Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 18
Def Leppard-sagan
Á síðasta ári var gerð mynd um
hljómsveitina Def Leppard sem hlaut
ekki verðskuldaða athygli. Ekki er um
heimildarmynd að ræða því allt
leikið af ungum og efnilegi
leikurum og þykja þeir
standa sig nokkuð vel.
Myndin kom aldrei fbió
en er væntanleg á
eoteigur landsmanna
mánuðinum. Saga
Lcppard er ótrúleg en
þessi mislukkaða rokkhljóm-
sveit hefur helst unnið sér bað til
frægðar að vera með einhentan
trommulcikara innanborðs en f mynd-
inni eru þvf gerð góð skil hvernig hann
missti höndina og í framhaidi héldu all-
ir að hljómsveitin væri búin að vera.
Seinna lést svo Steve Clark, ein aðal-
sprauta sveitarinnar, en hljómsveitin
lét það ekkert á sig fá. Myndin heitir
fullu nafni Hysteria: The Def Leppard
Story og er skylda fyrir alla alvörurokk-
ara að sjá þessa mynd. Þeir sem hafa
gaman af dramatfskum sögum og lé-
legu glisrokki ættu lika að geta
skemmt sér yfir henni.
Britney fær falleinkunn
Nýja myndin hennar Britney Spears,
Crossroads, var frumsýnd um síðustu
helgi í Bandarfkjunum við litla
hrifningu gagnrýnenda.
Flestir voru sammála um
að þarna færi einhver
versta mynd sfðustu
ára en söguþráðurinn
er eitthvað á þá leið að
þrfr æskuvinir ákveða að
leggja upp í langferðalag
yfir Bandarfkin þver. Á þess-
ari ferð þeirra uppgötvá þau svo
sjálf sig upp á nýtt og vináttuna þeirra á
milli f leiðinni. „Allt of fyrirsjáanlegt og
leiðinlegt,“ sagði einn gagnrýnenda New
York Daily News og bætti þvf við að leik-
ur stúlkunnar væri hreinasta hörmung.
Fljótlega kemur myndin í hérlend kvik-
myndahús þannig að fólk geti dæmt
hana eftir eigin höfði og verður ánægju-
legt að sjá hvernig Britney og maganum
hennar vegnar hérlendis.
Eminem væntanlecur í bíó
Væntanleg er kvikmynd með rappar-
anum Eminem f aðalhlutverki en myndin
mun að einhverju leyti vera byggð á ævi
kappans sjálfs. Kim Basinger hefur verið
fenginn til að leika móður rapparans en
leikstjórinn Curtis Hanson mun fara
með verkstjórn. Hann gerði áður myndir
á borð við L.A. Confidential, Wonder
Boys, The River Wild og The Hand that
Rocks the Cradle. „Þetta er tækifæri til
að bæta mig sem leikstjóra,M sagði
Hanson um myndina. „Þarna
stangast á alls konar til-
finningar. Angist, óör-
yggi, pirringur og
reiði ráða íkjum
þannig að þetta verð-
ur mjög áhugavert.“
Eminem og Dr. Dre
munu að sjálfsögðu sjá um
alla tónlist í myndinni en henni
hefur verið gefið heitið 8 Mile. Hún verð-
ur svo væntanleg í kvikmyndahús seinna
á þessu ári.
En ein barnahetjan
Eminem er ekki eina rappstjarnan
sem mun koma fram í sinni fyrstu bíó-
mynd á þessu ári þvf litli félagi hans Lil’
Bow Wow mun leika aðalhlutverkið í
nýrri körfuboltamynd sem ber heitið
Like Mike. Þetta verður einhver körfu-
boltaklisja um ungan dreng sem dreymir
um að verða góður f körfubolta. Málið er
hins vegar það að hann getur ekkert
þangað til einn góðan veðurdag að hann
finnur gamla skó sem eru áritaðir MJ.
(Michael Jordan) innan í. Við þetta um-
turnast allt f Iffi pilts og þessi 14 ára
gamli snáði kemst á samning hjá ein-
hverju NBA-liðinu og leiðir það
svo til sigurs. Þessi saga hef-
ur náttúrlega verið sögð
nokkru sinnum áður enj
það kemur ekki að sök.i
Fjöldi NBA leikmann.il
mun leika f myndinni, þar\
á meðal Allen Iverson, Karl^
Malone, Alonzo Mourning,''
Dikembe Mutombo, Kevin Gar-
nett, Jason Kidd, Tracy McGrady, Gary
Payton og Rasheed Wallace. Kostnaður
við þessa mynd mun vera mjög mikill en
framleiðendur binda miklar vonir við að
LilYBow Wow-æðið haldi áfram og gefi
þeim vænan skilding ívasann.
Sean Combs mun í fyrsta skipti sjást á hvíta tjaldinu hér á landi í kvöld en P.Diddy,
eins og hann heitir víst núna, fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Made sem
verður frumsýnd í kvöld. Einnig verður frumsýnd spænska myndin Torrente 2 en
fyrri myndin vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma. Þriðja frumsýningin er svo
Greifinn af Monte Cristo sem er byggð á skáldsögu Alexandre Dumas.
P. Diddy og hefnigjam greifi
Grín oc glæpir
Mislukkaða boxarann Bobby dreymir um að geta tekið það rólega og
stofhað fjölskyldu með kærustu sinni, sem er fatafella, og dóttur hennar.
Besti vinur hans, Ricky, vill hins vegar verða mafíugangster og þegar þeim
býðst að taka að sér smáverkeíhi fyrir glæpabarón gleðst Ricky en Bobby
tekur starfið að sér vegna peningaleysis. Þegar þeir hefjast handa hefur
Bobby í hyggju að gera nákvæmlega eins og þeim var sagt en Ricky ákveð-
ur að gera eitthvað meira og flottara til að sanna sig innan glæpaheimsins.
Allt fer svo úrskeiðis að lokum og ekkert er þar sem sýnist.
Myndin er bráðfyndin, ekki síst fyrir þær sakir að Sean Combs, einnig
þekktur sem RDiddy og Puff Daddy, leikur í henni. Aðrir leikarar eru þeir
Vince Vaughn, Jon Favreau, Famke Janssen og Peter Falk.
Hefnd greifans
Sjómaðurinn Edmond Dantes er heiðarlegur ungur maður sem tekur líf-
inu með ró. Hann ætlar að giftast hinni fallegu Mercedes og eignast með
henni bam og buru en einn góðan veðurdag kemur besti vinur hans aftan
að honum. Hann er nefhilega sjálfur ástfanginn af Mercedes og ákveður því
að blekkja vin sinn sem á endanum er sendur í útlegð á fangaeyju. Þar þarf
hann svo að dúsa í 13 ár. Að lokum kemst hann burt af eyjunni með hjálp
annars fanga og hann ferðast aftur til Frakklands og fer huldu höfði sem
greifinn af Monte Cristo. Honum tekst að blekkja ffönsku aðalsmennina
og ganga frá þeim sem höfðu tekið þátt í því að koma honum í útlegð ein-
um af öðmm.
Leikstjóri er Kevin Reynolds en aðalhlutverk eru í höndum Jims
Caviezel, Dagmara Dominczyk, Richards Harris, James Frain og Alex
Norton. Myndin verður frumsýnd í kvöld, kl. 20, í Kringlubíói.
Spænsk snilld
Fyrsta myndin um Torrente vakti mikla athygli en hér er á ferðinni
framhald af þeirri mynd. Að venju er það Santiago Segura sem fer með
hlutverk hins brenglaða Jose Luis Torrente en hann sér lfka um leikstjóm
í kvöld, kl. 20, verður kvikmyndin Gosford Park frumsýnd í Laugarásbíói. Myndin
hefur verið tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna, m.a. fyrir bestu leikstjórn og bestu
myndina. Margir af þekktustu leikurum Breta leika í myndinni og leikstjórn er í
höndum Roberts Altman þannig að við miklu er að búast.
Stund milli stríða
Myndin gerist f nóvember árið 1932 á sveitasetrinu Gosford Park í Bretlandi. Bret-
ar em á þessum tfma að jafha sig effir fyrri heimsstyrjöldina en sitthvað er farið að
benda til að sú næsta sé ekki langt undan. Sir William McCordle og kona hans, Lady
Sylvia, hafa engu að síður boðið nokkrum vinum og kunningjum af aðalsættum á
sveitasetrið til veisluhalda sem eiga að standa heila helgi. í hópnum er m.a. greifynja,
stríðshetja úr fyrri heimsstyrjöldinni, einn helsti ffammámaður Englands á þessum
tíma, Ivor Novello, og nýríkur bandarískur kvikmyndagerðamaður. En að sjálfsögðu er
húsið ekki bara fúllt af hefðarfólki þvf jafhvel enn fleiri þjónar eru í húsinu til að sjá
til þess að allt fari nú vel fram og að fína fólkið fái allt sem það óskar. En ekki er allt
sem sýnist. Á meðan ríka fólkið borðar, drekkur og slappar af snýst vinnufólkið nátt-
úrlega í kringum það og brátt fara ýmsir hlutir að gerast og á endanum finnst mann-
eskja látin í húsinu.
Sagan gerir að vissu leyti grín að snobbinu sem fylgdi, og fylgir enn, breska hefðar-
fólkinu. Á hinn bóginn sýnir hún fram á hina gífurlegu stéttaskiptingu sem var á
milli kynja og þjóðfélagshópa á þessum tíma. Myndin hefur verið tilnefnd til fjölda
óskarsverðlauna, meðal annars fyrir bestu myndina og bestu leikstjórn. Með aðalhlut-
verk í myndinni fara Michael Gambon, Kristin Scott Thomas, Camilla Rutherford,
Maggie Smith, Tom Hollander og Emily Watsson, en leikstjóri er hinn gamalreyndi
Robert Altman. Myndin verður frumsýnd í kvöld í laugarásbíói, kl. 20
og skrif á handritinu. Torrente er uppgjafa-lögreglumaður sem vill öðlast
virðingu samborgara sinna og til þess berst hann á móti mafíunni í Madrid.
Hann hefur sérstæðar skoðanir á lífinu og er ekki alveg eins og fólk er flest.
Fyrri myndin var að margra mati hreinasta snilld en aðrir sögðu hana rusl
og viðbjóð. Hún vakti í það minnsta mikið umtal og víst er að þessi mun
gera það sama ef hún er eitthvað í líkingu við þá fyrri. Myndin verður frum'
sýnd í kvöld, kl. 20, í Háskólabíói.
Not Another Teen Movie
Þetta er, eins og titillinn gefur til
kynna, ekki eins og allar hinar ung-
lingamyndimar. Hér eru allar vin-
sælustu unglingamyndir síðustu ára
teknar fyrir og þeim skellt saman í
einn pakka þar sem Joel Gallen
leikstjóri gerir grín að þeim. Fyndin
og heimskuleg afþreying sem virkar
ágætlega í sunnudagsþynnkunni.
Aðalhlutverk eru í höndum Heidi
Androl, Chyler Leigh, Jaime
Pressly, Deon Richmond og Chris
Evans.
Spy Game
CIA agentinn Nathan Muir á að-
eins einn dag eftir þangað til hann
fer á eftirlaun þegar hann fréttir að
lærisveinn hans, Tom Bishop, hefur
verið handsamaður í Kfna fyrir
njósnir. Hann á að taka af lífi innan
24 tíma þannig að sá gamli verður að
hafa hraðar hendur. Þetta er stans-
laus keyrsla ffá byrjun til enda en
með hlutverk CIÁ agentanna fara
Robert Redford og Brad Pitt.
Moulin Roucei
Þessi mynd er nú komin aftur í
stóru sali kvikmyndahúsanna vegna
fjölda óskarsverðlaunatilnefninga.
Ewan McGregor og Nicole Kidman
þykja fara á kostum í þessari söng-
mynd þar sem mörg af þekktustu
dægurlögum samtímans eru sett í
söngleikjabúning á snilldarlegan
hátt. Kidman hefúr meðal annars
verið tilnefhd sem besta leikkonan á
komandi óskarsverðlaunaafhend'
ingu fyrir leik sinn í myndinni.
MpNSTERS, INC.
I bænum Mostropolis búa
skrímsli sem hafa það hlutverk að
hræða lítil böm. Dag einn reynist
erfiðara að hræða bömin en áður og
þá þurfa skrímslin að láta sér detta
eitthvað nýtt í hug. Það hefúr svo af-
drifaríkar afleiðingar í för með sér.
Myndin er gerð af sömu aðilum og
stóðu aðToy Story og margir af fræg-
ari leikumm samtímans ljá skrímsl'
um raddir sínar. Meðal þeirra má
nefna Steve Bucsemi, John Goodm'
an, Billy Chrystal og James Cobum.
18
22. febrúar 2002