Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 7
53 ,,:Ð „Það er ekki auðvelt. Þetta er mikið púsl en sem betur fer á ég góða ættingja." Fréttalecur mucci Þótt Brynja láti vel af fjölskyldu sinni, sem meðal annars hafi hjálpað sér mikið með fjögurra ára son sinn, segist hún ekki hafa fréttagenið ffá foreldrum sínum. „Nei, ég er eins og Harry Pott- er, ég er fféttalegur muggi. Þeir eru ekkert verri.“ Hvað tekur Brynja sér svo fyrir hendur utan vinn- unnar? „Eg held ég eigi mér ekkert líf ...“ segir hún í gríni. „Ég er náttúrlega í þessu 24/7, ég fylgist með öllum fjölmiðlum og reyni að ná utan um flest það sem er að gerast í samfélaginu. Það geri ég einfaldlega af því ég hef gaman af því. Nei, ann- ars les ég mikið, fer á bókasafhið og tek til dæmis einhvem einn höfúnd alveg fyrir. Mér finnst gaman að fara á skíði þó snjóleysið hafi komið í veg fyrir það í vetur og svo finnst mér ótrúlega gaman að halda matarboð." Stjórnmálamenn neita að svara Pegar Óli T'ynes var látinn fara frá Stöð 2 á dög- unum lýsti hann því yfir að peningamir sem spönð- ust væru nægir til að ráða tvær og hálfa blondínu í staðinn. Snerti það þig? „Ég tók þetta ekkert sérstaklega til mín. Sagan segir að strax eftir þessi ummæli Óla hafi borist tilboð ffá RÚV um skipti. Við fengjum Loga Bergmann en þeir fengju í staðinn blondínumar Áma Snævarr, Svavar Öm og Afa. Því var um- svifalaust hafhað. Þá barst annað tilboð: Logi Bergmann + lífeyrisréttindin hans. Viðerum enn að íhuga málið.“ Er erfitt að vera kona í þessu starfi? „Það er stundum talað um að það séu til karla- og kvennafréttir. Ég er ekki sammála þeirri skil- greiningu." En verðurðu aldrei fyrir fordómum vegna útlitsins? Að sumir viðmælendur álíti þig kannski ekki valda verkefninu? „Þeir segja auðvitað aldrei neitt en stundum hefur mig grunað það. Það rennur þó fljótt af þeim þegar maður fer að spyrja þá.“ Ög Brynja hefur eina alvarlega athugasemd við þá sem hún þarf að fást við í starfi sfnu. „Eitt sem slær mig rosalega er nokkuð sem virð- ist gilda almennt um ráðherra og stjómmála- menn, sérstaklega hjá stjórnarflokkunum. fcað er hvemig þeir komast upp með að svara ekki spurn- ingum sem almenningur vill fá svör við. Þeir hreinlega neita að svara dag eftir dag. Stundum finnst mér eins og við séum ekki komin nema hænuskref ffá því þegar fréttamenn þurftu að senda spumingalista til þessara manna áður en þeir komu í viðtal. Enn þann dag í dag vilja sum- ir vita fyrirfram nákæmlega hverjar spumingam- ar eru. Staðreyndin er bara sú að stjórnmálamenn þurfa alveg jafn mikið á fjölmiðlum að halda og við þeim.“ Lancar að cera fréttaskýrincaþátt „Það er búið að vera mjög þungt yfir markaðnum út af niðurskurðii og ég má teljast heppin að hafa komist þama inn. Um sama leyti og fréttastofan á Skjá einum hætti varð ástandið í fjölmiðlabransan- um mjög slæmt. Alls staðar var verið að segja upp eða það var ráðningarstopp. En ástandið getur ekki verið alslæmt því áhorfið á fféttir Stöðvar 2 er á stöðugri uppleið þrátt fyrir niðurskurð," segir Brynja um starfið. Þó hún segist kunna vel við sig í morg- unsjónvarpinu segir hún ljóst að fólk endist ekki að ejlífu þar. En hvar sér hún sig eftir nokkur ár? „Ég væri meira en til í að búa til vikulegan fféttaskýringaþátt. Það tengist þeirri skoðun minni að oft nái maður ekki að kafa nógu djúpt í venju- legum sjónvarpsfréttum." Brynja segist alltaf hafa skrifað í ffístundum, al- veg ffá því hún var krakki. Þá hafi hún skrifað sög- ur en eftir þvf sem hún eltist hafi hún farið að skrifa greinar og annað. Hún harðneitar því þó að hún gangi með einhvem listamannsdraum í vas- anum. „Nei, ég er örugglega mjög dæmigerð að þessu leyti. Annar hver maður skrifar ljóð og sögur f þessu skrýtna landi.“ „Ég væri meira en til í að búa til vikulegan fréttaskýringaþátt. Það tengist þeirri skoðun minni að oft nái maður ekki að kafa nógu djúpt í venjulegum sjónvarps- fréttum." Lækkaðu fargjöldin... Rauða kortið er ný sparnaðarleið í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Rauða kortið er afsláttarkort sem gerir þér kleift að ferðast að vild með Strætó í 90 daga. Allir í fjölskyldunni geta notað sama kortið og kostar stakt fargjald aðeins 55 krónur i stað 200 króna*. Fáðu þér Rauða kortið og þér eru allar leiðir færar. 22. febrúar 2002 f ó k u s 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.