Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2001, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jðnas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guómundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjðnusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Njet í Nató Róttækar hugmyndir ráðamanna Atlantshafsbandalags- ins um að veita arftaka Sovétríkjanna aukinn aðgang að ákvörðunum bandalagsins og neitunarvald á sumum svið- um eru ekki traustvekjandi. Þær endurvekja efasemdir um, að allt sé með felldu í þessu aldna bandalagi. Atlantshafsbandalagið var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld til að hamla gegn útþensluvilja Sovétríkjanna og til- raunum þeirra til að afla sér neitunarvalds um málefni ríkja vestan járntjaldsins. Þetta tókst, því að Sovétrikin hrundu um síðir og leifarnar urðu að Rússlandi. Nú á að færa Rússlandi neitunarvald á silfurbakka, af því að ráðamenn Vesturlanda hafa skyndilega uppgötvað, að varnir gegn hryðjuverkamönnum hins íslamska menn- ingarheims séu kjörið verkefni til að lífga við afskekkt bandalag, sem hefur lokið ævistarfi sínu. Atlantshafsbandalagið er orðið afskekkt í heiminum. Bandaríkjastjórn hleypir hvorki því né ríkjum þess að hernaðarlegum ákvörðunum í Afganistan. Bretar reyndu að senda hundrað hermenn þangað, en þeir kúra þar ein- angraðir, umkringdir Norðurbandalaginu. Af slíkum ástæðum hafa evrópskir ráðamenn margir hverjir tekið vel í hugmyndir Bandaríkjanna og Bretlands um aukinn aðgang Rússlands að ákvörðunum Atlantshafs- bandalagsins. Þeir telja sig þannig geta virkjað Bandarík- in betur til gagnvirkra samráða i hernaðarefnum. Þessir ráðamenn, þar á meðal íslands, misskilja heims- sýn bandarískra stjórnvalda. Þau vilja gjarna hafa svæð- isbundin bandalög á borð við Nató sem eins konar leppa í hverjum heimshluta fyrir sig, en taka þar fyrir utan ekk- ert hernaðarlegt mark á bandamönnum sínum. Bandarikin geta notað Atlantshafsbandalagið til að halda niðri ófriði á Balkanskaga, af því að hann er í Evr- ópu. Þau nota á sama hátt annars konar bandalag við Pakistan, Úsbekistan og Norðurbandalagið i Afganistan til að ná sér niðri á Osama bin Laden og Talibönum. Flest grófustu hryðjuverkaríki heimsins hafa séð sér hag í að flaðra upp um Bandaríkin í kjölfar árásarinnar á World Trade Center og Pentagon. Þau vilja fá vestrænan gæðastimpil á ofsóknir sinar gegn minnihlutahópum i landinu. Rússland er bezta dæmið um þetta. Þar búa tugir minnihlutaþjóða, sem eru meira eða minna kúgaðar, þar á meðal Tsjetsjenar. Slíkar þjóðir nota rétt hinna kúguðu til andófs og eru þá uppnefndar sem hryðjuverkamenn. Rússland vill, að Vesturlönd hætti að amast við ofbeldi gegn slikum þjóðum. Þegar vestrænir ráðamenn ráðslaga um aðgerðir gegn hryðjuverkum, er ekki skortur sjálíhoðaliða af hálfu ríkja, sem stunda ríkisrekin hryðjuverk gegn fólki, svo sem Rússlandi og Kína, ísrael og írak, Pakistan og Úsbekistan. Við skulum draga einlægni slíkra ríkja í efa. í Atlantshafsbandalaginu skilja menn ekki, að heims- myndin hefur breytzt. Bandaríkin þurfa ekki lengur á Evrópu að halda til að hamla gegn Sovétríkjunum, sem eru ekki lengur til. Bandaríkin eru ein eftir sem heims- veldi og spyrja hvorki kóng né prest um neitt. Aðkoma Rússlands að Atlantshafsbandalaginu bætir þessa stöðu ekki. Hún breytir því ekki, að bandalagið hef- ur breytzt úr mikilvægum bandamanni í lítilvægan lepp, sem hefur eigrað um á barmi atvinnuleysis, síðan stóri óvinurinn í austri hrundi inn í sjálfan sig. Þegar mál eru komin í þá stöðu að arftaki óvinarins er farinn að segja „njet“ í málefnum Vestur-Evrópu, er kom- inn tími til að segja pass og leggja Nató niður. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Er framboð eina leiðin? TU mín koma sífellt fleiri menn og segja við mig að framboð sé eina leiðin. Þetta eru þeir sem vilja breyta fiskveiðistjórninni og telja að ekki sé unnt að koma því fram með baráttu innan stjórnmálaflokkanna. Þetta eru menn úr öllum ílokkum og ætla ekki að segja skilið við sína flokka. Þeir segja: Við viljum standa að einnota framboði með þetta eina mál, knýja það I gegn og hætta okkur ekki inn á öll svið stjómmála. Fiskveiðistjórnarmálið er svo stórt að grasrótin verður að koma fram. Það sé í anda lýðræðisins að hinn almenni borgari standi upp og berjist með þeim hætti fyrir ákveðnu máli. Þessir menn segja: Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn standa vörð um óbreytt kerfi og þeir munu ná meirihluta i næstu kosning- um og halda kerflnu óbreyttu. Fylgis- menn stjómarflokkanna munu ekki ganga til liðs við stjórnarandstöðuna i þessu máli þótt þeir séu sáróánægð- ir. Því sé eina leiðin að sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn og aðrir sem vilja styðja málið bjóði fram og freisti þess að ná fram þingmeiri- hluta til þess að knýja fram breytingar. En hvað með Davíð? Ég hef svarað með spum- ingunni; Hvað með Davíð? Hann lofaði að ná sáttum og hann er maður sinna orða. Þeir segja: Nú er það búið, nú er ekki lengur til setunn- ar boðið. En við sem að mörgu leyti erum ánægðir með stjómarstefnuna förum ekki ótilneyddir út í svona æv- intýri. Þessir menn segja: Nú erum við neyddir til. Skoðanakannanir benda til að meiri- hluti landsmanna vilji breyta fiskveiði- stjórninni en við búum við fulltrúalýð- ræði. Og fulltrúar sem við kjósum á þing bregöast við í ýmsum málum öðruvísi en við myndum gera. Fram- boð með þessu lagi væri liklega eins- dæmi hér, einnota framboð til þess að knýja fram eitt ákveðið mál. Heppnist ekki að ná fram meirihluta hafa menn þó reynt og geta friðað samviskuna. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur „Við veiðum stöðugt minni fisk með stöðugt stœrri flota stöðugt meira vélarafli, stöðugt öflugri veiðarfœrum. “ Skráning stóra bróður kanna sakarvottorð manns sem var að ráða sig til starfa hjá stofnun sem ég vann við. Viðkomandi hafði gerst brotlegur við ákveðna grein tilgreindra laga. Aðeins var vitnað í númer en ekki heiti lag- anna. Ákvæðið var var- færnisákvæði umferðar- laga eða eitthvað sambæri- legt. Brotið komst inn á sakaskrá viðkomandi vegna þess að hann hafði ekki sætt sig við þá niður- stöðu að vera talinn í órétti í árekstri. Hvaða hagsmunum var þjónað með því að geyma upplýsing- ar um þetta í áratug? Mjög stór hluti ökumanna lendir í einhverju, sérstaklega á fyrstu akst- ursárunum. Þeir sem eru öruggir um sekt sína, eins og ég sem keyrði á staur á fyrsta akstursárinu mínu, hafa hreint vottorð, en hinir sem eru í vafa lenda á sakskrá fyrir það eitt að bera málið undir dómstóla. Það er því ástæða til að spyrja sig hvenær hagsmunir hins opinbera réttlæta þá skerðingu persónuverndar að halda áratugum saman upp á upplýsingar um bernskubrek. Sakaskrá er ekki refsing Sá sem hefur hlotið dóm fyrir brot og tekið út sína refsingu hefur sömu réttindi og aðrir borgarar þessa lands. Það getur hins vegar verið þörf fyrir það að rekja feril manna sem annað hvort fremja al- varleg brot eða gerast brotlegir aftur og aftur. Við teljum þá að þörf meg- in þorra manna fyrir vemd fyrir þeim brotlegu sé mikilvæg- ari hagsmunir en réttur þess brotlega til þessarár persónuverndar. Skráning- in byggist sem sagt á hags- munamati, þar sem réttur- inn til persónuverndar er settur annars vegar á vogar- skálarnar en réttur almenn- ings hins vegar. Ef brot viðkomandi eru minniháttar þá er þörf al- mennings fyrir vernd líka minniháttar, í sumum til- fellum minni en svo að fórna megi persónuréttindum fyrir þá hagsmuni. Minniháttar fíkniefna- brot geta fallið undir þau brot sem ekki er réttlætanlegt að geyma upp- lýsingar um um aldur og æfi. Það er ekki aðeins fíkniefnabrot sem koma til álita. Það eru öll minniháttar brot þeirra sem ekki leggja í vana sinn að brjóta af sér. Þrengt að mannréttindum Það er í raun verið að þrengja að mannréttindum. Réttlætingin er bar- átta við hryðjuverkamenn. Tækni til eftirlits, samkeyrslu upplýsinga og varðveislu þeirra fleygir fram. Það er víða sem við verðum að vera vak- andi um mannréttindi okkar. Það tók aldir og mörg mannslif að móta þau réttindi sem við höfum öðl- ast. Við tökum þau svo sem sjálf- sagðan hlut að hætt er á að við sofn- um á verðinum. Lítum til alræðis- ríkja þar sem mannréttindi hafa ver- ið fótum troðin. Höldum vöku okkar. Látum varðveislu i sakaskrá vera bundna við mikilvæga hagsmuni. Jón Sigurgeirsson Jón . Sigurgeirsson lögfræöingur „Sá sem hefur hlotið dóm fyrir brot og tekið út sína refsingu hefur sömu réttindi og aðrir borgarar þessa lands. Það getur hins vegar verið þörf fyrir það að rekja feril manna sem annað hvort fremja alvarleg brot eða gerast brotlegir aftur og aftur. “ I nýlega hafinni umræðu um varð- veislu upplýsinga í sakaskrá hafa menn blandað saman umræðu um persónuvernd og lögleyfingu fíkni- efna. Ég er algjörlega á móti lögleyf- ingu fíkniefna og vil ekki slaka á við- urlögum, sérstaklega þeirra sem dreifa þeim. Umræðan um það hvað á að varðveita í sakaskrá og hversu lengi, kemur þeirri umræðu ekkert við. Ég vil heldur ekki halda í saka- skrá upplýsingum um minniháttar umferðarbrot en það skal ekki neinn ímynda sér að ég vilji að löggæsla í umferðinni verði lögð niður. Hagsmunir hins opinbera? Ég var einu sinni beðinn um að Ég hef alltaf sagt við þessa menn: Davíð mun finna leið en e.t.v. er það ekki lengur inni í myndinni. Þeir menn sem láta sér detta í hug fram- boð í þessu tilefni eru margir öflugir menn úr ýmsum stjórnmálaflokkum, kunnir menn og vel menntaðir, vel gerðir. Kerfið gengur ekki upp Eftir nær tveggja áratuga notkun er ástæða til þess að skoða árangur kerfisins. Eins og einhver þingmaður- inn sagði: Við veiðum stöðugt minni físk með stöðugt stærri flota stöðugt meira vélarafli, stöðugt öflugri veið- arfærum. Brottkastið er æVintýralegt, skuldir útgerðarinnar aukast, mörg sjávarþorp eru komin í verulegan vanda, eignatilfærslan er ævintýraleg og útflutningsverðmæti hafa þannig verið veðsett langt fram í tímann o.s.frv Það vantar málefnalega umræðu um kosti og galla kerfisins. Það geng- ur ekki að menn segi bara eins og bókstafstrúarmenn: Það er aðeins einn guð, Allah, og Múhameð spá- maður hans. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli__________ Logi leyfi Brodda að njóta „Alltof oft eru fréttir Útvarps og Sjónvarps næstum samhljóða. Finnst mörgum mannauði og fjármunum oft kastað á glæ þegar erlendu fréttirnar eru klárlega unnar upp úr sömu fréttaskeytunum og fréttir neðan úr þingi eru keimlíkar. Er ekki nær að færustu fréttamenn þjóðarinnar skipti með sér verkum; í stað þess að bera á borð tvær samhljóða fréttir af Afghanistan kvöld eftir kvöld? Er hér ekki tilvalin leið til hagræðingar og vinnusparnaðar en um leið eflingar fréttatíma beggja stöðva? Og hvernig er það annars þegar Logi Bergmann kemst að einhverju sjóðheitu að morgni dags? Situr hann á sér og skúbbar í sjöfréttum Sjónvarps eða töltir hann yfír að borðinu hans Brodda Brodda og leyfir honum einnig að njóta?“ Magnús Orri Schram á Kreml.is. Evran hentar útvöldum hóp „Á árinu 1999 glímdu flest evruríkin við stórfellt atvinnu- leysi og hægan hag- vöxt og þeim hentaði því vel að vextir væru sem lægstir og gengið sömuleiðis til að örva útflutning. En á Islandi var staða mála þveröfug. Ef íslendingar tækju upp evruna og afsöluðu sér að halda uppi sjálfstæðri stefnu í peningamál- um gæti það komið sér vel fyrir tak- markaðan hóp fyrirtækja sem ein- göngu framleiða fyrir markaði evru- landa. En sjávarútvegurinn er háðari pundi og dollar en evru og myndi gjalda þess. Jafnframt yrði hálfu verra að kljást við hvers konar efna- hagsleg vandamál sem upp koma þeg- ar að kreppir og hætt við að atvinnu- leysi gæti mjög farið vaxandi." Ragnar Arnalds á fullveldi.is Ætti að Spurt og svaraö Hörður Vilberg Lárusson, blaðamaður og sagnfr.: Aðrar stöðvar skemmta þjóðinni -„Nei, og auk þess þá kæmi það ekki til greina af hálfu bandarískra yfirvalda. Kanasjónvarpið er til að létta hermönnum lífíð en ekki ætlað afþreyingaróðum Is- lendingum. Ég skil vel að menn hafí séð á eftir því á sín- um tíma enda sárt að skipta á hasarþáttum með frækn- um hetjum og fræðsluþætti um tölur og mengi eins og Ríkissjónvarpið bauð fólki meðal annars upp á. Ég kynnti mér Kanasjónvarpið þegar ég skrifaöi BA-ritgerð um fyrirbærið en menn sem vildu skrúfa fyrir að Kana- sjónvarpið töldu það hættulegt íslensku þjóðerni. Ég ótt- ast ekki að Kanasjónvarpið ræni okkur þjóðerninu en aðrar sjónvarpsstöðvar hafa tekið við að skemmta þjóð- inni. Nefni sem dæmi Skjá einn, hann dugar.“ Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta: , Kanasjónvarpið bam síns tíma „Ég sé enga ástæðu til þess. ís- lensku sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á gott efni og sjálfum finnst mér dagskrá Stöðvar 2 og Sýnar aldrei hafa verið jafngóð og nú f haust. Kanasjónvarpið var barn síns tíma og dagskrá þess er miklu lakari en gerist á hin- um íslensku sjónvarpsrásum. Skiljanlega horfa marg- ir með hlýhug til þessarar sjónvarpsstöðvar á Vellin- um - sem gaf okkur Suðurnesjamönnum og mörgum öðrum kost á þvi að sjá ágætt sjónvarpsefni þegar framboð þess var mjög lítið á íslandi. Skrúfað var fyr- ir útsendingar Kanasjónvarpsins til almennings á ís- landi um miðjan áttunda áratuginn - og það er mín skoðun að það sé engin þörf fyrir það aftur í dag.“ Auður Jónsdóttir rithöfundur: Erum pínulítil Ameríka „Sjálf er ég svo ung að ég hef aldrei séð Kanasjónvarpið en ég er ákaflega forvitin að sjá eitthvað nýtt og framandi. Svo framarlega sem það rústar ekki hag ís- lensku stöðvanna sem fyrir eru. Ég tel enga sérstaka þörf á því að vemda íslensku þjóðina gegn þeim áhrifum sem þessari stöð kynnu að fylgja, enda þótt raddir um þá hættu hefðu verið háværar á sínum tíma og leitt til þess að útsendingum til íslensks almennings var hætt. Það er allt í lagi að leyfa íslandi að vera pínulítil Ameríka; að við horfum á amerískt sjónvarp á kvöldin og steikjum okkur hamborgara - rétt eins og við gemm nú þegar. Haft er á orði að amerískra áhrifa verði vart í íslenskri þjóðarsál, þannig að þetta myndi ekki öllu breyta.“ Hjálmar Blöndal Guðjónsson nemi: Bush og Bjöm „Landsmenn hafa ýmsa möguleika í því að sækja sj.ón- varpsefni. Auk hefðbundinna leiða nota margir sér gervihnetti og aðra svip- aða kosti. Það væri þess vegna ekkert því til fyr- irstöðu að dreifa Kanasjónvarpinu ef forráða- menn þess telja sig hafa réttinn. Ég tel þó hæpið að svo sé vegna réttar eigenda efnisins. íslenska rikið rekur í dag tvær út- varpsstöðvar og svo tvær sjónvarpsstöðvar: Breiðband Landssímans og hið íturvaxna Ríkis- sjónvarp. Mér finnst ólíklegt að George W. Bush vilji setja sig á sama stall og Björn Bjarnason." £ Undirskriftalistar eru í umferö þar sem skorað er á Alþingi að leyfa íslendingum aftur að horfa á Kanasjónvarpið á Keflavíkurfiugvelli. Lokun þess var umdeild á sínum tíma fyrir rúmum 30 árum. Þegar nóttin er dimmust Ekki þarf að fjölyrða um deilur um sjávarútvegsmál, þær eru á allra vörum. Nýlokið er „fyrirspumar- þingi sjávarútvegsráðuneytisins" um stofnstærðarmat þorsks. í ljós kom að of lítið er vitað um ástæður slæms ástands þorsks og annarra botnfiska þótt unnt sé að tína til margar hugsanlegar skýringar. Eitt er að rannsaka villur í núverandi að- ferðum til stofnmats og hvort unnt sé að gera betur. Annað mál er slæmt ástand veiði- stofna sem flestir telja að sé og hvers vegna afli er nú helmingur þess sem áður var; sumir tala um of mikla sókn í hrygningarstofna og þá alveg sérstaklega stærsta fiskinn. Erlendir sérfræðingar bentu ekki á villur í mati hjá Hcifró, en nokkuð ljóst er að þau reiknUíkön sem notuð eru duga ekki til að eyða óvissu og því síður til að skýra aflasamdráttinn. Er veiöi sama og grisjun? Hvers vísir eru ormar sem skríða utan á epli um innihald þess? Ormar inni í eplinu þekkja heldur ekki alla næringu þess fyrr en hún er uppétin; en þeir vita ekki hversu margir þeir voru. Ástand í hafinu er mjög flókið varðandi fjölda ránfiska, sem eru í 4- 8unda hlekk í fæðukeðjunni. Þorsk- ur er dýraæta sem étur minni fiska og hryggleysingja til vaxtar og við- halds; bráðin er einnig dýraæta sem étur enn minni bráð og svo koU af kolli þangað til að uppsprettunnar, svifþörunganna, er komið en sólar- Ijós og næringarsölt stjórna fram- leiðslu þeirra. Bændur vita hversu mikið hey þarf til að fóðra mjólkurkýr sem eru jurtaætur. I sjónum eru fiskar dýra- ætur en afgerandi þýðingu hefur í hvaða hlekk þeir eru. Þorskur sem er 4 ára gamall, 0,7 kg að þyngd og 43 cm er ekki veiðifiskur. Á einu ári vex hann (í Stöðvarfirði, Björn Björnsson) í 1,4 kg en er verðlítill þótt löglegur sé. Annar fiskur jafn- stór er fóðraður með loðnu á sama stað vex upp í 2,4 kg og er þá orðinn sæmilegur. Munurinn á þessu tvennu er af- gerandi; minni fiskurinn verður ekki veiðifiskur fyrr en hann er 6 ára og heildaræti sem þarf til vaxtar hans er helmingi meira en æti hins sem náði sömu stærð eftir 5 ár; ef hann þarf 7 í stað 5 ár þarf hann u.þ.b. 4-sinnum meira æti. Til að nýta æti á grunnslóðum þurfa fiskar að vaxa sem hraðast til að ná veiðistærð; þannig er unnt að auka afla margfalt. Til að ná þessu fram þegar æti er tak- markað er rétt að veiða meira af fiski í samá ætishlekk (aðrar tegundir einnig) og geta menn þá deilt um það hvort það heit- ir grisjun eða aukið veiöiálag. Skraddarasniðnar veiðar Þar sem ljóst er að æti stjórn- ar víða vaxtarhraða þorsks og veiðiþoli, hafa ýmis atriði mjög mikla þýðingu sem hafa ekki verið tekin inn í veiðilíkön til þessa, eins og gerð veiðarfæra, tíma- og stað- setningar veiða, veiðiálag, erfðir, göngur, tegundasamspil (sam- keppni), ætisframboð og undanát. Allt er þetta í það flóknu innbyrðis samhengi að seint verður til kórrétt veiðilíkan. Þess vegna er líklegt að öfug nálgun í mati á veiðiþoli sé nauðsynleg til viðbótar núverandi aðferðum, þ.e. að reikna út frá ætis- framboði og stunda sóknarstýringu ásamt veiðistofnsstjórnun á grunn- slóðum til að nýta eiginleika mið- anna til að auka afla. Ekki mun reyna til fullnustu á ' ágæti slíkra aðferða fyrr en heil hafsvæði eru tekin undir tilraun- ir og sókn (krókar) stjórnað varfærnislega, en stað- og tímaháðan er unnt að mæla hverju sinni auk þétt- leika fisks. Segja má að þetta sé skrifað á vegginn, en tölfræðingur Hafró hef- ur tekið undir að bæði ofmat og van- mat á veiðiþoli hafi getað verið sam- tímis til staðar og því lagt til að tek- in verði upp sóknarstýring til viðbót- ar kvótakerfinu. Sjávarútvegsráð- herra hefur ljáð máls á þessu; á með- an eiga menn ekki að berast á bana- spjót eins og togaratalibanar út af „eignarhaldi" á fiski og veiðiaðferð- um sem þegar eru komnar út í öfgar. Með þessum hætti er unnt að koma upp verðugu og mjög mikilvægu verkefni fyrir dreifðar byggðir lands- ins og ekki bara auknum afla, en mörg störf þarf þá einnig til að stunda mælingar af ýmsu tagi. Jónas Bjarnason Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur „Þar sem Ijóst er að æti stjórnar víða vaxtarhraða þorsks og veiðiþoli, hafa ýmis atriði mjög mikla þýð- ingu sem hafa ekki verið tekin inn í veiðilíkön til þessa, eins og gerð veiðyrfœra, tíma- og staðsetningar veiða, veiðiálag, erfðir, göngur, tegundasamspil { (samkeppni), œtisframboð og undanát. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.