Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Síða 14
14
Menning
Tími og tíðarandi
Vegna þeirra sviptinga
sem orðiö hafa á íslensk-
um bókamarkaði undan-
farna mánuði óttuðust
margir að kortast myndi
snarlega útgáfusaga
bókaflokksins ísland í
aldanna rás. Það reynd-
ust óþarfa áhyggjur og nú
er komið út annað bindið
af þessu mikla verki og
fjallar um timabilið 1951-75. Bókin byggð
upp eins og annáll, þar eru rakin frá ári til
árs þau mál sem efst voru á baugi hverju
sinni. Hin stærri mál fá jafnvel nokkrar
blaðsíður þannig að höfundi gefst tækifæri
til að draga upp ítarlega mynd af umfjöllun-
arefni sínu. Því virðist þetta bindi skipu-
legra í efnistökum en fyrra bindið, sem á
köflum virkaði dálítið grautarlegt.
Inn á milli hinna stóru mála er svo skotið
ýmiss konar smælki sem þegar best tekst til
dregur upp lifandi mynd af tíðarandanum.
Auk þess eru sumar þessar klausur bráð-
fyndnar. Sem dæmi má nefna afskipti lög-
reglunnar af sýningu Stefáns frá Möðrudal á
málverkinu Vorleik sem sýndi náin kynni
stóðhests og merar. Töldu laganna verðir
ekki við hæfi að sýna slíkt opinberlega.
Myndaval í bókinni er til fyrirmyndar og
fellur yfirleitt vel að textanum. Inn á milli
annars efnis er til dæmis skotið með reglu-
legu millibili myndasíðum með stuttum
skýringartextum. Þar er hægt að fylgjast
með breytingum sem verða á fatatísku, bif-
reiðum, íbúðarhúsnæði, verslun og síðast en
ekki síst verklagi og atvinnuháttum til sjós
og lands. Sérstaklega skal bent á stuttar
klausur á víð og dreif um bókina þar sem gerð
er grein fyrir tískusveiflum og þróun í hús-
gagnahönnun og barnaleikföngum.
Sem fyrr er Illugi Jökulsson aðalhöfundur
bókarinnar og fær til liðs við sig sérfræðinga á
ýmsum sviðum til að rita yfirlitskafla um valin
Víða hefur verið leitað fanga við efnisöfl-
un. Sem fyrr hafa dagblöðin reynst nota-
drjúg en einnig er í bókinni efni úr tímarit-
um, bókum og persónulegum skrifum fólks.
í frásögninni um forsetakjörið 1952 er til
dæmis birtur kafli úr dagbók Elínar P.
Blöndal þar sem hún lýsir skoðunum sínum
á málinu. Gjarnan hefði mátt vera meira af
slíku. I efnismeiri greinum um einstaka at-
burði eða málefni nýtir höfundur sér einnig
nýjustu rannsóknir fræðimanna og gefur
það umfjölluninni meira gildi. Andstætt því
sem oft gerist í ritum sem þessu hika höf-
undar ekki við að leggja mat á þá atburði
sem þeir fjalla um og er það tvímælalaust
til bóta.
Bókmenntir
Fyrsta bindi bókaflokksins var gagnrýnt
fyrir að oft væri erfitt að átta sig á hvaðan
einstakir kaflar og greinar kæmu. I þessum
efnum hefur orðið breyting til batnaðar,
helst að misbrestur verði þegar efni greinar
er dregið saman úr ýmsum áttum. I formála
segir aðalhöfundur að heimildaskrá sé birt
á heimasíðu JVP útgáfu og bendir á að
þetta sé nýbreytni. Ekki verður um það
deilt. Hins vegar er þessi nýjung síst til eft-
irbreytni og er það von mín að þetta sé í
fyrsta og síöasta sinn sem þessi háttur verð-
ur hafður á. Hvað verður til dæmis um
heimildaskrána ef svo illa færi að JVP út-
gáfa endaði á sömu leið og Genealogia Is-
lllugi Jökulsson rithöfundur landorum? Ég vil því hvetja höfund og út-
Hin stærri mál fá jafnvel nokkrar blaösíður þannig aö höfundi gefanda til að taka á sig rögg og birta heim-
gefst tækifæri til aö draga upp ítarlega mynd af umfjöllunar- ildaskrá fyrir allt verkiö í næsta og vænt-
efni sinu.
efni. Yfirleitt er mikill fengur að þessum yfirlit-
sköflum og þegar best lætur tengja þeir saman
efni sem dreift er í smágreinum um bókina. I
þeim er fjallað um bókmenntir, myndlist og
leiklist en einnig dægurtónlist og efnahagmál,
svo dæmi séu nefnd.
anlega síðasta bindi þess. Að öðru leyti er
við hæfi að óska aðstandendum til ham-
ingju með vel unnið verk.
Guðmundur J. Guðmundsson
lllugi Jökulsson o.fl.: ísland í aldanna rás
1951-1975. JPV útgáfa 2001.
Tónlist ___________________________________________________________________________^
Undarleg tónlist
Caputhópurinn hélt tónleika í Listasafni
Reykjavíkur síðastliðinn laugardag og voru á
efnisskránni eingöngu íslensk verk, bæði ný og
gömul. Tónleikarnir voru þeir fyrstu af sex sem
Caput tileinkar tónlistarkennslu á íslandi og
hófust þeir á tveimur píanóverkum eftir Jón
Leifs. Hið fyrra var ísland, farsælda frón, senni-
lega í tOefni fullveldisdagsins, og lék Daníel
Þorsteinsson á píanó. Flygillinn var fenginn frá
Kjarvalsstöðum, og hljómaði einstaklega vel í
litlum sal listasafnsins. Þetta píanóverk Jóns er
í rauninni ekkert annað en lagið sem allir ís-
lendingar þekkja, skreytt týpískum Jóns-Leifs-
hlussuhljómum, og voru þeir mjög sannfærandi
í meðförum Daníels sem lét allan sinn þunga
hvíla á hljómborðinu þegar við átti. Ekki síðri
var túlkunin á Valse Lente ópus 2 nr. 1 eftir Jón
sem svipar til ýmissa píanóverka Eriks Satie,
nema aö það er enn þunglyndislegra. Var píanó-
leikur Daníels einstaklega vel mótaður og fal-
legur.
Ný tónsmíð var frumflutt á tónleikunum,
Sextett eftir Þorstein Hauksson, sérlega fjörleg
tónlist sem grundvallast á einföldum danstakti
og er verkiö kunnáttusamlega skrifað fyrir öll
hljóðfærin: óbó, klarinettu, flautu, fiðlu, selló og
Jón Leifs. Þorstelnn Atli Ingólfsson.
Hauksson.
kontrabassa. Tónskáldið skiptir hljóðfærunum
niður i smærri einingar á köflum, t.d. spiluðu
eingöngu blásturshljóðfæraléikararnir um
stund, svo bara strengjaleikararnir, síðan fjórir
hljóðfæraleikar saman og svo framvegis. Það
kom skemmtilega út og skapaði fjölbreytni.
Sextett Þorsteins er glæsileg tónsmíð sem gam-
an var að hlýöa á, enda ágætlega leikin undir
markvissri stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar.
Ekki síðri var Kvintett Atla Ingólfssonar sem
er vissulega undarleg tónlist en svo vel unnin
að maður gat ekki annað en fundist hún áhuga-
verð. Efniviöurinn er mjög einfaldur, litlar
hendingar úr krómatískum skölum, glissum,
trillum og brotnum hljómum, sem er raðaö í
mynd af einhverju sem maður vissi ekki að
væri til. Verkið var afar vel flutt af hópnum og
var eitt besta atriöi tónleikanna.
Ekki eins spennandi var einleiksverk fyrir
fiðlu eftir Jónas Tómasson, Vetrartré, er skipt-
ist í fjóra kafla sem hétu Góð tré, Hrygg tré, Óð
tré og Þögul tré. Þessir kaflar hefðu alveg eins
mátt heita Dauð tré, því ósköp lítið átti sér stað
í tónlistinni. Þetta er ekki illa samið tónverk en
það virkaði viðburðasnautt og flatneskjulegt á
tónleikunum. Hugsanlega hefði fiðluleikarinn,
Sif Tulinius, mátt skapa ríkari andstæður með
túlkun sinni, gera meira úr styrkleikabrigðum
og leika af aukinni snerpu, til að gera betur skil
þeim geðbrigðum sem titlar kaflanna vísa til.
Smátrió fyrir flautu, selló og pianó eftir Leif
Þórarinsson var hins vegar magnað þótt hama-
gangurinn yrði dálítið þreytandi er á leið. En
einmitt þegar maður ætlaði að fara að líta á
klukkuna leystist allt upp í hugleiðslukennda,
ljúfsára og einlæga slökunartónlist, skreytta
nöturlegum pianóhljómum, og var það óneitan-
lega hinn fullkomni endir.
Jónas Sen
Caput í Listasafni Reykjavíkur, 1. des. Hljóöfæraleik-
arar: Daníel Þorsteinsson, píanó; Eydís Franzdóttir,
óbó; Guöni Franzson, klarinetta; Kolbeinn Bjarnason,
flauta; Hávarður Tryggvason, bassi og Siguröur Hall-
dórsson, selló.
mannsgaman
/ UN
/
A þeim buxunum
Einar skringilegustu stundir í lífi manns eru
þegar mátuð eru föt. Ný föt, stífpressuð með
angandi búðarlykt. Þá er staðiö framan við
rekka fullan af bxum og flett yfir úrvalið eins og
maður hafi tilflnningu fyrir efnum og sniði.
Gómarnir nema staðar við eina flíkina og hún
er tekin til hliðar með augum sem læsa sig í sér-
hvern saum. Og gjarna er spurt hvort gott sé í
þessu.
Iðulega er búðarmaðurinn kynlaus vera með
neonlitað hár og hún horfir á mann eins og
hvern annan lubba úr löngu dánum tíma. Mæn-
ir á mann frá hvirfli til ilja og hugsar með sér
hvurslags ómóðins aumingjatetur standi þarna
við rekkann i illa burstuðum skóm og með
herðatrésfarið í buxunum. Þannig er maður
hvunndags, hvorki fyrir forsíður né innsíður.
Bara takmarkaður kaupandi. Efms og hrakinn
af tíma. Og tiltölulega ólekker.
Stuttu síðar er staðið á nærbuxunum framan
við spegil. Og smeygt sér varfæmislega í skálm-
amar eins og maður vilji ekki meiða þær. Svo
er gengið út úr klefanum líkast tveimur leggjum
á leið til dóms. Séð að búðin starir. Hvert auga...
Nei, þú hér. Blessaður, bara verið að fá sér bux-
ur. Flottar þessar. Lendir meira að segja í
hrókasamræðum við konur af ættarmótinu í
Vatnsdal. Og hittir gamla kærustu. En svo einn.
Þokkalega einn, framan við stóra dómadags-
spegilinn. Og þar er reynt að fara hringinn um
sjálfan sig án þess að hausinn fylgi með. Án ár-
angurs. Manni er ekki ætlað í lífinu að horfa á
sinn eigin afturenda. Reigja samt hausinn og
reigja lengi. Þangað til kynlausa veran svífur á
mann og ískrar í munninum. Fer um mann
höndum, þessum linu og látlausu lófum og hlær
að því búnu eins og til að fylla upp í þögn.
Fínar í mittið og fara þér vel! Segir veran. Og
maður geti komið eftir tvo daga og fengið þær
lengdar út á kant.
Svo vinkar maður neonlituðu hári. Og geng-
ur út í eldri buxunum. -SER
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001
________________________DV
Umsjón; Silja Aöalsteinsdóttir
Ítalía,
ísland, Japan
t dag kl. 12.30 flytur
Halldór Ásgeirsson
myndlistarmaður fyrir-
lestur i LHÍ, Laugamesi,
stofu 024. Fjallað verður
um þrjá staði þar sem
Halldór hefur starfað og
sýnt list sína á þessu
ári, Ítalíu, ísland og Jap-
an. Sýndar verða mynd-
bandsupptökur af undirbúningi og endan-
legri gerð myndverka hans í þessum
þremur óliku eldfjallalöndum. Langt ferli
liggur að baki hverju myndverki og mun
Halldór varpa ljósi á vinnuaðferðir sínar
og kynna næstu verkefni, sem unnin
verða í ýmsum löndum.
Sögur, leikrit, ljóö
Mál og menning hefur
gefið út safn frumsam-
inna verka og þýðinga
Geirs Kristjánssonar
undir titlinum Sögur,
leikrit, ljóð. Með sögum
sinum og leikritum varð
Geir einn af brautryðj-
endum módernismans 1
íslenskum bókmenntum
upp úr miðri 20. öld. Hann átti líka stærri
þátt í því en flestir aðrir um sína daga að
kynna hér á landi erlend ljóð í nákvæm-
um og fáguðum þýðingum. Meðal annars
varð hann fyrstur Islendinga til þess að
þýða rússneskan skáldskap aö einhverju
marki úr frummálinu og vann alla ævi að
því að kynna löndum sinum gullöld rúss-
neskrar ljóðlistar, öld Majakovskís,
Pastemaks og Akhamatovu.
í safninu eru tólf sögur eftir Geir og tvö
leikrit eftir hann. Einnig er hér að finna
flestallar ljóðaþýðingar Geirs sem birtust
á prenti um fjörutíu ára skeið. Alls eru í
bókinni yfir eitt hundrað erlend ljóð eftir
rúmlega tuttugu skáld frá sjö þjóðlönd-
um, auk sagna og minningabrota eftir
rússnesku meistarana Gogol og Dostojev-
skí, Pasternak og Jevtúshenko. Saman-
lagt gefur allt þetta glögga mynd af ævi-
starfi mikils listamarms.
í upphafi bókar lýsir Þorgeir Þorgeir-
son kynnum sínum af Geir og metur þátt
hans í íslenskri menningarsögu en í lok
bókar ritar Árni Bergmann grein um
Rússland skáldskaparins eins og það birt-
ist í þýðingum hans. Loks er í bókinni
ritaskrá Geirs Kristjánssonar. Þorvaldur
Kristinsson valdi efnið og annaðist útgáf-
una.
Heilbrigö þjóð -
sjúk óþjóð
A morgun kl. 12.05 heldur Jón Ólafur
Isberg sagnfræðingur fyrirlestur i hádeg-
isfundaröð Sagnfræðingafélags íslands
sem hann nefnir „Heilbrigö þjóð - sjúk
óþjóð“. Fundurinn er í stóra sal Norræna
hússins.
I fyrirlestrinum fjallar Jón Ólafur um
rætur heilbrigðiskerfisins og hvers vegna
það þróðast í þá átt sem það hefur gert
síðastliðin 250 ár. Sérstaklega verður tek-
in til umfjöllunar barátta við berklaveiki
og kynsjúkdóma en þar koma fram
áhersluatriði sem skipta máli varðandi
afstöðu yfirvalda og almennings til heil-
brigðis. Hvers vegna var það talið nauð-
synlegt að þjóðin væri heilbrigð og hvað
er heilbrigð þjóð? Rætt veröur um for-
sendur núverandi heilbrigðiskerfís sem
eru að mestu þær sömu og áður, en nú
hattar fyrir nýjum tímum sem kannski
gera þjóðina ennþá heilbrigðari.
Þegar Trölli
stal jólunum
Barnabókin sívinsæla
Þegar Trölli stal jólun-
um eftir Dr. Seuss hefur
lengi verið ófáanleg hér-
lendis en er komin aftur
í frábærri þýðingu Þor-
steins Valdimarssonar.
Trölli þolir ekki jólin
en í næsta nágrenni við
hann, í Þeim-bæ, halda
menn þau hátíðleg með mat og drykk,
söng og gjöfum. Eitt árið fær Trölli nóg.
Hann arkar af stað nóttina áður en jólin
ganga í garð og fjarlægir allt sem minnir
á þau. Honum til mikillar furðu hljóma
samt jólasöngvar að morgni og TröUa
skUst að jólin felast ekki í steikinni, tré-
nu eða pökkunum - heldur í hjörtum
mannanna.
Mál og menning gefur út.