Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 14
Sápuóperur er stór hluti af landslagi sjónvarpsmenningarinnar hvort sem menn vilja við-
urkenna það eða ekki. Oftar en ekki hafa sápurnar verið fórnarlömb fordóma en þeir eru
færri sem viðurkenna að þetta er skemmtun eins og hún gerist best. Staðreyndirnar tala
sínu máli - allt að 18 þúsund íslendingar sitja límdir við skjáinn á hverjum degi þegar sáp-
urnar fara í loftið. Ef þú ert ekki ein(n) þeirra ættirðu kannski að endurskoða afstöðu þína.
Það er aldrei of seint aS byrja að glápa
„Grant Chambers, are you in love?“ (Grant brosir lymskulega á meðan myndavélin færist nær á andlit hans
í þann mund sem skjárinn verður svartur).
Dæmigerð atburðarrás í sápuóperuþætti áður en skipt er yfir í auglýsingar. Þetta kannast allir við sem hafa óvart
slysast til að horfa á slíka þætti enda mynda þeir heim út af fyrir sig. í heimi sápuóperunnar er sjálfgefið að leika
illa, að allt sé augljóslega tekið upp í myndveri, að allir séu með öllum og að söguþráðurinn tekur aldrei enda held-
ur flækist sífellt.
I sápuóperum er mýgrútur af nöfnum og er það nærri að eitt nafn kemur fram í hverri setningu sem sögð er í
þættinum. Það er sífellt verið að kynna persónurnar einmitt til þess að nýir áhorfendur eigi í litlum vandræðum
með að sogast inn í hringiðuna.
A íslenskum sjónvarpsstöðvum eru þrjár sápuóperur í gangi, Leiðarljós á RUV og Glæstar vonir og Nágrann-
ar á Stöð 2. Þetta eru rótgrónir og heimsfrægir þættir sem hafa alið af sér margan ffægan leikarann og hin besta
skemmtun og verður hér eftir stiklað á stóru um þetta gæðasjónvarpsefni.
Leiðaruósið
Leiðarljós (Guiding Light) er elsta sápan sem til er
í dag og var sú fyrsta á stnum tíma. Hún byrjaði árið
1937 í útvarpi og færði sig yfir á bandaríska
sjónvarpsskjáinn árið 1952 og hefur verið sýnd sleitu-
laust síðan þá. Sjónvarpið hefur sýnt þættina í mörg ár
en þættirnir sem þeir sýna nú eru rúmlega 10 ára
gamlir, eða frá 1991, og er það þess
virði að horfa á þá ef það væri ekki
nema fyrir fata- og hárstíl einstakra
persóna. Þar til 1978 hétu þættirnir
Leiðarljósið (The Guiding Light) en
þá var ákveðið að taka ákveðna grein-
inn út, ltklega til að taka burt allan
vafa um raunverulegt lífsgildi þátt-
anna.
Leiðarljós gerist í miðvesturríkjum
Bandaríkjanna, í bænum Springfield.
Áður fyrr var Bauer-fjölskyldan mið-
punktur þáttanna en síðar komu til
sögunnar hinar vellríku Spaulding,
Chamberlains og Lewis-fjölskyldumar ásamt almúga-
fjölskyldunurri Reardon og Shayne. En Bauer-fólkið
er þó enn hjarta þáttarirts. Þar að auki koma við sögu
fjöídamargir einstaklingar sem hrista upp í samfélag-
inu og hafa mikil áhrif á söguþráðinn. Viðskiptaþema
þáttarins (sem er í hverri góðu sápuóperu) er olía.
Það sem er aðalmálið í dag er hvort N ick McHenry
sé í raun sonur Alexöndru Spaulding. Hún missti son
sinn, Lujack, í slysi fyrir nokkrum árum en hann og
Nick eru algerir tvífarar og því er Alexandra í mikilli
klemmu. Kærasti hennar, Fletcher Reade, er orðinn
það þreyttur á ástandinu að hann hefur gefið henni úr-
slitakosti - annaðhvort hættir hún að hugsa um þetta
eða hann yfirgefur sambandið.
En Melinda Sue Lewis er ástfangin
af Nick og vill flytjast til New York
með honum þar sem hún hyggur á
ff ægð og frama í fatahönnun sem hún
reyndar vinnur við í Springfield.
Holly er sjónvarpskona á stöð Roger
Thorpe og tekur viðtal við konu sem
átti systur sem var myrt og sendir
Roger viðtalið út í beinni útsendingu,
án vitundar Holly. Það sem hún veit
heldur ekki er að kærasti hennar, Dr.
Daniel, er morðinginn og í þann mund
sem konan ætlar að segja nafh hans fer
brunavamakerfið í gang og því óljóst nafh hvers kon-
an er að segja. Læknirinn góði er því í stórri hættu á
að verða uppgötvaður og eru því góð ráð dýr fyrir hann.
Að síðustu ber að nefna erjur lögreglunemans Harley
Davidson við yfirmann sinn í lögreglunni, AC Mallet,
en gefið er í skyn að þær erjur eru aðeins forleikur að yf-
irvofandi sambandi þeirra.
Glæstar vonir
Tískuiðnaðurinn ræður ríkjum í Glæstum vonum
(The Bold and the Beautiful) og segir í umsögn um
þættina að „í tískuheiminum ræður Forrester-fjöl-
skyldan lofum og lögum ffá glæsilegu höfðingjasetri
þeirra í Beverly Hills. En á bak við töfraljóma tísk-
unnar verða á vegi Forrester-fjölskyld-
unnar hindranir eins og hjónaskilnað-
ir, alkóhólismi og dauðsföll."
Þar ber hæst þessa dagana ástarfer-
hymingur bræðranna Ridge og
Thome Forrester með þeim Taylor og
Brooke. Taylor er nefnilega óffísk með
bami Ridge en Thome fær Brooke í
lið með sér til þess að leyna þvf fyrir
Ridge og hún nær með klókindum að
fá hann til að biðja hana um að giffast
sér. Ridge er sár út í Taylor þar sem
hann heldur að Thome sé faðir bamsins ófædda en
þau eru í raun ástfangin. Taylor finnst hins vegar að
hún hafði verið svikin af Ridge þar sem hún kom að
honum og Brooke í því sem sýndust vera ástarlotur,
en í raun var Ridge ofurölvi og var því algerlega á
valdi Brooke en Ridge vildi ekkert með hana hafa.
Þá var aðalkarlinn, Eric Forrester, í flugvél með
Lauren Fenmore, ungri konu sem gimist hann, sem
fórst og eru þau sem stendur föst í óbyggðum Græn-
lands en þeim var bjargað af Rush, dularfullum manni
sem býr þar langt frá allri siðmenningu. Eric ætlaði að
giftast Stephanie sem var einu sinni kona hans en þau
eiga saman þá Ridge og Thorne en
ítök Sally Spectra, eiganda Spectra
Fashion, varð til þess að þau fórust á
mis við hvort annað á Italíu, þar sem
þau ætluðu að giftast. Sally er mjög illa
við Stephanie og því ráðleggur hún
ásamt Lauren að skemma samband
þeirra og koma Lauren saman við Eric.
Þá ber að nefna James Warwick og
vanda hans. Hann var giftur Maggie
Forrester en á bam með annarri konu,
Sheilu. Þegar það fæddist ættleiddu
James og Maggie það en Sheilu snerist fljótlega hugur
og vildi fá bamið aftur. Þar sem Sheila er veik á geði,
var eitt sinn á geðveikrahæli, grípur James til örþrifa-
ráða til að sanna að hún sé óhæf móðir. Hann skilur við
Maggie og tekur saman við Sheilu og þykist elska
hana en er í raun að safna sönnunargögnum til að
sanna óhæfi hennar.
Nácrannar
Nágrannar eru án efa ein sú allra frægasta sápa hér
á landi enda het'ur Stöð 2 sýnt alla þætti frá byrjun en
fyrsti þáttur var sýndur snemma árs 1985 í Ástralíu og
hefur farið sigurför um heiminn. Þetta
hefur reynst frábær stökkpallur fyrir
ástralska leikara og söngvara sem telj-
ast í dag með þeim fremstu í sinni
grein, svo sem Kylie Minogue,
Natalie Imbruglia, Guy Pearce og
Russel Crowe. Að ónefhdum Jason
Donovan sem hefur að vísu átt mis-
jöfnu gengi að fagna í gegnum árin.
Atburðarásin á sér stað í nokkrum
húsum í Ramsay-götunni þar sem aðalpersónur þátt-
anna búa. Af öðrum stöðum í Erinsborough-hverfinu
þar sem hlutirnir gerast er kaffihúsið, kráin, skólinn og
sjúkrahúsið.
Þau Drew og Libby fengu óvænta heimsókn í brúð-
kaupsferð sinni en kollegi Libbyar á dagblaðinu sem
hún vinnur á er að skrifa dálk um þau þar sem þau eru
lesendum þess vel kunn en reglulega birtust skrif um
undirbúning brúðkaupsins. Treglega samþykkja þau að
leyfa Geri að umgangast þau í skamman tíma. Hún er
hins vegar mjög uppáþrengjandi og er smám saman að
breyta draumaferðinni í martröð.
Þá eru hin ungu Lance og Allana að
safna pening fyrir ferð sinni til Banda-
ríkjanna þar sem þau hyggjast fara á
geimveruslóðir í Roswell, en þau eru
bæði mjög miklir Star Trek aðdáend-
ur, og gerast jafnvel það djörf að selja
sjaldgæfa hluti úr Star Trek-safhi sínu
til að fjármagna ferðina.
Af öðrum persónum er það að segja
að hin viðkunnanlegi Lou liggur á sjúkrabekk og er
umhugað um hina ungu dóttur sína, Lolly, sem er þó
vel gætt af þeim Harold og Madge. Hjónaband Joe og
Lyn Scully er í uppnámi vegna hins nýja sölustarfs
hennar þar sem hún selur förðunarvörur Beauty Tree
en Joe efast um heiðarleika forsvara viðskiptaævintýr-
isins.
f ó k u s
14
22. febrúar 2002