, sagði i DV
í maí að samkvæmt erlendum skýrslum
um áhrif þéttleika byggðar sé hvorki
grundvöliur fyrir almenningssamgöng-
um né menningarlegu borgarumhverfi
ef þéttleiki byggðarinnar er undir 50
ibúum á hektara. Bendir hann t.d. á
Kaupmannahöfn sem dæmi um þéttbýla
borg sem þó er jaínframt frekar lágreist.
Höfuðborg Dana, gamla Kaupmanna-
höfn, nær yfir 89,6 ferkílómetra land-
svæði. Þar voru íbúar 495.699 1. janúar
2000. Það þýðir að rúmlega 55 íbúar eru
á hvern hektara lands. Á Kaupmanna-
hafnarsvæðinu öllu, sem er rúmlega
2.870 ferkílómetrar, bjuggu þá um 1,8
milljónir manna. Stór hluti af þvi er
sveit og nær svæðið m.a. einnig yfir
Hróarskeldu og land þar í kring. Á
þessu svæði öllu samsvarar þéttleiki
byggðarinnar 6 ibúum á hektara.
Höfuðborgarsvæðið nær til átta sveit-
arfélaga sem eru: Reykjavík, Kópavog-
ur, HafnarQörður, Garðabær, Mosfells-
bær, Seltjarnames, Bessastaðahreppur
og Kjósarhreppur. Samkvæmt aðal-
skipulagsáætlunum sveitarfélaganna
munu 1.000 til 1.500 hektarar lands
verða teknir undir byggð næstu áratug-
ina. -HKr
skipulagi er gert
ráð fyrir að íbúar
Reykjavíkur verði
orðnir 134.000 árið
2024. Þá er einnig
gert ráð fyrir að
þéttbýlissvæði
borgarinnar hafi
Gamla Kaupmannahöfn stækkaö úr 63 fer-
Á þessu svæöi nam þéttleiki byggöarinnar i fyrra um 55 kflómetrum í 65,4
íbúum á hektara. ferkflómetra, m.a.
Tel víst að allt muni
loga hér í kjaradeilum
- segir Aöalsteinn Baldursson
Aðalsteinn
Baldursson
„Eins og stað-
an er núna eru
forsendur kjara-
samninganna
kolfallnar og ég
tel jafnvel að þótt
farið verði að
grípa til ein-
hverra ráðstaf-
ana núna þá sé
það of seint. Því
tel ég víst að
launalið kjarasamninganna verði
sagt upp í febrúar og um mitt árið
muni allt loga hér í kjaradeiium,"
segir Aðalsteinn Baldursson, for-
maður Verkalýðsfélags Húsavíkur
og formaður fiskvinnsludeildar
Starfsgreinasambands íslands.
Aðalsteinn segir að í fram-
kvæmdaráði Starfsgreinasam-
bandsins hafi ekki veriö neinn
ágreiningur um það að forsendur
kjarasamninga séu brostnar. „í
framhaldi af því var fundað með
fulltrúum annarra sambanda sem
eru með svipuö samningsákvæði
og á þeim fundi var samþykkt að
vinna saman að því að fá hér
breytingar á þeim kjörum sem um
var samið.
Ríkisstjómin hefur ekki staðið
við það sem hún lofaði; að halda
niðri verðbólgu og tryggja kaup-
mátt. Það er heldur ekkert sem
bendir til þess að þessi þróun haldi
áfram. Ýmis opinber gjöld hafa
verið að hækka og sveitarfélögin
eru að boða hækkanir á þjónustu
og útsvarsprósentu. Þetta þýðir
ekkert annað en að kjarasamning-
arnir eru kolfallnir og það virðist
borðleggjandi að segja launalið
þeirra upp í febrúar og allt verði í
uppnámi í kjölfariö," segir Aðal-
steinn.
Hann segir ekkert benda til þess
að breytingar verði en hvað þyrfti
að breytast ef freista ætti þess að
koma í veg fyrir að allt fari i háa-
loft?
„Samningarnir taka mið af verð-
bólgu tii 12 mánaða sem hefur nú
mælst mun hærri en miðað var
við. Það má því fullyrða að for-
sendur kjarasamninga séu þegar
brostnar. Það sem viö þurfum að
gera kröfu um er lækkun vaxta,
skattabreytingar og ekki síst leið-
rétting á lægstu laununum. Ég hef
tekið það saman að á sama tíma og
almenn verkamannalaun hafa
hækkað um 15-17% hafa laun opin-
berra starfsmanna hækkað um
30%. Menn hafa farið í verkföll til
að sækja minni launahækkun en
þama munar. Svo halda menn
áfram að horfa upp á árásirnar á
landsbyggðina eins og t.d. núna
síðast með mjög miklum hækkun-
um á öllum aðflutningum,“ segir
Aðalsteinn. -gk