Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2002, Blaðsíða 8
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002
I>"Vr
I DV-Sport Snocrossinu
fer fram við Skautahfillina
laugardaginn 30. mars kl. 14:00
Æfingar byrja kl: 11:30
og keppnin kl: 14:00
Kynning á keppendum ^
verður í Skautahöllinni
föstudaginn 29. mars kl. 22:00
Margt skemmtilegt í
boði ásamt léttum veitingum
frá Carlsberg
Aðgangseyrir á keppnina
er 1000 kr. fyrir 12 ára
og eldri
SPORTFIRSIR
www.sporttours.is
fÚU (SrLbeíg W 10$
AIHYCLI .emj.
A—A
Kottarbúðlr
O
GAELEJ-N-fcL
cPedt6myndir' JHM mport R.SIQMUNDSSON
mmm m&±Jjju yamaha
DV-MYND NH
Kveður
Samúel Smári meö bæjarfulltrúunum Birni Gíslasyni og Ingunni Guömundsdóttur. Þau hefur hann nú
ákveöiö aö kveöja, í bili.
Samúel Smári Hreggviðsson kveður sjálfstæðismenn í Árborg:
Kveðst ekki hafa stuðn-
ing til frekari starfa
Samúel Smári Hreggviðsson, bæj-
arfulltrúi í Árborg, hefur sent frá
sér yfirlýsingu vegna röðunar á
lista sjálfstæðismanna í Árborg.
Hann segist hafa tekið þátt í próf-
kjöri sjálfstæðismanna með annað
sætið að markmiði eða að halda
þriðja sætinu. í prófkjöri eigi eng-
inn sæti á framboðslistum en venju-
lega sé sitjandi bæjarfulltrúum ekki
„hent út“ nema fyrir mistök eða
þeir hafi starfað gegn samstarfs-
mönnum sínum og komið sér í óá-
sættanlega stöðu gagnvart þeim og
flokksfélögum. Honum sé ekki
kunnugt um að hafi átt þátt í slíku
heldur hafi hann unnið af heilind-
um á kjörtímabilinu. Að loknu próf-
kjöri veltir hann fyrir sér tilgangin-
um með jafnopnu prófkjöri og við-
haft var og sér engan annan tilgang
með þvi en að eyðileggja ágæta sam-
stöðu bæjarfulltrúanna og koma
annarlegum sjónarmiðum á fram-
færi.
Eftir prófkjörið hafi hann velt
þrem kostum fyrh- sér: Að taka 7.
sætið og sætta sig við að vera raðað
á framboðslistann af sósíalistum og
vinstrimönnum og öðru fólki utan
flokksins. Að taka eitt af öftustu
sætum listans til heiðurs þeim sjálf-
stæðismönnum sem sýndu honum
stuðning. Eða að yfirgefa listann eft-
ir að hafa verið hafnað og hafa ekki
stuðning til áframhaldandi starfa að
sinni fyrir bæjarfélagið.
Niðurstaða Samúels Smára er sú
að fara eftir samvisku sinni og láta
skynsemina ráða með þvi að leyfa
listanum að þróast án sín og taka
ekki sæti á framboðslistanum. „Við
skulum hafa i huga að um þessar
mundir er vorjafndægur með hækk-
andi sól á himni sem gefur okkur
ástæðu til að vera bjartsýn um leið
og dagurinn lengist," Hann óskar
þess að lokum að það fólk sem skip-
ar listann nái góðum árangri í störf-
um sínum. -NH
ríFiiB if jy ,4a» í rfi ji í
DV-MYND PÉTUR JÓHANNSSON
Minnstu munaöi að illa færi
Slökkviliö Snæfellsbæjar var kallaö aö Ólafsvíkurhöfn í gærmorgun en báturinn Egill Halldórson SH2 var þá farinn aö
hallast mjög og oröinn hálffastur viö annan bát. Af einhverjum ástæöum haföi sjór komist í bátinn en slökkviliöinu
tókst aö dæla sjónum úr bátnum og rétta hann viö. Einhverjar skemmdir urðu vegna atviksins. Báturinn, sem er 100
brúttólesta stálbátur, hefur veriö notaöur til netaveiöa.
Grásleppukarlar fá bara þorsk í netin:
Búnir að finna þorskinn
sem Hafró týndi
„Ástandið er þannig að við þyrft-
um helst að fara með grásleppunet-
in upp á tún ef viö ætluðum að kom-
ast hjá því að veiða þorsk. Það er
þorskur um allt og ég get lýst því
yfir að viö erum búnir að finna
þorskinn sem Hafrannsóknastofnun
týndi héma um árið,“ segir Halldór
Karel Jakobsson, trillukarl á Þórs-
höfn á Langanesi, en hann á í þeim
vanda eins og fleiri trillukarlar þar
um slóðir að koma varla grásleppu-
netum sínum í sjó fyrir þorski.
Halldór segir það engu máli skipta
hvar netin era lögð á hefðbundna grá-
sleppuslóð, alls staðar sé allt fullt af
þorski og það sé engin leið að varast
það að fá hann í netin. „Þetta er mjög
vænn þorskur og það er auðvitað
grátlegt að þurfa að búa við þetta
ástand, alls staðar þorskur sem ekki
má veiða og erfítt að komast að grá-
sleppunni fyrir honum. Ég hef heyrt
að þetta sé alveg eins í Bakkafirðin-
um, þar komast menn varla út út úr
höfninni fyrir þorski og era að fá
gríðarafla í hafnarkjaftinum," segir
Halldór Karel.
Hann segir að þrátt fyrir þessi
vandræði hafi borið nokkuð á rauð-
maga, og það sé ávísun á að grá-
sleppa muni koma á slóðina. „Þetta
tvennt fer alltaf saman því þessir fisk-
ar þurfa að svara kalli náttúrunnar
eins og aðrir. Það er bara spuming
hvort þeir komist að fyrir þorskin-
um,“ segir Halldór Karel. -gk