Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2002, Síða 21
finni og ævintýrum hans, Smæiksins,
Drullumalla, Vitringsins og aö sjálfsögðu
Barnsins. Skemmtileg sýning fyrir alla fjöl-
skylduna.
■ CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR
Hann býr yfir leiftrandi gáfum, er talandi
skáld og vígfimastur allra í París. Hann er
hetja sem ekkert fær stöövað nema nefið.
Þetta risastóra nef sem meinar honum að
ná ástum hinnar fögru Roxönnu. Stórkost-
leg ástar- og hetjusaga frá sautjándu öld
þar sem rómantíkin, húmorinn og snilldin fá
að njóta sín. Sýningin hefst í kvöld kl. 20 en
sýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússlns og
með aöalhlutverk fer Stefán Karl Stefáns-
son.
■ FJANDMAÐUR FÓLKSINS í kvöld sýnir
Borgarleikhúsið leikritið Fjandmaður fólks-
ins eftir Henrik Ibsen. Leikritið hefur fengið
góðar viðtökur áhorfenda en sýnt er á stóra
sviðinu og hefst sýningin kl. 20. Læknirinn
Tómas Stockmann stendur einn gegn sam-
félaginu þegar hann gerir uppgötvun sem
setur væntanlegar stórframkvæmdir bæjar-
ins í uppnám. Hvers virði er sannleikurinn
gegn auðsóttum gróða? Hversu langt erum
við tilbúin að ganga í baráttunni fyrir rétt-
læti? Hvenær eru hagsmunir samfélagsins
mikilvægari en tjáningarfrelsið? Kraftmikið,
áleitið og hápólitískt verk.
■ KARÍUS OC BAKTUS í dag sýnir Þjóðleik-
húsið hið margþekkta barnaleikrit Karíus og
Baktus eftir Thorbjörn Egner. Sýningar
dagsins hefjast kl. 14, 15 og 16 en sýnt er
á Smíðaverkstæðinu.
• K abarett
■ BARÞJÓNAKEPPNI 00 VÖRUSÝNING
Sýningin Vin og drykkir 2002 og íslands-
meistaramót barþjóna fer fram í Perlunni í
dag og á morgun. í dag verður opið frá kl.
14 til 18 og á morgun frá kl. 16 til 20. ís-
landsmót barþjóna hefst kl. 15 í dag og þar
verður keppt í Longdrinks-gerð. islands-
meistari verður krýndur f kvöldverðarhófi eft-
ir keppnina. Hann keppir fyrir íslands hönd
á heimsmeistaramóti barþjóna sem fram fer
í Blend í Slóveníu í október næstkomandi.
Sýnendur á sýningunni eru Ölgerðin Egill
Skallagrímsson, Austurbakki, Karl K. Karls-
son, Globus, Allied Domecq, Lind, Rolf Jo-
hansen & Co, Elgur hf., Rafkóp-Samvirki, og
gestir frá hinum ýmsu víngerðarhúsum
munu kynna vörur þeirra.
•Síöustu forvöö
■ EVA KOCH í BUK Sýningu í GUK á verk-
um eftir dönsku listakonuna Evu Koch lýkur
í dag en þá verður opið milli klukkan 4 og 6
að staðartíma. Móðir Evu er fædd í litlu
þorpi á Spáni. Fjölskylda hennar sundraðist
í borgarastríðinu á fjórða áratugnum og kom
síðan saman aftur mörgum árum síðar. í
videoverkunum sem hún sýnir í GUK eru at-
burðir í lífi fjölskyldunnar frá Villar del Cobo
tengdir við þrjá aðra staði I Evrópu þar sem
sambærilegir hlutir gerast alla daga. Á Sel-
fossi er einnig hægt að skoða DVD-disk
sem Eva hefur gert um sama efni. Þar eru
viötöl við móður Evu sem var alin upp í Nor-
egi og systkini hennar á Spáni.Hægt er að
sjá myndir frá sýningunni á
http://www.simnet.is/guk og þar er einnig
hægt aö nálgast meiri upplýsingar um Evu
og verk hennar.Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
■ GRAFÍVERK í GALLERÍ GEYSI Það er
síðasti séns í dag að kíkja á sýninguna“4“
en þar eru sýnd grafikverk eftir:Arngrím
Borgþórsson, Önnu Á. Brynjólfsdótt-
ur.Hrafnhildi Heiðu Gunnlaugsdóttur og
Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur. Sýnendurnir
eru allir listnemar og eru að Ijúka námi á
myndlistarbraut viðFjölbrautaskólann í
Breiðholti. Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 9 til 20 og um helgar frá kl. 14 til 18.
■ GUÐMUNDUR R. í HAFNARHÚSINU Sýn
ingu Guðmundar R. Lúðvíkssonar Ý' Beggja
skauta byr“ í Listasafni Reykjavíkur, Hafn-
arhúsi. Leiðsögn verður um sýninguna kl.
16 og einnig um aðrar sýningar Hafnarhúss-
t ins, Bernd Koberling og Erró. Verk Guð-
mundar hafa verið mótuð af náttúruöflunum
bæði norðanlands og sunnan. Guðmundur
hefur um langt skeið unnið við gerð svo-
nefndra veðurteikninga, þar sem vindurinn
hefur ráðið sköpunarferlinu við listaverkin,
og listamaöurinn alfarið lotið vilja hans um
endanlega útkomu verkanna. Þannig fær
náttúran að tjá sig meö beinum hætti í lista-
verkinu, og listamaðurinn verður þjónn
hennar fremur en túlkandi.
• B í ó
■ KYNNING Á KVIKMYNDASKÓLANUM
Kvikmyndaskólinn mun kynna starfsemi
sína á efri hæð Gauksins í kvöld og hefjast
herlegheitin kl. 19. Sýndar verða verkefni
útskrifaðra nemenda á tveimur tjöldum,
bæði lokaverkefni sem og önnur verkefni.
Það er frítt inn á þessa sýningu, þar sem
tölvubúnaður og tökuvélar verða einnig
kynntar.
■ DAUÐASTRÍÐIÐ í BÍÓSAL MÍR Kvik
myndin Dauöastríöiö verður sýnd í bíósal
MlR, Vatnssttg 10. í myndinni er fjallað um
Georgíj Raspútin, rússneska bóndann og
farandpredikarann sem komst til ótrúlegra
mikilla áhrifa hjá rússnesku keisarafjöl-
skýldunni og hiröinni á árunum frá 1907 til
1916, en i desember það ár var hann ráð-
inn af dögum fyrir atbeina hóps úr yfirstétt-
inni. Kvikmyndin var fullgerð á árinu 1975
en ekki sýnd í Rússlandi fyrr en nokkrum
árum siðar. íslenskur texti, ókeypis að-
gangur.
■ HARRY POTTER í EGILSBÚÐ Stórmyndin
Harry Potter og viskusteinninn er sýnd kl.
17 og 21 í Egilsbúð, Neskaupstað.
■ OCEANVS ELEVEN í RAFEIND Stór
myndin OceanYs Eleven er sýnd í Rafeind
kl. 20.
■ SKÓLALÍF í RAFEIND Teiknimyndin
Skólalíf er sýnd í Rafeind kl. 18.
• K rár
■ BINGÓ Á KAUPFÉLAGINU Það er tilvalið
að styrkja gott málefni i kvöld og skella sér
á bingó á Kaupfélaginu. Allur ágóöi bingós-
ins rennur til langveikra barna. Frábærir
vinningar I boði frá verslunum og fyrirtækj-
um í miðbænum. Hingað til hafa bingókvöld-
in heppnast mjög vel og færri komist að en
vilja. Því er um að gera að mæta tímanlega
og tryggja sér sæti. Bingóið hefst stundvís-
lega á slaginu kl. 9.
• K1a s s í k
■ MYRKIR MÚSÍKDAGAR Strengjakvar-
tettstónleikar eru haldnir í Salnum, Kópa-
vogi, kl. 20 sem partur af tónleikaröðinni
Myrkum músíkdögum. Á efniskrá eru verk
eftir Eirík Árna Sigtryggsson, Þórð Magnús-
son, Snorra Sigfús Birgisson og Judith
Weir. Flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir,
fiöla. Zbigniew Dubik, fiöla, Helga Þórarins-
dóttir, víóla, og Bryndís Halla Gylfadóttir,
selló.
• K a b a r e 11
■ FRANSKT KVÖLD MEÐ LJÓÐ OG TÓN-
LIST i Listaklúbbnum í Leikhúskjallaranum
verður samfléttuðdagskrá með Ijóðum og
tónlist frá Frakklandi.Guðrún S. Birgisdóttir
flautuleikari og Elísabet Waage hörpuleikari
flytjatónlist eftir Georges Bizet, Marcel To-
urnier, Maurice Ravel, Claude Debus-
sy.Gabriel Fauré og Jacques Ibert.Jóhann
Sigurðarson leikari les við undirleik Guðrún-
ar og Elísabetar.íslenskar þýðingar á
frönskum Ijóðum sem skáldiö Sigurður
Pálsson hefurvalið. Ljóðin eru eftir þrjá af
helstu skáldrisum Frakka, nítjándu aldar-
skáldin Charles Baudelaire og Paul Verlaine
og tuttugustu aldar skáldiðJaques Prévert .
Þýðendur Ijóðanna eru Helgi Hálfdanarson,
Jón Óskar.Sigurður Pálsson og Þorsteinn
Gylfason.Dagskráin hefst kl. 20.30 en hús-
ið er að venju opnað kl. 19:30
• B í ó
■ OCEANVS ELEVEN j RAFEIND Stór-
myndin OceanYs Eleven er sýnd í Rafeind
kl. 20.
•Klassík
■ SALURINN Kl. 20 í kvöld veröur áfram-
hald á Tónleikaröð kennara, Tónlistarskóla
Kópavogs, í Salnum. Peter Tompkins, óbó,
og Guöríður St. Sigurðardóttir, píanó, flytja
efnisskrá tileinkaða ensku horni. Verk eftir
Ravel, Ó. Kentish, Dubois, Hindemith,
Koechlin og Donizetti.
• L eik h ú s
■ ÍSLANDS ÞÚSUND TÁR í NEMENDA-
LEIKHÚSINU Nemendaleikhúsiö sýnir nýtt
ísienskt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur
kl. 20 í kvóld. Verkið nefnist íslands þús-
und tár og er sýnt í Smiðjunni við Sölvhóls-
götu. í blokk í Breiðholtinu býr sama fjöl-
skyldan í öllum íbúðunum, öllum bænum,
öllu landinu. Saga um island í dag og alla
daga. Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir,
dramatúrg er Magnús Þór Þorbergsson.um
leikmynd og búninga sjá Finnur Arnar Arnar-
son og Þórunn Sveinsdóttir ásamt nemend-
um úr Myndlistardeild Listaháskólans. Lýs-
ing og tæknistjórn er f höndum Egils Ingi-
bergssonar.
• B í ó
■ INTIMACY Aö þessu sinni sýnir Filmund-
ur frönsk/ensku myndina Intimacy sem
leikstýrt er af Patrice Chéreau. Myndin vakti
mikla athygli þegar hún var frumsýnd í Evr-
ópu fyrir opinskáa kynlífsumfjöllun en kyn-
lífsatriðin þykja á köflum vera á mörkum vel-
sæmis. Hefur myndinni verið líkt við Last
Tango in Paris að þessu leytinu og hafa
svipaðar umræður og sögusagnir komið upp
um það hvort kynlífiö sé -leikið eöa fram-
kvæmt í raun og veru. Handritiö er unnið í
samstarfi við breska rithöfundinn Hanif
Kureishi og byggt á tveimur sögum eftir
hann, skáldsögunni Intimacy og smásög-
unni Nightlight úr smásagnasafninu Love in
a Blue Time. Skáldsagan Intimacy er mörg-
um landsmönnum að góðu kunn, en hún var
gefin út hér nýlega undir nafninu Náin kynni.
Unglingakvikmyndin Gemsar eftir Mikael Torfalon verður
frumsýnd um næstu helgi. Fókus lætur lesendur sína þó
ekki bíða svo lengi því 300 miðar eru í boði á frumsýningu
á þriðjudaginn.
Fokus býður á Gemsa
Eins og fólk hefur kannski tekið eftir er Fókus af-
skaplega gjafmildur þessa helgina. Á opnuauglýS'
ingu' hér í blaðinu er að finna lítinn miða sem gæti
veitt þér aðgang að frumsýningu á Gemsum næsta
þriðjudagskvöld kl. 20 í Smárabíói eða í Háskólabíói
klukkan 20.30. Til að komast á sýninguna þarftu að
klippa miðann út og mæta í Jack & Jones í Kringl-
unni, Smáralind eða á Laugavegi. Eins og alltaf eru
það þeir fyrstu sem mæta sem fá miða. Nánari upp-
lýsingar er annars að finna á auglýsingunni.
Á sýningunni verða leikararnir í myndinni að
sjálfsögðu mættir, sem og leikstjórinn, aðrir aðstand-
endur og auðvitað eitthvað af tónlistarmönnunum
sem eiga lag í myndinni. Meðal annars mætir hin
mjög svo ferska rappsveit, Skytturnar, frá Akureyri
og er aldrei að vita nema strákarnir taki lagið. Þess
ber að geta að aðstandendurnir verða viðstaddir báðar
sýningarnar - þeir verða einfaldlega fluttir á milli.
Á miðvikudeginum verður svo myndin sýnd á Ak-
ureyri og þar verða Skyttumar einnig viðstaddar.
Gemsar fara svo í almennar sýningar frá og með
næstu helgi.
Guðlaugur Karlsson er ein skemmtilegasta týpan f Gemsum eins og lesendur Fókuss fengu að kynn-
ast f sfðasta blaði.
C.
Meö aðalhlutverk fara Mark Rylance og
Kerry Fox, sem vann til verðlauna á kvik-
myndahátíðlnni í Berlín fyrir leik sinn. Þar
vann leikstjórinn Patrica Chéreau einnig
Gullbjörninn og einnig má geta þess aö
Intimacy var tilnefnd til Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna sem besta myndin. Sýning á
myndinni er í kvöld kl. 22.30.
j mi9V<kudagw|
111 I 11 30/1
•Krár
■ NUDP Á KAUPFÉLAGINU Miövikudags-
kvöldin eru rólegheitakvöld á Kaupfélag-
inu. Þá er spiluö notaleg tónlist og frá kl.
21.30 gengur nuddari á milli gesta og býð-
ur þeim axlarnudd þeim að kostnaðar-
lausu.
•Lgikhús
■ FYRST ER AÐ FÆÐAST Leikritiö Fyrst
þarf nú að fæðast (Fprst bli’r man jo fpdt)
fjallar um Axel sem var að skilja við Dúllu,
því hann bæöi elskar hana og elskar hana
ekki. Sissa hefur þann undarlega galla að
þola ekki að sjá laufið falla af trjánum og
fólk yfirgefa hvað annað og getur ekki
stillt sig um að spyrja hvers vegna, en
systur hennar, sem kallast Pissa, finnst
hún of svartsýn. Viktor er mígrenisjúkling-
ur sem fær gjarna köst ef fólk talar of mik-
ið en Volgeir reynir að sjá samhengi hlut-
anna. Sama hvaö minnimáttarkennd og
óhagstæðu útliti líöur, dreymir alla um að
finna þann sem getur gægst inn í sál þeir-
ra. Verkiö er sýnt á Nýja sviði Borgarleik-
hússins og hefst sýningin kl. 20.
• L eik h ú s
■ BOÐORÐIN 9 í kvóld sýnir Borgarleik-
húsið leikritiö Boðorðin 9 eftir Ólaf Hauk
Símonarson. Söngur, gleði, tregi, taumlaus
harmur. Síglld dægurlög, óperuaríur,
sígaunamúsík. Allt í einni beiskri blöndu.
Leikrit um nútímafólk í kröppum dansi. Leik-
stjóri verksins er Viðar Eggertsson en sýn-
ingin hefst klukkan 20.
■ HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU
WOOLF? í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið hið
magnaða leikverk Hver er hræddur viö Virg-
iníu Woolf? Martha og George bjóða ungum
hjónum í „eftirpartí" við upphaf háskólaárs-
ins, en eftir því sem líður á nóttina veröur
Ijóst að hér er ekki um neitt venjulegt heim-
boð að ræða. Magnþrungið verk um grimmi-
leg átök, eitt frægasta leikrit tuttugustu ald-
arinnar í nýstárlegri uppfærslu. Höfundur
verksins er Edward Albee en sýningin í
kvöld hefst kl. 20.
■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI i kvöld
sýnir Þjóöleikhúsiö verkið Með fulla vasa af
grjóti eftir Marie Jones. Leikendur eru Stef-
án Karl Stefánsson og Hilmir Snær Guðna-
son en leikritið er nýtt írskt verðlaunaleikrit
sem nú fer sigurför um leikhúsheiminn.
Verkið var frumsýnt á Smíðaverkstæðinu
30. desember 2000 og hefur fengið frábær-
ar viðtökur. Verkið fjallar um tvo írska ná-
unga sem taka að sér að leika i alþjóðlegri
stórmynd. Fjölskrúöugar persónur verksins
eru allar leiknar af tveimur leikurum; kvik-
myndaleikstjórinn, Hollywoodstjarnan,
þorpsbúarnir og allir aðrir. Sýningin hefst í
kvöld kl. 20.
• Bíó
■ KVENLEG KVIKMYNDAVEISLA i dag
hefst Kvenleg kvikmyndaveisla í Háskóla-
bíói. Tilgangurinn meö veislunni er að
vekja athygli á kvikmyndum Islenskra
kvenna og verða sýndar myndir frá síðast-
liðnum 7 árum; þverskurður af því sem
konur í stuttmyndabransanum eru að að-
hafast um þessar mundir. Á matseðlinum
eru sjö stuttmyndir eftir átta íslenskar
konur - sjö afar ólíkir réttir, framreiddir af
kvenlegum næmleika og innsæi. Þeirættu
hver með sínu sérstaka bragöi að bráðna
í munni og renna Ijúft niður kok og saman
að mynda sannkallaða veislumáltíð. Engar
meltingartruflanir, aöeins löngun í meira
af slíku lostæti.
■ NEMENDALEIKHÚSIÐ TÁRAST Nem-
endaleikhúsið sýnir nýtt íslenskt leikrit eft-
ir Elísabetu Jökulsdóttur kl. 20 í kvöld. Verk-
ið nefnist íslands þúsund tár og er sýnt í
Smiðjunni við Sölvhólsgötu. í blokk í Breið-
holtinu býr sama fjölskyldan í öllum íbúðun-
um, öllum bænum, öllu landinu. Saga um
ísland í dag og alla daga. Leikstjóri er Stein-
unn Knútsdóttir, dramatúrg er Magnús Þór
Þorbergsson.um leikmynd og búninga sjá
Finnur Arnar Arnarson og Þórunn Sveins-
dóttir ásamt nemendum úr Myndlistardeild
Listaháskólans. Lýsing og tæknistjórn er í
höndum Egils Ingibergssonar. 1000 kall
inn.
• S íöustu for-
vöö
■ GARÐAR í LISTHÚSINU Listmálarinn
Garðar Jókulsson er fæddur áriö 1935 í
Reykjavík og hefur alla tíð búið á höfuðborg-
arsvæöinu. Áhugi hans á myndlist, sér í lagi
landslagsmálverkinu, vaknaöi snemma og
hefur hann sótt flestar málverkasýningar og
fylgst með þróun myndlistar frá því í kring-
um 1950 eða ríflega hálfa öld. Ekki eru þó
nema 17-18 ár síðan hann fór sjálfur aö
mála í frístundum og er algjörlega sjálf-
menntaður í þeim fræöum. Garðar sækir
efnivið í landslag og náttúru íslands.Sýn-
ingu Garðars í Listhúsinu Laugardal lýkur!
dag.
■ ÞÓRODPUR í JL-HÚSINU Þóroddur
Bjarnason lýkur sýningu sinni í Reykjavíkur-
Akademínunni, á fjórðu hæð í JL-húslnu við
Hringbraut. Sýningin samanstendur af Ijós-
myndum, textaverki og myndbandsverki
sem aðgengilegt er á Netinu á slóðinni
www.kvikmynd.is/thorodduroggabrlel. í
verkunum á sýningunni fjallar Þóroddur um
sjálfan sig og umhverfi sittí fortíð, nútíð og
framtíð. Opnunartími frá 9 til 17 allavirka
daga.
TONI&GUY
HAIRDRESSING
Laugavegi 96
Sími 511 6660
BED
HEAD
TIGI-
■ffM
RCWELLS
TiskaGæói-Betra verð
25.janúar
f ó k u s