Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 x>v Útlönd 13 Blóðug helgi í ísrael: Tuttugu og sex láta lifið í skot- og sjálfsmorðsárásum Hryðjuverkasamtökin Hamas lýstu í gær yfir ábyrgð sinni á sprengju- og skotárásum i ísrael um helgina. Að minnsta kosti 26 manns létust í þeim. Á laugardagskvöldið er talið að tveir Palestínumenn hafi sprengt sig upp á sama tíma í kafíi- húsahverfi í Jerúsalem. Tíu létust þar og um 150 manns særðust, þar af 7 alvarlega. í gærdag sprengdi einn liðsmaður Hamas sig upp í strætisvagni í ísraelsku hafnarborg- inni Haifa. Þar fórust 15 og 40 særð- ust. Skömmu síðar komust tveir vopnaðir Palestínumenn inn í land- nemabyggð gyðinga á Gazasvæðinu og skutu einn til bana og særðu fimm. Fyrstu viðbrögð ísraelskra stjórn- valda var að loka öllum vegum sem liggja á milli Israel og yfirráða- svæða Palestínu. Forsætisráðherra Israel, Ariel Sharon sagði Yasser Maher Ihbeishi Sprengdi sjálfan sig upp í strætis- vagni í Haifa. Arafat, forseta Palestínu, bera ábyrgð á árásunum þar sem hann hefði enn ekkert gert til að hefta starfsemi hryðjuverkamanna. Við- brögð palestinskra yfirvalda var að setja herlög á yfirráðasvæðum sín- um á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Óljósar fréttir bárust um að palestínsk lögregla hefði hand- tekið marga félaga í Hamas, sem og Jihad, sem einnig heyja vopnaða baráttu fyrir sjálfstæði Palestínu. Leiðtogar erlendra ríkja gagn- rýndu árásirnar. George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti Arafat til að herða baráttu sína gegn hryðju- verkamönnum á yfirráðasvæði sinu. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Colin Powell, tók undir það og sagði tímann réttan fyrir Arafat til að sýna samstarfsvilja. Jólahlaðborðið okkar bíður ykkar í Skrúð alla daga vikunnar og í Súlnasal um helgar þar sem boðið er upp á skemmtiatriði og dansleik. Pantanir í síma S25 9900. Hagatorgi, 107 Reykjavik www.radissonsas.com l.'AfU. K. KMUSSOK f **' HOTtts * resorts Robert Mugabe Vill ekki gagnrýni einkarekinna fjöl- miöla fyrir næstu kosningar. Simbabve: Atlaga að tján- ingarfrelsi Einkarekin fjölmiðlafyrirtæki í Simbabve ætla að berjast gegn lög- gjöf um ritskoðun sem ríkisstjórn Roberts Mugabe, forseta landsins, ætlar að setja. Lögin, sem enn hafa ekki tekið gildi, kveða á um að yfir- völd landsins hafi algjört vald yfir því sem birt er í fjölmiðlum lands- ins. Ekkert má birta án samþykkis stjórnvalda. Auk þess geta erlendir fréttaritarar ekki starfað í landinu. Talið er að ein • meginástæðan með lögunum sé að þagga niður í einkareknum fjölmiðlum fyrir for- setakosningarnar í landinu á næsta ári. Lögin hafa verið gagrýnd í ná- grannalöndum Simbabve. Mbeki, forseti Suður-Afríku, segir Mugabe ekki geta leitað aðstoðar þar. Svisslendingar vilja áfram her Almenningur í Sviss felldi með miklum meirihiuta í þjóðarat- kvæðagreiðslu um helgina tillögu um að leggja niður her landsins. Þetta er í annað skipti á þremur ár- um sem slík tillaga er felld í Sviss. Her landsins er einn hinn stærsti og kostnaðarfrekasti í heimi, í honum eru að jafnaði 360.000 manns hverju sinni. Allir karlmenn á milli 18 og 42 ára þurfa að mæta í her- þjálfun einu sinni á ári. Þetta kost- ar svissneska ríkið rúma 600 millj- arða króna á ári. Ekki hefur verið ráðist á Sviss i rúm 500 ár og land- ið fylgir hlutleysisstefnu. Svissnesk stjórnvöld vilja draga úr umfangi hersins en eru mótfallin því að leggja hann niður. Gagn- rýnendur hersins segja hann of dýr- an og mannfrekan. síðustu skiladagar fyrir jólasendingar til útlanda Þú vinnur tvennt með því að senda jólapakkana og kortin tímanlega: Þú losar spennu og nýtur þess að vera til á aðventu og gera allt hitt sem gaman er að. Svo gleður þú viðtakandann sem hlakkar til að opna sendinguna þína. Við ráðleggjum þér að senda jólasendingarnar þínar til útlanda í tæka PÓSTURINN tíð - í síðasta lagi samkvæmt dagsetningunum hér að ofan svo að þær m&ðjó Lokue-dju- nái að gleðja viðtakandann á jólum. www.postur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.