Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Síða 16
Svava Ástudóttir er á leið í heljarinnar ferðalag út í heim en vantar ferðafé- laga. Fókus ákvað að hlaupa undir bagga með stelpunni og auglýsir hér með eftir ævintýraþyrstum ferðalangi á aldrinum 20-28 ára fyrir hennar hönd. Sviti og skítuat hár er ekki með neina ákveðna ferðaáætlun en hef þó hugsað mér að byrja í Evrópu og halda þaðan til Aust' urlanda fjær. Lönd eins og Kfna, Taíland og Filipps- eyjar eru ofarléga á lista,“ segir hjn 22 ára Svava Ástudóttir sem ætlar að segja skilið við íbúðina, bílinn og vinnu í tískuvöruverslun í Smáralindinni til að halda á vit ævin- týranna úti í heimi. Svo virðist sem Svava muni leggja ein af stað í þetta ferðalag því allir hennar vinir eru annað- hvort í námi eða peningalausir. Svava hefði að sjálfsögðu kosið að hafa einhvern með sér í ferðalagið og því bendir hún ævintýraþyrstu ungu fólki á aldrinum 20-28 ára sem áhuga hafa á slíku ferðalagi á að hafa samband við sig í gegnum svavaa@torg.is. „Eg veit ekkert hvað ég verð lengi á flakki, en allavega þangað til í haust,“ segir Svava sem hræðist ekkert nema þá helst framandi pöddur. Þessa dagana er Svava á fullu að vinna að undirbúningi ferðarinnar, lesa sér til um löndin sem hún hyggst heimsækja og kanna bóluset- ningar. „Þegar ég var búin að kaupa íbúðina og bílinn áttaði ég mig á því að ég hafði þarfari hluti að gera áður en ég festi mig endanlega í lífsgæðakapphlaupinu," segir Svava sem er tilbúin fyrir svita og skítugt hár f framandi löndum með fulla ferðatösku af frasabókum. Fréttimar sem fæstir heyra Karlhórur á hausinn Eins og greint var ffá í þessum dálki var opnað nýstárlegt hóruhús í Sviss í byrjun desember á síðasta ári sem sérhæfði sig í því að uppfylla kynferðis- legar langanir kvenna. Eigandinn, Clemens K., var nýlega handtekinn fyr- ir að reyna ræna eldri hjón með leikfangabyssu. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kom í Ijós að hóruhúsið hafði farið á hausinn á innan við mánuði. Ástæðan fyrir þessum endalokum ku ekki vera áhugaleysi kvenna heldur gerðu karl- hórurnar þau mistök að biðja ekki um greiðslu fyrir fram heldur eftir á. Þetta leiddi til þess að konur þær er sóttu staðinn greiddu aðeins í samræmi við þá þjónustu sem þær töldu sig hafa fengið. Það mun hins vegar vera venja á öllum almennilegum hóruhúsum að greitt sé fyrir greiðann áður en hann er gerður. ÁSTARBRÉF TIL MATS Allir karlmenn sem bera nafnið Mats, eru 29 ára og búsettir í Gautaborg, hafa fengið sent ástarbréf frá finnskri stúlku sem kallast Tiia. Samkvæmt Göteborgs-Posten þá hitti hin finnska Tiia Svía að nafni Mats í sumarfríi sínu. Tiia hitti hann tvisvar sinnum en á þriðja deitinu dúkkaði hann ekki upp en það var þá sem hún ætlaði að segja honum virkilega mikilvæga hluti. Þar sem Tiia vissi ekki mikil deili á Mats greip hún til þess ráðs að senda öllum þeim sem til greina kom að gætu hugsanlega verið hann bréf, alls 63.1 bréfinu segist Tiia meðal annars ekki geta horfst í augu við þá stað- reynd að kannski sjáist þau aldrei framar. LÖT TVÍBURASYSTIR Það eru til margar mismunandi aðferðir til þess að ná sér niðri á fólki. Ný- lega þurfti að fara með 17 ára gamla stúlku á spítala í Rúmeníu þar sem hún var skorin upp og slatti af stálnöglum tekinn úr henni. Naglana gleypti hún sjálfviljug þegar hún lenti í rifrildi við tvíburasystur sína. Stúlkan sem gleypti naglana segir systur sína vera húðlata og hún nenni bara engu, ekki einu sinni að sækja við í eldinn. Sjálf segir hún að hún verði að gera allt og því hafi hún gleypt naglana í reiði sinni yfir hegðun þessarar lötu tvíbura- systur sinnar. Hancs í vinnunni British Telecom hefur gert rannsókn á því hvað fólk gerir eiginlega í vinnunni og eru niðurstöðumar sláandi. Svo virðist sem meirihluti fólks sé alls ekki að vinna vinnuna sína heldur eyða tímanum í eitthvað allt annað. Helmingur aðspurðra sagðist t.d taka sér reglulegar kaffipásur og 47% sögð- ust taka pásur til þess að slúðra. Einn af hverjum tíu eyðir tímanum í að sörfa á Netinu, 28% lesa blöðin, 20% laga til á skrifborðinu sínu og 17% segist láta tímann líða með því að horfa út um gluggann. Páll Arason reðurgjafi Hemingways Tvífarar vikunnar eru þeir Gregorio Fuentes og Páll Arason. Sá fyrrnefndi hefur helst unnið sér það til frægðar að vera fyrirmynd að sögupersónu í nóbelsverðlaunasögu Hemingways, Gamli maðurinn og hafið. Páll er hins vegar þekktur fyrir að vera sá fyrsti sem ætlar að gefa Hinu íslenska reðasafni getnaðarlim sinn að sér gengnum. Félagarnir eiga svo sem ekki margt sameiginlegt fyrir utan það að veragerðir ódauð- legir af völdum annarra. Komandi kynslóðir munu geta lesið sér til um Gregorio í bók Hemingways en minnst Páls með því að horfa upp á grámyglaðan og þrútinn lim hans fljóta um í formalíni á pervertísku safni í syndaborginni Reykjavík. f ó k u s 25. janúar 2002 rws •Td Jóhanna Dfs O’Connor, húsmóðir og mann- fræðingur, opinberar hugleiðingar sfnar f Fókus. Ekki súrmat fyrir mig Jæja. í dag gengur ( garð enn einn þorr- inn. Þá hópast íslendingar á svokölluð þorrablót og háma í sig mat sem að megn- inu til er úldinn og var aðeins étinn hér í árdaga vegna þess að Islendingar kunnu ekki, eða höfðu ekki efni á að salta eða vinna mat með kryddjurtum. Auk þess sem mest- allur skógur var horfinn og því ekki hægt að reykja ketið. I staðinn var matur grafinn (jörðu og/eða hent í súr þar sem hann úldn- aði á hreinlegan hátt. Það er eins og mig minni að át á slíkum mat hafi verið að leggjast af, nema hvað á útkjálkum, en síðan hafi þjóðarrembingur- inn orðið skynseminni yfirsterkari og fólk farið að éta þennan óþverra á ný. Sá siður er enn við lýði hvað sem líður kynnum landans af bragðgóðum framandi mat frá fjarlægum heimsálfum. Það má þó telja nokkuð líklegt að þeir sem slíkan mat slafra í sig séu ( minnihlutá nú á byrjun tuttugustu aldar- innar. Hvað sem því líður hve margir leggja sér þennan óþverra til munns er hins veg- ar ekki mitt vandamál og læt ég mér yfir- leitt nægja að stunda þann íslenska sið að hella í andlitið á mér ómældu magni af áfengi og verða bumbult af. Það vakti hins vegar hjá mér forvitni varðandi súrmat og önnur úldin matvæli hvort það sama ætti við þar, sem og margan annan mat, þ.e. hvort nýta mætti hann í leikjum ástarinnar. Ég er svo heppin að eig- inmaður minn, Gissur, er jafn forvitinn og ég í þeim málum. Það var því eitt kvöldið að ég íklæddist nýjustu Victoria’s Secret-nær- fatnaðinum mínum og við hjónin sátum á eldhúsgólfinu með einn þorrabakka á rnilli okkar. Til að gera langa sögu stutta þá var sú sjóferð farin í úfnum sjó og ég og Gissur skiptumst á að kúgast hvort yfir öðru. Lykt og þragð þorramatar bætast ekki við kyn- ferðisleiki, nema ef vera skyldi lítið súrsaður hvalur sem ber nettan hvítvínskeim. Eg held meira að segja að við séum búin að rústa hið hefðbundna jóladagshangikjöt fyr- ir okkur og aldrei áður hef ég þurff að skrúb- ba mig eftir ánægjustund með honum Giss- uri mínum. Þetta er m(n reynsla en svo get- ur vel verið að þetta virki fyrir þjóðremb- ingspör í hæsta ílokki. Maður veit aldrei.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.