Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 17 Sport Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, fyrirliöi KR, með verölaunin sem KR fékk fyrir að vinna deildabikar kvenna í þriðja sinn. Guðrún Jóna átti góðan leik eins og allt KR-liðiö. DV-mynd KÖ KR-konur urðu deildabikar- meistarar kvenna í þriðja sinn í gær eftir afar öruggan 4-0 sigur á Val í Egilshöllinni. Þessi lið skiptu því á milli sín bikurum vorsins en Valur varð á dögun- um Reykjavíkurmeistari en mikiU munur var samt á liðun- um tveimur í gær. KR-liðið er nú komið með fuUskipað lið og eru þær ekki árennilegar fyrir komandi átök í sumar. KR vann sem dæmi síðustu fjóra leiki sína í deilda- bikarnum með markatölunni 40-2. Hrefna Jóhannesdóttir kom KR á bragðið strax eftir fimm og hálfa mínútu eftir góðan undirbúning Olgu Færseth og Emblu Grétarsdóttur og við tók stórsókn KR-liðsins þar sem Olga fékk þrjú dauðafæri án þess þó að ná að nýta þau. KR-liðið byrjaði síðan seinni hálfleik af svipuðum krafti og þann fyrri. Hrefna skoraði aftur á 50. mínútu, nú með skalla eft- ir fyrirgjöf Olgu sem síðan skor- aði á laglegan hátt tveimur mín- útum síðar eftir frábæra send- ingu Ásthildar Helgadóttur inn fyrir vörnina. Ásthildur lagði einnig upp lokamark KR-liðsins sem Embla Grétarsdóttir skor- aði á 64. mínútu. Ásthildur komst oft nálægt því að skora en án árangurs en var samt allt í öllu í beinskeytt- um sóknarleik Vesturbæjarliðs- ins sem hefði getað skilað mun fleiri mörkum í þessum leik. Vanda Sigurgeirsdóttir setti Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur í stöðu miðvarðar með góðum ár- angri því Guðrún Jóna fann sig vel, stoppaði ófáar sóknir Vals í fæðingu og hóf um leið margar stórhættulegar skyndisóknir þar sem Ásthildur og Olga sáu um að galopna Valsvörnina. Olga, sem setti markamet í deildabikarnum í ár með því að skora 17 mörk, fékk mörg tæki- færi í þessum leik til að bæta við mörkum en án árangurs. Guðrún Jóna var ánægð með spilamennsku KR-liðsins í leiks- lok. „Við spiluðum þennan leik alveg glimrandi vel, alveg frá fyrstu mínútu og ef við spilum sóknarleik í sumar getur lítið stoppað okkur. Vanda treystir mér fyrir þessari stöðu og ég sé mig alveg eins spila hana í sum- ar. Ég hef spilað hana áður með landsliðinu þegar Vanda var með landsliðið og hún veit að ég get spilað þessa stöðu en ég er annars ánægð þar sem þjálfar- inn telur sig getað notað mig,“ sagði Guðrún Jóna sem óttast ekki pressuna á KR-liðið í sum- ar. „Við setjum líka pressu á okkur sjálfar, við ætlum að standa okkur. Við höfum nán- ast ekki unnið neitt síðustu tvö árin þannig að hungrið í titlana er svo sannarlega til staðar," sagði Guðrún Jóna. -ÓÓJ istarataktar Bland í noka ,Ólafur Stefánsson skoraði fimm mörk þegar Magdeburg steinlá, 34-24, á úti- velli fyrir Flensburg í þýsku 1. deildinni i handknattleik á laugardaginn. Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú mörk þegar lið hans Essen, tapaði á heimavelli fyrir Kiel, 28-26. Guðjón Val- ur Sigurðsson komst ekki á blað i leikn- um. Ragnar Óskarsson skoraöi eitt mark þegar lið Dunkerque beiö lægri hlut fyr- ir Ivry, 25-24, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Gunnar Berg Viktorsson skoraði einnig eitt mark þegar lið hans, Paris St. Germain, tapaði fyrir Chambeiy, 28-25, i frönsku 1. deildinni í handknattleik. New Jersey Nets er komið meö annan fótinn í úrslit austurdeildar eftir sigúr á Charlotte Homets, 88-79, í fjórða leik lið- anna í undanúrslitum austurdeildarinn- ar í gærkvöldi. New Jersey leiðir í ein- víginu, 3-1, og getur klárað einvígið með sigri í næsta leik á heimavelli. Jason Kidd skoraði 24 stig, tók 11 frá- köst og gaf 8 stoðsendingar i liði New Jersey, Kerry Kittles skoraði 20 stig og Keith Van Horn skoraði 16 stig og tók 11 fráköst. Baron Davis var stigahæstur hjá Charlotte með 20 stig, George Lynch skoraði 19 stig og David Wesley skoraði 15 stig. Ajax varð um helgina hollenskur bikar- meistari eftir að hafa lagt Utrecht að velli, 3-2, í framlengdum leik. Það var Svíinn ungi, Zlatan Ibrahimovic sem skoraði sigurmarkið á 93. mínútu. Jörundur Áki Sveirtsson, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins í knatt- spymu, hefur valið 16 leikmenn fyrir leikinn gegn Rússum í Seliatino 1 Rúss- landi 18. maí næstkomandi. Markverðir. Þóra Björg Helgadóttir og María Björg Ágústsdóttir. Aðrir leik- menn: Eva Sóley Guðbjömsdóttir, Mar- grét Ólafsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Erla Hendriksdóttir, Katrín Jónsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir, Ásthildur Helgadótt- ir, Edda Garðarsdóttir, Elín Jóna Þor- steinsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdótt- ir, Olga Færseth, Ásgerður H. Ingibergs- dóttir, Dóra Stefánsdóttir og Rósa Júlía Steinþórsdóttir. Þessi leikur er liður i undankeppni heimsmeistarakeppni kvennalandsliða en þar er Island með fjögur stig eftir þrjá leiki. Afturelding lagói ÍR, 1-0, í úrslitaleik neðri deildar karla í miklum rokleik á Tungubökkum i gær. Það var Þorvald- ur Már Guömundsson sem skoraði sig- urmark Mosfellinga í leiknum en þeir spila í B-deildinni í sumar í fyrsta sinn í 43 ár. Lorient varð um helgina franskur bikar- meistari í knattspymu þegar liðið bar sigurorð af Bastia, 1-0. Það var Jean Claude Darcheville sem skoraði sigur- markið á 40. mínútu. Bandarikjamenn lögðu Úrúgvæ, 2-1, I vináttulandsleik í Washington í gær- kvöldi. Leikurinn var liður i undirbún- ingi beggja liða fyrir heimsmeistara- keppnina sem hefst 31. maí í Japan og Suður-Kóreu. Tony Sanneh og De Marcus Beasley skomðu mörk heima- manna en Sebastian Abreu minnkaði muninn fyrir Úrúgvæ. -ósk/ÓÓJ Þróttarar Reykjavíkurmeistarar ''■-'Á - Próttarar fögnuöu fyrsta Reykjavíkur- mótstitlinum í 36 ár vel og ínnilega eftir aö hafa lagt KR aö velli i úrslitaleikn- um. DV-mynd KÖ eftir Þróttarar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í meistaraflokki karla þegar þeir lögðu KR-inga, 1-0, í úr- slitaleik á gervigrasinu í Laugardal á föstudagskvöldið. Þetta var fyrsti Reykjavíkur- mótstitill Þróttar síðan 1966 og fógnuðu þeir vel í leikslok. Þróttarar byrjuðu mun bet- ur og áttu vamarmenn KR í stökustu vandræðum með eld- fljóta sóknarmenn þeirra. Þeg- ar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum komst Brynjar Svérrisson einn inn fyrir vöm KR en Kristján Finnbogason bjargaði vel. KR- ingar virkuðu skelfilega and- lausir og var ekki að sjá að þeir hefðu mikinn áhuga á því að vinna þann titil sem í boði var. Veigar Páll Gunnarsson var sá eini sem eitthvað sýndi og á 40. mínútu fiskaði hann vítaspyrnu upp á sitt eins- dæmi. Sigurvin Ólafsson tók vítið en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Þróttar, varði hana vel. Þróttarar vom mun hættulegri allan hálfleikinn 36 ár en tókst ekki að nýta sér yfir- burðina. Brynjar hetja Þróttara Það dró síðan til tíðinda á 62. mínútu. Brynjar Sverris- son fékk langa sendingu inn fyrir flata vöm KR-inga og af- greiddi boltann af öryggi í mark KR. Stuttu síðar kom síðan besta sókn KR-inga í leiknum. Amljótur Ástvalds- son komst einn í gegnum vöm Þróttar eftir fallegt samspil en Fjalar bjargaði með úthlaupi. Fleira markvert gerðist ekki það sem eftir lifði leiks og Þróttarar stóðu því uppi sem sigurvegarar. Það má mikið vera ef Þrótt- arar verða ekki í toppbaráttu 1. deildar í sumar miðað við spilamennsku sína í leiknum. KR-ingar þurfa hins vegar að taka til í eigin ranni eftir frammistöðu sína í vorleikj- unum. Willums Þórs Þórsson- ar, þjálfara liösins, biður verð- ugt verkefni að gera liðið klárt fyrir fyrsta leikinn gegn Grindavík. -ósk Heil máltíð með kjöti, fersku grœnmeti, lcartöflum, gosi og ábœti... Pyrir minna en þúsundkall!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.