Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Síða 14
30
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
Sport
DV
Veiöifélagiö Lax-á hefur
gefið út veglegan bækling, sem
kom út fyrir skömmu. Meðal
annars er viðtal við Sigurö
Fjeldsted og kennir þar ýmisa
grasa. Sigurður á ættir sínar
að rekja til Ferjukots í Borgar-
firði.
Skúli Kristinsson, Bjarni
Róbert Jónsson og Stefán
Sigurðsson kynna Last Hope
fluguhnýtingarefni, sem er að
slá í gegn erlendis og hér
heima, annað kvöld í Útivist
og veiði. Þeir félagar ætla að
kynna hrosshár, selshár, heim-
skautaref og íslensku ullina.
Stefán Sigurðsson var kosinn
leiðsögumaður árins á árshá-
tíð veiðifélags Lax-ár fyrir
skömmu.
Viðigerði í Víðidal hefur
boðið veiðimönnum ferðir upp
á Arnarvatnsheiði og það
merkilega við þessar ferðir er
að þær kosta ótrúlega lítið.
Gisting, veiðileyfi, ferðir upp á
heiði og matur fyrir manninn
kostar aðeins 12 þúsund. Menn
mæta á fostudagskvöldi, síðan
er farið á heiðina á laugardegi,
veitt og farið aftur í Víðigerði
um kvöldið. Þar biður veiði-
manna glæsileg mátíð og síðan
er haldið heim á sunnudaginn.
Þetta þykir alls ekki mikið,
þegar veiðiskapur er annars
vegar.
Einhverjar þreifingar eru í
gangi með Gljúfurá í Víðidal
en áin losnar næsta haust og
verður þá líklega boðin út.
Bændur hafa sjálfir selt veiði-
leyfl í ána sl. 14 ár.
Stangaveiðifélag Reykja-
víkur hefur tryggt sér Hópið í
Víðidal næsta sumar. En mikl-
ir veiðimenn á Hvammstanga
hafa verið með síðustu árin.
íslandsmótið í dorgveiði á
Hólavatni tókst vel um síðustu
helgi, þó svo að veðurfarið
hefði mátt vera miklu betra.
Það veiddist hellingur af
murtu og þónokkuð af regn-
bogasilungi. Mikið er af flski í
vatninu og verður víst opið
næstu helgar fyrir veiðimenn,
sem geta ekki beðið eftir að
veiðitíminn byrji fyrir alvöru.
Traustmynd á Akureyri
tók upp dorgmótið og vinnur
fyrirtækið að heimildarmynd
um dorgveiðina. Mótstjóri á
Hólavatni var Björn G. Sig-
urðsson sem hefur unnið
þrekvirki við að koma dorg-
veiðinni á kortið. Hann hefúr
verið formaður Dorgveiðifé-
lags íslands síðan félagið var
stofnað fyrir rétt um tíu árum
síðan.
Veióidellan getur verið
ótrúleg. Veiðimaður sem við
fréttum af fyrir skömmu var
erlendis við veiðar í viku og
gekk ágætlega. Þegar hann
kom heim gat hann ekki á sér
setið og fór upp á Amarvatns-
heiði á dorg og veiddi helling
af silungi. Hélt hann heim en
stoppaði stutt við, veiðifélagi
hans bauð honum á svartfúgl.
Hann gat bara alls ekki með
nokkru móti sagt NEI. Skrítið.
Stangaveióifélag Hafnar-
fjarðar varð fimmtíu ára fyrir
skömmu og gáfu þeir Hafnfirð-
ingar út glæsilegt blað af því
tilefni. Þar er hægt að lesa ým-
islegt fróðlegt um félagið í
gegnum árin en í blaðinu er
mikið af mjög gömlum mynd-
um úr starfinu.
-G.Bender
Margir
veiðimenn
hafa áhuga á
veiöi í
Grenlæk
enda svæðið
faliegt og
gjöfult. Nú er
kominn út
diskur sem
hefur aö
geyma 309
myndir af
veiðistöðum
í Grenlæk.
Grenlækur og Veiðivötn
Það þarf ansi mikla hugkvæmni til að fara og taka myndir af
veiðistöðum veiðiánna og setja þá síðan á disk - þar sem
maður getur séð veiöistaðinn og jafnvel fiskana í honum.
Maður þarf varla að mæta á staðinn heldur setur maður bara
diskinn í tölvuna og lætur hugann reika.
„Það eru komnir út 7 diskar núna og það komu tveir út fyrir
jólin, um Veiðivötn og Grenlækinn. Veiðivatnadiskurinn hefur
gengið sérlega vel," sagði Einar Guðmann, veiðimaður og
geisladiskaútgefandi í samtali við DV-Sport.
„Þetta eru orðnar þúsundir mynda sem maður hefur tekið og
það eru fleiri diskar að koma út, ég hef tekið myndir meðal
annars í Eystri- og Ytri-Rangá. Einnig fyrir austan og þá meðal
annars í Þistilfirðinum," sagði Einar enn fremur.
-G. Bender
Veiðivötn
eru bæði
fallegur og
gjöfull
veiöistaöur
og þangaö
flykkjast
hundruð
veiðimanna
til veiöa á
hverju
sumri.
Diskurinn
inniheldur
217 myndir.
www.langa.is
* Veiðileyfi
* fluguveiðiskóli
* veiðihús til vinafunda
Það vantaði ekki áhugann þegar við við kíktum á fluguhnýtingarmámskeið fyrir
skömmu í Sjóbúðinni á Akureyri. Á stærri myndinni hnýta áhugsamir nemendur
flugur en á þeirri minni er veiðimaðurinn og kennarinn Hermann Brynjarsson.
DV-myndir G.Bender
Mikill áhugi
a hnýtingum
- fleiri og fleiri læra hnýtingar
og hnýta sínar flugur sjálfir
Áhugi á fluguhnýtingum er mikil
þessa dagana, yngri og yngri veiðimenn
Íæra þá list sem fluguveiðin er.
Fluguhnýtingar er aðeins farið að
kenna í grunnskólunum landsins en
gera mætti miklu meira af slíku. Áhug-
in er allavega fyrir hendi hjá mörgum
ungum veiöimönnum.
Við kíktum inn á námskeið í Sjóbúð-
inni á Akureyri fyrir skömmu en þar
var veiðimaðurinn Hermann Brynjars-
son með námskeið.
Kennarinn gaf fyrirskipanir og nem-
endumir fór eftir þeim enda Hermann
búinn að reyna ýmsar flugur í veiðiám
landsins.
„Við skulum hnýta Nobblerinn
núna,“ sagði Hermann kennari og nem-
endumir fundu til réttu litina til að
hnýta í fluguna.
„Þetta em tvö kvöld sem námskeiðin
standa yfir, tvo tíma í senn,“ segir Her-
mann við blaðamann og bætir við: „Við
hnýtum 5-6 flugur á þessum tveimur
kvöldum. Ég er búinn að halda nám-
skeið í kringum tíu ár og ætli það hafi
ekki verið á annað hundrað nemendur
á þessum námskeiðum. Áhuginn á
fluguhnýtingum er ótrúlega mikill
þessa daga finnst mér,“ segir Hermann.
„Það er alltaf mikil áhugi á þessum
námskeiðum, sérstaklega þegar styttist
í veiðitímann,“ segir Þórður Helgason í
Sjóbúðinni.
Það er mikið hnýtt núna, fleiri og
fleiri læra þá list sem fluguhnýtingar
og veiði er. Veiðimenn hópa sig mikið
saman og hnýta flugur fyrir sumarið.
Hnýtingakvöld hjá Stangaveiðifélagi
Reykjavíkur fyrir skömmu vakti mikla
athygli og margir mættu til að hnýta
flugur.
Biðin eftir að veiðitíminn byrji fyrir
alvöru styttist, sjóbirtingsveiðin byrjar
1. apríl, veiði í vötnum landsins 1. maí
og síðan laxveiðin 1. júní.
Það eru ekki nema 20 dagar þangað
til sjóbirtingsveiðin byrjar fyrir alvöru.
Og margir veiðimenn eru fyrir löngu
búnir að tryggja sér veiðileyfi í birting-
inn.
-G.Bender