Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Síða 15
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
31
DV
Sport
Ráðleggingar
fyrir hlaupara
Sérfræöingar sem skrifa í Runn-
ers World eru duglegir við að gefa
ýmis ráð fyrir hlaupara sem gætu
nýst þeim til að fá meira út úr
hreyfmgunni. Hér eru nokkur lát-
in fylgja fyrir íslenska hlaupara
sem þeir geta haft í huga áður en
þeir reima á sig hlaupaskóna en
nokkrir eru þegar farnir að huga
að sumarvertíðinni í hlaupunum.
Ekkert áfengt
Ekki drekka neina áfenga
drykki áður en þú reimar á þig
skóna. Áfengi dregur til sín
vökva og hafa áfengir drykkir
jafnvel verið orsök hættulegra
yflrliða meðan á miklum og
ströngum æfingum stendur. Að-
eins einn bjór kvöldið fyrir æf-
ingu getur hægt á hlauparanum
um allt að 11%.
Svefnvenjur
Um 55% fullorðins fólk eiga í
vandræðum annaðhvort með að
sofna eða halda sér sofandi aila
nóttina. Næring getur haft áhrif
á svefninn. Kvöldmatur með háu
hlutfaili af karbóhýdrötum getur
hjálpað og einnig náttverður á
borð viö pasta eða jafnvel morg-
unkorn. En ekki borða stóra
máltíð eða drekka áfengi fyrir
svefninn. Hvort tveggja getur
haft svefntruflanir í för með sér.
Ferðir á hundasleöum eiga auknum vinsældum aö fagna og sífellt fleiri fara í slíkar feröir.
Denis Pedersen flytur inn sleðahunda frá Grænlandi og notar þá í hundasleðaferðir:
Oðruvísi nátt
úruupplifun
Hundasleðaferöir eru ein af
mörgum leiðum sem íslendingar
geta notað til að njóta náttúrunn-
ar og hafa íslenskar ævintýraferð-
ir boðið upp á slíkar feröir um
nokkurra ára skeið. Sá sem á
hundana er Denis Pedersen, Dani
sem býr að Bolholti í Rangár-
vallasýslu og er giftur íslenskri
konu.
Hann hefur í nokkur ár flutt
inn sleðahunda frá Grænlandi og
þjálfað þá til að draga sleða um ís-
lenska náttúru. Hann er nú með
um 30 hunda sem hann notar ein-
göngu í þetta.
Denis kom til landsins 1996 og
var þá einungis með fjóra græn-
lenska sleðahunda.
„Ég var búinn að rækta þessa
hunda og þjálfa þá í þessar
hundasleðaferðir. Árið 1999 var ég
svo tilbúinn að byrja á því að reka
hundasleðaferðir sem fyrirtæki.
Þá áttum við 17 fullþjálfaða hunda
og nú eru þeir orðnir 30,“ segir
hann.
Tíöarfariö veldur
erfiöleikum
" Denis segir að þessar ferðir hafi
notið sífellt meiri vinsælda og
fólkinu í þeim fjölgi jafnt og þétt.
„Það hefur hins vegar verið
erfitt að halda ferðunum á sama
stað undanfarin ár vegna tíðar-
farsins. Ég byrjaði á Mýrdalsjökli
og þurfti svo að flytja mig á Lang-
jökul. Fyrsta veturinn sem ég var
með þessar ferðir fórum við á
Hellisheiði en næsta vetur á eftir
var aldrei snjór þar þannig að við
fluttum okkur yfir á Lyngdals-
heiði. Það hefur því verið erfitt að
halda utan um ferðimar því það
hefur svo oft verið skipt um ferða-
vettvang. Svo hafa líka verið
vandræði í vetur vegna snjóleysis
en vonandi stendur það ekki
lengi.“
Denis segir að á sumrin fari
hann yfirleitt ferðir á Langjökul
og á vetuma á Hellisheiði. Þessar
ferðir eru alltaf fyrirfram skipu-
lagðar. Lyngdalsheiði og Mýrdals-
jökull eru ekki notuð nema í neyð
vegna snjóleysis. Hins vegar verð-
ur að nást ákveðinn fjöldi i lengri
ferðir.
„Það borgar sig t.d. ekki fyrir
okkur að fara með tvo á Lyngdals-
heiði. Það kostar of mikið.“
Að mati Denis upplifir fólkið
náttúruna á annan hátt á hunda-
sleðum en á t.d. vélsleðum.
„Ferðir út i náttúmna njóta sí-
fellt meiri vinsælda. Ég hef prófað
að fara á vélsleða líka en ég verð
að segja að það er mun meiri upp-
lifun að fara á hundasleða. Ástæð-
an er sú að það er engin vél sem
er sífellt i gangi til að pirra fólk.
Auk þess tekur ferðin aðeins
lengri tíma í hundasleðum þar
sem fólk notar kannski smá tíma
til að stoppa, taka myndir og
klappa hundunum í leiðinni en á
vélsleðanum er bara slökkt á vél-
inni og þá er allt búið.“
Sterkir hundar
Denis segir grænlenska sleða-
hunda fremstu sleðahundana sem
finnast.
„Þeir eru gríðarlega sterkir og
það skiptir miklu máli því af þeim
sökum er hægt að hafa fleiri
ferðamenn á sleðunum í einu, sem
gerir það að verkum að rekstur-
inn er hagkvæmari. Það munar
gríðarlega miklu að hafa sterka
hunda sem geta dregið marga."
Denis er nú með 29 fullvaxna
hunda og sjö hvolpa heima við.
„Við stefnum að því að hafa
alltaf 30-40 hunda sem geta dregið
sleða. Það er aldrei að vita nema
að maður eigi eftir að stækka við
sig í framtíðinni," segir Denis að
síðustu.
Hægt er að skrá sig í ferðir hjá
Denis hjá Islenskum ævintýra-
ferðum. -HI
Aö halda hraöanum
í löngu hlaupi getur verið gott
að skipta því upp í ákveðna
hluta. T.d. er gott þegar maður
hleypur hálft maraþon að líta
ekki á það sem 21 kílómetra
hlaup heldur sem þrjú 5 km
hlaup og eitt 6 km hlaup. Þessi
hugsunarháttur gæti komið í
veg fyrir að maður missi hrað-
ann þegar liður á hlaupið.
Passa sig á vatnsdrykkju
Þó að það sé nauðsynlegt að
drekka vatn meðan á hlaupi
stendur til að kom í veg fyrir að
maður þomi upp getur maður
fengið of mikið af því góða. Ef
maöur neytir of mikils vatns get-
ur það leitt til að magn sódíums
í blóði verði of lítið sem getur
reynst stórhættulegt. íþrótta-
drykkir gefa oft betri raun við
þessar aðstæður.
Lausir tímar í
grunnskólum
Nýlega fjölluðum við um tvo
hópa sem leigja íþróttasali í
grunnskólum borgarinnar og
hreyfa sig saman. Þeim sem
áhuga hafa á að leigja sér sali á
þennan hátt er bent á að hægt er
að skoða lista yfir lausa tima á
heimasíðu ÍBR. Slóöin á síðuna
er www.ibr.is og þar er svo
smellt á „Lausir tímar.“ Allar
nánari upplýsingar um leigu á
sölimum er hægt að fá hjá Svövu
í síma 53-53-701 eða í tölvupósti,
svava@ibr.is. -HI
Síðasta Aquarius-
hlaup á fimmtudag
Síðasta hlaupið í Aquarius-
hlaupakeðjunni fer fram á
fimmtudag. Hlaupnir verða hinir
hefðbundnum 10 kOómetrar um
göngustígana í Árbæ og Elliöaár-
dal.
Eins og fram hefur komið i DV-
sport hefur þátttakan í þessu
hlaupi aukist nokkuð frá því í
fyrra þegar farið var af stað með
þetta vetrarhlaup.
Þátttakan í keðjunni hefur auk-
ist um 60% milli ára og í vetur
hefur ekkert hlaup farið undir 100
þátttakendur. Aðstandendur
hlaupsins eru mjög ánægðir með
þátttökuna og gefur þetta góð fyr-
irheit,
Úrslitin í heildarstigakeppn-
inni eru þegar nánast ráðin. Sig-
urbjöm Amgrímsson hefur þegar
tryggt sér sigur í karlaflokki og
hefur 11 stiga forskot á Burkna
Helgason sem kemur næst. Rann-
veig Oddsdóttir hefur síöan tryggt
sér sigur í kvennaflokki með 37
stig og er með 12 stiga forskot á
næsta keppanda.
Hlaupurum skal bent á að þrátt
fyrir að svo langt sé liöið á hlaup-
ið er ekkert því til fyrirstöðu að
ný andlit geti tekið þátt í þessu
hlaupi. -HI