Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2002, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002 13 i I ! PV_______________________________ í amstri dagsins og hita leiksins Menn geta endalaust deilt um gæði islenskrar ljósmyndunar, en sú stað- reynd að hér í fámenninu skuli vera hægt að flnna þrjá eða fjóra aðskilda hópa faglega þenkjandi ljós- myndara hlýtur að vera vitnisburður um vægi ljós- myndarinnar á íslenskum sjónmenntavettvangi. Þess vegna þykir ýmsum sem Ijósmyndasýningar í háum gæðaflokki mættu vera fleiri. Það er hins vegar alveg óhætt - og að öllum öðrum ólöstuðum - að halda sér- staklega á lofti merki ís- lenskra blaðaljósmyndara. Jafnt í gúrkutíð sem í ann- an tíma hafa þeir hnykkt á fréttum með eftirminnileg- um hætti, búið til fréttir og sagt ógleymanlegar sögur af mannlegum örlögum. Um leið hafa þeir verið blessunarlega lausir við sjúklega hnýsni ýmissa erlendra starfsbræðra sinna. Þeir hafa a.m.k. ekki verið að eltast við dæmda barnaníöinga eða smygla sér inn á sjúkrahús til að ljósmynda hjartaaðgerð á ráð- herra, eins og breskum og þýskum blaðaljós- myndurum flnnst sniðugt að gera. Ljósmynd- arar á borð við Rax, Áma Sæberg og Einar Fal á Morgunblaðinu, Gunnar V. Andrésson og Þorvald Örn á DV, Braga Þór á Fróða og Pál Stefánsson á Eddu-útgáfunni em allir fag- menn fram í flngurgóma; þeirra er mátturinn og dýrðin. Uppskeruhátíð blaðaljósmyndara Þrátt fyrir farsælt samstarf Ljósmyndarafé- lagsins og Blaðaljósmyndarafélagsins til nokk- urra ára um árlega sýningu, þá er sýningin sú fyrst og fremst uppskeruhátið blaðaljósmynd- ara. Með réttu ættu menn því að velja „mynd ársins“, ekki bara „fréttamynd ársins“, úr harðsoðnum fréttamyndunum sem verða til í amstri dagsins og hita leiksins, ekki úr upp- stilltum myndum, vandlega sniðnum að þörf- um greinahöfunda eða spyrla. En hvaða aug- ‘um sem menn líta samsýningu ljósmyndara í Gerðarsafni er hún fjölbreytt, áhugaverð og sennilega betur upphengd en oft áður. Myndlist Ég hugsa líka að meiri sátt ríki um verð- launaðar ljósmyndir en á fyrri sýningum, með áðumefndum fyrirvara um „mynd árs- ins“. Fréttamynd ársins er ótvírætt stúdía Gunnars V. Andréssonar af Áma Johnsen, bæði í ljósi undangenginna atburða og afsögn þingmannsins nokkrum klukkustundum áður. Þorkell Þorkelsson tók líka sterka fréttamynd af Flóðinu í Norðfjarðará. Og þótt ég hafl yflrleitt á mér vara gagnvart stríðs- og hörmungafíkn blaðaljósmyndara þá verður ekki horft fram hjá myndröð Þorvaldar Am- ar frá New York, þó svo hún sé ekki tekin beint af atburðunum 11. september. íþrótta- ljósmynd ársins eftir Kristin Ingvarsson er skondin og skemmtflega tvíræð en í þeim flokki hefði einnig komið tfl greina ljósmynd Þorvalds Arnar af Þórey Eddu stangar- stökkvara. Portrett af kynþætti Af öðrum tegundum ljósmynda staðnæmdist ég einna helst við por- trettmyndirnar, einkum stúdíur Hreins Hreins- sonar af Lóu Konn, sem er greinilega einstakur karakter. Svart-hvit mynd Ásdisar Ásgeirs- dóttur af Oddi Nerdram er einnig frábærlega uppbyggð, enda fyrir- sætan sér vel meðvit- andi um sitt dramatíska útlit. Og rétt er að geta þess að innan vébanda þessarar samsýningar er að finna sérsýningu sem nefnist „Leitin að breska herramannin- um“, höfundarverk Sig- urðar Jökuls Ólafssonar. Hugmyndin er ein- föld og klár; búa til eins konar portrett-úttekt af þessum næstiun horfna kynþætti á Bret- landseyjum. Sigurður ljósmyndar valda séntil- menn, lorda, söra á ýmsum aldri, og biður þá um leið að láta uppi skilgreiningar á séntil- mennsku sinni. Sem felur í sér ákveðna þver- stæðu, því eins og Gunnar Eyjólfsson segir í sýningarskrá eiga sannir séntilmenn ekki að vera sér meðvitandi um sérstöðu sina og hlut- verk. Allt um það fylgjast að portrett og texti frá hverjum fyrirsáta. Þetta eru vel unnar myndir en format þeirra og stærð gera að verkum að þær virka sem „vignettur" í gömlum stíl fremur en sem átaka- eða áhrifamiklar portrettmyndir fyrir nútima- manninn. Má vera að höfundur sé með þessu að árétta að breski séntilmaðurinn sé eins kon- ar tímaskekkja. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningin stendur fram aö páskum. Geröarsafn er opiö á skírdag kl. 11-17 og laug. 30.3. kl. 11-17 en lokaö föstudaginn langa. Heimsviðburðir á Listahátíð í Reykjavík - miðasala hefst strax þriðjudaginn eftir páska Miðasala Listahátíðar í Reykjavík hefst þriðjudaginn 2. apríl kl. 11 að Bankastræti 2. Sala miða á Listahátíð hefur aldrei hafíst svona snemma en í ljósi sívaxandi áhuga á há- tíðinni og þess að fólk vill hafa tímann fyrir sér var tekin sú ákvörðun aö hefja miðasölu strax í byrjun apríl, rúmum mánuði áður en hátíðin hefst. Heildardagskrá Listahátíðar er komin út og mun liggja frammi í miðasölunni og á helstu listastofnunum landsins. Þar er að flnna allar upplýsingar um viðburði, jafnt innlenda og er- lenda, staðsetningar, dagsetningar og verð. Mikil flölbreytni einkennir hátíðina og koma listamennimir frá öllum heimshomum, allt frá Japan tfl ísraels, og í fyrsta sinn í sögu Lis,tahátíðar koma hingað stórir hópar frá Argentínu, Rúmeníu og Kúbu. Meðal þeirra viðburða sem mesta athygli vekja era tónleik- ar sígaunahljómsveitarinnar Taraf de Haidouks, tónleikar fiðlusnillingsins Maxim Vengerovs og June Anderson sem er nú talin ein fremsta sópransöngkona í heimi. Af innlendum vettvangi era margir merkir viðburðir, þeirra á meðal stórtónleikar Sigur Rósar, Hilmars Amar Hilmarssonar, Stein- dórs Andersen og fleiri í Laugardalshöll. Þar hefla þeir til vegs og virðingar fomkvæðið Hrafnagaldur Óðins sem legið hefur óbætt hjá garði i mörg hundruð ár. Athugið að miðasala á þann viðburð hefst viku síðar en almenn sala eða 9. apríl. Boðið verður til ókeypis tónleika á lista- söfnum borgarinnar undir yfirslíriftinni „Fyr- ir augu og eyru“; þar flytja innlendir tónlist- armenn tónlist sem tengist sýningunum á söfnunum. „Níu virkir dagar" er annað verk- efni sem eflaust á eftir að setja svip á borgina. Alla virka daga frá 13.-24. maí verða að viö- stöddum áheyrendum flutt um 10 mínútna löng örleikverk. Útsendingamar verða frá hinum ólíklegustu stöðum, til dæmis frá Bankastræti 0, frá strætóskýli í Lækjargöt- unni, úr einum af hitaveitutönkunum undir Perlunni og úr anddyri Landsbanka íslands. Að hverju örleikverki standa eitt leikskáld og einn myndlistarmaður en leikstjórar eru Harpa Amardóttir og Ásdís Thoroddsen. Á heimasíðu Listahátíðar www.lista- hatid.is er að finna allar upplýsingar um miðasölu og viðburði. Tónlist Ólafur og Jóhann í gamalli leikmynd eins og út úr Spanskflug- unni eða Fló á skinni hófu þeir Ólafur Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari og Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari að flyfla dagskrá sina i gær, á síðustu hádegistónleikum íslensku óperunnar í bili. Margt var um manninn og menningarleg stemning í salnum. Ólafi Kjartani var vel fagnað þegar hann stakk sér fram á svið- ið út um einar af flölmörgum dyrum leikmynd- arinnar góðu. Hann hóf dagskrána með tveimur stuttum lögum eftir Sigurð Rúnar Jónsson og Jó- hann G. Jóhannsson, hvort tveggja við bráðsmellna texta Þórarins Eldjárns. Söngvar- amir sungu svo tfl skiptis íslensk lög úr ýmsum áttum, bæði kunn og minna þekkt. Ólafur Kjart- an kitlaði áhorfendur og heillaði með litríkri og leikglaðri túlkun sinni, textaframburður hans er jafnan skýr og tær. Kannski má vitna í gagnrýni Jónasar Sen frá því um daginn þar sem hann kvartaði yflr þreytumerkjum á rödd Ólafs Kjart- ans þvi að á efstu nótunum virtist hún reyndar á stundum dálítið mött. En hann bætti það upp með skemmtilegum og einlægum flutningi. Engum dylst sem hlustað hefur á Jóhann Frið- geir að þar fer maður með óvenjulega sterka ten- órrödd. En það veldur jafnan vonbrigðum þegar slíkir söngvarar freistast til að fara að sýna um of hversu sterkt þeir geta sungið. Því miður féll Jóhann Friðgeir of oft í þá gryflu á þessum tón- leikum. Svo virðist sem hann noti hvert tæki- færi til að þenja rödd sína til hins ýtrasta, oft á kostnað tónlistarinnar. Nokkur lög voru þessu marki brennd, t.d. Bikarinn eftir Eyþór Stefáns- son og Jóhann Sigurjónsson en þar virtist það beinlinis vera ætlunin hjá Jóhanni Friðgeiri að sprengja í áheyrendum hlustirnar, hlutu menn því þar t.d. að hugsa meira um sín eigin eyru og þanþol og heilsu Jóhanns sjálfs en tónlistina sem hann var að flyfja. Hins vegar var víða unun á hann að hlýða, þegar rödd hans fær að njóta sín áreynslulaust eða þegar hann heldur aftur af henni og stund- um nokkuð ýktum dramatískum tilþrifum sín- um; flutningur hans t.d. á Ég lít í anda liðna tíð var mjög fallegur og fór þar allt saman, hrein innlifun og fögur raddbeiting. Oft mætti texta- framburður hans vera betri en stundum skilst alls ekki hvað hann syngur. Þannig varð t.d. Einn sit ég yfir drykkju að „Usiévedrígju" og Ég lít í anda liðna tíð að „Élídíanalínatí". Söngvaramir tveir sungu svo í lokin tvö lög saman og gerðu það sérlega vel, og nutu raddim- ar sín afar vel saman. Jónas Ingimundarson lék frábærlega vel undir á píanóið, fylgdi söngvur- unum út i æsar og undirstrikaði og jók á stemn- inguna. Hrafnhildur Hagalin ___________________Menning Umsjón; Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Meistari Jakob í Bergen Myndin hér fyrir ofan er af sýningu sex fé- laga úr Meistara Jakob galleríi sem stendur yfir í Galleri Tablá í Bergen. Á sýningunni er listvefnaður og leirlistaverk eftir Elísabetu Haraldsdóttur, Guðnýju Hafsteinsdóttur, Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur, Sigríði Ágústsdóttur, Auði Vésteinsdóttur og Þor- björgu Þórðardóttur. Fj alla-Eyvindur á frönsku Leikritið Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er komið út á frönsku í þýðingu Ragnheiðar Ásgeirsdóttur og Nabil E1 Azan. Þýðendumir eru hjón og bæði leikhúsfólk. Á frönsku heitir það Les proscrits eða Útlagarnir, en það heiti hefur kvikmynd Victors Sjöströms eftir leikritinu á frönsku. Útgefandi er Éditions Théátrales með styrk úr þýðingarsjóðnum La Maison Antoine Vitez. í tilefni af þessari útgáfu hefur verið boðað tfl islenskrar leiklestrarhátíðar í París í mars á næsta ári. Þar verður Fjalla-Eyvindur leik- lesinn og auk hans flögur ný verk, Hægan El- ektra eftir Hrafnhfldi Hagalín, Einhver í dyr- unum eftir Sigurð Pálsson, Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson og And Björk of course... eftir Þorvald Þorsteinsson. Heiðursgestur á hátíðinni verður frú Vigdís Finnbogadóttir. Minjar og mannvistarleifar Næsti fyrirlestur í röðinni „Biskupstungur - land og saga“ í Reykholtsskóla í Biskups- tungum verður að kvöldi skírdags kl. 20.30. Þá talar Bryndis Róbertsdóttir um minjar og mannvistarleifar í héraðinu. Fyrsti fyrirlest- urinn eftir páska er 4. apríl. Þá tala Davíð Ólafsson og Lýður Pálsson um sögu héraðsins á 19. og 20. öld. Töfrar tvennra tíma Á föstudaginn langa kl. 17 verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem Kór Langholtskirkju flytur tónlist eftir Stravinsky og Bach. Stjómandi er Jón Stefánsson. Á efnisskránni er Messa eftir Stravinsky (samin 1948) fyrir kór, einsöngvara og tvöfald- an blásarakvintett. Einsöngvarar eru úr kórn- um, Sigríður Gröndal sópran, María Mjöll Jónsdóttir alt, Egill Árni Pálsson og Magnús Guðmundsson tenórar og Þorvaldur Þorvalds- son bassi. Seinna kórverkið er motettan Jesu, meine Freude (BWV 227) eftir J. S. Bach. Þar leikur Ágúst Ingi Ágústsson með á barokorg- el, þannig að verkið hljómar í réttri tónhæð. Þetta er lengsta mótetta Bachs og að líkindum samin á mörgum árum. Milli verkanna leikur Lára Bryndís Egg- ertsdóttir á orgel sálmforleikinn O Mensch, bewein’ dein’ Súnde groft (BWV 622) eftir J. S. Bach, en Lára er félagi í Kór Langholtskirkju. Operuperlur A laugardaginn kl. 16 stendur Norðuróp, fé- lag um óperuflutning, fyrir styrktartónleikum í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni „Óp- eruperlur". Flutt verða atriði og aríur úr þekktum verkum óperabókmenntanna, allt frá Mozart til Wagners. Flytjendur eru Dagný Jónsdóttir sópran, Elin Halldórsdóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón, Jóhann Smári Sævarsson bassi og Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzosópran. Pianóleikari er Ann Champert, en hún er tónlistarstjóri við ríkisóperuna í Saarbruecken i Þýskalandi auk þess sem hún starfar reglulega við Bastille-óperuna í París og á fleiri stöðum. Páskar í Listasafni Reykjavíkur Öll hús Listasafns Reykjavikur, Ásmundar- safn, Kjarvalsstaðir og Hafnarhús, verða opin alla daga yfir páskana en leiðsögn færist til. Ásmundarsafn er opið kl. 13-16, Kjarvalsstað- ir kl. 10-18, leiðsögn mánud. kl. 15, og Hafnar- hús kl. 11-18, skírdag kl. 11-19, leiösögn þriðjudag kl. 16. Á annan dag páska, 1. apríl, lýkur sýningu Hannesar Lárussonar, Hús í hús á Kjarvals- stöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.