Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 Menning DV Baráttujaxl og menningarviti Undanfarin ár hefur Sig- urður A. Magnússon rithöf- undur sent frá sér endur- minningar sinar frá fullorð- insárunum og er nú komið að þriðja bindinu, Á hnífsins egg. Þessar endurminningar eru framhald hinnar marglofuðu uppvaxtarsögu í fimm bindum sem út kom á árunum 1979-1986. Segja má að nokkur áhætta hafi verið tekin meö því að skipta um form en nú er Sigurður alveg búinn að finna sig í hinu nýja endurminningaformi. Hvert bindi spannar nokkurn veginn áratug og í Á hnífsins egg er sögð saga áranna 1967-1980. Undirtitillinn er átakasaga og er það nafn meö rentu. Á þessum árum breyttist Sigurður úr Morgunblaðsmanni í umdeildan baráttumann: gegn hinni ógeöugu herforingjastjórn í Grikk- landi, Víetnamstríöinu og íleiri óréttlætismálum. Kannski var hann fyrst og fremst að berjast gegn kalda stríðinu, því svarthvíta og einsýna hugar- fari sem gerði að verkum að þeir sem gagnrýndu kúgun á einum stað vörðu hana á öðrum. Á þessum árum gerðist Sigurður A. líka verka- lýsleiðtogi og baráttumaöur fyrir bættum kjör- um rithöfunda. Segir hann lítillega frá klofningi rithöfunda í tvö félög og hvernig hann vann að því að sameina þá. Er sú saga lítt skiljanleg, sennilega ekki einu sinni innvígðum. Hann tók einnig við Samvinnunni og gerði úr henni merkilegt tímarit sem margir minnast með sökn- uði. í bókarlok verður Sigurður svo metsöluhöf- undur og verðlaunahöfundur með bókinni Undir kalstjörnu. Sigurður A. Magnússon kemur mönnum oft fyrir sjónir sem eins konar vígahnöttur eða ský- strókur sem þeytist um fullur atorku og baráttu- gleði. Hann er einn fárra íslendinga sem skrifar stundum eins og 19. aldar maður, fullur baráttu- anda og sannfæringar um að nógu mikill eldmóð- fyrstur að viðurkenna að hann sé ekki fullkominn. Hann er óvæginn við sjálfan sig og hreinskilinn en sannfæring hans í stjómmálum og menningarmálum er sterk og leyf- ir engar málamiðlanir. Þetta er sá Sigurður sem birtist í þessu þriðja bindi endurminn- inga hans, fullmótaður baráttujaxl og menningarviti. Þetta bindi fjall- ar kannski um manninn sem lenti milli vita í kalda stríðinu og kynntist skuggahliðum þess og einsýni (sem enn sér ekki fyrir endann á). Fyrir vikið var þessi gamli kristilegi hægrimaður og Bandaríkjavinur skyndilega orð- inn helsti kommúnistaleiðtogi ís- lands í augum margra! Bókin er fyrst og fremst skemmtileg og þægileg aflestrar, uppriíjun á umbrotaskeiði. Inn í söguna fléttast einkalíf Sigurðar sem oft var þyrnum stráð en það hverfur í skuggann af opinberu átökunum. Áfram heldur sagan af sérstæðu sambandi þeirra Matthí- asar Johannessen og Sigurður birtir bréf þeirra hvors til annars þar sem báðir eru hreinskiptnir og óvægnir. Lesendum verður um og ó að lesa svo persónuleg skrif nú en sjálfsagt munu þau gefa bókinni gildi þegar fram í sækir. Á hnífsins egg er hressileg upp- rifjun á miklu átakaskeiði sem Siguröur A. Magnússon í ræöustól þrátt fyrir alla galla sína er spenn- Hann kemur mönnum oft fyrir sjónir sem eins konar vígahnöttur andi í samanburði við dauðyílis- eöa skýstrókur. legan nútímann. Ármann Jakobsson. ur muni að lokum bræða jökul spillingar, sam- ________________________________________________ tryggingar og óréttlætis. Stundum er eins og Sigurður A. Magnússon: Á hnífsins egg: Átakasaga. Mál ákveðinn æðibunugangur einkenni hann og þá °S menning 2001. sést hann ekki fyrir. En Sigurður er alltaf manna — Alltaf í boltanum Fótbolti er, eins og margir vita, lífið í smækkaðri mynd. Völlurinn er eins konar míkrókosmos sem speglar heiminn með tuttugu og tveimur leikmönnum, bolta, dómurum og bandóðum aðdá- endum á hliðarlínunni. Fót- bolti afhjúpar líka mennina, eins og aðrar ástríður, inni á vellinum kasta menn grímunni og hegða sér eins og þeim er eölilegt, þar brýst fram græðgi, eigingimi, örlæti, sam- vinna og fjandskapur. Lengst af hefur fótbolti líka verið lokaður karlaheimur, og frægustu fótbolta- sögur bókmenntanna fjalla öðrum þræði um karl- mennsku og samfélag karlmanna, þekktastar eru líklega Fótboltaengillinn eftir Hans Jorgen Niel- sen og nú nýlega Fótboltafár eftir Nick Hornby. Fótboltasögur Elísabetar Jökulsdóttur horfa á fótboltann og lífið frá svolítið öðru sjónarhomi FÓTBOLTA '.5 en frá hliðarlinunni eða innan af vellinum sjálfum. Sögumaðurinn í sögum Elisabetar er nuddari fót- boltaliðs sem á í erfiðleikum, ekk- ert ósvipuðum þeim ósköpum sem KR gekk í gegnum síðasta sumar, mörgum fótboltaáhuga- mönnum til ómældrar þórðar- gleði. Á bekknum hjá nuddaran- um afhjúpast persónur leikmann- anna, í einræðum þeirra birtist líf þeirra inni á vellinum og utan hans, og ekki síst samspilið þarna á milli; fótboltinn speglar lífið, eða er það kannski öfugt? Oft byrjar hliðstæðan á orðaleik, sem síðan vex út í svolítið ýkta og uppblásna mynd af aðstæðum, persónum og krísum sem er fynd- in og sár í senn. í Fótboltasögum notar Elísabet form sem hún hefur þróað í fyrri örsagnasöfnum sínum. Örsögur hennar einkennast af spennu milli formsins og þess sem sagt er frá. Formið er knappt og blátt áfram, en sögurnar eru yfirfullar af atburðum, hugieiðingum og óvæntum uppákomum. Sögurnar eru þrælskemmtilegar, þótt þær veröi svolitið keimlíkar þegar líð- ur að lokum bókarinnar og hætti að koma á óvart. Þær bestu, t.d. upphafssagan „Saga af bekkn- um“, ná óvæntri dýpt og koma lesandanum í opna skjöldu með örsnöggri innsýn inn í kviku fót- boltastrákanna á bekknum. Jón Yngvi Jóhannsson Elísabet Jökulsdóttir: Fótboltasögur. Mál og menning 2001. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur Bestu fótboltasögurnar ná óvæntri dýpt og koma lesandan- um í opna skjöldu. Hljómdiskar Jóladiskar djassáhugamannsins Á aðventunni hefjast hinar árlegu bollalegg- ingar um kaup á geisladiskum til að leika um há- tíðarnar og til jólgjafa. Sennilega eru það áhrif hins gífurlega jólabókaílóðs, sem verða til þess að við, hinir diskóðu, rjúkum til og kaupum ný- útgefna diska í þeirri trú aö ekki sé við hæfi að leika annað en nýjar útgáfur um jólin. Hér eru nokkrir diskar, sem djassrýnir DV gæti hugsað sér að fá í jólagjöf! a. Baroque Favorites með Jacques Loussier tríó- inu (Terlarc) Píanistinn og tónsmiðurinn Loussier hefur verið að hljóðrita klassiskar perlur í sveiflubún- ingi um áraraðir við ótrúlega miklar vinsældir. Hér leikur tríóið vinsælar barrokur, t.d. Adagio fyrir strengi eftir Albinoni og tvær sónötur eftir Scarlatti. Jóladiskur fyrir þá sem hafa ánægju af Scarlatti með „Latin beat“ eða Marin Marais í 5/4 takti a la „Take five“! b. Nocturne með Charlie Haden (Verve) Frábær samleikur bassaleikarans Hadens og kúbverska píanistans Gonzalos Rubalcabas. Kúverskar slaufur í „Bolero-fílingi" frá Kúbu fimmta áratugarins. Kúbverskt 32 takta Bolero heldur sig við 2/4 takt, öfugt við hið spænska, sem er þriggja slaga. Þeir félagar leika m.a. „No Te Empenes Mas“ eftir Mörtu Valdes, lag sem eitt og sér gerir diskinn ómetanlegan. c. Núll-einn með Agnari Má Magnússyni (Fresh Sound/New Talent) Agnar Már er framúrskarandi djassleikari. Diskurinn er hljóðritaður í New York en gefinn út af spænsku útgáfufyrirtæki. Ethan Iverson, pno, hefur verið duglegur að mæla með ungum New York-píanistum til hljóöritunar hjá FS/NT. Ef til vill hefur hann mælt með okkar manni en Agnar leikur hér 10 lög eftir sjálfan sig auk hins kunna Mjallhvítarlags „Some Day my Prince will Come“ sem kemur einna best út. c. Breakfast Dance & Barbecue meó Count Basie (Blue Note) Hljóðritað á baili í Flórída árið 1959. Einhver allra besti diskur sem hefur verið gefinn út með „ofursveit" Basie sjötta áratugarins. Einleikarar fara á kostum: Frank Foster og Frank Wess, tnr, Joe Newman, Billy Mitchell, Harry „Sweets“ Ed- ison, trpt, og svo auövitað Joe Williams, sem syngur blúsinn á sinn sérstæða hátt. Enn ein sönnun þess að Basie bandið var ótrúlega gott á þessum tíma. d. Jazzvaka Guðmundar og Vióars (Jazzvakn- ing) Nauðsynlegur tveggja diska pakki íslenskra djassáhugamanna, tileinkaður Guðmundi Ing- ólfssyni, pno, og Viðari Alfreðssyni, trp. Hér er að finna margar perlur þessara meistara íslensks djasslífs, bæði endurútgáfur og áður óútgefið efni. Verði ágóði af þessari frábæru útgáfu mun hann renna í minningarsjóð Jazzvakningar. Það eitt mælir með því að diskarnir fái góða sölu. e. Hinir diskarnir: Tii dæmis þessir: 1. Djúpið með Sigurði Flosasyni (ÓMI) 2. Októberlauf með Carli Möller og ljóðskáld- um (Smekkleysa) 3. Superbass með Ray Brown, John Clayton, Christian McBride (Telarc) 4. Green’s Blues með píanistanum Benny Green (Telarc) 5. TNT (Tenor N Trombone) með slíðurhorn- leikanum Steve Turre. (Telarc) Ólafur Stephensen American Pimp Skuggasýning verður í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, í kvöld kl. 20.30. Þar verður sýnd hin umdeilda heimild- armynd Hughes-bræðra, American Pimp, baka til i Galleriinu. Björn Þór Vilhjálmsson bókmenntafræðingur mun halda stutt spjall þar sem hann veitir innsýn í ýmsa þætti myndarinnar og umræður verða á eftir. Húsið verður opnað kl. 20 og gefst gestum kostur á að skoða myndlistarsýningu Jóns Sæmund- ar Auðarsonar og Páls Banine, „Séð og heyrf‘. Aðgangur er ókeypis. Ekkert barn má vera bókarlaust um jólin Uppi í Kringlu stendur jólatré Mæðra- styrksnefndar, og skorað er á fólk að koma með gjafir og setja undir tréð. Fé- lagar í Samtökum íslenskra barna og unglingabókahöfunda (SÍUNG) vilja styrkja gott málefni og vekja um leið at- hygli á barnabókum - því börn eiga að fá bækur i jólapökkunum, ekki bara dót. í fyrramálið kl. 11.30 mætir þvi fjöldi barnabókahöfunda á staðinn og er þetta gott tækifæri fyrir börnin að hitta eftir- lætishöfundana sína. í öllu kraðakinu á jólafóstu er hollt að minna á að bók er lykill að lestri en hann veitir skemmtun, eykur þroska og visku. Ekkert barn eða unglingur skyldi missa af því að kúra með góða bók á jólanótt og vera eitt með sjálfu sér, bók- inni og þeim heimum sem hún opnar okkur. Bókin um bjórinn Muninn hefur gefið út Bókina um bjórinn, sögu þessa vinsæla drykkjar frá örófi alda og itarlegan leiðarvísi um helstu brugghús og bjórkrár heims, rit- stýrt af Roger Protz. Þetta er mikil bók í stóru broti, prýdd fjölda litmynda, m.a. af húsum og tækj- um og miðum af bjórflöskum. í texta er fjallað um bjórgerð allt frá „snögggerj- un“ öls til belgískra ávaxtabjóra og end- urvaktra tegunda af „porter" og „stout" i Bretlandi og Bandaríkjunum og „designer" bjórtegundanna í Japan. Þarna fást upplýsingar um hvaða bjór á að velja í hverju landi, hvaða gerðir eru bestar frá hverju brugghúsi, uppskriftir að mat með bjór og umsögn gefin um hundruð ágætra öltegunda. Bókina rita alþjóðlegir sérfræðingar, til dæmis ritar Steingrímur Sigurgeirs- son sérkafla um íslenskan bjór þar sem meðal annars er dásamleg lýsing á „bjórdeginum" 1989. Atli Magnússon ís- lenskaði bókina. Savíta Adda Steina Björns- dóttir hefur skrifað söguna Savitu um ell- efu ára indverska mun- aðarlausa telpu sem ættingjar vilja gifta sem fyrst. Savíta hefur lítinn áhuga á að verða eiginkona ekkjumanns sem er miklu eldri en hún, en allar líkur benda til þess - þang- að til Arúna móðuramma hennar grípur í taumana. Hún skilur að Savítu langi fremur til að ganga í skóla heldur en verða stjúpa barna annarrar konu að- eins ijórtán ára. í sögunni setur höfundur unga lesend- ur inn í aðstæður sem mörg börn búa við á Indlandi. Bókin er myndskreytt af Margréti E. Laxness og gefin út í sam- vinnu Rauða kross íslands og Æskunn- ar. Einfaldur sannleikur Skjaldborg hefur gef- ið út skáldsöguna Ein- faldur sannleikur eftir David Baldacci. Þar er sögð saga Rúfus Harms sem dæmdur var til lífstíðarfangelsisvistar fyrir morð á lítilli stúlku 25 árum áður en sagan hefst. Hann telur að hann hafi verið neyddur til ódæðisins og reynir að fá máli sínu áfrýjað til Hæstaréttar. En þá bregður svo við að allir sem sinna þeirri beiðni týna lifi á dularfullan hátt Sagan er ástríðuþrungin, átakamikil og geysispennandi. Björn Jónsson þýddi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.