Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 4
Það er sama hvernig horft er á málið - það er bara einn
kóngur yfir viðtölurn í íslensku sjónvarpi. Jón Ársæll Þórð-
arson situr í hásætinu og aðrir geta ekkert annað en horft
á og dáðst að verkum hans. Sjálfstætt fólk heitir nýjasta
sería Jóns sem sýnd er á þriðjudagskvöldum á Stttð 2 og
þjóðin hlýtur að sitja límd við skjáinn. Á skömmum tíma
hefur Jón fengið í spjall þau Lilju Pálmadóttur, Bjttrn
Bjarnason, Guðna Ágústsson, Geira á Maxtms og nú sfðast
Bubba Morthens. Þættirnir eru ekki venjulegt spjall um
daginn og veginn sem fer fram heima t stofu eða á skrif-
stofunni hjá viðmælandanum heldur eltir Jón fólkið á þær
slóðir sem það fetar dags daglega. Maður kynnist Guðna
Ágústssyni einhvern veginn betur með því að elta hann á
fundi og Bubba með því að fylgjast með honum hnýta flug-
ur og skoða uppáhalds-laxveiðána heldur en að hiusta á þá
mjálma i sama sófanum allan tímann. Jón Ársæil er einfald-
lega bestur t sfnu fagi og verður sífellt betri og betri. Sá
sem kemst rétt svo í námunda við hann er einmitt gamli
lærisveinninn hans, Þorstetnn Joð.
Prófkjttr Reykjavíkurlistans um síðustu helgi var að
flestu leyti misheppnað. Kjttrstjórninni tókst að klúðra
veigamesta atriðinu, sjálfum kjttrseðlinum, þó mistökin
þar hafi ekki hjálpað Helga Hjttrvar eins og margir hefðu
kannski haldið. Þátttakan var ekki til að hrópa húrra fyrir
því færri létu sjá sig á kjörstað en hjá sjátfstæðismönnum
f Kópavogi. Það eitt hlýtur að teljast heitmikið áfall fyrir
fólkið sem ætlar sér að halda borginni enn eitt kjörtfma-
bilið. Þrátt fyrir heilmikinn fréttaflutning af prófkjörinu
virðist hvorki áhugi flokksmanna né hins almenna borg-
ara hafa verið til staðar. Úrslítin voru og áfall fyrir suma
af forystumönnunum - þeir ungu menn sem fengu það
hlutverk eftir sfðustu kosningar að koma fram sem fram-
tfðarmenn voru báðir felldir. í staðinn kemur Stefán Jón
Hafstein eins og stormsveipur inn og með honum flýtur f
gegn Steinunn Valdfs Óskarsdóttir sem helst hefur unnið
sér það til frægðar á kjörtfmabilinu að vera á móti frjáls-
um opnunartíma skemmtistaða og nektardansstttðum.
Það verður gaman að sjá hvern'ig þessi borgarstjórnar-
flokkur leggst f fólki ef við reiknum með því að Ingibjttrg
Sólrún fari f landsmálin.
Ljósmyndarinn Inga Sólveig Friðjónsdóttir hefur lengi verið hrifin af
dauðanum og m.a. myndað mikið í kirkjugörðum. Á sinni nýjustu sýn-
ingu gengur hún enn lengra í nálgun sinni á þessu viðfangsefni með
því að sýna sjálfa sig lífvana á Ijósmynd. Ógeðfellt segja líklega sumir
en svona er lífið segir listakonan.
Sjálfsmorð?
Morð?
Sviðsetning?
Ein af Ijósmynd-
unum á sýningu
Ingu Sólveigar.
„Ég hafði
verið að taka
myndir í kirkju-
garði í Boston þegar
ég fann byssuhlaup
snerta höíuð mitt. Ég
var viss um að það væri
mitt síðasta," segir Ijós-
myndarinn Inga Sólveig Frið-
jónsdóttir, aðspurð hvenær hún hafi komist í sterkasta snertingu
við dauðann. Inga Sólveg slapp með skrekkinn úr þessari uppá-
komu en myndavélagræjunum hennar var reyndar öllum stolið.
Nokkur ár eru liðin síðan þetta gerðist en áhugi Ingu Sólveigar á
dauðanum hefúr þó ekkert minnkað eins og hennar nýjasta sýn-
ing, „Lífvana", ber glöggt vitni.
SVIÐSETTAR DAUÐASENUR
„Það er mikið ofbeldi bæði í bíói og sjónvarpi en svo virðist
sem þær myndir snerti fólk varla lengur. Með því að stilla stór-
um ljósmyndum upp á sýningu, þar sem þær eru kyrrar, vonast
ég til þess að ofbeldið virki öðruvísi á fólk,“ segir Inga Sólveig um
þessa nýjustu sýningu sína sem hún opnar í Listasafhi ASÍ á
morgun. Á myndunum má sjá sviðsettar dauðasenur og fjalla
þær allar um endalok nokkurra kvenna. Myndimar eru mjög
raunverulegar og alls ekki fallegar. Það er Inga Sólveig sjálf sem
er módelið á öllum myndunum en hún naut aðstoðar Guðmund-
ar Ingólfssonar og Rakelar Hermannsdóttur við gerð þeirra.
Myndimar em eins ólíkar og þær em margar en ýmislegt er gef-
ið í skyn með út-
liti, klæðnaði og
umhverfi kvcnn-
anna sem setur áhorf-
andann að nokkm leyti
inn í líf þeirra og vekja
þær óneitanlega hugsanir
um sjálfsmorð og heimilisof-
beldi. „Þetta em svona týpfsk-
ar senur úr bíómyndum," útskýrir Inga Sólveig sem segir að það
hafi verið lítið mál að leika lífvana konur. Einhverjum mun lík-
lega finnast þetta viðfangsefni ógeðfellt en, eins og Inga Sólveig
segir sjálf: „Við verðum öll að „feisa“ dauðann fyrr eða seinna þó
við séum misjafnlega sátt við hann. Hann er bara hluti af lífinu.“
SÝNINGIN BÖNNUÐ BÖRNUM
„Ég vona að sýningin eigi eftir að hrista upp í fólki og það sýni
einhver viðbrögð," segir Inga Sólveig sem finnst Ijósmyndun
sem sýningarform ekki fá það sem hún eigi skilið hér á landi.
Sýninguna tileinkar hún einum af ffumkvöðlum ljósmynda-
tækninnar, Hyppolyte Bayard. Til að mótmæla dræmum undir-
tektum franskra yfirvalda við uppgötvun hans sviðsetti hann
sjálfsmorð sitt á ljósmynd árið 1840. Sjálf segist Inga Sólveig
helst vilja eiga sársaukalítinn dauðdaga enda kjósi enginn að
verða fyrir ofbeldi. „Ef ég mætti velja minn dauðdaga þá myndi
ég helst bara vilja sofha og aldrei vakna aftur,“ segir Inga Sól-
veig. Það skal að lokum tekið ffam að Inga Sólveig telur sýning-
una ekki við hæfi bama.
„Vil helst deyja
ísvefni"
f ó k u s
4
22. febrúar 2002