Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Qupperneq 10
10_____
Landið
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001
DV
Brimbrjótur meðal verkefna á Húsavík:
Löngu tímabær bygging
- sameiningarferlið heldur áfram
Bæjarráð Húsavíkur leggur til að
innheimtuprósentan í staðgreiðslu
verði 13,03% á árinu 2002, þ.e. há-
marksálagning, og að sú álagning
verði síðan tekin upp árið 2003. Önnur
stærstu sveitarfélög á Norðurlandi, s.s.
Akureyri, Skagafjörður og Dalvíkur-
byggð verða einnig með hámarks-
álagningu, eða 13,03%.
Kristján Ásgeirsson, forseti bæjar-
stjómar Húsavíkur, segir að á næsta
ári verði ráðist í löngu tímabært en
dýrt verkefni sem sé bygging brim-
brjóts framan við núverandi brim-
brjót. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á
400 milljónir króna. Dýpi á þessum
slóðum er mikið frá náttúrunnar
hendi svo ekki þarf að ráðast í kostn-
aðarsamar dýpkunarframkvæmdir.
Nýr brimbijótur mun kyrra til muna
núverandi Húsavíkurhöfn, auk þess
sem mögulegt verður að taka inn
stærri skip en hingað til, sérstaklega í
norðan- og vestanátt sem oft reynist
erfið þama.
Kristján segir að úrslit sameiningar-
kosninga nýverið sýni að nágranna-
sveitarfélög Húsavíkur vilji taka minni
skref í átt að sameiningu þingeyskra
sveitarfélaga, og hann segist reikna með
að næsta skrefið verði kosning um sam-
emingu Aðaldælinga, Reykdælinga og
Mývetninga. „Vesturbandalagið" svo-
kallaða, eða sameining sveitarfélaga
milli Fljótsheiðar og Vaðlaheiðar auk
Reykjadals, flýti fyrir þeirri þróun, enda
sveitarfélög á Islandi mörg hver allt of
fámenn og vanmáttug að veita íbúunum
eðlilega þjónustu. -GG
Húsavík
Forseti bæjarstjórnar Húsavíkur segir að úrslit sameiningarkosninga nýverið
sýni að nágrannasveitarféiögin viljji taka minni skref í sameiningu
þingeyskra sveitarfélaga.
Viltu líta vel út um jólin?
Jólatilboð
Mánaðarkort 10x40 mín.
Aðeins kr. 5.900
Tilboð á árskortum til 14. des. 2001
Hringdu núna í síma 553 3818
t ............
Við höFum reynsluna
og metnaðinn
VaFningar - vatnsnudd - Ijós
Frír pruFutími
G
www. trimForm.is
TRIM/\FORM
BergSndar
Grensásvegi 50 sími 553 3818
Opið mánud. - Fimmtud. 8-22, Föstud. 8-20, laug. 10-14
Trébryggja byggð viö
Vesturfarasetrið
Undanfamar vikur hefur verið
unnið við smíði timburbryggju í
fjörunni framan við Vesturfarasetr-
ið á Hofsósi. Það er Vesturfarasetr-
ið sem stendur fyrir framkvæmd-
inni en nýtur til þess styrks frá
samgönguráðuneytinu. Bryggjan er
hönnuð af Hafnamálastofnun ríkis-
ins sem jafnframt hafði eftirlit með
framkvæmdinni. Guðlaugur Einars-
son, skipa- og bryggjusmiður frá Fá-
skrúðsfirði, er verktaki og hefur
unnið að smíðinni við annan mann.
Guðlaugur sagði í samtali við
fréttamann að bryggjan væri 33
metrar á lengd og 3 metrar á breidd
en bryggjuhaus er nokkru breiðari.
Hún er byggð á gamla mátann og
undir henni eru 25 öflugir tréstaur-
ar sem reknir eru niður á fast. Var
notað rafmagnsspil við að reka
staurana niður því ekki gengur að
fara með stórvirk tæki eins og bygg-
ingarkrana út á bryggjuna. Að sögn
Valgeirs Þorvaldssonar, fram-
kvæmdastjóra Vesturfarasetursins,
er tilgangurinn með bryggjusmið-
inni m.a. sá að hún gefur möguleika
á að nota svæðið sem leikmynd fyr-
ir útisýningar og einnig setur
bryggjan skemmtilegan svip á um-
hverfið og verður þægileg fyrir
fólksflutninga. Að sögn Valgeirs
verður kostnaður við framkvæmd-
ina á bilinu 5-6 milljónir króna. Um
10 þúsund manns komu í Vestur-
farasetrið á þessu ári og hópar er-
lendra ferðamanna eru þegar famir
að boða komur sínar á næsta ári.
-ÖÞ
DV-MYND ÖRN ÞÖRARINSSON
Bryggjusmiöir
Þeir Guölaugur Einarsson smiður, til
hægri á myndinni, og Guðmundur
Guðlaugsson á bryggjunni við Vest-
urfarasetrið á Hofsósi.
Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins
er stuðninqur við mikilvægt forvarnastarf
Veittu stuðning - vertu með!
‘Drcgið 24. desembcr
OCITHO(N
mninfiar: jt
1 Citroén Xsaro P»cassó
Verðnurtl 2.070.000 kr.
I Bífrefd eda sreidsfa upp f »búd
VwðmætJ 1.000.000 kr.
Úttékt hjé fetdoikrifitofu tdd Vtfihin
Verðmxti 100.000 kr.
f/Mi útffrlinn* miit: tJJ.U
Rússi sigldi á bryggjuna
Rússneskt flutningaskip, sem er að
taka við 250 tonnum af síld frá Har-
aldi Böðvarssyni, sigldi á aðalhafnar-
garð Akraneshafnar og laskaði hann
að hluta en skemmdirnar á hafnar-
bakkanum eru ekki miklar. Óttast
var að gat hefði komist á stefni skips-
ins og var maður frá skipinu að gera
við skemmdirinarþegar að DV bar að
garði. Eins og sést á meðfylgjandi
myndum virðist skutur skipsins hafa
skemmst og óverulegar skemmdir
eru á hafnargarðinum. -DVÓ
DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON
Gat á stefnið
Rússinn fékk gat á stefnið viö áreksturinn og var verið aö gera viö skemmd-
irnar í gær.