Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 9 DV Fréttir skuli dvelja í fangelsinu, sé einráður um margt. Starfsaðferðir hans hafi einkennst af geðþóttaákvörðunum enda hafi hann ekki tilskilda mennt- un til að gegna þessu vandasama starfi og fara með aðra viðkvæma hagsmuni. Samkvæmt heimildum DV hefur mál þetta margsinnis verið rætt innan veggja Fangelsismálastofnunar og við forstöðumann Litla-Hrauns. Hins veg- ar hefur ekki þótt ástæða til að færa umræddan deildarstjóra, sem þykir fremur hvass í mannlegum samskipt- um, til í starfi. Fangar segja að í starfstíð deildar- stjórans hafi samskipti fyrirmyndar- fanga og fangavarða m.a. einkennst af stöðugri fíkniefnaleit, ítrekuðum klefaskoðunum og eftirliti langt um- fram hið eðlilega sem skapi mikla og óþægilega óvissu hjá mörgum fangan- um. „Siðustu aðgerðir deildarstjórans, eftir lokun fyrirmyndargangs, beinast eingöngu að þvi marki að valda þján- ingu í fangelsinu,' óöryggi og ringul- reið,“ segir fanginn. „Nú er svo komið að fangar sjá ekki tilganginn með fangavistinni lengur og horfa fram á hálfvonlausa baráttu fyrir tilverurétti sínum og varanleg- um tengslum við fjölskyldur. Það er því ekki að undra að einstaka fangi, sem áður var til fyrirmyndar, sé að gefast upp og hugi aö því einu að lifa vistina af með aðstoð lyfja og með öðr- um ráðum sem varla teljast heppileg." Þrátt fyrir framangreind atriði, sem reyndar eru fleiri, segja fangar sem standa að samantektinni jákvætt að stjórnendur Litla-Hrauns hafl í auknum mæli farið að stjórnsýslulög- um í meðferð brota og ákvörðun aga- viðurlaga í kjölfar ýmissa athuga- semda umboðsmanns Alþingis. Hitt sé svo annað að í tilvikum sem ekki falli undir agabrot sé frelsi framangreinds „deildarstjóra algjört". Fjölskylduhúsi þyrfti að koma á fyrir fanga - ekki síst fyrir börn sem koma í heimsókn - betrunarþætti er ábótavant „Ég hef aldrei orðið vör við að fangar segi að dómskerfið sé þeim órétt- látt. Hins vegar eru þeir margir ósáttir við fang- elsiskerfið. Mín skoðun hefur alltaf verið sú að nauðsynlegt sé að nota afplánunartíma fanga til betrunar - aðstoða þá við að vinna sig út úr afbrot- inu með viðeigandi hætti. Þetta hefur reynd- ar lagast á síðustu árum en meira þarf til,“ segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður sem hefur látið sig varða málefni fanga. Hún segir brýnt að rýmka rétt fanga og að- standenda þeirra til að hittast og eiga samskipti - koma á heimsóknar- húsi, ekki síst fyrir börn sem eru ekki söm eftir að þau fara inn í fangelsi til að heimsækja foreldri - samskipti sem þau og foreldrarnir eiga rétt á að fá að rækta við mann- úðlegar aðstæður. Einnig telur Mar- grét, eins og fangar hafa beðið um, að réttur þeirra til svokallaðs bæj- arleyfis til að hitta börn sín og aðra aðstandendur skuli rýmkaður. Bæjarleyfi fyrr og heimsóknir mannlegri „Dagsleyfm sem fangar fá hafa verið háð mjög ströngum skilyrðum varðandi komutíma. í sumum til- vikum hefur veriö tekið hart á því ef einhverjum mínútum munar að þeir skili sér aftur,“ segir Margrét. „Þetta leyfi þyrfti að koma til miklu fyrr á afplánunartímanum, sérstak- lega fyrir fjölskyldumenn. Það er mun betra fyrir barn afbrotamanns að hitta föður sinn eða móður í sínu eigin umhverfi heldur en innan veggja fangelsisins. Ég tel að það sé mjög erfitt fyrir börn afbrotamanna að þurfa að fara inn á Litla-Hraun - ganga þannig fyrst í gegnum heimildarferli, til að fá að koma yflrhöfuð, og undirgang- Að leggja niður fyrirmyndargang var skref aftur á bak Margrét segir ákveöna stigskiptingu, sem hefur þaö í för meö sér aö fangar geta unniö sig upp, eölileg mannréttindi. hefur gerst yfirleitt. Þama hanga dagsleyfin á sömu spýtunni. Ég vil benda á að þegar refs- ingu er lokið eiga menn að geta horfið að ein- hverju úti í þjóðfélaginu, öðru en kannski hjá fyrri drykkjufélögum. Maður sem hefur tekiö út sinn dóm á sinn rétt. Því má ekki gleyma. Á meðan við horfum ekki á þessa staðreynd erum við að stinga höfðinu i sandinn. Margrét segir að auk- inni ráðgjöf þurfi að koma á fyrir Qölskyldur fanga, ekki síst hvernig takast skuli á við ýmis tilfinningaleg vandamál. skrel Margrét Frímannsdóttir. ast svo leit til að komast inn og jafnvel mega ekki fara inn með það sem það vill færa foreldri sinu. Hér þarf tvennt að gera: Annars vegar að flölga dags- ferðum og að fangi fái aö fara fyrr í slíkt. Allt byggist það auðvitað á hegðun inn- an veggja fangelsisins. Hins vegar er sérheimsóknarhús nauðsynlegt, sérstaklega þar sem um fjölskyldu- fólk er að ræða. Þannig þyrfti ekki að stefna börnum inn í fangelsi. Þetta skiptir miklu máli fyrir fanga og aðstandendur þeirra sem eru með langan dóm,“ segir Margrét. Börnum líður ekki betur ... „Ég hef séð börn sem hafa fariö í heimsókn til foreldris í fangelsi. Þeim liður ekki betur á eftir and- lega. Refsing gengur alltaf að hluta til yfir Qölskylduna en það þarf ekki að gera hana erfiðari fyrir börn sem skilja hvorki eðli afbrotsins né hvað en stórt aftur á bak Margrét segir að vissulega séu fangelsismál víða miklu verri en á íslandi og á síðustu árum hafi mjög margt verið gert hér til bóta. „En betrunarþátturinn mætti vera meira ríkjandi hér í stefnu fangels- isyfirvalda. Nám innan veggja fang- elsis og vinna var stórt skref á sín- um tíma. Hvatinn til að standa sig vel innan fangelsisins með því að vera með deildarskiptingu, þannig að fangi hafi möguleika til að fá ívilnanir fyrir góða hegðun, er nauðsynlegur. Það að taka af nýlega svokallaðan fyrirmyndargang var stórt skref aft- ur á bak. Mjög stórt. Þarna áttu menn sér von til að þroskast og takast á við lífið innan veggja og búa sig undir að koma út aftur. Lok- unin kemur því fyrst og fremst nið- ur á þeim sem vilja standa sig. Það má ekki takmarka möguleika fanga á að hafa samband við að- standendur sína, til dæmis ef veik- indi koma upp. Frelsissvipting er þungur dómur. Hluti af því er skerðing á persónufrelsi, eins og að nota síma. Ég held að þar verði ein- faldlega að gilda reglur.“ Tek undir gagnrýni umboðsmanns Alþingis - skýrar línur um agaviðurlög komi úr ráðuneyti í stað þess að fangelsisstjóri setji sjálfur umgengnisreglur Þorsteinn A. Jónsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins Betrun skai þaö vera, reyna aö freista þess aö bæta fangann þannig aö hann komi út betri maöur. Umboðsmaður Alþingis skilaði ný- lega áliti sem hann gerði að eigin frumkvæði um fangelsismál á íslandi og gerði þar ýmsar athugasemdir við framkvæmd ákvarðana, agaviðurlaga, upplýsingagjöf til fanga og tilfærslu fanga á milli húsa og deilda. í viðtali DV við Þorstein A. Jónsson, forstjóra Fangelsismálastofnunar, kemur fram að hann er um margt sammála um- boðsmanni og verið sé að vinna að ýmsum lagfæringum til samræmis við það sem umboðsmaður lagði til í áliti sínu. Hann segist þó almennt séð telja að aðbúnaður sé góður á Litla-Hrauni, fangaklefar og önnur aðstaða sé góð. Það á að reyna að bæta fangann - Hagið þið málum í fangelsinu á Litla-Hrauni með þeim hætti að þar fari fram betrun fanga en ekki ein- ungis frelsissvipting? „f lögum um fangelsi og fangavist er fjallað um inntak refsivistarinnar. Lögin eru sett í þeim tilgangi að reyna að bæta fangann. Atriði sem ég get nefnt er vinna og nám og að menn hafa farið í vímuefnameðferð - vera síðustu mánuði afplánunarinnar utan fangelsa. Allt þetta eru atriði sem hafa þau markmið að bæta fangana. Hins vegar er misjafnt hve einstak- lingar eru móttækilegir fyrir slíku. Markmiðið er að minnsta kosti að fangar skaðist ekki meira en orðið er. í fangelsinu eru hins vegar mörg at- riði sem miða að því að bæta menn. Þannig eiga þeir að geta orðið betri einstaklingar þegar þeir koma út í samfélagið á ný. En fangahópurinn er mjög misleitur.“ - Eru hugmyndir uppi eða aðgerðir í gangi um að bæta sérstaklega sí- brotamenn, fanga sem hafa komið áður og jafnvel oft? „Við reynum að sinna þeim. Mis- munandi er hvort þeir eru fáanlegir til að taka þátt í þeirri starfsemi sem í fangelsinu er. Við erum ekki með sértæk úrræði fyrir slíka fanga. Á hinn bóginn eru almenn úrræði einmitt miðuð við að sinna síbrota- mönnum - kenna mönnum að vinna, kenna þeim að lifa reglubundnu lífi. Oft og tíðum er lífsmynstur þessara einstaklinga meira og minna brenglað. Þar af leiðandi getur verið ákveðin endurhæfing fyrir þá að mæta reglubundið til vinnu.“ Agaviðurlög eru of nlöur njórvuð - Þegar fangar brjóta „húsreglur" kemur það í hlut forstöðumanns fang- elsisins að framfylgja reglum. Getur slíkt ekki virkað of einhliða og ger- ræðislegt eins og fangar nefna það oft sjálfir? „Umboðsmaður Alþingis mælist til þess með mjög ákveðnum hætti að meiri formfesta verði í ákvörðunar- ferlinu og ákvörðunartökunni. Hann vill að þessar húsreglur verði sam- ræmdar og gefnar út með formlegri hætti eins og aðrar stjórnvaldsá- kvarðanir. Einnig að viðurlögin verði metin eftir atvikum máls í hverju ein- stöku tilviki en ekki með svokölluðu pakkafyrirkomulagi. Á Litla-Hrauni eru 4-5 gerðir af viðurlögum sem beitt er. Eitt við fyrsta brot, annað við því næsta og svo framvegis. Þegar fangi brýtur af sér kemur kannski þynging sem er meira hlutlæg. Umboðsmaður gagn- rýnir þetta. Ég tek undir það. Við eig- um að taka einstaklingsbundið á hverju máli í stað þess að „útdeila pökkum". í dag er þetta of njörvað niður. Sveigjanleikann vantar þannig að hægt sé að miða við atvik máls. Umboðsmaður alþingis leggur áherslu á að ráðuneyti setji itarlegar reglur, bæði um málsmeðferð og aga- viðurlög og fyrir hvaða verknaði menn geta verið beittir viðurlögum. Hann vill að þetta verði gert með formlegum reglum eða með reglugerð sem yrði birt í Stjórnartíðindum. Með þessu móti fá fangelsisstjórar reglur gefnar út af ráðuneyti til að vinna eft- ir í stað þess að vera að setja þessar umgengnisreglur sjálfir." Mannréttindi kalla á aukið skrifræði í upphafi fangavistar fá fangar af- hentan bækling með helstu upplýsing- um um umgengni og annað. Þorsteinn segir að Umboðsmaður Alþingis vilji hafa meiri festu í því sambandi en starfsfólk Fangelsismálastofnunar sé þegar farið að útbúa efnið. „Umboðsmaður vill með sama hætti birta í Stjórnartíðindum reglur sem við vinnum eftir varðandi vistun á Vernd. Við erum með ákveðnar hús- reglur í því sambandi. Hann fjallar einnig um flutning milli deilda í fang- elsinu. Að sjálfsögðu fórum við itarlega yfir þetta. Viö munum ekki standa í striði við umboðsmann Alþingis. t áliti hans fjallar hann mikið um máls- meðferöir á ýmsum sviðum varðandi afplánunina og atriði sem tengjast fangavistinni og formreglur. Þetta kallar á meira skrifræði eins og öll mannréttindi. Það er hluti af þvi en þannig er bara pkkar þjóðfélag og við lögum okkur að sjálfsögðu að því. Þarna er verið að skerpa á máls- meðferðarreglum, festa meira í form- legar reglur hvaða atriði það eru sem fangelsisstjóri á hverjum stað þarf að passa upp á þegar hann tekur sínar ákvarðanir. Hann kemur til með að taka sömu ákvarðanir og áður en regl- ur verða betur skráðar enda hafa þær ekki allar verið til á blaði. Með þessu móti munu frekari fyrirmæli liggja fyrir um hvernig staðið verður að verki,“ sagði Þorsteinn A. Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.