Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2002, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2002 DV Fréttir Staða íslendinga ekki sterk að mati Vinstri grænna: Við eigum að hefja hrefnuveiðar strax - segir þingmaður frjálslyndra og vill taka áróðursslaginn á íslandi Hvalurinn flensaöur íslenskir stjórnmálamenn, sumir hverjir, eru orðnir herskáir eftir fund Alþjóða hvalveiöiráðsins um helgina. Hvalurinn hefur ekki verið skorinn hér á landi í vel á annan áratug. „Við vitum að staða íslendinga er ekki sterk. Við getum ekki gengið í hval- veiðiráðið með því að halda fast við fyrirvarann um hvalveiði- bann. Ég held að allir hafi vitað það áður en fundurinn byrj- aði. Sendinefnd- in vissi að hún væri að fara í mjög tvísýna baráttu," segir Kolbrún Hall- dórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, vegna þeirrar ákvörð- unar íslendinga að ganga út af fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í Japan. Kolbrún hendir á að meirihluti hafi verið fyrir þeirri ákvörðun að viðhalda hvalveiðibanninu en hún á ekki von á að útganga íslendinga muni hafa viðskiptaleg eða póli- tísk áhrif á þjóðina. „Það verður ekki fyrr en við förum að veiða hval. Þá eigum við von á aðgerð- um gegn okkur.“ Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksfor- maður Samfylk- ingarinnar, seg- ir eðlilegt að mönnum sé heitt í hamsi. íslend- ingar hafi átt von á meiri stuðningi og t.d. frá Svíum. Hún lýsir vonbrigðum vegna afstöðu þeirra og telur við- brögð sendinefndarinnar eðlileg. „Ég held þó að það sé engin spurn- ing að hagsmunum okkar hefði verið betur borgið ef við hefðum fengið inngöngu," segir Bryndís. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður frjálslyndra, segir að fátt annað hafi verið hægt að gera en bregðast við með mótmælum sendinefndarinnar. Hann telur aö íslendingar eigi að hefja hvalveið- ar strax. „Við áttum bara að hefja veiðarnar fyrir löngu og taka áróð- ursslaginn á Islandi. Samþykkt Al- þingis liggur fyrir og ráðherra sjávarútvegsmála getur heimilað veiðarnar. Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða með að hefja hvalveiðar strax. Það getur verið að stöðin í Hvalfirði sé ekki tilbú- in til að sinna veiðum strax í sum- ar en við getum þó farið í hrefnu- veiðarnar strax,“ segir Guðjón. -BÞ Kolbrún Hall- dórsdóttir. Bryndís Hlöóversdóttlr. Guðjón A. Kristjánsson. Dýrt að aka á nagla- dekkjum DV kannar aðsókn að Listahátíð í Reykjavík: Þriðji hver sækir við- burði Listahátíðar Sækja viðburði á Listahátíð 2002 20 Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu er farin að stöðva ökutæki sem renna um göturnar á nagla- dekkjum. Rúmur mánuður er sið- an ökumönnum bar að skipta yfir á sumardekk en að sögn lögregl- unnar hefur tíðin ekki verið slík að ástæða hafi þótt til að taka hart á ökumönnum, m.a. vegna þess að fram til þessa hefur snjóað á sum- um fjölfornum fjallvegum. Nú er hins vegar farið að taka harðar á þessu, nokkrir tugir ökumanna verið stöðvaðir, og mega ökumenn búast við um 5 þúsund króna sekt fyrir nagladekkjaakstur, eða um 20 þúsund krónur fyrir allan dekkjaganginn undir bílnum. Öku- menn af landsbyggðinni hafa til þessa sloppið hafi þeir getað fært rök fyrir því að nauðsynlegt hafi verið að aka á nagladekkjum, en ekki lengur. -GG Ríflega 6 af hverjum 10 kjósend- um í Reykjavík hunsa viðburði á Listahátíð í Reykjavík 2002. Konur eru ívið duglegri að sækja Listahá- tíð en munur á kynjunum er ekki afgerandi. Þetta eru helstu niður- stöður skoðanakönnunar DV sem gerð var á miðvikudag í liðinni viku. Spurt var: Sækir þú ein- hvem viðburð á Listahátíð í Reykjavik í ár? Úrtakið var 600 kjósendur í Reykjavík, jafnt skipt á milli kynja. Af öllu úrtakinu sögðust 33,5 prósent sækja viðburð á Listahá- tíð, 58,8 prósent svöruðu spuming- unni neitandi, 6,7 prósent voru óá- kveðin og 1 prósent neitaði að svara. Þegar litið er til svara þeirra sem afstöðu tóku sögðust 36,3 pró- sent sækja viðburð á Listahátíð en 63,7 prósent ekki. Meðal karla sögðust 34,4 prósent sækja einhvern viðburð Listahá- tíðar en 38,1 prósent kvenna. Óákveðnir og þeir sem ekki svör- uðu spumingunni mældust 9 pró- sent meðal karla en aðeins 6,3 pró- sent meðal kvenna. -hlh Ólafur Kristjánsson í Bolungarvík: Rekstrargjöld sveitarfélaga orðin óásættanleg - hættir eftir 16 ár sem bæjarstjóri Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til frekari forystu- starfa fyrir Bolungarvíkurkaupstað eftir 36 ára setu í sveitarstjóm og þar af 16 ár sem bæjarstjóri. Þetta kemur fram í grein sem Ólafur ritar í nýjasta tölublað Vesturlands, blað Sjálfstæðisflokksins vestra, sem kom út fyrir helgina. í stað hans í oddvitasætinu situr nú Elías Jón- atansson. í grein sinni í Vesturlandi segir Ólafur að hann hafi undanfarin 36 ár setið í sveitarstjórn, fyrst í hreppsnefnd Hólshrepps og siðan í bæjarstjóm Bolungarvíkur. Síðustu 16 árin hafi hann starfað sem bæjar- stjóri. „Það er margs að minnast frá þessum tíma,“ sagði Ólafur í samtali við DV. „í upphafi þessa tímabils var mik- il uppbygging en siðan lentum við í miklum erfið- leikum eins og gjaldþroti Einars Guðfmnssonar hf. og vegna þeirra breytinga sem orðiö hafa á flsk- veiðistjómunarkerfinu. Einnig vegna breytinga á eignarhaldi stærstu fyrirtækjanna. Ég tók ákvörðun fyrir fjórum árum um að gefa ekki kost á mér áfram til forystu við sveitarstjómar- kosningar nú. Ég sagði þó við félaga mína í vor að ég myndi auðvitað hugsa mig um ef ég væri ekki sátt- ur við þá sem veldust á listann. Ég er hins vegar afskaplega sáttur við það í dag hvernig til hefur tekist. Þar er ljómandi fólk og reyndar á báðum listunum (D og K) sem í framboði eru. Þaö er því kveðja mín til frambjóðenda í Bolungarvík að þeir standi saman, hver svo sem sigrar." Ólafur segir söknuð vissulega fylgja því að kveðja sveitarstjómar- málin eftir svo langan tíma. Þetta sé þó einnig ákveðinn léttir og um leið tilhlökkun að takast á við önnur viðfangsefni sem tilheyra efri ánm- um. Hann segir aöalvanda sveitarfé- laga eins og Bolungarvikur vera fækkun íbúa. Erfitt sé að halda uppi því þjónustustigi sem nútímaþjóðfé- lag krefst, á sama tíma og íbúum hefur fækkað og tekjur hafa dregist saman. Ekki séu ýkja mörg ár síðan Vestflrðingar allir voru álíka marg- ir og Hafnfnðingar, eða um 9.500. Nú séu Hafnfirðingar komnir yfir 20.000 en Vestfirðingar hafl í desem- ber verið 8.012. „Rekstrargjöld sveitarfélaga, mið- að við skatttekjur, eru orðin óásætt- anleg. Víða eru þau um og yfir 90% af skatttekjum og 86% í Bolungar- vík. Ég held að þetta verði eitt helsta áhyggjuefnið hjá næstu sveit- arstjómum á landsbyggðinni og flótti fólks úr heimabyggð sinni. Því miður þekki ég enga patentlausn á þvi máli.“ -HKr. Ólafur Kristjánsson. REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 22.57 23.12 Sólarupprás á morgun 03.51 03.46 Síödegisflóð 14.15 18.48 Árdegisflóö á morgun 02.36 07.09 Styttir upp NA- og A-átt, víða 8-13 m/s og rigning eða súld, einkum norðan- og austan til. Lægir og styttir upp víða í kvöld. Suðaustlæg átt, 5-8 og dálítil rigning SA-lands í nótt, en NA-átt 8-13 m/s og rigning á Vestfjörðum. Hægari austlæg átt siðdegis á morgun og úrkomulítið vestan til. Hiti 2 til 13 stig, svalast á annesjum norðvestan til, en heldur hlýrra á morgun. [ Vedriö !SI> Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur o O o Hiti 7" Nití 4° Hiti 6° tii 15“ til 13° til 16° Vinthm Vmdur: Vindun 8-13'"V» 5-10 n,/s 5-10n'/» Austlæg átt og NAJæg eöa 1 rtæg NA-iæg eöa víóa dáfitil breytileg átt og breytileg átt, rigning eóa rigning NA-iands skýjaö meö súld. en annars skýjaö köflum og aö mestu. úrkomulítiö. t It SBI m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 AKUREYR! alskýjað 6 BERGSSTAÐIR þoka 4 BOLUNGARVÍK úrkoma 3 EGILSSTAÐIR rigning 4 KIRKJUBÆJARKL. skúr 4 KEFLAVÍK skýjað 7 RAUFARHÖFN þoka 4 REYKJAVÍK skýjað 8 STÓRHÖFÐI skýjað 7 BERGEN léttskýjað 17 HELSINKI léttskýjað 14 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 11 ÖSLÓ þokumóöa 12 STOKKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN skýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 12 ALGARVE skýjaö 15 AMSTERDAM skýjaö 16 BARCEL0NA hálfskýjað 15 BERLÍN léttskýjað 14 CHICAGO heiöskírt 1 DUBLIN léttskýjaö 10 HAUFAX heiöskírt 4 FRANKFURT léttskýjaö 14 HAMB0RG heiðskírt 14 JAN MAYEN rigning 3 L0ND0N mistur 13 LÚXEMB0RG léttskýjað 13 MALLORCA léttskýjað 15 M0NTREAL skýjaö 6 NARSSARSSUAQ skúr 2 NEW YORK léttskýjaö 9 0RLAND0 hálfskýjaö 18 PARÍS skýjaö 16 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON skýjaö 4 WINNIPEG heiöskírt 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.