Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 25 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Menn ársins Engum sem fylgst hefur meö fréttum af íslenskum fyrir- tækjum á undanförnum mánuöum ætti að koma á óvart aö Viðskiptaverðlaunin 2001 skuli veitt bræörunum Ágústi og Lýð Guömundssyni, forráöamönnum Bakkavarar. Nýleg kaup Bakkavarar á breska fyrirtækinu Katsouris Fresh Foods Ltd. hafa vakið veröskuldaöa athygli enda um stærstu fjárfestingu íslendinga í erlendu fyrirtæki að ræða. En um leið er um að ræða eina stærstu erlendu fjárfestingu í íslensku fyrirtæki þar sem hluti kaupverðsins var greidd- ur með hlutabréfum í Bakkavör. „Stjórnendur Bakkavarar hafa því brotið blað í ísienskri viðskiptasögu í fleiri en einum skilningi,“ segir í niðurstöðu dómnefndar: „Frá sjónarhóli dómnefndar Viðskiptaverðlaun- anna skiptir þó ekki síður máli að þessi mikli áfangi í sögu Bakkavarar er þegar nánar er að gáð aðeins framhald á þeirri miklu uppbyggingu sem staðið hefur yfir hjá Bakkavör Group síðustu ár. Fyrirtækið er aðeins 15 ára gamalt, stofn- að 1986 af þeim bræðrum Ágústi og Lýð, en er nú komið í hóp stærstu fyrirtækja landsins með um 1.750 starfsmenn og áætl- aða veltu upp á 20 milljarða króna á næsta ári.“ Með réttu má halda því fram að saga þeirra bræðra og Bakkavarar sé ævintýri, þar sem saman hafa farið óbilandi bjartsýni og kjarkur til að kljást við ný verkefni og framtíð- ina. Athafnamennirnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru dæmigerðir fyrir þá sem ryðja brautina fyrir almenning og gefa lítilli þjóð vonir um enn betri framtíð. Amgrímur Hermannsson, stjórnarformaður íslenskra ævintýraferða, var útnefndur frumkvöðull ársins af dóm- nefnd Viðskiptaverðlaunanna. íslenskar ævintýraferðir urðu til á liðnu ári þegar fjögur fyrirtæki á sviði afþreying- ar í ferðaþjónustu sameinuðust. Fyrir vaxandi atvinnugrein skiptir miklu að innan henn- ar raða séu dugandi og framsýnir einstaklingar sem hafa sýn á framtíðina og áræðni til að ráðast í ný verkefni. Mikl- ar væntingar hafa verið bundnar við uppbyggingu ferða- þjónustunnar hér á landi en sú uppbygging verður aldrei fái frumkvöðlar ekki að fóta sig á erfiðum markaði. í hlutverki frumkvöðulsins fer Arngrímur Hermannsson og starfsfólk hans inn á nýjar brautir í atvinnumálum landsmanna. Skynsamleg afstaða Ákvörðun formannafundar Alþýðusambands íslands um að fresta endurskoðun á launalið kjarasamninga um þrjá mánuði er skynsamleg. Ekkert bendir til annars en að með skynsemi sé hægt að tryggja hér stöðugt verðlag á komandi ári, þó aðhald í opinberum íjármálum - hjá ríki og sveitar- félögum - hefði þurft að vera meira en að er stefnt. Frestun ASÍ byggir meðal annars á samkomulagi sem unnið er að milli launþega, atvinnurekenda og ríkisvalds og þar sem gert er ráð fyrir erlendri lántöku ríkissjóðs. Þetta er í samræmi við það sem lagt var til í ritstjórnar- bréfi í DV um miðjan síðasta mánuð: „Samhliða skattaleg- um aðgerðum og auknu aðhaldi og niðurskurði í ríkisút- gjöldum kann að vera skynsamlegt fyrir fjármálaráðherra að auka erlendar lántökur ríkissjóðs verulega. Stórt erlent lán til ríkissjóðs sem notað væri til að greiða niður erlend- ar skuldir gerir að öðru óbreyttu tvennt; styrkir íslensku krónuna og leiðir til lægri vaxta. Hærra gengi krónunnar hefur hins vegar áhrif á verðlag - verðbólga verður lægri - sem aftur gefur Seðlabankanum tækifæri til að stuðla að verulegri vaxtalækkun og sú vaxtalækkun ætti að öðru óbreyttu að hafa veruleg áhrif á fjármagnskostnað fyrir- tækja og heimilanna.“ Óli Björn Kárason DV Skoðun Evrópusambandið er á dagskrá „Það vekur athygli að sjávarútvegsmálin eru ekki leng- ur í forgrunni umrœðunnar um tengsl okkar við ESB, enda telja þeir sem gerst vita að íslenskur sjávarútveg- ur gœti vel þrifist innan ESB. “ - Verðmætin varin. Evrópuumræðan er mikið að glæðast þessar vikurnar. Landsfundur Samfylkingar- innar markaði ákveðin spor með upplýstri umræðu í kjölfar útgáfu á greiningu á samningsmarkmiðum ís- lands við hugsanlega aðild- arumsókn, ísland í Evrópu, sem flokkurinn lét gera. Á fundinum var samþykkt að fara í mikla kynningu um land allt á þeim niðurstöð- um sem liggja fyrir í úttekt- inni og að í kjölfarið yrði al- menn atkvæðagreiðsla þar sem flokksmönnum gæfist kostur á því að segja sitt álit á því hvort Samfylking- in ætti að gera það aö stefnumáli sínu að sótt yrði um aðild. Betri upplýsingar og umræða Þeim fjölgar stöðugt sem vilja afla sér upplýsinga og taka þátt í umræðu um það hvernig málum okkar verður best fyrir komið; með hvaða hætti að- ild okkar að Evrópusambandinu verð- ur. Við búum nú við þá stöðu að hafa nær engin áhrif á gerð evrópskar lög- gjafar, en vera þó skuldbundin til að laga okkar eigin löggjöf að henni. Að- ildin að Evrópska efnahags- svæðinu var stórt og farsælt skref á sínum tima, bæði fyrir íslenskt atvinnulíf og launafólk. Á næstu árum verður það eitt af veigamestu verkefn- um íslenskra stjórnmála að taka afstöðu til hvort sækja á um aðild að Evrópusam- bandinu. Ástæðan er ein- faldlega sú að Evrópusam- bandið er mikilvægasti samningavettvangur evr- ópskra ríkja. Metnaðarfull samningsmarkmið í Evrópuúttektinni koma fram ýmis sannfærandi rök fyrir því að heilla- vænlegra væri fyrir ísland að vera innan ESB og eiga hlut að þróuninni í Evrópu en að sitja hjá sem þiggjendur að ákvörðunum annarra. Þau tök sem byggðamálin eru tekin hafa eðlilega áhrif á skoðanir þeirra sem vilja sjá skipulegar gengið til uppbyggingar í landinu. Hagsmunir heimilanna af lægra matarverði vega lika þungt hjá mörgum. Ætli það verði samt ekki krónan andspænis evrunni og sam- keppnisstaða íslensks atvinnulífs sem mest áhrif muni hafa í umræðunni um tengslin við ESB á næstu misser- um. Þar horfa menn til stöðugra efna- hagsumhverfis og lægri vaxta. Það vekur athygli að sjávarútvegs- málin eru ekki lengur í forgrunni um- ræðunnar um tengsl okkar við ESB, enda telja þeir sem gerst vita að ís- lenskur sjávarútvegur gæti vel þrifist innan ESB. Þau samningsmarkmið Svanfríður Jónasdóttir þingmaöur Samfylkingar Fiskur og fullveldi Þegar umræður um aðild okkar að hinu Evrópska efnahagssvæði stóðu sem hæst fyrir tæpum áratug voru skoðanir mjög skiptar um hversu mikið fullveldisafsal fælist í samn- ingnum. Einn helsti ásteytingar- steinninn var einmitt sá hvort við værum að afsala okkur svo miklu fullveldi að það gengi í berhögg við stjórnarskrá okkar. Fyrir lágu a.m.k. tvö sérfræðiálit þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu. Það var álit meirihluta Alþingis að aðild okk- ar að EES væri samrýmanleg stjórn- arskránni og því var samningurinn staðfestur. Um þaö voru allir sammála Frá þeim tíma a.m.k. minnist ég þess ekki að nokkur hafl vefengt að aðild okkar að Evrópusambandinu væri á hinn bóginn slíkt fullveldisaf- sal að ósamrýmanlegt væri stjórnar- skránni. Aðildina að Evrópusamband- inu þyrfti því að bera undir þjóðina og breyta stjómarskránni. Þess vegna skýtur það óneitanlega nokkuð skökku við þegar nú er skyndilega reynt að halda því fram að aðild að Evrópusamband- inu væri, auk annars, leið tO auk- inna áhrifa og öflugra fullveldis. Hér virðist manni þess vegna málum gjörsamlega snúið á hvolf og ekkert gert með það sem menn voru svo sammála um í hinni harðskeyttu EES-umræðu. Varanleg undanþága ekki til Tökum dæmi sem stendur okk- ur nærri. Eins og öllum er kunnugt er ekkert það fyrirbæri til sem heit- ir varanleg undanþága í Evrópusam- bandinu. Síst myndi það gerast varð- andi stórmál eins og sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. íslendingar gætu trúlega samið um aðlögunartíma en yrðu fyrr eða síðar að sætta sig við fiskveiðistefnu bandalagsins. Þar gild- ir fyrirbæri sem kallast í daglegu tali hlutfallslegur stöðugleiki og felur í sér viðurkenningu á sögulegum veiði- rétti. Samkvæmt honum telja ýmsir að veiðirétturinn yrði að miklu leyti a.m.k. til skamms tíma í íslenskum höndum. Það er þó umdeilt. Önnur ákvæði ESB-reglna myndu á hinn bóginn gera það að verkum að sjávar- útvegur okkar gæti allt eins lent í höndum útlendinga. Klárt fullveldisafsal Nú er það vitað mál að hugmynda- fræði hins hlutfallslega stöðugleika er umdeild í hæsta máta innan ESB. Stór- ar fiskveiðiþjóðir á borð við Spánverja vilja hana feiga og telja að þjóðirnar eigi að fá rétt til fiskveiða í lögsögu hver annarrar. Færa þeir fyrir því ýmis rök í anda Evrópusamrunans. Því er líka haldið fram að kennisetn- ingin um hlutfallslegan stöðugleika stangist á við Evrópusambands- hugmyndina sjálfa. Yrði þessum reglum breytt og hlutfallslegi stöðugleikinn aflagður yrðu allar aðildarþjóðir að hlýta því; íslending- ar jafht sem aðrir. Með aðild okkar að Evrópu- sambandinu værum við því klárlega búin að af- sala okkur öllum rétti til stjórnunar á eigin málum. Slikt væri því fullveldisafsal langt umfram það sem við hefðum nokkru sinni gengist undir. Það að halda því fram að Evrópusambandsað- Odin feli i sér frekari rétt okkar sem fuOvalda þjóðar er því í besta lagi rök- leysa og stenst ekki nokkra skoðun. Rökleysan mikla Þegar ég benti á þetta í umræðu á Alþingi á dögunum sagði formaður Samfylkingarinnar að sú staða sem ég lýsti með þessu móti fæli í sér að við værum að glata yfirráöum yfir auð- lindinni og við slíkar aðstæður væri ekki hægt að mæla með inngöngu í ESB. Þetta eru mikil tíðindi og þýða í rauninni að forsenda aðildarumsóknar af hálfu Samfylkingarinnar væri var- anleg trygging fyrir því sem menn hafa kaUað MutfaUslegur stöðugleiki. Hvert mannsbarn veit auðvitað að slíkt er ófáaMegt. Það er ekkert tO sem heitir varaMeg trygging fyrir óbreyttri stefnu innan Evrópusambandsins, síst í þessu máli í ljósi aðstæðna. Meginfor- senda Evrópusambandstrúboðsins er því um sjálfa sig faUin. Einar K. Guðflnnsson „Það er ekkert til sem heitir varanleg trygging fyrir óbreyttri stefnu innan Evrópusambandsins, síst í þessu máli í Ijósi aðstœðna. Meginforsenda Evrópusam- bandstrúboðsins er því um sjálfa sig fallin. “ Spurt og svarað_______Verða þetta góð híjómplötujól? sem sett eru fram í sjávarútvegsmál- unum í úttekt Samfylkingarinnar eru metnaðarfuU og ganga út frá þeirri staðreynd að á því sviði erum við öfl- ugri og gerum ýmislegt betur en aðr- ar Evrópuþjóðir. Fullveldið í fókus Einn þáttur umræðunnar um hugs- anlega aðild að ESB er fuUveldi ís- lands, eða öllu heldur fuUveldisafsal. Því var á sínum tíma haldið fram í umræðunni um EES-samninginn að um fuUveldisafsal væri að ræða. Þá komust sérfræðingar ríkisstjómar- innar að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Síðan hefur ýmislegt breyst og nú telja sumir hið önd- verða. Auðvitað fer ákveðið fuUveld- isafsal fram í hvert sinn sem fuUvalda ríki felur fjölþjóðlegri stofnun að taka ákvarðanir fyrir sína hönd, jafnvel þó aðUd að ákvarðanatökunni sé tryggð. Spurningin er fyrst og fremst að hve miklu leyti við erum tUbúin að fela öðrum þetta vald og hver aðkoma okkar á að vera að þeim ákvörðunum sem-varða okkur mestu. Slíka um- ræðu þurfa fuUvalda ríki líka að taka reglulega í breytUegum heimi. Svanfríður Jónasdóttir Fylgið sitrar í litlum bunum „Á meðan Guðni snýst ekki til varnar og leyfir atkvæðum Framsóknar tO sveita að sitra í litlum bun- um yfir tO VG, þá á Framsókn enga von um að ná aftur fylg- inu, sem VG hefur mMið undan flokknum tU sveita. Enginn verður þess þó var. í stað þess að renna í VG lætur hinn málreifi landbúnaðar- ráðherra sér nægja að standa álengd- ar hjá og tMdra lágværar formæling- ar sem enginn heyrir. Þetta er ástæð- an fyrir því að VG er að soga tU sín sveitafylgi Framsóknar. Ráðherrann sem átti að verja flokkinn fyrir ásókn VG skelfur við skjaldarrendur. Nú hefur Guðni Ágústsson valið sér annað skotmark." Össur Skarphéöinsson í pistli á Samfylking.is Hafið verður ekki beislað „Hafið verður ekki beislað og óblíð náttúran hefur því miður orðið mörgum að Qörtjóni. Nú hefur einn látist og þriggja er saknað eftir tvö slys á sjó ... Auðvitað slær að fólki óhug við þessi válegu tíðindi. Við gleðjumst yfir hverju björguðu mannslífi, en hugur okkar Mýtur að vera hjá þeim sem eiga um sárt að binda. Það er ákaflega sorglegt þegar menn á besta aldri farast með þess- um hætti, sérstaklega nú rétt fyrir jól... Það er mikU gæfa fyrir þjóðina að eiga þúsundir sjálfhoðaliða sem eru tUbúnir að leggja á sig mikla hættu og erfiði tU að bjarga öðrum hvernig sem aðstæður eru. Ósér- hlifni þeirra og áræðni er mikU. Björgunarsveitum verður seint fuU- þakkað fyrir störf sín.“ Guöjón Ólafur Jónsson á Hrifla.is Ólafiir Þórarinsson tónlistarmadur: Hjördís Geirs og gamált og gott „Þessi jól eru sannköUuð músík- veisla - ég hef fengiö nasasjón af ýmsu sem er aö koma út en hef ekki haft tök á því að kynna mér þetta nægjanlega til að kveöa upp einhverja dóma. En mér sýnist að alUr geti fengið eitthvað við sitt hæfi. Flestar þeirra platna sem ég hef séö koma frá landsþekktum tónlistarmönnum. Stór hluti fólks er ævinlega mest fyrir slíkt efni, það viU af öryggi geta gengið að hlutunum vísum. AUtof fáir eru spenntir fyrir nýmeti í tónlist sem veldur því að nýir straumar og stefnur í tóMist komast ekki að sem skyldi. Sjálfur hef ég að undanfórnu verið að vinna nýja plötu með Hjördísi Geirsdóttur sem mér finnst vera kærkom- in og forvitnileg fyrir þá sem vUja gamalt og gott.“ Eiður Amarson, útgáfustjórí Skífunnar: Gœðin sífellt meiri „Það er allt útlit fyrir aö svo verði. Af tíu mest seldu hljómlötun- um þessa dagana eru átta tU níu af þeim íslenskar - og þar er hljómplata Páls Rósinkranz í efsta sæti og er að komast í guUið. Einnig er mjög góð sala í plötum Svölu Björgvinsdóttur og XXX RottweUer hunda, svo ég nefni nokkra sem viö erum að gefa út. Á listanum yfir tíu mest seldu plöturnar eru nær all- ar íslenskar. Gegnumgangandi helst sala á hljómlötum nokkuð góð, þrátt fyrir nýja möguleika fólks tU þess að nálgast tóMist. Þar kemur sjáUsagt til að gæði hljóm- platna verða sífeUt meiri og eins eru margir af ástsæl- ustu tóMistarmönnum landsins einmitt aö senda frá sér plötur fyrir þessi jól.“ Skúli Helgason, útgáfustjóri Tónlistar-Eddu: Ánœgðir með viðbrögðin „Ég er hræddur um það, hér hjá Eddunni einbeitum við okkur að út- gáfu á fjölbreyttri og vandaðri ís- lenskri tónlist - og við erum mjög ánægðir með viðbrögð. Fyrir þessi jól frnnst mér einkenna útgáfuna að mikiö er að koma út af góðum plötum fyrir þá sem eru komnir af unglingsaldrinum. Ef ég á að nefna einhver dæmi þá er Edda Heiðrún Backman að gefa út mjög glæsUegan disk með lögum Alta Heimis Sveinssonar, gaman er að sjá hvaða vinsælda ÁUtagerðisbræður njóta - og sú plata sem hefur gengið hvað best hjá okkur hér í Eddunni fyrir þessi jól eru Sálmar jólanna með Sigurði Flosasyni og Gunnari Gunnarssyni. Þá er rokksveitin Úlpa að gefa út sína fyrstu plötu fyrir þessi jól sem hefur fengið góðar viðtökur." Bjami Arason, tónlistarstjóri Bylgjunnar: Björgvin á bók og plötu „Engin spuming og mér finnst útgáfan fyrir þessi jól raunar vera betri og fjölbreyttari en oft áður. Mér fmnst því líklegt að plötusala fyrir þessi jól verði mjög góð. Nú eru að koma út mjög margir góðir tiltl- ar, svo sem meö Sálinni, Páli Óskari Rósinkranz og þeim feðginunum Björgvini HMldórssyni og Svölu, sem mér þykir í raun vera orðin tónlistarmaður á heimsmælikvarða„ Hið sama finnst mér gUda orðið um Pál Óskar. SjáUan langar mig mest tU þess að fá plötuna með Björgvini HaUdórssyni, sem er raunar sú fyrsta sem hann gefur út í fimmtán ár. Og einnig verður gaman að lesa bókina um Björgvin sem Gísli Rúnar Jónsson leikari hefur skrUað." Hugsjónir endurvaktar Svona háleita hugsun er varla að finna annars staðar en í framtíðarsýn gömlu hug- sjónakommanna sem töldu að í framtíðarríkinu ætti hver að starfa eftir sínum hœfileikum og hljóta laun samkvæmt þörfum. Þingmaðurinn orðar sömu hugsun á *r þann veg, að afleiðing sinnar hugsunar vœri sú að hvert starf þjóðfélagsins vœri ávallt skipað hœfasta fólkinu sem eykur hagkvœmni atvinnulífsins. Einu má gilda hvort það gleður mann eða hryggir að sjá háleitar hugsjónir kommúnista 20. aldar end- urspeglast í orðum og gjörðum gegnra sjáUstæðismanna á 21. öld. Svo undarlegt sem það kann að þykja þá njörfa þeir sem halda sig boða frjálshyggju sig niður í kenn- ingasmíð sem gagnaðist gömlu kommunum ekki betur en svo að veldi þeirra hrundu hvert af öðru þar sem ekki stóð steinn yfir steini i hagfræði þeirra né skilningi á mann- legu eðli sem þeir héldu að hægt væri að stjórna með miðstýrðum lagaboðum. Þegar heimskommúnisminn vesl- aðist upp í eigin uppdráttarsýki og ekkert er eftir af honum nema Rauða-Kína sem keppist við að af- neita Mao formanni og öllu hans æði gripa stjórnlyndir frjálshyggjumenn fánann á lofti og gera tilraun til að feta í fótspor hungurmeistarans mikla. Hugmyndir gömlu hugsjóna- kommanna kristallast í ágætri grein sem birtist í DV og má kalla mani- fest Péturs Blöndal sem situr í þing- flokki sjálfstæðismanna. Jafnréttinu eru gerð skil á þann veg að stefnt skuli að því að sá hæf- asti verði ráðinn til að gegna hverju starfi. Fólk fær störf á grundvelli hæfileika en ekki vegna kyns, ætt- ernis, flokksaðildar eða annarlegra sjónarmiða. Svona háleita hugsun er varla að finna annars staðar en í framtíðarsýn gömlu hugsjóna- kommanna, sem töldu að í framtíð- arríkinu ætti hver aö starfa eftir sín- um hæfileikum og hljóta laun sam- kvæmt þörfum. Þingmaðurinn orðar sömu hugsun á þann veg, að afleið- ing sinnar hugsunar væri sú að hvert starf þjóðfélagsins væri ávallt skipað hæfasta fólkinu sem eykur hag- kvæmni atvinnulífsins. Fæðingarorlof feðra er liður í framtíðarskipulag- inu og er fyrirskipað og kostað af ríkinu. Fordæmið Um tekjutengdar greiðsl- ur til nýorðinna feðra deila stjómlyndir þingmenn ekki. Um þá misskiptingu segir þingmaðurnn í grein- inni góðu: „Nákvæmlega eins og líf- eyrissjóðakerfið sem veitir tekju- tengdan lífeyri. Þar fá hátekjumenn mjög háan lífeyri miðað við þá sem greiða iðgjald af lágum launum." í Dýragarði Orwells orðar félagi Napo- leon sömu hugsun í frægri setningu: „Allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir“. En að boðberi frjálshyggju 21. aldar skuli umorða þessa skörpu sýn á innihald marx-leninimans og gera þjóðfélagssýn félaga Napeleons að sinni er undri líkast. Hugsjónakommarnir gumuðu af því að þeir væru að skapa nokkuð sem þeir kölluðu „hinn nýja mann“. Þá figúru átti að búa til með lagaboð- um sem bygðist á hugmyndafræði sem varð til í innstu klíkum flokksapparatsins. Hér á að skapa hinn nýja föður sem settur er á rík- isframfæri til að axla byrðar móður- hlutverksins og kynnast hvítvoðungi sínum sem ekki er hægt utan venju- bundins vinnutima. Með þessu á líka að spara sveitarfélögum og foreldr- um kostnað af umönnun yngstu borgaranna. Ekki er nema von að fjárlagafrum- varp bögglist fyrir brjóst- um stjórnlyndra ráða- manna þegar svona reiknikúnstir eru notaðar í viðleitninni til að skapa „hinn nýja mann“ upp úr kokkabókum þeirra sem tekið hafa hugmyndafræði gömlu kommanna upp á sina arma. Stofnanatrú Með hugsun Maós að vopni eru okkar byltinga- menn komnir fram úr þeirri þjóðfélagsþróun sem gamli uppreisnarseggurinn stefndi að. Þingmaðurinn hrósar happi og minnir á að orðið hafi sú þjóðfélags- bylting að litlu krílin okkar fara að heiman allt niður í 6 mánaða gömul. „Bylting sem Maó formaður barðist fyrir austur í Kína í eina tíð.“ Hvert fara svo brjóstmylkingarn- ir? Á stofnanir. Trúin á stofnanir, helst opinberar, er enn ein arfleifö sósíMskrar hugmyndafræði. Mann- leg vandamál eru leyst í stofnunum og úrlausnarefni sem einstaklingun- um er ekki trúað fyrir að leysa af eigin frumkvæði og sjálfstæðum vilja eru verkefni stofnana. Gamlar hugmyndir ganga oft aftur og halda sumir að þær séu nýjar. En það er með ólíkindum að kommún- ístisk hugmyndafræði skMi skjóta rótum í þingflokki frjálshyggju- manna og það sem meira er, að þar á bæ eru menn búnir að skjóta Maó ref fyrir rass og miðstýra lífi ein- staklinganna allt frá þvi að skorið er á naflastrenginn. Allt er það gert í nafni „velsældar þjóðfélagsins". Oddur Olafsson skrifar Q Mikill Qöldi hljómplanta kemur út fyrir þessi jól - og fjölbreytnin er sem aldrei fyrr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.