Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 25. MARS 2002 DV Fréttir Formaöur Rannsóknarnefndar sjóslysa um meintan vanda nefndarinnar: Engin pólitísk af- skipti af starfinu - ekkert óhóf og ærinn starfi - „ekki einu sinni með skrifstofustúlku“ Stykkishólmur. Gagnagrunnur sem á að geyma niðurstöður rannsókna á sjó- slysum fyrri ára verður tilbúinn alveg á næst- unni. Þetta segir Ingi Tryggvason, formaður Rann- sóknarnefndar sjóslysa, í sam- tali við DV. „Síðasta árið hafa menn unnið að gerð þessa gagna- grunns og nú er verið aö prufu- keyra hann,“ segir formaðurinn. í DV á fostudag sagði aðstoðarmað- ur samgönguráðherra að grunnur- inn væri, samkvæmt sínum upp- lýsingum, tilbúinn. Á meðan situr Kristján Guðmundsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri nefndar- innar, heima en starfslokasamn- ingur sem við hann var gerður, fól það í sér að hann myndi færa upp- lýsingar inn í nefndan grunn. Útgáfa á skýrslum Rannsóknar- nefndar sjóslysa fyrir árin 1998 og 1999 hefur dregist og þær eru enn ekki komnar út. Ingi segir þær þó væntanlega fljótlega. Ástæður þessa dráttar segir hann aö sam- starfíð við þann aðila sem falið var að safna aug- lýsingum í skýrslumar hafi ekki gengið upp. Útgáfu á rann- sóknarniðurstöð- um verður breytt á næst- unni og þær framvegis gefnar út á Netinu. Segir Ingi nauðsynlegt að breyta formi útgáfunnar, enda hafi skýrslumar ekki verið „... að- gengilegar eða spennandi aflestr- ar“, eins og hann komst að orði. Eins og DV hefur greint frá hef- ur launakostnaður Rannsóknar- nefndar sjóslysa aukist mikið sið- ustu misseri. Ingi segir hins vegar að starfsemin hcifi vaxið og í sam- ræmi við ný lög um starf nefndar- innar sem tóku gildi haustiö 2000. Þá hafi verið ljóst að fjölga þyrfti starfsmönnum hennar - og eru þeir nú tveir talsins. „Laun fram- kvæmdastjóra em ekki 300% hærri en laun fyrrverandi starfs- manns. Framkvæmdastjórinn hafði ekki uppi sérstakar kröfur um laun heldur var samið við hann með sama hætti og aðra starfsmenn hjá ríkinu í sambærilegum störfum," segir Ingi. Hann vísar því á bug að óhóf sé í rekstri nefndarinnar. Starfsmenn nefndarinnar hafl ær- inn starfa..og eru ekki einu sinni með skrifstofustúlku", bætir for- maðurinn við. í DV á laugardag segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylk- ingar, að ljóst sé að fjármunir sem Rannsóknarnefnd sjóslysa hafi úr að spila hafi runnið til annars en þeirra lögbundnu verkefna sem henni séu ætluð. Pólitísk afskipti valdi því að nefndin nái ekki að sinna sínum skyldum. „Það er rakalaust hjá þingmann- inum að Rannsóknamefnd sjóslysa hafi ekki getað sinnt lögboðnu hlut- verki sínu vegna pólitískra afskipta. Þaö hafa engin slík afskipti verið höfð af störfum nefndarinnar sem ekki glímir við neinn vanda vegna þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á starfinu eða flutningi á að- setri í Stykkishólmi. Engir fjármun- ir hafa verið teknir af fjárveitingu nefndarinnar vegna kostnaðar við flutninginn," segir Ingi Tryggvason. -sbs Ingi Tryggvason. Framsókn á Akureyri kynnir framboðslista sinn: Atvinnumálin verða baráttumál - segir Jakob Björnsson sem skipar 1. sætið Atvinnumál verða áhersluatriði í baráttu Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjómarkosningarnar á Akur- eyri i vor. Á næsta kjörtímabili þarf einnig að huga að frekari uppbygg- ingu skólamála og þjónustu fyrir aldraðra. Þetta segir Jakob Bjöms- son bæjarfulltrúi sem fer nú fyrir lista flokksins í þriðja sinn. Gengið var frá listanum á fundi framsókn- armanna á Akureyri sl. laugardag. í 2. sæti er Gerður Jónsdóttir leið- beinandi, Jóhannes Gunnar Bjarna- son iþróttakennari er i 3. sæti og Guðný Jóhannesdóttir blaðamaður skipar það 4. Björn Snæbjömsson, formaður verkalýðsfélagsins Ein- ingar-Iðju, situr í 5. sæti og Heiða Hauksdóttir er í 6. sæti. Tveir af bæjarfulltrúum flokksins á líðandi kjörtimabili víkja nú af velli. Það eru Ásta Sigurðardóttir og Guðmundur Ómar Guðmundsson sem situr í heiðurssæti listans. Um stöðuna í bæjarmálum á Ak- ureyri segir Jakob Bjömsson að m . “W i ÍL :•% Hhh. t 1 DV-MYND -SBS Framsókn og flör í efri röö eru, frá vinstri taliö, Björn Snæbjörnsson, Jakob Björnsson og Jó- hannes Gunnar Bjarnason. í neöri röö eru Guöný Jóhannesdóttir, Geröur Jónsdóttir og Heiöa Hauksdóttir. umfangsmiklum póstum við íþrótta- mannvirki sé nú að ljúka. Þá taki önnur verkefni við - og þau muni flokkurinn reifa í baráttunni sem í hönd fer. Þar nefnir hann skólamál og skipulag hins nýja Naustahverfis sem nú er á teikniborðinu. Um at- vinnumálin segir Jakob að ljóst sé að fólk með minni menntun verði verr úti en aðrir í þeim samdrætti sem orðið hafi. Að hag þess og stöðu þurfi sérstaklega að huga við upp- byggingu nýrra atvinnutækifæra. Þar nefnir hann meðal annars orku- frekan iðnað. „Þetta er tvímælalaust sterkur listi, enda er þetta eini framboðslist- inn í bænum sem þorir að tefla fram ungu fólki. Ég trúi ekki öðru en ungir Akureyringar muni styðja unga frambjóðendur sem eru þá þeirra fulltrúar um leiö,“ segir Guð- ný Jóhannesdóttir sem er 28 ára. Hún skipar 4. sæti listans sem fyrr segir. -sbs Kvótalausir og brottkast: Ranghermt að Hilmar hendi fiski - segir framkvæmdastjóri LÍÚ Mýrdalur: Bílvelta við Eystri Sólheima Bíll valt á þjóöveginum við bæinn Eystri Sólheima í Mýrdal í gærmorg- un. Að sögn lögreglu í Vík er talið að bíllinn hafi lent í lausamöl inni á klæðningunni snúist og oltiö á vegin- um sjálfum. Bilstjórinn sem var einn í bílnum slapp með skrámur, en bíll- inn er stórskemmdur. -NH Vegna fréttar í DV laugardaginn 23.3. sl. um kvótalausar útgerðir vill Friðrik J. Amgrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, taka eftirfarandi fram. „I fréttinni er eftirfarandi haft eftir mér innan gæsalappa „Þá er sem bet- ur fer fariö að taka harðar á brotum varðandi brottkast. Hilmar hefur lýst því sjálfur, m.a. í Dagblaðinu, hvem- ig hann hefur hagað sér við sínar veiðar og m.a. hent hluta af fiskinum. í viðtali viðkomandi blaðamanns við mig sagði ég að formaður Félags kvótalitilla útgerða hefði lýst því að hann hefði hent hluta af þeim fiski sem hann veiddi. Ég nefndi Hilmar Baldursson ekki í þessu sambandi og mér er ekki kunn- ugt um að hann hafi verið formað- ur þessa félags- skapar. Það er því ranglega haft eftir mér í umræddri frétt að Hilmar Baldursson hafi Friörik J. stundað útgerð og Amgrímsson. hent fiski.“ Athugasemd blaðamanns í umræddri frétt svaraði Friðrik J. Amgrímsson vangaveltum Hilmars Baldurssonar, talsmanns Félags strandveiðimanna, í DV á fimmtudag um að ástæðan fyrir háu verði á leigukvóta væri hugsanlega sú að fé- lagsmenn LÍÚ héldu að sér höndum við að leigja frá sér kvóta. „Ég hef ekki heyrt af slíku og ég skil ekki hvað maðurinn er að fara,“ sagði Friðrik af því tilefni. Var það því skiln- ingur blaðamanns að svar Friðriks snerist eingöngu um orð Hilmars Bald- urssonar. Hins vegar mun Friðrik í umræddri tilvitnun hafa átt við Sigurð Marinósson sem mun hafa verið for- maður Landssambands útgerðar- manna kvótalítilla skipa. Nafn hans bar þó aldrei á góma í umræddri frétt enda er, að því er Hilmar Baldursson upplýsti, sá félagsskapur hættur starf- semi og hefur Félag strandveiðimanna tekið við hlutverkinu. -HKr. JfMsbW REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 19.58 19.43 Sólarupprás á morgun 07.08 07.22 Siödegisflóð 16.16 20.49 Árdeglsflóö á morgun 04.34 09.07 Súld og rigning Norðaustan 10 tii 15 metrar á sekúndu og snjókoma eða slydda á Vestfjörðum en annars breytileg átt, 5 til 10 metrar á sekúndu og súld eða rigning. Gengur í suðvestan 8 til 13 metra á sekúndu með skúrum sunnan til í nótt. Léttskýjaö norðan til Suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu sunnan til en mun hægari suölæg átt norðan til. Rigning á Suöur- og Vesturlandi en iéttskýjað norðaustan til. Hiti 1 til 6 stig. Veöriö i . Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 'WÍ Hiti 0° Hiti 2° Hiti 0° til 6° «1 r til 4° Víndur: Vindur: Vindur: 13-18"'/» 10-18""/« 5-10 <"/« * 7» 7» Slydda og Skúrír, einkum Suövestanátt rígnlng sunnan sunnan- og og skúrír eöa tll, þykknar upp vestanlands. slydduéi sunnan- meö hægt og vestanlands vaxandi en léttskýjaö á austanátt Noröausturlandi. norban til. m/s Logn 0-0,2 Andvarí 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárvlöri >= 32,7 — AKUREYRI léttskýjaö 2 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 2 BOLUNGARVÍK skýjaö 1 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 4 KIRKJUBÆJARKL. skúr 5 KEFLAVÍK rigning 5 RAUFARHÓFN heiðskírt 4 REYKJAVÍK skúr 5 STÓRHÖFÐI úrkoma í grennd 6 BERGEN léttskýjaö 4 HELSINKI rigning 2 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 5 ÓSLÓ léttskýjaö 7 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN léttskýjað 5 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 3 ALGARVE heiöskírt 27 AMSTERDAM skýjaö 8 BARCELONA léttskýjaö 17 BERLÍN skýjaö 6 CHICAGO hálfskýjaö -10 DUBLIN skýjaö 13 HALIFAX alskýjaö 0 FRANKFURT skýjaö 11 HAMBORG skúr 5 JAN MAYEN alskýjaö -2 LONDON skýjaö 14 LÚXEMBORG skúr 9 MALLORCA léttskýjaö 23 MONTREAL heiöskírt -15 NARSSARSSUAQ heiðskírt -8 NEW YORK hálfskýjaö -4 ORLANDO skýjaö 18 PARÍS alskýjað 12 VÍN skúr 10 WASHINGTON alskýjaö -4 WINNIPEG heiöskirt -15 M IYVM É.iil L'fatii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.