Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Page 2
16 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Sport DV DV-Sport telur nú dagana þar til SímadeMin hefst 20. maí næstkomandi. Fram að því munum við birta spá blaða- manna DV-Sport um lokastöð- una í haust og í dag er komið að 6. sætinu. Stofnað: 1908 Heimavöllur: Laugardalsvöllur. AUs um 14000, stúkur meö 7000 sætum og steypt stæöi fyrir 7000 manns. ValbjamarvöUur. AUs um 2500, stúka með um 400 sætum á bekkjum og steypt stæði. íslandsmeistaratitlar: 18 (1913-1918, 1921-1923, 1925, 1939, 1946-1947, 1962, 1972, 1986, 1988, 1990). Bikarmeistaratitlar: 7 (1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989). Stœrsti sigur i tiu lióa efstu deild: 6-0 gegn Völsungi 1987. Stœrsta tap i tiu liöa efstu deild: 1-6 fyrir ÍBV 2000. Flestir leikir í efstu deild: Pétur Ormslev, 281, Guðmundur Steinsson, 180, Marteinn Geirsson, 178. Flest mörk í efstu deild: Guðmundur Steinsson, 80, Pétur Ormslev, 69, Kristinn Jörundsson, 60. Árangur í efstu deild: 773 leikir, 321 sigur, 178 jafntefli og 274 töp. Markatala: 1274-1178. Spáin fyrir Framarar lenda í sjötta sætinu: Feikilegar framfarir DV-Sport bíður spennt eftir að ís- landsmótið í knattspyrnu hefjist að nýju og mun í næstu fimm tölublöð- um telja niður fram að móti. Blaða- menn DV-Sport hafa spáð og spek- úlerað í styrkleika og veikleika lið- anna og út úr þeim rannsóknum hef- ur verið búin til spá DV-Sport fyrir sumar- ið. Fram að móti mun- um við birta hana, eitt liö bætist við á hverj- um degi. Við hófum leikinn á botnsætinu og endum síðan á því að kynna það lið sem við teljum að muni tróna á toppi Síma- deildar karla þegar flautað verður til leiksloka í haust. Við metum nokkra þætti hjá hverju liði og gefum einkunn á bilinu 1 til 6 eins og sjá má sem hlið á ten- ingi hér á síðunni. Framarar virðast vera á réttri leið eftir mjög mögur ár. Eftir fjármála- fylliríið sem fylgdi í kjölfar hlutafé- lagsvæðingar meistaraflokksins hafa menn náð tökum á rekstrinu og gert það eina skynsamlega í stöðunni. Þeir réðu heimamann sem þjálfara og byggja lið sitt upp á ungum leik- mönnum sem flestallir eru uppaldir í Safamýrinni. Góðir hlutir gerast hægt en strax í seinni hlutanum í fyrra mátti sjá breytingar til batnaðar. Fram-liðið, sem virkað hafði and- og áhugalaust árin á undan, var far- ið að spila með hjartanu. Liðið sýndi skemmtilega knattspyrnu og aflaði sér virðingar og vinsælda á meðal knattspyrnuáhugamanna um allt land. Erfið byrjun, þar sem forráðamenn liðsins sýndu aðdáun- arverða ró, gerði það að verkum að góður leikur liðsins seinni hlutann skilaði sér að- eins í áttunda sætinu í deildinni. FramarcU- eru með létt lið sem byggir leik sinn upp á lipru sam- spili og hrööum sóknum í stað kraftaknattspyrnu. Leikmenn eins og Gunnar Sigurðsson, Ingvar Ólason, Ágúst Gylfason, Ásmundur Arnarsson og Þorbjörn Atli Sveinsson þurfa að ganga fyrir skjöldu og eiga gott tímabil. Ungu strákarnir, þá sérstaklega Viðar Guðjónsson og Daði Guðmundsson, verða að halda áfram að bæta sig ár frá ári líkt og þeir gerðu í fyrra en aðalmálið fyrir Fram er að fá stöðugleika í varnarleikinn. Það er bjart fram undan hjá Fram. Liðið er skipað ungum leikmönnum og ætti Kristinn R. Jónsson að geta byggt upp sterkt lið á næstu árum sem gæti barist um titla. -ósk/ÓÓJ Síöustu átta ár: 1994: . 1995: . . . 10. sæti í úrvdeUd 1996: . .. 1. sæti i 1. deild 1997: . 1998: . 1999: . . . 7. sæti í úrvdeUd 2000: . . . 8. sæti í úrvdeUd 2001: . Hvaft segja Framarai um spá DV-Sport „Spá er bara spá. Það er ómögulegt að segja til um hvemig þetta endar en að sjálfsögðu vonumst við til að vera ofar en i sjötta sæti þegar mótið verður gert upp í haust. Mér flnnst deildin vera mjög jöfn ef mið er tekið af leikjun- um í vor og það er lítill munur á liðinum. Við ætlum okkur að byggja ofan á gott gengi síðari hlutann i fyrra og reyna að bæta spilamennsku okkar. Við erum að reyna að byggja upp gott lið, sem að mestu er skipað heimamönnum og það tekur tíma,“ sagði Kristinn R. Jónsson, þjálfari Fram. Viöar Guðjónsson iék vel á mibjunni meö />JFram i fyrra og er einn ai lykilmönnum liösins þrátt fyrir ungan aldur. Markið Gunnar Sigurósson stóð + sig frábærlega í markinu hjá Fram slðasta sumar. Hann hefur nælt sér í mikla reynslu með ÍBV og er góöur á milli stanganna og einn á móti ein- um. Gunnar á það til að missa — einbeitinguna og gera fár- ánleg mistök sem eru oft dýrkeypt. Hann er ekki sterkur í teignum og mætti að ósekju vera betri i að spyma frá markinu. Vörnin Ingvar Ólason, Sævar Guð- + jónsson og Ásgeir Halldórs- son hafa allir mikla reynslu. Eggert Stefánsson átti mjög gott tímabil í fyrra og með þeim eru ungir og efnilegir strákar. Ingvar spil- ar boltanum vel út úr vöminni. Framvörnin er hæg og get- ur lent í vandræðum á móti fljótum sóknarmönnum. Eggert er meiddur og óvíst hvort hann verður með í sumar. Vam- armenn Fram vantar lik- amlegan styrk. m SpOrt sP^r * Símadeild karla í sumar: Gengi Fram í vor Deildablkarinn: 17. febrúar........Reykjaneshöll Fram-Valur .................2-1 Edilon Hreinsson, Andri F. Ottósson. 23. febrúar........Reykjaneshöll Fram-Keflavlk................1-2 Daði Guðmundsson. 2. mars ...........Reykjaneshöll Fram-KA.....................2-4 Ásmundur A„ Andrés Jónsson. 15. mars .........Reykjaneshöll Fram-Grindavík ..............1-0 Ásmundur Amarsson. 7. april....Gervigras í Laugardal Fram-ÍBV ....................0-0 13. apríl.........Reykjaneshöll Fram-Dalvík ................9-1 Þorbjöm Atli Sveinsson 3, Andri F. 2, Edilon 2, Daði, sjálfsmark. 21. apríl .... Gervigras í Laugardal Fram-Þróttur.................1-0 Andri F. Ottósson. Átta liöa úrslit 25. apríl .... Gervigras í Laugardal Fram-Breiðablik .............0-1 Revkiavikurmót: 7. mars.....Gervigras í Laugardal Fram-Víkingur ...............1-0 Gunnar Þór Gunnarsson. 24. mars .... Gervigras í Laugardal Fram-ÍR......................3-0 Ásmundur 2, Ómar Hákonarson. 18. apríl .... Gervigras í Laugardal Fram-Fjölnir.................6-0 Þorbjöm Atli 2, Viðar Guðjónsson, Andri F„ Ómar, sjálfsm. 29. apríl..............Egilshöll Fram-KR......................1-3 Ásmundur Amarsson. Leikmanna- Hópurinn Markverðir: 1. Gunnar Sigurðsson ......27 ára 13. Gunnar Magnússon ......24 ára Varnarmenn: 2. Baldur Knútsson.............20 ára 3. Ingvar Ólason ..........30 ára 4. Ásgeir Halldórsson .....29 ára 5. Eggert Stefánsson ......23 ára 8. Sævar Guðjónsson............30 ára 14. Andrés Jónsson.............23 ára 16. Bjami Þór Pétursson .... 22 ára 20. Bjami Hólm Aðalsteinsson 18 ára Miðiumenn: 6. Freyr Karlsson..............23 ára 7. Ágúst Gylfason .........30 ára 10. Edilon Hreinsson...........24 ára 15. Ómar Hákonarson .......21 árs 17. Daði Guðmundsson ......21 árs 22. Viðar Guðjónsson...........22 ára Sóknarmenn: 9. Ásmundur Amarsson .... 30 ára 11. Þorbjöm Atli Sveinsson . . 25 ára 21. Andri Fannar Ottósson . . 20 ára 24. Haukur Snær Hauksson . . 23 ára Þiálfari: Kristinn R. Jónsson............38 ára Farnir: Valur F. Gíslason í Fylki, Al- bert Ástvaldsson í Aflureldingu, Vil- hjálmur Hans Vilhjálmsson í Víking. Komnir: Andrés Jónsson frá Skalla- grimi, Bjami Hólm Aðalsteinsson frá Hugin. ' Miðjan Miðjan hjá Fram sam- anstendur af einum _L reynslubolta, Ágústi Gylfa- syni, og ungum og efnileg- um strákum sem hafa fengið dýr- mæta reynslu. Fljótir kantmenn og allir vel spilandi. __ Ágúst hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og verður að halda sér heilum. Ungu strákana vantar svolítið upp á líkam- legan styrk til að láta finna duglega fyrir sér. Sóknin Ásmundur Arnarsson er ~j- einstaklega markheppinn og skynsamur leikmaður. Þorbjöm Atli, Haukur Snær og Andri Fannar em eldfljótir og geta strítt hvaða vöm sem er. Þorbjörn Atli hefur verið ___ mikið meiddur og spuming í hvemig formi hann er. Andri Fannar á það til að spila of mikið fyrir sjálfan sig á kostnað liðsins. Bekkurinn Bekkurinn hjá Fram er -{- vel skipaður. Helsti styrkleikinn er jafn hópur leikmanna sem hefur fengið nauðsynlega reynslu í efstu deild. — Enginn þeirra leikmanna sem munu verma bekkinn hjá Fram hefur nokkurn tima náð að sanna sig í efstu deild. Miðjumenn eins og Edilon Hreinsson og Frey Karlsson vantar hraða. 481 Þjálfarinn Kristinn R. Jónsson gerði , sérlega góða hluti með -p Fram-liðið í fyrra og þrátt fyrir að liðið hafnaöi í 8. sæti gefur það ekki rétta mynd af leik liðsins. Náði að fá fram gamla Fram- andann sem var við lýði á timum Ásgeirs Elíassonar. Fylgist vel með því sem er að gerast og er vel menntaður. Hélt ró sinni þegar illa gekk í fyrra sem er styrkur. Kristinn R. er rólegur, kannski fullrólegur og gæti átt í erfiðleikum með að ná liöi sínu upp á tæmar. Hefúr átt í erfiðleikum með að fá stöðugleika í vömina. Að auki Framarar byggja að -j- mestu leyti upp á uppöld- um leikmönnum sem munu berjast með hjart- anu í stað þess að hafa meiri áhyggj- ur af launaumslaginu. Þeir em flestir á sama reki og því ætti liðsandinn að vera í góðu lagi. Stuðningsmenn Fram mæta á völlinn og styðja við bakið á liðinu þegar vel gengur og em sterkt bakland í velgengni. Framara vantar eigin __ heimavöll. Laugardalsvöll- urinn er glæsilegm- sem slíkur en hann gefur Frömurum ekki það forskot sem önnur lið hafa á sín- um heimavöUum. Félagið hefur verið Ula statt fjárhagslega undanfarin ár eftir hlutafélagsflippið fræga og þrátt fyrir að fjárhagurinn sé betri nú er ólíklegt að þeir muni fara út I að styrkja liðið þótt á móti blási. ISport stig: 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.