Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Qupperneq 12
12 Merming ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 I>V Fáar bækur hefur maöur mátt lesa eins í þaula fyrir börn og sögur Sigrúnar Eldjárn um Kugg, enda eru þetta frumlegar og fyndn- ar bækur um vinskap drengs og Málfríðar, harðfullorðinnar konu, og móöur hennnar (sem er enn þá eldri!) þar sem flestu í hvunndeginum er snúið á haus. Stoppleik- hópurinn hefur nú búiö til sýningu í kring- um eitt af furðulegum ævintýrum þeirra fé- laga, söguna af því þegar þau fmna í fórum Málfríðar sextiu ára gamalt bréf frá prinsin- um unga þar sem hann biður hana að bjarga sér úr klóm vonda drekans. Kuggur og Mál- fríður snarast á stúfana, finna kastala drek- ans, Kuggur villir um fyrir honum meðan Málfríður klifrar upp í tuminn eftir hár- fléttu prinsins (sem hann hefur safnað í sex- tíu ár) og bjargar honum. Leiklist Hvar er kastali drekans? Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir í hlutverkum sínum. DV-MYND E.ÓL. Eins og Sigrún hefur fyrir sitt leyti fengið lánað minni úr ævintýrinu um Rapunzel með löngu fléttuna þá fá handritshöfundar leikritsins lánað bragð úr annarri bók Sig- rúnar. Kuggur og Málfríður komast nefni- lega til kastala drekans í hugsanablöðrunni úr Allt í plati. Þetta er skínandi gott ráð og undirstrikar að við erum í leik: Málfríður og Kuggur eru að leika sér og sýna um leiö bömunum í salnum að maður getur komist hvert á land sem er ef ferðast er i hugsana- blöðru! Leikendur eru aðeins tveir og hefur persón- um úr upprunalegu sögunni því verið fækkað, mamma Málfríðar og kraftajötunninn örsmái, Mosi, eru ekki meö að þessu sinni. En Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir láta sig ekki muna um að leika tvö hlutverk hvort - ekki frekar en börn í hlutverkaleik. Katrín leikur bæði Málfríði og drekann ógurlega, Eggert bæði Kugg og prinsinn með löngu fléttuna sem aðeins er gefin í skyn með látbragði - enda þarf Bókmenntir ekki meira til í sýningu fyrir hugmyndarík böm. Búningar Kuggs og Málfríðar eru alveg eftir bókinni, allt frá hárkollu niður í striga- skóna sem löngu eru orðnir vörumerki Sigrún- ar Eldjárn. Þetta er virkilega frisk og fjörug sýning með lifandi texta, leikin af bamslegri innlifun og gleöi. Troðfullur stóri salurinn í Gerðubergi kvað við af hlátrasköllum og mátti ekki á milli sjá hvor hópurinn skemmti sér betur, börnin eða fullorðna fólkið. Silja Aðalsteinsdóttir Stoppleikhópurinn frumsýndi í Geröubergi 24.11: Æv- intýri Kuggs og Málfríöar. Höfundur: Sigrún Eldjárn. Leikgerö og leikmynd: Leikhópurinn. Búningar: Sús- anna Magnúsdóttir. Söngtextar, tónlist og leikstjórn: Valgeir Skagfjörö. Seint koma sumir Gleðin allsráðandi Flissararnir eru verur sem geta verið ósýnilegar ef þær kjósa svo. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í samfélagi manna; nefnilega að sjá til þess að þeir sem eru fullorðnir séu góðir við böm. Og ef fuUorð- in manneskja er ekki góð við börn getur hún lent .í einhverju miður skemmtilegu, eins og að stíga ofan i hundaskít sem flissar- arnir láta verða á vegi hennar. Sagan Flissaramir eftir Roddy Doyle segir einmitt frá herra Mack sem vinnur sem kexsmakk- ari, draumastarf Uestra barna og margra fuUorðinna, en hann er við það að fá hundaskítsmeöferðina hjá flissur- unum - án þess að eiga það skilið. Skyldi takast að koma í veg fyrir að herra Mack stígi í hundaskítinn? Börn eiga oft ýmissa harma að hefna gegn fullorðnum án þess að geta mikiö gert í málinu. Því hlýtur það að veita börnum mikla útrás - eða jafnvel skírslu i anda Aristóteles- ar - að lesa um Uissara sem vernda börn fyrir fullorðnum og refsa hinum fuUorðnu þegar þeir eiga það skUið. Roddy Doyle boð- ar þó aUs ekki heUagt stríð barna gegn fullorðnum; mikilvægur boð- skapur sögunnar er að sonum herra Macks Unnst hann ekki eiga neitt illt skUið þvi þó að hann hafi skammað þá áttu þeir það skiliö. Sanngirni og réttiæti eru lykilorð í boðskap sögunnar um Uissarana. Ekki gerir það söguna verri að kímnin er ráðandi sem sést til dæmis á ýmsum bók- menntalegum brögðum sem höfundur beitir óspart. Einkum ber aö nefna kaUaheiti og kaUaskiptingu sögunnar en margs konar inn- skot rjúfa sí og æ framvindu hennar og það er ítrekað með skondnum kaUaheitum: „Þessi kaUi er nefndur eftir móður minni af því að hún leyfði mér að vaka fram eftir ef ég nefndi hann eftir henni: KaUi mömmu hans Doyles.“ (49) Þá koma ýmsir innskotskaUar þar sem ólíkar persónur gera grein fyrir sjónarmiðum sínum og rjúfa þar með frásögn hins alvitra sögumanns. Orðskýringar eru einnig i lok bók- ar og einkennast af fáránleikahúmor: „Sárabót: Plástur. Mjög handhægt ef manni er að blæða út.“ (110) Flissararnir er lítil saga en stútfull af fyndn- um innskotum og lamandi spennu - enda ekki lítið mál að stíga ofan í hundaskít! Sagan er sögð af mikiUi gleði og vekur vafalaust kátínu barna á öUum aldri. Katrln Jakobsdóttir Roddy Doyle: Flissararnir. Hjörleifur Hjartarson þýddi. Vaka-Helgafell 2001. Bókmenntir Guð og við hin Það er nokkuð freistandi að líta á fyrstu sög- una, „Guð“, i smásagnasafni Bjöms Þorláks- sonar sem dæmisögu um vanda og stöðu höf- undarins. Þar segir frá honum Guði sem lætur sér leiðast á himnum uns han fer að fylgjast með sérkennilegu mannlífi norður við heims- skautsbaug. Þannig fer einnig stundum fyrir höfundum að þeir taka að fylgjast með uppá- tækjum sköpunar sinnar með nokkurri undr- un og góðlátlegri vorkunnsemi. Guð í sögum Bjöms lætur sér ekki nægja að fylgjast með, því að minnsta kosti á einum stað grípur hann beinlinis inn í þar sem verið er að lýsa aðstæð- um sem persónurnar lenda í vart fyrir eigin til- verknað. Þær minna því furðumikið á strengja- brúður í hendi duttlungafulls brúðumeistara. Þrátt fyrir það eru þetta vel mótaöar og auð- þekkjanlegar manngerðir líkt og draumóra- maðurinn Magnús, glaumgosinn Gestur eða unglingurinn Beggi. Höfundur lýsir þeim gjaman með ísmeygilegu háði sem oft hlýtur að töfra fram brosviprur lesandans. Honum tekst einnig ágætlega að koma á óvart með óvæntum en rökréttum lokahnykk í sögum eins og „Vinir“ og „Jónas“. En stundum tekst þetta miður og sag- an lognast út af án þess að snerta við lesandanum. Stíllinn er yfirleitt látlaus, oft launfyndinn en fellur niður í flatneskju á milli. Mest þótti mér bera á því í lengstu sögunni, „Eng- ilbert“, þar sem góð hugmynd koðnar niður. Oft gætir nokkurr- ar ádeilu þó ekki geti hún talist beinskeytt eða nýstárleg. Fremur er hún almenns eðlis og beinist einkum gegn algengum fordóm- um. Eins og vænta má þegar sjónar- homið er hæst úr upphæðum skoðar höfundur persónur og atvik með nokkru yfirlæti og stundum kaldhæðni og jafnvel kuldaglotti, því gætir ekki mikillar samúðar með þessum ráð- leysingjum. Þó er ein undantekning þar á. Það er titilsagan og lokasaga bókarinnar þar sem segir frá Starkaði Ámasyni, átta ára snáða sem er í fyrstu heimsókn sinni hjá foður sínum eft- ir skilnað foreldranna. Þar lýsir höfundur á sannfærandi og nær- færinn máta togstreitunni og óró- anum í sál drengsins og ekki síð- ur sálarkreppu foreldranna. Þetta er langbesta saga bókarinnar og gefur til að kynna að Björn Þor- láksson, sem með Við sendir frá sér sína fyrstu bók, sé þroskaður höfundur sem enn meira megi af vænta. Hins vegar er ekki hægt að hrósa útgáfunni fyrir fráganginn; prófarkalestur virðist hafa farið forgörðum því persónur eiga það til að breyta um nafn í miðri sögu og kápumyndin er einhver sá versti ófógnuður sem ég hef enn séð. Vonandi verður hún ekki til að fæla burt væntanlega lesendur. Það væri miður. Geirlaugur Magnússon Björn Þorláksson: Viö. Smásögur. Bókaútgáfan Hólar 2001. Stóryddarakross 10. nóvember voru Magn- ús Pálsson og Steinþór Sig- urðsson heiðraðir fyrir brautryðjendastörf við leik- myndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur og víðar og hlutu báðir stóryddara- kross Félags leikmynda- og búningahöfunda. Við sama tækifæri voru veittir höf- undastyrkir félagsins og hlutu þá Sigurjón Jóhannsson og Elín Edda Árnadóttir. Björn G. Bjömsson hlaut rannsóknastyrk félagsins. Þess má geta að fyrri stóryddarar Félags leik- mynda- og búningahöfunda eru Snorri Sveinn Friðriks- son (1998), Björn G. Björns- son (1999) og Gunnar R. Bjamason (2000). Alls hafa 16 manns hlotið höfunda- styrki frá félaginu. Ný bók um Gíra Stýra ■ Eins og glöggir krakkar muna er gíraffinn Gíri Stýri strætisvagnabílstjóri í Gíraffabæ, en í nýju bók- inni sinni, Gíri Stýri og veislan, á hann frí og býður vinum sínum í veislu. Fyrst þarf hann samt að laga hús- ið sitt svo hann reki sig ekki alltaf upp und- ir. Svo bakar hann súkkulaðismákökur og rjómatertu með jarðarberjum og þá er allt til- búið að taka á móti gestunum, Katrínu kan- ínu, Grjóna grís, Fróða fll (sem verður að fá sterkasta stólinn) og Maríu mýslutetur sem bætist óvænt í hópinn. Þegar veislan stendur sem hæst skellur á hrikalegt þrumuveður og þá eru góð ráð dýr... Björk Bjarkadóttir skrifar söguna og teiknar litríkar myndir við. Mál og menning gefur út. Kona flugmannsins Bókaútgáfan Hólar gefur ut skáldsöguna Konu flug- mannsins eftir Anitu Shreve sem hittir sannar- lega í mark á þessum síð- ustu tímum. Kathryn Lyons er vakin upp um miðja nótt. Stór far- þegaflugvél hefur farist út af strönd írlands. Flugmað- urinn er eiginmaður hennar. Talað er um hryðjuverk, jafnvel að flugmaðurinn sjálfur hafi sprengt vélina. Ekkjan trúir ekki þess- um orðrómi en hversu vel þekkti hún eigin- mann sinn í raun? Hún tekst á við sorgina, höfnun dóttur sinnar og leyndarmál eigin- manns síns sem hún er staðráðin í að af- hjúpa. Sögur Anitu Shreve hafa notið gríðarlegra vinsælda og Kona flugmannsins var mánuð- um saman í efsta sæti á metsölulistum vest- an hafs og austan. Ásdís ívarsdóttir þýddi. Kræsingar og kjörþyngd Islenska bókaútgáfan hef- ur gefið út bókina Kræsing- ar og kjörþyngd - Lífstíðar- lausn fyrir kolvetnafikla eftir Richard F. Heller og Rachel F. Heller. Þar upp- lýsa þau hvers vegna sumt fólk fitnar þó að það borði eingöngu hollan mat, kenna fólki að stjóma matarlyst sinni og halda insúlínstyrk blóðsins í jafn- vægi án þess að hætta að borða það sem því þykir best og benda á hvaða lyf geta aukið fikn í kolvetni. í bókinni eru einnig leiðbein- ingar um líkamsþjálfun, mataræði og hvern- ig draga má úr streitu, auk þess sem þar eru 200 uppskriftir að gómsætum og freistandi réttum úr jurta- og dýrarikinu sem henta bæði sem venjulegar máltíðir og veglegar veislumáltíðir. Mósaík í verðlaunaþættinum Mósaík annað kvöld verður m.a. rætt við Guðberg Bergsson og Matthías Johannessen um kynni þeirra af Gunnlaugi Scheving, einum helsta brautryðj- anda íslenskrar málaralistar á 20. öld, og gerð nokkur grein fyrir yfírlitssýningu sem stendur yfir á verkum hans í Listasafni ís- lands. Rætt verður við Jón Karl Helgason sem hefur ráðist í að koma Njálu út á margmiöl- unardiski sem kallast Vefur Darraðar. Þessi útgáfa veitir m.a. nýja sýn á það hvernig Njála hefur orðið kveikja listsköpunar í gegnum tiðina. Agnar Már Magnússon djas- spíanisti spinnur tónavef ásamt triói sínu og hljómsveitin Fálkar frá Keflavík leikur til- brigði sitt við eitt af lögum SigurRósar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.