Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Síða 6
MANUDAGUR 3. DESEMBER 2001 Fréttir I>V Viðskiptahallinn ýtir undir óstöðugleika, segir nóbelsverðlaunahafi í hagfræði: Staðfestir gagnrýni Samfylkingarinnar - segir Össur Skarphéðinsson. Gamaldags hugmyndir, segir Vilhjálmur Egilsson Halli á viðskiptum íslendinga við útlönd er ekki raunverulegt vanda- mál en skapar hættu á óstöðugleika. Því er æskilegt að gripið sé til að- gerða til að draga úr honum. Fast- gengisstefna stjórnvalda ýtti undir fjármagnsflæði til landsins og þar með viöskiptahallann því markaðs- aðilar vanmátu líkur á gengisfell- ingu. Þetta segir m.a. í álitsgerð sem Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur unnið fyrir Seðla- banka íslands - þar sem horft er sérstaklega til íslenskra aðstæðna. Alþingismenn sem DV ræddi við hafa skiptar skoðanir á greinargerð- inni. í greinargerð Stiglitz, sem birt er á vefsetri Seðlabankans, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði ætti að lækka viðskiptahallann - jafnvel þótt hún gangi að hluta til baka og raunlækkun verði minni vegna aukinnar verðbólgu. „Að- gerðir til þess að koma böndum á aukin útlán og til þess að minnka gjaldeyrisáhættu innlendra aðila sem ekki hafa tekjur í erlendri mynt ættu einnig að hjálpa til við að minnka viðskiptahaílann,“ segir í greinargerð Stiglitz. Hann segir að þessar aðgerðir dugi líklega ekki til að koma jafnvægi á viðskipti við út- lönd. Ekki sé skynsamlegt að freista Ossur Skarphéöinsson. þess að lækka viðskiptahallann með því að auka aðhald í fjármál- um. Aðrar að- gerðir eru hugs- anlegar, svo sem hækkun vöru- gjalds á varanleg- ar neysluvörur. í samtali við DV sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, að Stiglitz kæmist í stórum dráttum að þeirri niður- stöðu sem hann og fleiri talsmenn stjórnarandstöðunnar hefðu bent á misserum saman; að viðskiptahall- inn væri stóri veikleikinn í efnhag- hagsstjórn íslendinga. Við því hefði ríkisstjórnin aftur á móti dauf- heyrst. „Þaö er athyglisvert að Stiglitz telur gengistryggingu, sem í reynd var við lýði áður en Seðlabankinn fékk sjálfstæði, hafl átt sinn þátt í viðskiptahallanum," segir Össur. „Þetta undirstrikar enn frekar ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Einnig þykir mér eftirtektarvert að hag- fræðingurinn talar fyrir gildi þess að upp séu teknar ákveðnar varúð- arreglur varðandi innlendar fjár- málastofnanir. Þegar stjórnarand- Komdu og njóttu hátíðarstemmningarinnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. Jóladagskráin í Vetrargarðinum í dag! 15:30 og 16:30 Jólasaganiesin. 16:00-18:00 Jólasveinarskemmta. Ævintýraveröld barnanna í JÓlalandÍHU i allan dag. Einnig verður líf og fjör í Veröldinni okkar og göngugötunni í dag frá klukkan 16:00 þar sem harmonikkuleikarar skapa rétta jólaandann. ÍO -R É TT I JÓLAANDtNh Opið f dag milli kTukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralmd.is staðan hefur bent á það hafa ráð- herrar talið slíkt óþarft. Niður- staða mín er því sú að málflutn- ingur Stiglitz undirstriki meg- ingagnrýni okkar i Samfylking- unni.“ Vilhjálmur Eg- ilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að Sér þyki sumt í greinargerð Stiglitz gamaldags. Þar nefnir hann skattlagningu fjármagnshreyfinga milli landa sem og skatta á varan- legar neysluvörur. „Frekar ættu Vilhjálmur Egilsson. menn að spá í hvort ríkið eigi að hafa skoðun á fjármagnshreyfingum og stýra lánasamsetningu sinni með hliðsjón af gengisbreytingum með það að markmiði að draga úr sveifl- um.“ Um mikla aukningu bæði sam- og einkaneyslu segir Vilhjálmur að viðurkennast verði að hún sé vandamál. „En nú sýnist mér að einkaneyslan sé að detta skarpt nið- ur. Aftur á móti sitjum við uppi með afleiðingar af hækkunum á launum opinberra starfsmanna á undanfórnum árum. Þær hafa verið langt umfram það sem aðrir hafa fengið, burtséð frá því hvort þær hafi átt rétt á sér.“ -sbs Baráttusveit Halldór Björnsson, Sveinbjörg Pálsdóttir, formaöur Samherja, Grétar Þorsteinsson, Már Guönason, formaöur Rangæings, og Ei- ríkur Tryggvi Ástþórsson, formaður Víkings. Sameinað verkalýðsfélag á austurhluta Suðurlands: Sameining eflir okkur - segir Halldór Björnsson Stofnfundur Verkalýðsfélags kjara- og launabaráttu. Suðurlands var haldinn i Skógum undir Eyjafjöllum á laugardaginn. í Verkalýðsfélagi Suðurlands sam- einast Verkalýðsfélagið Rangæing- ur í Rangárvallasýslu, Verkalýðs- félagið Víkingur í Vík og Verka- lýðsfélagið Samherjar á Kirkjubæj- arklaustri. í nýja félaginu verða um 600 virkir félagsmenn. Fram kom hjá formönnum félagana sem sameinuðust að þeir binda vonir við að nýja félagið veiti félags- mönnum enn betri þjónustu og það verði þeim öflugra baráttutæki í Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði að eitt af markmiðunum viö stofnum Starfsgreinasambandsins hefði verið að efla félagseiningarnar, meðal annars með sameiningu minni verkalýðsfélaga. Halldór sagði að á því rúma ári sem Starfs- greinasambandið hefði starfað hefðu myndast fjögur félög við sameiningu nokkurra félaga. Því bæri að fagna, það skilaði félags- mönnum þeirra félaga ótviræðum árangri. -NH Maður stunginn með hnífi Karlmaður var fluttur á slysa- deild um hálfsexleytið í gærmorgun eftir að hafa orðið fyrir hnífstung- um í Tryggvagötu í Reykjavík. Mað- urinn sem varð fyrir árásinni hafði blandað sér í erjur pars. Árás- armaðurinn dró upp hníf og lagði til mannsins með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á hendi og háls. Hánn var því fluttur á slysadeild Landspítalans - háskólasjúkrahús í Fossvogi. Árásarmaðurinn komst undan en var handtekinn um há- degisbilið i gær. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík var nokkur erill í miöbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags- ins og var nokkuð um slagsmál og líkamsárásir. Ekki kom þó til neina alvarlegra ryskinga en ekið var á mann í Lækjargötu. Hann skall í götuna og var fluttur til rannsóknar á slysadeild. Meiðsj^hans reyndust ekki vera alvarleg. -MA Umsjón: Gyifi Kristjáns$on netfang: gylfik@dv.is Skorað á Ellert Mikið er nú pískrað um það í heita pottinum að Ellert Eiríks- son, bæjar- stjóri í Reykja-1 nesbæ, hyggist hella sér út í | landsmálapóli- tíkina og bjóða I sig fam fyrir | Sjálfstæðis- flokkinn til Al- þingis. Sterkur I orðrómur er' um að Ellert hafi fengið margar áskoranir um að taka slaginn en hann hefur sem kunnugt er lýst því yfir að hann muni hætta af- skiptum af sveitarstjómarmálum í Reykjanesbæ í vor og láta þá af starfi bæjarstjóra. Ellert er röskur og nokkuð vinsæll og telja margir að hann muni hafa ágætismögu- leika á að verða framarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í hinu nýja kjördæmi, taki hann þá ákvörðun að hella sér í slaginn. Hvaö gera þeir næst? Þá hefur Samfylkingin haldið sína miklu skrautsýningu eins og hinir pólitísku flokkarnir og kosið forustu sína með lófataki og til- heyrandi. Höfðu margir fylkingarfélag- ar á orði að landsfundi þeirra loknum að þar hafi tekist aldeilis prýðilega til og fundurinn verið stórglæsileg- ur sem engin ástæða er til að ve- fengja. Velunnari þeirra sem svamla um í heita pottinum og sendir þeim oft vísur laumaði þess- ari að okkur i tilefni fundarins: Nú Samfylkingin fundaö hefur, fólk þar á eitthvaö hefur sœzt. En enginn um það hugmynd hefur hvaö þeir œtla aó gera nœst. írar fá það frítt Einhverjar fregnir munu hafa borist af því að frændur vorir írar (eða þeir þeirra sem á þurfa að halda) fái fjórar ókeyp- is víagratöfl- ur á mánuði. í bókinni Með lífið í lúkun- um, þar sem sagðar eru gamansögur af læknum, er sagt frá því að svo hafi verið kveðið hér heima á Fróni þega fréttist af þessu ókeypis víagraáti Iranna: Alltaf heyrist eitthvað nýtt, engu þurfa aö kvíöa, írskir sem aö fá nú frítt fjóra daga aö ríóa. Óþægilegir verkir... í sömu bók er einnig vísað til nokkurra skondinna tilvitnana í sjúkra- skýrsl- um og fylgir hér smá- sýnis- horn af þeirri speki: - „Hún hefur þroskast eðli- lega framan til“. - „Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr“. - „Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði". - „Sjúk- lingur borðar reglulegt mataræði". - „Fékk vægan verk undir morg- unsárið". - „Sjúklingur hefur verið mæddur síðastliðin fimm ár“. - „Sjúklingur hefur fremur óþægi- lega verki“. - „Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt“. - „Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.